Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 9
Klrkjuklukkurnar ( Skálholtl hrlngja hátfSlna btn. staðnum eómdi. Þðtt hann vœri lærdómsmaður mikill, gafst hon um lítiil tími, vegna hinna miiklu um'svifa, til að helga sig frœðistörfum. t>ó hafði hann vilja til að koma á fót prent- smiðju í Skálholti, fyrst og fremst til að láta prenta þar þjóðleg fræðirit, en honum mun hafa verið settur stóllinn fyrir dyrnar, svo ekki varð af því. en heimilisraunir átti hann við að stríða meiri en flestir ís- lenzkir menn í hans stöðu. Tær- ingin hjó stór skörð í f jölskyldu hans, en frægast er það, hversu hann brást við ástarmálum Ragnheiðar dóttur sinnar, og hefur sú saga verið lögð út á ýmsa vegu og orðið skáldum drjúgt yrkisefni, sem óþarft er að rekja hér. Næstnæstur Brynjólfi á bisk- upsstóli í Skálholti verður Jón Þorkelsson Vídalin, einn and- ríkasti og geðmesti prédikari sem sögur fara af á fslandi, oft ast nefndur Meistari Jón, og prédikanasafn hans, Vídalíns- postilla, á teepast sinn líka í bófkmenintum. Hefur varla nokk wr maður á klerkastóli verið jafnóspar á að segja jafnt öllum til syndanna og hann, og hefur engin bók á íslandi, eftír ís- lenzkan mann, auk PassíusáJm- anna, fengið fleiri lesendur né haft meiri áhrif en Hússpost- illa Meistara Jóns. Skólinn í Skálholti Óvíst er, hvenær skólahald hófst í Skálholti, hvort ísleifur Gizurarson hefur hafið þar að kenna varðandi prestum þegar er hann kom heim frá mámi erlendis, eða þá eftir að hann varð biskup. Einnig er sárfátt vitað um skóla hans, nema lof- samleg ummæli um hann sem kennara, ýmist í Jóns sögu Hólabiskups eftir Gunnlaug munk eða lof það, sem Jón Ögmundsson hl'eður á læriföð- ur sinn. Hvergi er frá því sagt, að Gizur sonur hans hafi hald- ið skóla eftir að hann varð bisk up í Skálholti, en þá hafði Teit- ur bróðir hans byrjað skóla- hald í Haukadal, þótt ekki gæti hann tekið við öllum þeim verðandi prestum, er tíl hans leituðu. Og síðan gengur skrykkjótt með skólahald í Skálholti, ekki nærri ail'ir bisk- upar sinntu því að taka að sér prestsefni, en tíl þess voru skól ar þessir fyrst og fremst, að uppfræða verðandi presta. Einnig er það lengi fram eftir, að mjög misjafnar eru lær- dómskröfurnar, sem gerðar eru, sem sjálfsagt hefur mark- azt af því, hversu biskuparnir voru menntaðir. En af mörgum þeirra fer mikið orð. Að sjálf- sögðu höfðu þeir ekki nægan tíma frá embætti sínu til að annast kennslu nema að títlu leyti, heldur var það að mestu í höndum prestanna á staðn- um, dómkirkjuprestanna. En þar eð lítið var um annað skól'ahald að ræða í landinu, þurfti iðulegast að byrja að kenna skólasveinum lestur og skrift, en þeir líka oft hafið skólagöngu á barnsaldri, verið þar a.m.k. tíu ár, og vígslu máttu þeir ekki taka fyrr en um tvítugt. Kennslugreinirnar í dómkirkjuskólunum á þessum öldum voru: málfræði, mælsku- fræði og rökfræði, stærðfræði, flatarmálsfræði, sönglist og stjörnufræði ,og voru kennslu- bækur oft í samtalsformi, og áður en tekið var til við þessar námsgreinir, urðu nemendur að hafa lært latínu. Og þegar tímar liðu, festist latínuskóla- heitið við þessa skóla, er hélzt eftir að biskupsstóllinn var fluttur til Reykjavíkur, en nafnið svo breyttist síðar í lærða skóla og seinast mennta- skóla, er voru inngangsskólar að presta-_ og öðrum embættis- skólum. í kirkjuskipan eftir siðaskipti um latínuskóla segir m.a.: „Ekki skal neitt kennast utan latína, því að latínuskóla- piltar plaga að spillast af dönskum og þýzkum skólum og af sérhverju móðurmáli. Og þeir, sem lesa grísku og he- bresku í skólunum, það gera þeir meir sjálfum sér til góða en börnunum tíl betrunar, sem raun gefur vitni.“ Mjög mis- jafnt, hve lengi nemendur voru í skólanum, þeir skörpustu út- skrifuðust eftir tvö til þrjú ár, aðrir átta eða tíu, en tíðast voru menn þar 5 eða 6 ár. En áður en þeir settust í skól- ann þurftu þeir að kunna Iest- ur og skrift og nokkuð í latfnu. Lengi var síðan latína höfuð- námsgrein skólans og fátt ann- að kennt, utan þess, sem skól- arnir áttu einkum að búa nem- endur undir prestskap, að dóm- kirkjuprestarnir sögðu þeim til í guðfræði. Gríska var framan af lítið kennd, en seiinna aðal- lega svo að prestsefnin kæmust fram úr Nýja testamentinu á frummálinu. Nemendafjöldi í Skálholts- skóla var fyrst eftir siðaskiptín rúmlega tuttugu, í biskupstíð Odds Einarssonar um þrjátíu og Brynjólfs Sveinssonar milli 40—50, hélzt svo út þá öld. Síð- an fækkaði nemendum vegna fólksfækkunar og fátæktar. Stundum neyddust jafnvel biskupar tíl að takmarka að- sókn vegna fiskleysis og slæms árferðis. Til er bréf frá Þórði Þorlákssyni Skál'holtsbiskupi til Guðbrandar bróður hans rit- að vorið 1689. Lýkur hann bréf- inu með því að ráða Guðbrandi frá því að senda son sinn í skólann næsta vetur, raunar getí hann lært ef hann bara nennti því, en hann sé svo gikks legur ug þykist ekki þola al- mennilega fæðu, sé að auki reykháfur mesti, og tóbaks- notkun tíðkist ekki í Skálholti. Bókakostur var lítill í Skál- holtsskóla, og urðu nemendur að skrifa mikið af námsefni sínu eða kennarar jafnvel sjálf- ir að skrifa námskver handa nemendum sínum. Helzt áskotn aðist skólanum eitthvað af bók- um biskupa eða skólameistara löngu látinna, og þær voru þá oft orðnar fúnar og úreltar, og ekki geymdust þær vel í versn- andi húsakynnum skólans. Fjár hagur hans versnar, er líða tekur' á 18. öld, og aðbúnaður all'ur. Jón Vídalín gerði sitt Framhald á IS. slðu SíSasta dómklrkjan ( Skálholti, er Brynjólfur biskup lét reisa í árunum 1650—1651. Yfirlitsmynd af Skálholti eftlr að endurreisn s'taðarins var hafln, prestshúslð fullsmiðað og kirkjan í byggingu. act T í M I N N, sunnudagurinn 21. júlí 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.