Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 15
íjjróttir lagi í Noregi og Danmörku að undanförnu, að blanda sér inn í baráttuna, en sunnudaginn 28. júlí leikur Valur við' Keflavík á Laug- ardalsvellium. Þess má geta, að síðustu leikirn- ir í I. deild verða 25. ágúst og þá leika KR-ingar á Akureyri og Fram cg Valur á Laugardalsvellinum. Ragnh. Stefánsd., Umf. Samh. 14,1 Rannveig Haldórsd. Uf. Vöku 14,1 Björg Einarsd., Umf. Njáli 14,5 4x100 m. boðhlaup kvenna: A-sveit Umf. Samhygðar, 59,7 A-sveit Umf. Njáls, 60,5 A-sveit Umf. Vöku, 61,4 A-sveit Umf. Selfoss, 63,6 Hástökk kvenna: Kristín Guðm.dóttir, Uf. Hvöt, 1,42 (Skarphéðinsmet). Helga ívarsdóttir, Uf. Samh. 1,40 Guðrún Óskarsdótt. Uf. Njáli 1,35 Ása Jakobsen, Uf. Self. 1,30 Árangur hástökkinu var eftir- tektarverður, 9 stúlkur stukku yfir 1,30 m. Kúluvarp kvenna: Kristín Guðm.dóttir, Uf. Hvöt 8,98 ÍTé''iður Sigurðard. Uf. Hruna 8,50 G 'ún Óskarsd. Uf. Njáll, 7,90 Guðbj. Guðmundsd. Uf. Sam. 7,68 Kringlukast kvenna: Ása Jakobsen, Uf. Self. 27,10 Margrét Hjaltad., Uf. Gnúp. 25,27 Þórdís Kristjánsd. Uf. Samh. 24,90 Ingibjörg Sveinsd. Uf. Self. 24,57 Kristín Guðmundsdóttir Umf. Hvöt iilaut afreksbikar kvenna að þessu sinni fyrir hástökkið sem gefur 745 stig. Mótstjóri var Þórir Þorgeirsson, kynnir, Hafstein Þorvaldsson, — dómarar: Stefán Magnússon, Hörð- ur Óskarsson Tómas Kristinsson, og Helgi Björgvinsson. UMF Selfoss hlaut frjálsíþrótta- bikarinn að þessu sinni, fyrir flest stig á mótinu. 16. félög sendu kepp endur á mótið. H.Þ. SALTSÍLDIN Framhald af 1. síðu. um Vestur-Evrópuiöndum í seinni t.ið, vegna þess að framleiðsla þeirra sjálfra hefur stóraukizt. Norðmenn voru lengi vel í fyrsta sæti, en síðustu ár hefur aflabrest- ur og sömuleiðis minnkandi áhugi á síldarkaupum Austur-Evrópuland anna, orðið til þess að útflutn- ingur Norðmanna hefur minnkað gífurlega, og nú eru þeir komnir : þriðja sæti útflutningslandanna. Á síðasta ári munu þeir hafa flutt út um helmingi minna en fslending ar. Á fundi Félags síldarsaltenda á Suðvesturlandi nú fyrir skömmu kom fram, að í júlí í fyrra hafi ekki litið vel út um sldarsöltun sunnanlands, úr þessu hafi þó ræzt, þegar líða tók á sumarið, og að ickum hafi þetta orðið mesta sölt- unarárið frá því félagið var stofnað 1954. Söltunin nam 137.740 tunn- i'.m, þar af 31.766 tunnur flött og Hökuð síld, og útflutningsverð- mæti síldarinnar nam rúmiega 112,3 miljónum. Söluhorfur Suð- urlandssíldar munu ekki vera góð ar í Beneluxlöndum, Frakklandi og ísrael, en of snemmt mun vera ■iö segja nokkuð ákveðið um þetta atriði, að pví er Gunnari Flóvenz fiamkvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar skýri frá. Síld var í fyrsta :inn á síðasta ári seld tii þessara ianda. Á ísraelsmarkaði liggur urkið af saltsld frá fyrra ári, og ar algiörlega óvíst, hvort hægt verður að seija Suðurlandssíld tangað á næstu vertíð. Það, sem af er síldarvertíð Vest- ur-Þióðverja hefur síidarsöltun verið 100% meir en á síðasta ári. KLÓRHREINSUN Framhald af 1. síðu. þau fyrirmæli að öll frystihús, sem nota sjó við framleiðsluna, eða vatn, sem ekki er talið nægilega gott, komi upp hjá sér klórblöndun artækjum, og hafa 30 frystihús gert ráðstaíanir til þess að fá tæk ;n, og 10—12 hafa þegar tekið þau i notkun. Fiskibátar eru oft þvegnir úr sjó, og þá ósjaldan í höfn, þar sem sjórinn er langt frá því að vera hreinn. Þvi hefur sama skilyrðið verið sett um bátana og frystihús- ín, og hafa 10 bátar úr Reykjavík og Hafnarfirði fengið klórblöndun artæki. Fyrsti báturinn, sem tæk- in fékk var Ásgeir frá Reykjavík, og hafa þau reynzt mjög vel. Klórtækin, sem notuð eru, eru tvenns konar, annars vegar klór- dælur, sem yfirleitt kosta um 15 þús. kr., og hins vegar klórgas- ■ æki, og kosta þau minnstu 30 þús. kr. Klöri er blandað í vatnið til þess að dauðhreinsa það, og þarf fremur lítið magn til þess, og veldur það ekki tjóni á mat- vælum. í frystihúsum þarf venju- iega 5—10 p.p.m. (paita per mill- jóu) af klóri, en þaðan af meira ef frystihúsin eru mjög stór. í bátum eru yfirleitt notaðir 10 p.p. m. Ýmislegt þarf að athuga í sam bandi við kiórblöndunina, því efn- ið getur haft tærandi áhrif á málma og málningu og lykt get- ur t. d. komið af fiski, en þetta gerist því aðeins, að ákaflega mik- ið _magn sé notað. Á Akranesi hefur verið rætt um að klórblanda neyzluvatn, því þar verða bæjarbúar að notast við ofanjarðarvatn úr hlíðunum. í því eru gerlar, og jarðfræðingar hafa sagt, að ekki sé neitt hægt aS gera til þess að bæta vatnsból staðarins. Sláturhús um allt land notast einnig við neyzluvatn hvert á sín- ucn stað, og er ijóst, að sama máli gegnir um heilnæmi þess og vatns ins, sem notað er í frystihúsunum. Því er ekki ósennilegt, að heil- brigðisyfirvöldin láti fara fram rannsókn á vatninu, og sömu ráð- stafanir verði síðan að gera og hjá frystihúsunum. Aðeins eitt slátur- hús í landir.u hefur nú tekið í notk un klórblöndunartæki, og er það sláturhús Samvinnufélags Fijóta- manna í Haganesvík. FNJÓSKÁRBRÚ Framhald af 1. síðu. við Laufás í Dalsmynni og verða því allir þungaflutn- ingar að fara fram um gömlu Fnjóskárbrúna. Er full ástæða til að hvetja menn að fara þar eftir sett- um reglum, sjálfra þeirra vegna og annarra. Reglur um hamarksöxulþunga eru ekki settar af illgirni, held- ur að vel athuguðu máli, og meðan vegirnir eru ekki betri en þeir eiu. er ekki nema eitt að gera: Hlíta þeim. ÍSINN Framhald af 1. síðu. ur út af horni, en stundum nær, og siglingaieið verið mjög óhrein fyrir Horni Vonandi er nú „lands- ms forni fjandi" farinn frá landi fyrir fullt og allt í sumar og hverf ur aftur tii síns heima með aðstoð hafstrauma. RJÚPUR Framhaii aí 16. síðu — Hvernig eru lifnaðarhætt- ir rjúpunnar? — Áður en varptíminn hefst velja karrarnir sér ákveðið svæði, þar sem parið heldur sig síðan, á meðan á varptíma stend ur. Svæðin eru dálítið misjöfn að stærð og fara eftir því, hversu stór stofninn er í það og það skipti. Þau eru venju- lega frá 2 í 8 ha. að stærð þeg- ar rjúpurnar eru sem flestar, en frá 6—20 ha. þegar þær eru færri. Hæfustu fuglarnir velja sér beztu svæðin, en þeir sem óhæfari eru, verða oft útundan o,g fá engan samastað. Deyi fugl secn haft hefur ákveðið svæði, tekur annar, sem hvergi hefur átt höfði sinu að halla, að sér svæðið. Þegar fuglarnir deyja, hlýtur það annað hvort að vera af því, að einhver breyting hef- ur átt sér stað í þeim sjálfum, eða -á lífsskilyrðum þeirra, og það er einmitt þetta, sem við erum að reyna að komast eftir. — Hver er aðalmunurinn á rannsónunum hér og í Skot- landi? — í fyrsta lagi er gróðurinn á varpsvæðum rjúpunnar hér miklu fjölbreyttari en í Skot- landi, þar sem rjúpan lifir ein- göngu á beitilyngi, en hér hef- ur hún úr miklu að velja. Ann- ar aðalmunurinn er ,að í Skot- landi flyzt hún ekki úr stað eft- ir árstíðum. Hún býr á sama stað allt árið um kring, og or- sakast þetta af því að veðráttan er mildari en hérna. Bæði þessi atriði gera rannsóknirnar hér miklu erfiðari viðureignar en hjá okkur. — Veldur sveiflulengd stofns ins ekfci erfiðleikum líka? — Já. Við getum komið fram með ýmsar hugmyndir um það, ‘ hveð gerist, en það er erfitt fyrir okkur að sannprófa, hvort þær eru réttar eða ekki, vegna þess hvesu óreglulegar sveifl- urnar eru. Þetta er betra hér, því menn vita nokkurn veginn fyrir víst, hvenær stofninn nær hámarki og hvenær lágmarki. — Tafca margir vísindnmenn þátt í rannsóknum yðar á rjúp- unni í Skotlandi? — Við erum tveir dýrafræð ingarnir og svo er einn grasa- fræðingur og einn aðstoðarmað ur. Dr, Jenfcins hefur sfeoðað þrjú af fjórum rannsóknarsvæðum hér á landi, Hrísey, Heiðmörk og Laxárdal í Suður-Þingeyjar sýslu, en fjórða svæðið er í Ör- æfum. Að sögn dr. Finns Guðmunds sonar eru 53 rjúpnapör í Hrísey sem er aöeins 8 ferkílómetrar. Þykir það mjög mikið. KORNIÐ Framhald af 1. síðu. þar væii betur á vegi statt en í fyrra, en þá var að vísu > óvenju lélegt ár. Bezt væri það á veg komið í Fljótsdaln um. en yfirleitt væri það a. m. k. viku á undan því sem það var í fyrra. í Hornafirði munu horf- ur yfirleitt góðar. Þar er kornið ræktað í sandi, og var mjög vel á veg komið, en vegna mikilla þurrka und anfarið voru menn orðnir nokkuð áhyggjufullir, og eitthvað var farið að sjá á korninu. í nótt rigndi þar nokkuö og eru menn nú von- betri af þeim sökum. VILLTUR í ÞOKU Framhald vt 16. síðu. leiðangur flugbjörgunarsveitar innar á tveimur bílum. Um sex- leytið í morgun lögðu leiðangurs- menn svo upp, ásamt fólki, sem dvalizt hefur á Hveravöllum og í Kerlingarfjöllum, og var haldið norður á bóginn, þar sem talið var, að Garðars væri að leita. En um það bil klukkustundu síðar kom Garðar sjálfur að Hvera völlum og úr suðri. Hafði hann rekizt á göturnar úr Þjófadölum og fylgt þeim til Hveravalla. Garðar veit lítið, hvert hann íór í þokunni. Eins og sagt er frá í blaðinu í dag fannst slóð eftir hann í gær, en hún hvarf aftur. í gærdag mun hann hafa sofið, sennilega um það leyti, sem leitað var að honum úr flugvél- T í M I N N, sunnudagurinn 21. júlí 1963. — inni, en seint í gær kveðst hann hafa heyrt í flugvél. Mun það hafa verið, er Björn flaug með þá félaga. Garðar kvartaði ekki um hung- ur, en kvaðst hafa verið mjög þyrstur og borðað snjó við þorst- anum. Þykir það benda til þess, að hann hafi lengst verið á ferli í nágrenni Kráfcs, en þar er eina vatnslausa svæðið á þessum slóð- um. Síðan virðist hann hafa farið hátt meðfram norðurenda Lang- jökuls, ofar fjallalæfcjum, úr því hann ekki gat svalað þorsta sín- um. Síðan, er létti, hefur hann sveigt niður og fundið götuslóðann, sem liggur frá Þjófadölum til Hveravalla. Garðar svaf í dag, er Björn flaug upp á Hveravelli, til að sæfcja Jóhannes' og félaga. Hann hafði um það orð í morgun, að hann rvissi ekfcert, hvort hann kæmi strax til byggða. Hann vildi helzt ekki koma heim, án þess að veiða neitt!! EKKI VERKFALL Framhald af 16. síðu. fengið að undanförnu, en á undan- var komin 5%, hækkunin. Þá var einig samþykkt byrjun á aldurs- uppbótum. Eftir 10 ára starf fá mjólkurfræðingar nú 5% uppbót og 10% eftir 15 ár. Auk þessa var samið um lengingu á sumarfríi. Tiu ára starfsmenn hafa fengið 19 daga, virka, en fá nú 20, og 15 ara starfsmenn fá 22 virka daga í staðinn fyrir 21 áður. MINKUR FramhaU af 16. síðu sem enginn minkur sést. Minkur rnun hafa verið í Elliða- ánum allt frá 1932, þegar fyrstu minkarnir sluppu út úr búrum sínum. Aftur á móti hefur Elliða- ánna verið betur gætt en margra annarra, þai eð Karlsen minkabani liefur stöðugt haldið minknum þarna í skefjum. SKÁLHOLT Framhald af 1. síðu. il. Viðbúnaður er einnig til að mæta óhöppum, sem kunna að henda, og munu skátarnir sjá um það, en kvenfélagskon- ur úr Skálholtssókn munu selja veitingar/ Engir komast í kirkju við sjálfa vígsluathöfnina, aðrir en boðsgestirnir, en komið hefúr verið fyrir hátölurum, sem flytja athöfnina til þeirra, sem ekki komast í kirkjuna. Eftir vígsluathöfnina er kirkjan op- in öllum, sem vilja skoð'a hana, og kl. 3 er svo almenn guðs- þjónusta. Athöfninni verður út- varpað, svo að sem flestir geti fylgzt með. Auglýst er í blöðum í dag, að útvarp verði í dóm- kirkjunm í Reykjavk á morgun svo að kirkjugestir geti hlýtt á i Skáihoitsvígsluna. En sjón er sögu ríkari, og þeir muna það vafalaust alla ævi, sem sjá prósessíu lærðra og leikra ganga í Skálholts- kirkju kl. 10 á morgun undir voldugrj klukknahringingu úr tumi kirkjunnar. Og vonandi leggur sólin blessun sína yfir athöfnina og skín að Skálholti á morgun. GEGNUM SKOÐUN Framhai'-' ai 16 síðu sem kynnu að eiga vara- hlutj ; svona bíl, að renna við á Skúlaskeiði 6, þar sem hann ú heima. — Bíll inn. nema í skoðunina, — en nú getur hann farið að reyna gæði hans á vegunum utan Hafnarfjarðar. Bíllinn er ijomandi fallegur útlits, eins og myndin ber með sér, en bar sem hún er ekki í litum. getur blaðið frætt les endur á því, að hann er dökkgrænn með rauðri rönd á hliðum og svörtum hjól- hlífum. (Ljósm.: Tíminn hlífum. iLjósm.: TÍMINN-GE). APv- SNOGH0J 2 II B B B B 1 B FOLKEH0JSKOLE pr. Fredericia DANMARK Alm. hBjskolc med sprog og nordlsk-europælsk hold. lærere on elever fra hele Norden. Poul Engberg við Litlabeltisbrúna 6 mánaða skóii, jafnt fyrir stúlkur og pilta. Allar uppl. veitir. Poul Engberg, Fredericia Sími Erritsö 219 Danmörku li óskast Ung hjón vantar 2 herb. íbúð fyrir miðjan sept. Upp lýsingar í síma 20553 eftir kl. 5. Ferð í Skálhoit Lagt verður af stað frá fé- lagsheimilinu í Kópavogi kl. 10 árd. Þátttaka tilkynn- ist í síma 36927 eða 10479. Farfuglar í Kópavogi. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúS viS andlát og jarðarför mannsins míns og fiour okkar GARÐARS HJÁLMARSSONAR, bifvéiavirkja, Ásvallagötu 39. Þökkum sérstaklega læknum og hjúkrunarkonum handlæknin-n- deildar Landsspftalans fyrlr ómefanlega hjálp. — Guð blessi yk nr öll. — F.h. foreldra, systkina, tengdaforeldra og annarra ætt ngia. Edda Jónsdóttir og synir. Útför LILJU MARTEINSDÓTTUR, Freyjugötu 11, fer fram frá Fossvogskapellu, þriðjudaginn 23. þ.m. kl 1 30. — Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu mlnnact hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Börn, tengdabörn og barnabörn. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.