Tíminn - 23.07.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.07.1963, Blaðsíða 2
ELTA SKOTTIÐ A SJÁLFUM SÉR GREIN ÞESSI fjallar um lífsleiöa Ameríkana, sem í Evrópu eru nefndir „hipsfers", en þeir nálgast þa3 að mörgu leyti að vera „beatnikkar". Lífsviðhorfum þeirra og öðru þess háttar er lýst betur hér á eftir. Amerískl „hipster"-málartnn, William Morris, er þarna aS vinnu. Fyrir utan það að máia 15 metra langt máiverk, þá skreyttl hann nokkra af aðdáendum sínum með höndunum. SÉRKENNILEGUR, ungur maur með útstandandi augu, situr á kaffihúsi, starir á gestina til skiptis. og segir svo í æsingi: — Hraði, maður, það er nokk- uð, sem ég hef vit á. Það skemmti legasta, sem ég geri er að þjóta eftir Autobhaninum í Benzinum mínum á tvö hundruð kílómetra hraða á klukkustund. Þar sem enginn virðist veita þessari yfirlýsingu hans eftirtekt þagnar hann aftur. Hann lætur fara vel um sig og leggur Harris- tweed jakkann á axlir sér og segir án nokkurs samhengis við fyrri setninguna: — London, maður, það er stærsta horg í heimi. Ég meina að fólkið er hvergi eins mikið „hip“ og 1 London . . . Hann gefur sér tíma til að draga andann og segir svo: — Lindon er sko nefnilega regluleg .,hip“-borg. Þessi ungi maður er amerísk- ur málari, sem síðustu þrjý árin hefur búið í ýmsum af hpfuð- borgum Evrópu. Hann er sjálfur „hipster", kannski svolítið fana- tískari en gerist og gengur, og hinir úr hópnum eru efa- gjarnir gagnvart honum, því að þemi finnst hann ýkja hlutina dá- lítið. Og hvað er svo eiginlega „hipst er“? Það fyrirbrigði hefur verið skilgreint af kunnugum sem hóp ur af uppreisnargjömum Ameri- könum sem setja sjálfa sig utan við það þjóðfélag, sem þeim finnst vera rangt, og reyna að lifa hlutlaust í hinni „risaum- íangsmiklu" nútíð. Þessir ,hipst- ers“ hafa stundum verið kallað- !r hvítir negrar, þar sem þeir setja sig svo mikið fyrir utan þjóðfélagið og venjulega lifnaðar hætti. Annars er erfitt að segja hvern ig fyrirbrigðið lýsir sér nákvæm- lega, því einkenni þess eru það ónákvæm. Ef við ímyndum okk- ur „hipster“ sem nokkurs konar nútíma Hamlet, óskýran og óör- uggan og framkoman ber öll merki nútímajazzhljómlistar og aðstaðan gagnvart þjóðfélaginu er anarkistisk, heimspeki, sem setur nautnina framar öllu öðru, þá erum við nokkuð nálægt því, að vita hvað „hipster“ er í raun og veru Þegar aílt skemmtilegt, sem hægt að gera í Las Vegas, Los Angeles, Chicago, Ngw Orleans, New York og Catskill Mountains, hefur verið gerð, — þá er eina úrræðið að taka sér far með cdýru skipi til Evrópu til að finna það sama þar og í Ameríku: Ekki neitt. Þessi hring rás minnir á hvolp, sem eltir skottið á sjálfum sér. Amerísk stúlka, sem lagði stund á skartgripasmíði í Kaup- mannahöfn, lýsti sálarástandi „hipsters“ vel, þegar hún sagði eftirfarandi: — Það er ekki svo að ég fyrir- líti Ameríku. Það er gott land fyrir þá, sem það á við. En frá mínu sjónarmiði séð, þá býður Evrópa upp á meiri möguleika. Ef maður er orðinn þreyttur a einhverju iandi, þarf ekki annað en að setjast inn í næstu járn- brautarlest, og eftir nikkra tíma er maður kominn i aðra siðmenn- ingu, þar sem aðrir siðir ríkja, og annað mál er talað, í stuttu máli, gjörólíkt umhverfi. En verði maður þreyttur á einhverj- um stað j Ameríku, er hægt að ferðast fimm þúsund kílómetra — og vera alltaf jafnþreyttur, maður er einhvern veginn inni- iokaður í þessum einhliða lífs- venjum, þeim amerísku. Annar „hipster", sem starf- aði hjá oandarískri ferðaskrif- stofu í Amsterdam, safnaði sér aftur fyrir farinu til Ameríku og hann sagði: — Nú er ég búinn að vera i Evrópu í sex ár, og ég er búinn að fá nóg Ég var einn af þess um flækirigum, sem leit niður a Ameríku og allt, sem amerískt var, hinn slæma smekk, hina stóru bíla, ómerkilegheitin og peningatilbeiðsluna, þetta var ailt saman rotið. En nú, heldur hann áfram, sakna ég þessa alls. þessa rotna stéttafyrirkomulags, þessa slæma smekks. Lífið í Ameríku er nefnilega lifandi og æsandi cn í Evrópu er það hreint og beint dautt. Manntegundir þessar í Evrópu geta starlað við hvað sem er. Þeir geta verið nemendur, eða málarar, leikarar, skáld eða forn- leifafræðingar og jafnvel þjóðfé- lagsfræðingar. Kannski eru þeir líka bara venjulegir verkamenn. En hvað sem þeir annars gera, þá virðast þeir hafa eitt sameig ínlegt, og það er hina mestu óbeit á sjalfum sér. Eitt það sérkennilegasta við þá er kannski það, hvernig þeir fara að þiú að afla sér peninga. Sumir eru lausir allra mála, þar sem þeir eru ríkir, eða réttara sagt, foreldra þeirra eru ríkir, en aðrir verða að fara sínar eig- in leiðir til að vinna sér inn fyrir sínu daglega brauði, og þær eru oft næsta furðulegar og gáfu 'egar. Hipster málari nokkur, að nafni William Morris, þurfti mjög á auglýsingu að halda, og vatki athygli á sér í danska lista heiminum með því að koma því i kring, ab hann málaði fimmtán metra langt léreft með undirleil ‘cvintettar Stan Getz í hinu fagra umhverfi í Marienlyst. Hann fékk rjónvarpið til að sjónvarpa þessu. jg vopnaður málningarrúllu beyttist Morris upp og niður þai til gerða „stillasa“ og klessti litunum tilviljunarkennt á svart málað léreftið, Síðar kom ástæð- an fram. léreftið var sett saman af smábútum, svo að hægt var að taka það 1 sundur, og svo seldi hapn bútana fyrir offjár. Aðrir af „hipster“-kyninu eru nægjusamir, og eru ánægðir með þær smáupphæðir, sem þeir fá fyrir að taka að sér einkatíma í ensku. Aðrir lifa af upphæðum, sem þeir hafa áður stritað fyrir, og gildir það einkum um þá, sem unnið hafa í sambandi við aug- lýsingar. Þeir hætta gjarnan vinnu sinni og eyða tímanum í ekki neitt í Evrópu. Einn þeirra var mjög ánægður með lífið, bjó í París og gekk alltaf með svarta pjötlu fyrir auganu. — Ég var vanur að vinna mér inn svona 25.000 dollara á ári, sagði hann, með því að sitja og skrifa auglýsingatexta á auglý.s- ingaskrifstofu í Madison Avenue. Ég var við í fimm ár og skrif- aði þessar heimskulegu lofgerð- arrollur, en svo ákvað ég að kætta, áður en ég misstj vitið. H keypti mér einbýlishús í Grikklandi til að búa í á veturna, og svo er ég í París á sumrin. Nú hef ég tíma til að lesa og nýt lifsinsv — Ég er aldrei reglulega á- nægður en samt er ég alltaf í góðu skapi. Ég geng með þessa svörtu pjötlu af því að heimur- inn virðist vera helmingi betri, þegar maður sér hann aðeins með öðru auganu. Þetta fólk er, eins og sjá má, mjög einkennilegt í háttum. — Einn Ameríkani, sem ferðast hafði um Evrópu á puttanum, sagðist vera skáld og gerði mjög merkilegar athugasemdir um drauma. M. a. sagði hann þá, að síðustu nótt hefði hann dreymt, að amma hans léki á trommur með hljómsv. Count Basies, og hún lék ekkert nema dynjandi jazz. Þetta fannst honum stór- kostlegt, og hann sagði mjög á- kveðinn, að næsta kvæði hans ætti að heita: Kvöldið, þegar amma lék á trommur með Count Basie. Þegar hann var spurður að því, um hvað kvæðið ætti að fjalla svaraði hann: — Það veit ég ekki, en þetta er fjári gott nafn. Það er til bók fyrir Ameríkana sem heitii, „Hvernig hægt er að lifa í Evrópu fyrir fimm doll ara á dag“, en ráðleggingar þeirrar bókar mundu í augum margra „hipsters“ þýða peninga- sóun, því að þeir lifa á nákvæm- lega ekki neinu. Einn „hipster“ Martin Slade að nafni, sem útskrifaður var frá Harvard-háskólanum, og þar að auki meðlimur fínasta fólksins í Ameríku, ákvað að dveljast í Kaupmannahöfn í dálítinn tíma, og hann var svo sparsamur, að . kunningjai hans sögðust aldrei 1 hafa séð peninga í höndum hans. | Þegar hann átti t. d. að borga máltíð í veitingahúsi, þá borgaði hann alltaf upphæðina nákvæm- lega. Ef reikningurinn var upp á 5 krónur og 82 aura, þá stakk hann hendinni í vasann og lagði 5 krónur 62 aura á borðið. Hann taldi það ekki einu sinni. Hann keypti sér aldrei neitt, en gladd íst augsýniiega, þegar vinir hans gerðu það Hann var gæddur miklum hæfileikum tii að hafa áhrif á annað fólk, og ef hann var með kunniiigja sínum í bæn- um brást það ekki, að hann gat lalað hann til að kaupa eitthvað sérstaklega óhentugt, eins og rak- vél, sem sérstaklega var til þess gerð að '•aka djúpa spékoppa og hökuskörð Hvað skeður með hvolpana, þeg -r þeir elta svona skottið á sjálf- um sér? Þeir bíta í það og kom- ast að raun um að það er sárt, og þá hætta þeir. Og ef að hundur getur sýr.l það mikla skynsemi, þá hlýtur „hipster“ að geta gert það líka | Framræsia lands n fiarf aS aakasf Á undan förnum árum hefur bændastétt landsins unnjð stór várki við framræslu lands, bæði til túnræktar og beitiræktar. Mýrlendi eru geysivíðáttumikii í landi.nu en eftirtekja af þeim er lítil meðan þau eru óræst. jj Með framræslunni má niurg- ; falda igildi mýrlend.isins ti'l fóð. urframleiðslu, þótt ekkert komi annað til en landþurrkun in ein. Landþurrkun til túnræktar hefur á undan förnum árum skert stærð beitilandsins oig hin stöðuga fjölgun búipenings, sem í högum gengur, þremgir að ineð hverju ári, sem líður, og verður því ekki komizt hjá að bæta gróðurfar þess land- rýmis, sem fyrir hend ier. Tvær leiðír Tvær leiðir er unnt að fara til þess að ná því marki. f fyrstia lagi með aukningu gróð. urs á afréttum með áburði cg sáningu eftir því, sem hag- kvæmast þykir á hv'erjum stað. I öðru lagi þurrkun votlendís- ins í byggð til beibar fyrir bú- peninginn að vetri, vori og framan af sumri og að hausti, þegar fé er ekki á afrétti. Samdráttur Þurrkun lands hefur dregizt saman hin síðari ár, en þeirri þróun verður að snúa við með skynsamlegu móti. Ákjósanleg- ast er, að land nái að stianda framræst minnst 5 ár, áður en það er brotið til ræktunar, svo að samdrátturinn, sem orðið hefur í framræsJunni, getur valdið allt að 5 ána stöðnun í ræktun, þar sem svo háttar til, að ekki er annað land fyrir hendi til ræktunar en mýr- lendi. Ríkisvaldið verður að styðja framræsluna betur með auknum styrkjum og einnig með því að sjá vélasjóði ríkis- isins fyrir nægilegu fjármagui, sem hann gæti endurlánað bún aðarfélögum, rækturansam- böndum og ræktunarfélögum, sem standia fyrir sMpuIagðri framsæslu á hinum ýmsu stöð- um á Jandinu. Þingmenn Fram- sóknarflokksins hafa á undan förnum þingum flutt þings- ályktunartillögur hér að lút- andi, en þær Irafa ekki náð fnam að ganga. Skýrsla norska bankastiórans Bankastjóri norska íbúða- bankans hefur samið skýrsQu um íbúðabyggingar hér á landi. en hann dvaldi hér um 2ja mánaða skeið á vegum Samein. uðu þjóðanina til að kynna sér þessi mál og gera tillögur til breytinga. Skýrsla banka- stjórans er góð hirting á ríkis- stjórnina, sem skellt hefur skollaeyrum við öllum tillög- um um úrbætur og talið ástand húsnæðismálanna í himnalagi og -,isérstaks átaks ekki þörf“ eins og segir í framkvæmda- áætluninni svoinefndu. Álit norska bankastjórans er, að vetir á íbúðalánum séu hér allt of háir, Iánin of lág og til allt of skamms tíma og enn fremur að gerð verði fullkomin áætlun um íbúðabyggjngar og strangt eftirlit haft með bygg- ingarkostnaði. Skýrsfla norska bankastjórans er þungur á- fellisdómur yfir stjórn ríkis- stjórnarmnar á húsnæðismál- unum í landinu. 2 T f M I N N, þriðjudagurinn 23. júlí 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.