Tíminn - 23.07.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.07.1963, Blaðsíða 8
Bískupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, og húsameistirt ríkisins, HörSur Bjarnason, horfa heim að Skáíholtskirkju og embættisbústaönum frá þeim stað, er menntasetur Skálhottsstaðar skal rísa. — Allar Ijósmyndlrnar frá Skálholtshátíðinni tók Guðjón Eirtarsson, : ; :, ,í:: Frá vígslu Skálholtskirkju Myndin er tekin tnn eftir Skálholtskirkju I upphafi vigsluathafnarinnar. Prófessor Magnús Már Lárusson flytur bæn úr kórdyrum. Að lokinni síðdegismessu í Skálhoitsklrkju á sunnudag, gengu forsetinn, herra Ásgeir Ásgeirsson; biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, klrkju- ráðsmenn o.fl. vestur fyrir Kvarnarlæk, og uppi á holtinu þar, gegnt kirkju og embættlsbústað, stakk biskup fyrstu skófiustungu að klrkju- legum iýðháskóla, fyrsta vísis að endurreisn Skálholtsstaðar sem mennta- seturs. Við það tæklfæri afhenti Harald Hope frá Noregi stórhöfðing- lega gjöf, ávisun á 200 þúsund norskar krónur eða 1,2 milljónir islenzkra króna, sem skerf Noregs til byggingar lýðháskóla i Skálholti. Skrautritað skjal fylgdi gjöfinni, þar sem segir ,að gjöf þessi sé gefin í þakklætis- skyni fyrir þá hjálp, sem Noregskirkja hefur á löngu liðnum öldum hlotið frá þessum fræga stað. Átta kirkjuhöfðingjar í Noregi, sem gengust fyrir söfnun þessa fjár, undlrrftuðu skjal þetta. Jón Sigurðsson og Stefán Þ. Stephensen þey'ta lúðra sina úr turni Skál- holtskirkju á sunnudagsmorguninn. Hvassviðrlð olli talsverðum erfiðleikum við hátíðahöldin í Skálhoiti á sunnudaginn. Myndln hér að ofan er gott dæmi um það. Lögregluþjónar eru að fella tjaldið, sem hafði að geyma pósthúsið þennan dag, því að fyrirsjáanlegt var, að það mundi fjúka. Fleiri tjöld urðu fyrir áföllum, t.d. brotnuðu súlur í Rauða kross- tjaldi skátanna, og sjö bílar héldu veitingatjaldinu niðri, en þar var ekki nóg að gert, þvi toppurlr.n rifnaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.