Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 1
FYRIR UPPÞVOTT, NYLON 06 ULL EGGERT KRISTJANSSON «CO HF 171. tbl. — Fimmtudagur 15. ágúst 1963 — 47. árg. pjmi RÍKISSTJÓRNIN ER m SEMJA UM: FLOTA OG KAFBATA STOÐIHVALFIRÐI FRAMSÓKNARFLOKKURINN HEFUR MÓTMÆLT EINDREGIÐ ÖLLUM SLÍKUM ÁFORMUM Þau furöulegu tiömdi eru nú að gerast, að ríkissfjórnin hefur byrjað viðræður við Atlants- hafsbandaiagið um að það fái floia- og kafbáta- stöð í Hvalfirði, og benda allar líkur til að stjórn- in ætli að fallast á þetta, án þess að hafa nokk- urt samráð við Alþingi eða leggja fyrir það samn- inga, sem hún kann að gera við bandalagið um þetta efni. Slíkt væri þó eitthvert mesta gerræð- isverk, sem hugsazt gæti. „Fréttin" í útvarpinu Svo v;rðist sem ríkisstjórnin hafi ætlað að nota tækifærið til að gera slíkan samning með- an blöðin komu ekki út. Jafn- framt hafi hún ætlafy að nota ríkisúívarpig til að koma á framiæri „fréttum" um, að hér væri um allt annað og miklu minna að ræða en raunverulega er fjallað um. Þetta sézt ekki síst á því, að hinn 7. þ.m. birtist svohljóð- andi fréttatilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu í kvöldfrétt- um útvarpsins: „Undanfar% hafa faríð fram umræður um, að Atlantshafs- bandalagið endumýjaði og fjölgaði olíugeymum í Hval- firði og bætti afgreiðsluskilyrði þar. Athugun er nú ag hefjast um staðsetnlngu nýrra geyma ef að til framkvæmda kemur“. Af þessari „frétt“ utanríkis- ráðuneytisins varð helst ekki annað ráðið en ag endurbyggja ætti gamla olíugeyma, sem Nato ætti í Hvalfirði, og að „bæta afgreið'sluskilyrði" í sam bandi við þá. Þeim, sem kunnugir voru, kom þessi frétt þó strax kyn- lega fyrir sjónir, þar sem Nato á enga olíugeyma í Hvalfirði. í Hvalfirði er ekki nema ein olíustöð, sem er eign Olíufélags ins, og höfðu engar umræður átt sér stag um endurnýjun á geymum hennar. Nánari upplýsinga óskað Forustumönnum Framsóknar- flokksins þótti „frétt“ þessi svo grunsamieg, að þeir ákvliðu stráx að fá nánári upplýsingar um þetta hjá ríkisstjórninni. Fyrst fcáru þeir fram ósk um ag utanríkismálanefnd Alþing- is yrði kvödd saman, en til vara að fulltrúar frá flokknum fengju að ræða við utanríkisráð herra. Stjórnin hafnaði hinu fyrrnefnda, þar sem hún liti svo á, a j umboð utanríkismála- nefndar hefði fallið niður með þingrofinu, en hins vegar lýsti utanríkisráðherra sig fúsan til að ræða við fulltrúa frá Fram- sóknarflokknum. Fulltrúar Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson og Þórarinn Þór- arinsson, ræddu vig ráð'herr- ann nokkru fyrir hádegi hinn 8. þ.m. Upplýsingar utanríkisráð- herra Upplýsingar þær, sem utan- ríkisráðherra veitti fulltrúum Framsóknarflokksins, voru m. a. þessar: „Viðræður hafa staðið yfir milli islenzku ríkisstjómarinn- ar og Nato um, að Nato byggi og eigi eftirgreind mannvirki í Hvalflrði: 1. Stóra olíubirgðastöð og hef- ur verig ráðgert að byggðir verði hið fyrsta 25—28 geymar. 2. Hafskipabryggja eða bryggj- ur, þa>- sem stór skip geti bæði landað t líu og tekið olíu. 3. Legufæri, sem verði steypt í botn f jarðarins, en Nato mun ekki fá ag nota ne'ma með sér- stöku leyfi ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Ráðherra skýrði frá því, að gerðir yrðu sérstakir samning- ar við Nato um þessar fram- kvæmd’r, ef úr samningum yrði. Kikisstjómin myndi ekki telja nauðsynlegt ag leggja þá fyrir Alþingi. En í þeim yrðu svipug uppsagnarákvæði og í varnarsamningnum milli fs- Iands og Bandaríkjanna. Þessar upplýsingar utanríkis ráðhem sýndu bezt, hve vill- andi „f’-éttin“ í útvarpinu var og augljós tilraun til að gera sem minnst úr því sem er á seiði. Mótmsali Framsóknar- flokksins Daginn eftir að fulltrúar Framsóknarflokksins ræddu við utanríkisráðherra eða 9. þm. var haidinn fundur í fram- kvæmdastjórn Framsóknar- flokksins og þar samþykkt eft- irfarandi ályktun: „Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, er lesin var í útvarpsfrétt- um 7. þ.m. og viðtali, sem fulltrúar Framsóknarflokks ins hafa átt við utanríkis- ráðherra, fara nú fram viS- ræSur milli Atlantshafs- bandalagsins og ríkisstjórn- arinnar um að bandalagiS byggi stóra olíubirgðastöS í Hvalfirði, hafskipabryggju eða bryggjur og legufæri, sem ætluS eru herskipum. Af hálfu bandalagsins hafa áSur verið bornar fram ósk- ir um svipaðar framkvæmd ir í Hvalfirði, en þeim þá verið hafnað. í tilefni af framangreind- um viðræðum Atlantshafs- bandalagsins og ríkisstjórn- arinnar, lýsir Framsóknar- flokkurinn sig andvígan Framhald 4 15. síðu. áaiaáiijruhiihi'iiiiiiifiþiifenæu: Myndin er tekin út yfir olíustöðina í Hvalfirði og út yfir fjörðlnn. Þar hafa 8—10 verkfreðingar frá NATO undanfarna daga starfað að staðsetnlngarmælingum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.