Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 3
KREFJAST AFSAGNAR NEHRUS NTB-Nýju Dellhi, 14. ágúst. Um 10.000 manns söfnuSust í dag fyrir utan þinghúsið i Nýju-Delhi í Indlandi og báru mótmælaspjöld, þar sem Nehru, var sakaSur um aS draga taum ættingj 'asiniia og ýmisisa flokkssamtaka. Hrópaði mann- fjöldinn, að Nehru væri spillt- ur eins og öll hans stjóm og ætti því að segja af sér þegar í stað. Þá -voru og borin mótmæla- spjöld, þar sean mótmælt var vöruverði í landinu. Einnig var dreift bréfum, þar sem skrifað stóð, að miikil spiiling væri inn- an stjómarinnar, eem væri óhæf til stjórnar ag laus í rásinni. Enduðu skrifin á kröfu um, að Nehru segði af sér. Bréf þessi voru undirrituð af 8 þekktum stjómmálamönnum frá hinum ýrnsu flokikum og halda þeir þvi fram, að Indland hafi verið auð- mýíkt í augum aiþjóðar undir hinni margra ára veifeu og reik- ulu stjóm Nehxus. Á sama tíma í dag efndu fylgis menn Nehrus til fundar, þar sem um 7G00 manns vom og lýsti fundurinn fulium stuðningi við stefnu Nehms. í gær var lögð fram vantrauststillaga á sfjórn- ina í þinginu og er það í fyrsta sinn á 16 ára stjómarferli hans. HERNAÐARASTANDI KONGÓ-LÝÐVELDINU NTB-Brazzaville, 14. ágúst. • Hernaðarástand var í dag í Kongó-lýðveldinu (áður Franska Kongó), vegna blóðugra átaka, sem urðu bar í gær og kostuðu a. m. k. fjögur mannslíf, en margir særðust. • í útvarpsræðu í dag lýsti forseti landsins, Fulbert Youlou því yfir, að hann hygðist mynda nýja stjórn sérfræðinga og annarra velviljaðra manna, eins og hann komst að orði. • í dag kom enn til nokkurra óeirða í höfuðborginni Brazza- ville og gaf forsetinn út yfirlýsingu, bar sem segir, að hann hafi tekið í sínar hendur borgaralega og hernaðarlega stjórn í landinu, vegna hins hættulega ástands. Undan átökunum í gær hafði ver- ið gert allsherjarverkfall í landinu, cn nú segist forsetinn munu vinna að þvf að koma á ró og vinmufriði. í miðborg Brazzaville var allt með kyrmm kjömm í dag, en í hinum airíkönsku borgarhlutum, Poto- Poto og Bakwanga vom enn óeirðir í dag. Fréttii þaðan eru óljósar, en í sumiura segir, að bústaðir stjórnar- meðlima og nokkurra þingmanna hafi verið brenndir til grunna, en þessar fróttir eru ekki staðfestar. Borgarhlutunum hefur verið alger lega lokað, en þar má sjá svartan reykjarmökk stíga til himins. Kafbátur í vörpunni! NTB-Stokkhóimi, 14. ágúst. Sá atburður varð í morgun á Hanö-miðunum rétt út af suður- odda Svíþjóðar, að óþekktur kaf. bátur s'igldi í vörpu sænsks togara. Dró kafbáturinn togbátinn í átt til stranidar Póllands, en eftir hálfa klst. ákváðu skipsmenn að höggva vörpuna frá. Sænska varn- armálaráffuneytið hefur lýst því yfir, að er.gir sænskir kafbátar hafi verið á þessum slóðum í dag. Umræddur kafbátur kom aldrei upp á yfirborðið og er ekki enn vitað hvaðan hann er. Togarinn, sem varð fyrir þessum óvenju- lega atburði, nefnist Carina av Hörviken. Sænska varnarmálaráðuneytið hefur skýrt svo frá, að ekki fari firam nein rannsókn á atburði þessum. Lögreglan á hæl um ræníngjanna NTB-Lundúnum, 14. ágúst. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum við Scotland Yard I dag, að innan sólarhrings megi búast við miklum tíðind um í leit lögreglunnar að hin- um fífldjörfu ræningjum, sem á fimmtudaginn frömdu eitt mesta járnbrautarrán, sem um getur. Um 20 grímuklædd- ir menn stöðvuðu póstflutn- ingalestina sem gengur á milli Aberdeen—London— Euston, bundu og kefluðu vopnaða verði og höfðu á brott með sér um 300 milljónir króna í punda-seðlum. Samkyæmt framangreindum heim- ildum er Scotland Yard ikunnugt um nöfn nokkurra hinna djörfu ræn- ingja og muni lögneglan láta til skar ar skríða eftir að unnið hefur verið úr skýrslum frá hinum ýmsu stöð- u.m, sem rannsóknin tekur til. Það, sem lögreglan telur nú mikil- vægast, er, að ráðizt verði til atlögu á réttu augnabliki, þannig að ekki takist einungis að hafa hendur í hári þýðingarminni meðlima ræn- ingjaflokksins heldur og höfuðpaur- anna. Síðdegis í dag var haldinn topp fundur hman Scotland Yard, þar sem lögregluforingjunum Tommy Butler og Peter Vibart var falin stjórn rannsóknarinnar, en tvímenn ingamir ganga undir auknefunum ,,Hinir hræðilegu tvíburar". Ixigreglan hefur nú rannsakað bú- garð einn, sem vitað er, að ræningj arnir hafa leynzt í fyrstu dagana eftir ránið, en síðan yfirgefið í hasti. Þegar lögreglumennirnir komu íil bjgarðsins í dag, fundu þeir nokikra tóma póstsekki og vörubíl, en ræn- ingjarnir voru á bak og burt. Þá grunar lögregluna, að gamali her- flugvöllur, sem skammt er frá þeim stað, sem ránið var •framið, hafi ver ið notaður í þessu sambandi af ræn ingjunum, því að völlur þessi var jceyptur um svipað leyti og fyrr- greindur búgarður. Myndin er af klefanum, þar sem ræningjarnir brutust inn. Óvenjulegur og hörmulegur at- burður varð fyrir skömmu í Haar- by-dýragarðinum í Kaupmanna- höfn. Skógarbjörn, sem hafður var í búri til sýnis gestum,, glefs- aði í hönd 9 ára gamallar stúiku og reif handlegginn frá bolnum. Stúlkan mun hafa hætt sér of langt með hendina Inn fyrir rimla búrsins, er hún var að gefia birn- inum góðgæti. Myndin hér til liliö- ar er af hinum herskáa skógarbirni og reynir hann að krafsa til ljós- myndanans um leið og hann smellir af. Eindálka myndin er af eiganda dýragarðsins, frú Jo- hansen, sem bjangaði litlu stúlk- unni úr klóm bjarnarins, áður en verr fór. T í M I N N, fimmtudaginn 15. ágúst 1963. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.