Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 7
Útgefé iO' FRAMSOKNARFLOKKURINN Framlrvæmdastjóri í’ómas Arnason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábi Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fuiltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu. símar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300 Askriftargjald kr 65.00 á mán. mnan. lands. f lausasölu kr 4.00 eint - Prentsmiðjan EDDA h.f — valfjörðiir Það má telja víst, aS ritstjón Alþýðumannsins, mál- gagns Alþýðuflokksins á Akureyri. hafi túlkað nokkurn veginn rétt viðhorf allra þjóðhollra íslendinga, er hann skrifaði í blað sitt á þessa leið 30. júlí í tilefni af Moskvusamkomuiaginu um tilraunabannið: „Fyrir okkur íslendinga er ekki sízt ástæða til aS gleSjast yfir þessu samkomulagi. í okkar augum er hernaSur og valdbeiting ekki og getur ekki orSiS nein deilulausn meSal þjcSa, þó aS við höfum nú um skeiS orSiS af nauSsyn aS leyfa herdvöl vinaþjóSar í landi okkar. ViS hljótum því sífellf að vaka yfir fyrsta, örugga tækifærinu til að þeirri herdvöl geti orSiS lokið. Þó aS sú villa sé varasöm aS vera of hvatvís, er hin ekki betri aS vera of seinlát, Sem sjálfstæS þjóS ber okkur aS vaka í sífellu vfir fyrsta möguleikanum til að láta herdvöl hér lokiS, og taka hann strax og viS metum ástand heimsmála ! því horfi, aS ekki skaSi öryggi okkar og næstu vinaþjóoa okkar". Ríkisstjórnin hefur hinsvegar ekki verið á sama máli. Meðan ritstjóri Alþýðumannsins er að skrifa þessi orð, er utanríkisráðherra í laumi að semja um það við Atlants- hafsbandalagið að fallist verði á þær óskir þess, sem oft áður er búið að hafna, að það komi upp flotastöð í Hvalfirði fyrir herskip frá bandalagsríkjunum. Það tæki- færi að dagblöðin koma ekki út, er sérstaklega notað til að vinna að þessum samningum og Ríkisútvarpið jafn- framt notað til að koma villandi ,,fréttum“ á framfæri. Hvað, sem líður allri viðleitni ríkisstjórnarinnar til að gera lítið úr þessari samningsgerð. eins og „útvarps- frétt“ hennar bendir til, er það Ijóst. að hér er markvist unnið að því að gera Hvalfjörð að varanlegri flota- og kafbátastöð. Þær framkvæmdir, sem verið er að semja um, munu kosta mörg hundruð milljónir króna. Slík fjár- festing á sér vitanlega ekki stað alveg út í bláinn. Meiri framkvæmdir munu fylgja á eftrr tíi þess að fullkomna Hvalfjörð sem flota- og kafbátastöð, ef alltaf verður lát- ið undan eins og ríkisstjórnin gerir nú. Flota- og kafbátastöð í Hvalfirði þýðir tvennt: í fyrsta lagi, stóraukna kjarnorkusprengjuárásarhættu ef til stríðs kemur, því að engin mannvirki mun hugsanlegur árásar- aðili reyna frekar að eyðileggja en kafbátastöðvar. í óðru lagi verður miklu örðugra að koma hernum burtu, þótt friðsamlegra verði í heiminum Flugvellir eins og Keflavíkurflugvöllur eru nú óðum að missa hernaðar- lega þýðingu sína, en kafbátastöðvar gera það miklu siður. Erlendur floti, sem hefur búið um sig í Hvalfirði, mun miklu síður iáta hann af hendi en Keflavíkurflug- völl. Hér er því markvist stefnt að því að auka erlenda ágengni á íslandi og að gera landið varanlega hersetið, hvað sem friðarhorfum líður. Þess vegna verða allir þ jóð- hollir íslendingar að rísa gegn hmni fyrirhuguðu flota- framkvæmdum í Hvalfirði. Hvalfjörður má ekki verða flota- og kafbátastöð. Sú stefna sem er mótuð í framan- greindum ummælum Alþýðmannsins. er rétt. Flotastöð í Hvalfirði stefnir beint gegn henni. Nú reynir á hvort þjóðhollir stjórnarsinnar, sem haía hugsað líkt og rit- stjóri Alþýðumannsins, láta meira stjórnast af flokks- hyggju og fylgispekt við glapsýna torustumenn en þjóð- hollum sjónarmiðum. Framtíð og heill íslenzku þjóð arinnar getur oltið á því, að þeir hjáipi nú til að hrinda þeirri háskalegu samningagerð. sem hér er á ferðinni. Sextugur: Sigurjún Guðmundsson framkvæmdastjóri Sigurjón Guðmundsson varð 60 ára 10 þ.m. Hann dvelur nú erlendis — og ef ég þekki hann rétt, meðal annars til þess að * hafa sern minnst umstang kring um afmælisdaginn. Þeir sem þekkja Sigurjón Guðmundsson, munu samþykkja það með mér, að unglegri mann sextugan hafi þeir naumast aug- um litið Hvernig stendur á þess ari æsKU aldraðs manns? Sigur- jón Guðrmindsson '»ar heilsu- tæpur framan af ævinni. Hann var elstur sinna systkina; missti föður sinr. þegar hann var 14 ára garnall — Það var því ekki mul- ið undir hann á bernsku- og ungl- ingsárunrm. Hann var ungur ag vinna iyrir sér, hörðum hönd- um. Hann þurfti óvenjulega mik ið á sig að leggja til að komast til manns og kosta sig til náms bæði : Eiðaskóla og Samvinnu- skólanum Þanmg hefir það verið alla ævi Sigurjóns Guðmundssonar. Hann hefur alilaf unnið mikið, oft naumast unnað sér hvíldar. Hann hefir þurft að vinna fyrir sér og sínum verið ljúft að vinna og létt um pað enda hefur honum aldrei um ævina verið fært neitt á silfurdiski, ekki heldur óskað þess — heldur þvert á móti. — Hvers vegna þó svo ungur and- lega og útlits? Eg vei • þetta ekki. En hitt veit ég, að það er eins og sumir menn kurni einhvern öðrum ó- skiljaniegan lífsgaldur, sem því veldur að tök þeirra á framvindu lífsins verða með öðrum hætti en flestra annarra. Sigurjón Guð- mundssoi) er einn af þessum mönnum Eg veit það ekki, en ég held nú saanast að segja, að ráðning gátunnar um Sigurjón Guðmunds son sé sú, að töfrasproti ung- mennafélags-hugsjónanna, snerti hug hans ungan. Hann eignaðist þennan töfrasprota og hefir geymt dýrgripinn vel. — Og ef til viil hefir fátæktin, sem hann sjálfur reyndi á unglingsárunum. gert h.inn skarpskyggnari á nauð syn samhjálpar og félagshyggju. Svo mikið er víst, að þetta hvor tveggja virðist hafa mótast djúpt í hug og hjarta hins greinda ungl ings — og sú mótun hefir ráðið svo varanleg að hún hefir ráðið lífsstefnu hans og starfi alla tíð síðan. Sigurjón Guðmundsson hóf sin fyrstu félagsstörf með því að taka vírkan þátt í störfum ung- mannafélags æskusiöðvanna. Hann stofnaði á Akureyri fyrsta tólag ungra Framsóknar- manna. Eftir að hann kom til Reykjavíkur starfaði hann að því meðal annars að stofna hér félag .in{;ra Framsóknarmanna Síðan hót hann starf í röðum Framsókiiarmanna og hefir ver- ið par i fiemstu röð, meðal ann- ars g.iaidkeri flokksins síðan 1946. Fyrtr pessi störf — fyrir allt samstan færi ég honum inni- legust.u þakkir. En þot’ pólitík og félagsmála- starfsemi Sigurjóns Guðmunds- sonar virðist vera bein braut — og sé það i sjálfu sér, hefur hann þó um margt valig sínar eigin götui. — Hann var einn af þeim sem varð að læra þá list ungur Hann hefur um langt .skeið staðið tramarlega í félagsmálum iðnaðai-manna. Hann hefur verið meðeiganQi 1 iðnfyrirtæki og starfag vig það um langt skeið. En þótt eg efist ekki, og raunar viti, að hann hefur unnið þar fullt dagsverk, hefi ég — og fleiri — alltaf haft á tilfinning- unni, að það væri aukastarf, starf ið, sem raunverulega var hans lífsframfæri. — Sigurjón Guð- mundsson hefur alltaf haft næg- an tíma til að starfa fyrir aðra og hann ei manna hjálpsamastur. Og ég er viss um það, að fáir hafa mailegri ánægju og gleði af því að gieiða fram úr vandamál um annarra en Sigurjón Guð- mundsson — Auk þess sem manni hefur oft fundizt — og eins og gengið hafi verið út frá því — ag hann hefði ekki annað að gera en starfa að félagsmál um ’ Framsóknarflokknum. Eg m'rmtist á það hér að fram an að Sigurjón Guðmundsson hefði nngur eignast töfrasprot- an og varðveitt hann. Er ekki þessi varðveizla í því fólgin að láta ekki brauðstritið stækka sig — beyja sig. Er hún ekki i þvi fólgin „að alheimta ei daglaun að kvöldi“, — að afKasta einhverju meira „en munninn fylla og sínu gegna" Eg reu þetta auðvitað ekki með vissu En ef þetta er svo, sem ég held, hefur Sigurjóni Guðmundssyni tekizt varðveizlan vel. Honum hefur tekizt að gera brauðstritið að eins konar auka atriði i lífi sínu. — Hann, eins og fyrr er sagt, alla tíð haft nægan tíma til að sinna félags- málum greiða fram úr vanda- málum dnnarra. En þetta hefur hann ekki látið sér nægja. Hann hefur verið fundvís á fleiri verk efni til að fegra lífið í kring um sig og hann hefur haft tíma af- gangs til þess að sinna þessum verkeínum Hann hefur byggt sér fagurr heimili, sem ber hon- um sjálfom og hinni ágætu konu hans vir.m um listrænan smekk. Hann hefur haft tíma til að eign ast ágætr nókasafn — og binda inn bækur sínar sjálfur. — Hann hefur byggt sér sumarbústað í Kollafirði og hefur haft tíma til að ræicta þar einn fegursta trjá- reit sem líta getur hérlendis. Og allt er þetta unnið í kyrr- þey — og alltaf er eins og Sig- urjón Guðmundsson hafi sára- lítið að gera Allt hefur þetta vaxið í tcnngum hann jafnhljóð- lega og nlóm í vormold. Eg vil enda þessi fáu orð með því ag áma Sigurjóni Guðmunds- syni og fjölskyldu hans allra heilla. Hermann Jónasson T í M I N N, fimmtudaginn 15. ágúst 1963. z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.