Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.08.1963, Blaðsíða 8
Þrídálka myndin hér fyrir neð- an er tekin á því hehnssögulega augnabliki, er Dean Rusk, Andrej Gromyko og Home, Iávarður und- irrita samninginn um takmarkað bann við kjarnorkuvopnatilraun- um og á tvidálka myndinni til hlið ar sjást umir.skriftir þeirra á samn ingnum, sem tugir ríkja ha.fa nú gerzt aðilar að, þar á meðal fs- land. Samningurinn var undirrit- áður þann 8. þ.m. og nær til banns við tilraunum með kjarnorkuvopn alls staðar nema neðanjarðar. Tvídálka myndin lengst til vinstri hér að ofan er tekin af Kennedy, Bandaríkjaforseta, er hann heldur á brott frá sjúkrahús- inu í New York, þar sem sonur hans Iézt á þriðja degi eftir fæð- ingu fyrir tímann. Á tvídálka mynd inni til hliðar sést hvernig húsið var útleikið, sem flugvél hrapaði á rétt fyrir aðflug ag Lyon-flug- velli í Frakklandi 12. þ.m. Tveir í flugvélinni fórust, en fjórir meidduso lífshættulega og ungur maður, sem var í húsinu, fórst einnig. Eindáll.a myndin er af Oluf Povl sen yfirlækni á Góðvon á Græn- landi, en hann var einn farþega í danska flugbátnum, sem fórst í Grænlandi. Þrídálka myndin hér fyrir neð- an er tekin er Konstantin, Grikkja prins setur alheimsmót skáta (Jamboree) í Grikklandi, en Anna Maria, prinsessa, hlýðir á, ásamt hundruðutn skáta víða að. Myndin við hliðina er tekin er brezki lækn irinn Ward er fluttur í sjúkrahús, meðvitundarlaus, en hann lézt skömmu síðar af völdum of mikilla svefnlyfja, sem hann hafði tekið inn. Atburður þessi varð sama dag og kviðdómur kvas upp sektardóm í h’inu umdeilda máli hans, en hann var m. a. fundinn sekur um vændisrekstur. t T f M I N N, fimmtudaginn 15. ágúst 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.