Tíminn - 19.09.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.09.1963, Blaðsíða 2
CHARL í KRINGUM SIG Sagt er, að mörg konan hafi komið karlmönnum til a8 drekka og þaS er einnig haldiS, að kvenfólk hafi átt sinn þátt í því, að Charles Bretaprins og ríkisarfi fékk sér dálítið neðan í því núna fyrir skömmu. Það var á þessu sumri, sem sonur Eliza betar drottningar drakk í fyrsta skipti áfengan drykk, cherry brandy, og gerðist það á pub nokkrum í Skot- landi. Síðan þetta kom fyrir hefur Charles sýnt mikinn áhuga á þeim laglegu vel œttuðu stúlk- um, sem hann umgengst, og einn góðan veðurdag kemur til með að velja konu sína úr. Þetta getur verið alger tilviljun, en svona er það' nú samt. Ef hann væri amerískur drengur, þá mundi hann þegar fara á stefnumót með einhverj- um af þessum stúlkum. En hann verður ekki nema 15 ára gamall hinn 14. nóvember næst kom- andi og siðareglur í brezku kon- ungsfiölskyldunni eru mjög strangar. Charles hittir því ekki kunningjastúlkur sínar, nema í boðum og ásamt Önnu systur KOM UPP UM WENNERSTRÖM Sá orðrómur hefur að undanförnu gengið í Svíþjóð, að sænska lögreglan hafi komið fyrir leynilegum míkrófónum á heimili njósnarans Stig Wennerström, áður en hann var handtekinn. Lögreglan hefur nú borið þennan orðróm til baka og skýrt frá því, að hún hafi notað vinnukonuna á heimilinu í staðinn fyrir míkrófóna. Þessa yfirlýsingu gaf lögreglan út á 57. afmælisdegi Wennerströms, en hann dvelur sem stendur f sérstökum klefa í sænska ríkisfangeisinu. Vinnukonan heitir Carin Rosén og gerði daglega hreint á heimili ofurstans. Hún hafði lengi grunað hann um græsku og einn góðan veðurdag fékk hún grun sinn staðfestan, þeg- ar Wennerström skildi dyrnar á myrkraherbergi sínu eftir opnar, er hann brá sér í símann. Vinnukonan flýtti sér að kíkja inn og sá þarna m. a. annars hemaðarleyndarmál, sem Ijósmynduð voru á smáfilmur. Hún hafði þegar samband við lögregluna og í samvinnu við hana tókst lögreglunni að festa Wennerström í netinu og af- hjúpa njósnastarfsemi hans fyrir Sovéfríkin. Eftir að Wenner- ström hafði verið handtekinn, var Carin eina manneskjan, sem hleypt var inn í hús hans. Mynd þessi af Carin Rosén er tekin á svölunum á Wenner- strömsheimilinu hinn 5. júlí s. I., meðart iögreglan var enn að rannsaka málið. sinni. En áhugi hans á kvenfólki hefur greinilega vaknað og at- vikiö á hinum skozka pub hefur gert brezku þjóðinni ljóst, að prinsinn fer að komast á gifting- araldur. Þó að aldur prinsins sé ekki hár, og líklega langt þangað til hann tekur við krúnunni, þar sem móðir hans er enn ekki nema 37 ára gömul, þá er kapp- hlaupið um það að verða drottn- ing hans þegar hafið. Prinscssurnar við hinar ýmsu konungshirðir í Evrópu mundu auðvitað ganga fyrir, ef ekki vildi svo iila til, að allar eru þær á röngum aldri. Svo að ekki verður um annað að ræða fvrir Charles en að velja einhverja af dætrum hinna upp- flosnuðu þýzku prinsa, eða að hann verður að leita þófanna á meðal fyrirfólksins í Bretlandi, eins og George VI. afi hans gerði, þegar hann giftist Lady Eliza- beth Bov/es Lyon, sem nú er þekkt undir nafninu drottningar móðirin. Sú stúlka, sem prinsinn sýnir mestau áhuga sem stendur, er Lady Henrietta Euston, 14 ára gömul dóttir jarlsins af Euston, en hún /ar kölluð „kærastan" hans, þt-gar þau voru yngri. Eins og krakkar segja oft, þá sagðist hann ætia að giftast Ettu, þegar hann væri orðinn stór. Þau hittast öðru hverju í boð- um og munu að öllum líkindum sjást oftar, þegar Charle^ útskrif ast úr Gordonstoun skólanum í Skotlandi í haust. Ni&urstaðan úr því prófi mun auðvelda foreldr- um hins að ákveða áframhald- andi menntun hans. Sú mermtun mun annað hvort verða fólgin í því, að prinsinn dvelur v-ssan tíma í sjóhernum, það er það. sem faðir hans vill helzt af öllu, eð'a þá að hann dvelur meðal the Grenadier Guards í landhemum. Jafnframt þessu mun hann leggja stund á Framhalo á 13 síðu Helle Hertz Peninga skortur Eins og við skýrðum frá, hófst taka Keeler-kvikmyndarinnar glæsilcga. en nú hefur komið strik ‘ reikninginn, þar sem pen- ingavandamálin sverfa að. Ástandið cr svo alvarlegt, að framleiðandi kvikmyndarinnar, John Niaxht, hefur farið til Lon- don t'l að bjarga málunum við. Jafnvel hefur komið til tals að hætte við allt saman. Ekki eru nema 50% líkur fyrir því, að hægt verði að hialda kvikmynda- tökunni áfram. Annað áfall, sem nærri hefur riðið kvikmyndinni að fullu, er það, að danska leik- konan Helle Hertz, sem beðin var um að fara með hlutverk Framhald a 13 síðu VaxtaSiækkun — og frystihús Eins og bent var á hér í blaðinu í gær, boðar Bjarni Bened'iktsson nýjar aðigerðir ríkisStjómarinnar I efnahags. málum í Reykjavíburbréfi Mbl. á sunnudag. Það eru gömlu úr- ræðin: Meira vaxtaokur og enn frekari hefting útláua. Það er nú komin reynsla á þessi úr- ræði og fleiri slík, sem ríkis- stjórn'in hefur beitt síðustu 3 ár. Það ríkir nú hreint öngþveiti í efnahagsmálum vegna stjórn. arstefnunnar. Vaxtaokrið kem- ur mjög hart nlður á atvinnu- vegunum og í yfirlýstagu frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna segir, að fyrir dyrum stand'i að loka frýstihúsunum vegna halla reksturs. Einn stærsti útgjalda- liður frystihúsanna er vaxta- kostnaður. Úrræði ríkisstjórn- artauar til að rétta við hag frýstiMsanna er ag hækka vexti og auka útgjöld frysti- húsanna vegna vaxtagreiðslna enn!! „JafnvægiðH Alþýðublaðið boðar enn frek- ari aðgerðir. Meiri hefttaigu á frjálsum viðskiptum og segir: „að nú beri að spyrna vif( fótum og varðveita jafnvægi“. Það má teljast mikil kokhreysti, er menn treysta sér til a.ð tala um jafnvægi í sambandi við efna- hagsmáíastefnu ríkisstjórnar- innar. Síðan í febr. 1960, er „viðreisnin“ hófst, hefur vísi- tala vöru dg þjónustu hækkað | um 54 stlg, sem jafngildir 108 t; stigum á þeirri vísitölu, sem í V gildi var í tíjj vinstri stjórnar- % innar. Þetta er meiri dýrtíðar- H aukintag en hefur orðlð nokkru stani fyrr á jafn skömmum tíma. „Viðreisnin" var sögð fyrst og fremst til þess „að stöðva verðbólguna“. Úrræðin hafa verig sem olía á eld henn- ar. Samt segir Morgunblaðið í gær: „En vIðreIsmarstjórnin muin nú sem fyrr beita þessum úr- ræðum réttilega."!! hrennur Allt logar nú f HldeMum innan Alþýðubandalagsins. Má búast við því að róstusamt verði á flokksþtaginu í haust. Svo mikill er ákafinn, að Einar Olgeirsson birtir afmælisigreiin um Sósíalistaflokkinn meira en mánuði áður en afmælið renn. ur upp. Tilefnið var það, a.ð Verkamaðurinn á Akureyri hafði skýrt frá því að verið væri að vinna að því ag gera Aiþýfflublaridalagi® að stjóm- málaflokki. f því tilefni spurði Tíminin, hvort meiningta væri þá að leggja Sósíalistaflokk- iiiju niður. Einar svaraffll um hæl með afmælisgrein og kvag Só- síalistaflokkinn mundu blífa, liviað sem yfir dyndi. Túntan hafði einnig talið ólMegt, að klíka sú, er nú ræður Þjóðvilj- anum, mynd'i vilja láta hann í hendur stjórnar Alþýðubanda- lagsins. Magnús Kjartansson svaraði skelegglega og saigði að aldrei myndi tU mála koma að hinir sanntrúuðu Moskvumenn myndu láta Þjóðviljanu af hendi. — Væntanlega opnast augu fólks nú fyrir markmíðum kommúnista í sambandi við svonefnt samstarf þeirra við málfundafélag j'afnaðarmanna og Þjóðvarnarflokk íslands. Má þag teljast furðu'legt, hve lengi kommúnistum hefur tekizt að Framhaid á 13. síðu. — Settu þetta út aftur, Baldur,- við erum hérna til að veiSa síld. 2 T í M I N N , fimmtudaglnn 19. september 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.