Tíminn - 19.09.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.09.1963, Blaðsíða 5
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON Myndin hér til hægri var tekin s.l. laugardag. ÞaS eru glaSir Víkingspiltar, sem eru aS veita viStöku íslandsbikar, eftir aS hafa sigraS Akranes í Orsiitaleik. — Nú getur svo fariS, aS þessir sömu piltar verði aS leika nýjan úrslitaieik, en Akur. nesingar hafa kært leikinn. • ÓVENJULEGUR KÆRUFARALDUR • FÉLÖGIN KÆRA LEIKI Á VÍXL • LÍNUVERÐIR í BRENNIPUNKTI • KNATTSPYRNUFORUSTA í VANDA Yerða öBB knattspyrnumót yngri f lokkanna í sumar dæmd ógild? Allar líkur eru fyrir, a3 stórfellt vandræðamál sé í upp- siglingu varðandi nær öll knaffspyrnumót, sem háð hafa verið í yngri aldursflokkunum á þessu sumri. Hér er um að ræða svonefnt „kærubrjálæði" sem gripið hefur um sig meðal ýmissa forustumanna knattspyrnufélaganna og er keðjuverk- andi og siglir sannarlega hraðbyri í ógæfuátt. — Kveður nú svo rammt að þessum kærufaraldri, að svo getur jafnvel far- ið, að öll knattspyrnumót í yngri flokkunum verði dæmd égifd. Með þessu væri tugir ungra pilta sviptir ánægju af unnum sigrum — af íslandsmeistaratiflum og öðrutn titlum, sem þeir hafa unnið í heiðarlegum leik og drengilegri bar- áttu. Með þessu biði einnig knattspyrnuforustan stórkostleg- an álitshnekki, svo og knattspyrnuíþróttin öll. í sumar hafa borizt allmiargar kærur til Knattspyrnudómstóls Knattspyrnuráðs Reykjavíkur varð andi leiki í yngri aldursflokkum eins og skýrt hefur verið frá áð- ur í blaðinu, og er kært yfir vönt- un á Iínuvörðum, en samkvæmt Iagiabókstaf, ber að skipa línuverði Úrslit í 1. deild knattspyrnunn- ar á mánudag urðu þessi: Aston Villa - — Tottenham 2—1 Blackburn — Chelsea 2—2 Blackpool — Manch. Utd. 1—0 Liverpool — Wolves 6—0 Á þriðjudag vann Nottm. For- est West Ham. 3—1. — Manch. Utd.- er efst í deildinni me5 12 stig; Nottm. Forest hefur 11, en Tottenham 10 og leikið einum leik minna. í gærkvöldi urðu úrslit þessi í 1. deildinni ensku: Bolton — Ipswich 6—0 Fulham — Burnley 2—1 Stoke — Sheff. U. 0—2 WBA — Birmingham 3—1 í 2. deildinni urðu úrslit þessi: Plymouth — Preston 0—2 Portsmouth — Leeds 1—1 Southamton — Newcastle 2—0 Manch. City — Swindon 0—0 Sunderland — Scunthorpe 1—0 í Evrópubikarkeppninni í knatt spyrnu í gær léku Everton og Inter, Milan. Leikurinn var háður á Goodison Park, leikvelIi Ever- ton í Liverpool. Áhorfendur voru yfir 70 þúsund og greiddu 50 þús. pund í aðgangseyri. Úrslit urðu þau, að jafntefli varð 0—0. á alla leiki. Þessum lagabókstaf, hefur ekki verið hlýtt frá upphafi og Iínuverðir hafa ekki verið á leikjum í yngri flokkum, enda full komlega Ijóst, að ekki er liægt að halda framkvæmd móta, ef fylgja ætti þessu. Mikil ólga er út af þessurn kær- um og ein þeú-ra orsakar það, að í yngsta aldursflokknum, 5. flokki, þarf að leilca úrslitaleik í íslands- móti að nýju. Þar vann KR sigur og var íormaður KSÍ búinn að af- lienda sigurvegurum íslandsbikar- inn. Það eru því ekki broshýrir KR-drengir þesaa dagana, sem þurfa kannski að sjá eftir bikar, sem var þeirra eign þetta árið. En eftírþankarnir eru samt geig vænlegastir. Fari þessi úrslitaleik- ur fi'am að nýju, er vel hugsanlegt, að KR kæri alla leiki, sem félagið hefur tapað í yngri flokkunum á þessu sumri — og þá vegna vönt- unar á línuvörðum — en sam- kvæmt knattspyrnulögunum er hægt að túlka kærufrest sem 6 mánuði. — Þetta myndi hiafa í tör með sér, að flest mótin myndu verða ógild. Hitt er og, að fleiri felög myndu grípa til svipaðra ráð r.tafana og þarf auðvitað ekki að fara um það mörgum orðum, hve óskapiegar afleiðingar það hefði í för með sér — og hve mikill álitshnekkir'það væri fyrir knatt- spyrnuíþióltina í lieild. Sem hetur fer, hefur ekkert verið gerr i þessa áttina enn þá, þ. e að le'ta að leikjum langt aftur i rímann til að kæra, en því miður er þetta nær en margur hyggur • FORSAGAN Forsaga þessa ,,kærubrjálæðis“ er ekki margra vikna gömul, en má rekja aftur til leiks milli Knatt spyrnufélagsins Fram og fþrótta- bandalags Keflavikur í 2. aldurs- flokki, sem fram fór í síðasta mán- uði. Leiaurmn var í landsmóti og sigraði Fram með 1:0. Leikinn kærðu Keflvíkingar vegna vöntunar á línuvörðum og kröfðust þess, að leikurinn yrði leikinn að nýju. Þess má geta í þessti'sambandi, að kæra svipaðs eðlis' - óg þessi hafði þá ekki séð dagsins Ijór í meira en 6 ár, en árið 1957 kærði íþróttabandalag Akraness ieik við KR í landsmóti 2. flokks vegna sama atriðis, en áður höfðu kærur vegna vöntunar á línuvörðum ekki verið til. (Hér má skjóra inn í, að leikur Fram og Keflavíkur var leikinn aftur á laugardaginn og vann Keflavík þá með 1:0 og lendir fyrir bragðið i úrslitum, sem Fram hefði ann- ars gert, hefði kæran ekki komið til). Sviar Ií.ialtspyrnufélagsins Fram' við þessari kæru, var að senda tvær kærur — önnur vegna vönt- unar á iínuvörðum í 5. aldursflokki í leik gegn Víkingi — og hln vegna próflausra línuvarða í leik gegn Hafnfirðingum í bikarkeppninni. Þessar kærur voru sendar með það eitt íyrir augum, að þær yrðu teknar fyrir á sama tíma og Kefla- vfkurkæran. og mönnurn mætti verða ljóst hvílík fásinna það væri að slíkar kærur næðu fram að ganga — og hve margar myndu iylgja í kjölfarið, þótt þær hefðu við lagaíeg rök að styðjast. Knattspyrnudómstóll KRR dæmdi í þessum málum á þann veg að allir leikirnir skyldu leiknir að nýju. í 5. flokki léku Fram og Víkingur aftur og í það skiptið sigraði Fram, 4:0. Varð það til þess, að Fram telst réttmætur sig- urvegari í öðrum riðlinum í þess- tim aldursflokki og á að mæta KR í úrslitum. Hins vegar höfðu KR og Víkingur áður en kæran var tekin íyrir leikið úrslitaleik og vann KR, leikinn og var íslands- bikarinn afhentur KR-piltunum, eins og áður segir. • Fylgikvillar — Akranes kærir úrslifaleik í 4. fl. Þegar þessi mál höfðu verið af- greidd, komu fylgikvillamir í ljós. Forráðamenn knattspyrnufélag- anna hafa óspart látið í það skína, að þeir myndu kæra leiki frá því í sumar. Og kærur eru þegar byrj- aðar að fcerast. Nú hafa Akurnes- Framhald ó 15. síðu. Töpuiu einnig fyrír Svíum Alf-Reykjavik, 18. sept. íslenzka unglingalandsliðið tapaði fyrir Svíum í Evrópukeppni unglinga í kvöld. Svíar höfðu talsverða yfir- burði og unnu með 68 : 25. Blaðið atti símtal við Þorstein Hallgrímsson í Paris í kvöld, og sagði hann að íslenzka liðið hefði átt mjög slæman dag. Margir leikmannanna væru lítilsháttar meiddir, en hefðu þó leik ið með. — Svíamir byrjuðu afar vel, skoruðu 11 : 0. íslenzka liðið minnk aði bilið í 18 :11, en síðan tóku Sví- ar góðan sprett og bættu enn 11 stigum við fyrir hálfleik, og í hálf- leik var staðan 29 : 11. í síðari hálfleiknum voru íslenzku leikmennirnir taugaóstyrkir og að því er virtist þreyttir. Lokatölur urðu eins og áður segir 68 : 25, Sví- um í hag. Er við spurðum Þorstein hver hefði verið beztur i íslenzka liðinu, svaraði hann aðeins, enginn, allir voru lélegir. Frakkland lék við Luxemborg í gærkvöld og vann með 80 : 25. í fyrrakvöld vann England Luxemborg með 54: 49. — íslenzka liðið á frí annað kvöld, en mætir Englending- um á föstudaginn. Unglingalandsliðið í körfuknattleik hefur nú leikið þrjá leikl í Evrópu- keppnínnl. — Unnlð elnn, en tapað tveimur, síðast í gærkvöldi fyrlr Svíum. — Myndin að ofan var tekin á síðustu æfingu liðslns fyrir utan- förina. Bogi Þorsteinsson ræðír við piitana. T í M I N N , fimmtudaginn 19. september 1963 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.