Tíminn - 19.09.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.09.1963, Blaðsíða 9
Joan Littlewod flytur ræSu sína á hinum sögulega lokafundi lelkllstarþingsins. Til vinstri við hana situr brezka leikskáldið Arnold Wesker. Til hægri situr franska leikskáldið lonesco, og á hægri hönd honum (aftast) situr svissneska leikskáldið Max Frisch. (Ljósm.: Tíminn—GB) ætlaði síðan að halda áfram ræðu sinni. En skrattákollur Fitz gerald lét ekki þar við sitja, held ur strikaði hann úr sæti sínu og var kominn á hlið við frúna hjá hljóðnemanum og lét þar all- ófriðlega, svo að konunni varð ekki um sel, og var Kobbi óðar en varði farinn að halda ræðu I hennar stað, og afsakaði sig þó í öðru orðinu. Frúin settist, og loks hunzkaðist kauði aftur í sitt sæti, en frúin fór aftur að hljóðnem- anum og sló botninn í ræðu sína. Urðu svo nokkrar umræður, en fátt er munað af framtíðardraum um þeirra ræðumanna. Þó teygð ist þetta svo I timann, að ekki var búið að slíta eða fresta fundi, þegar hin óvænta sýn birtist yfir höfðum þingfulltrúanna. Þar eru svalir yfir þveran sal gaflinn, undir hinum stóru orgel- pípum, og syngur kórinn þar á háskólahátíðum. Nú sem fundar- stjóri er í þann veginn að slíta umræðum hið neðra, rennur hjól vagn inn á svalirnar þar í efra, vagn af því tagi, sem kvikmynda og sjónvarpsmenn nota, og á þess um vagni situr ung kona nakin, hreyfir hvorki legg né lið. Fagn- aðaróp kváðu við í sal'num. Far- artæki hinnar nöktu meyjar pam staðar fyrir miðjum svölum, mær- in reis á fætur og sýndi sig alla. Þá ætlaði allt um koll að keyra í salnum. Meðan konan sást á svöl unum, sem' var ekki lengur en mínútu, var leikin elektrónísk músík, og þegar nektin hvarf út um dyr á svölunum, kom lúður- þeytari fram á öðrum svöl'um og lók sorgarlag. En það sem gerð- ist á þingpallinum fyrir neðan, var að einn fulltrúanna, ameríska kvikmyndadísin Caroll Baker („Baby Doll”), reis úr sæti sínu, hristi af sér yfirhöfnina, gekk fram I salinn og klofaði þar yfir nokkra stóla, starði fjarrænu augnaráði á karlmenn á leið sinni og hentist slðan út um dyr á hlið við sviðið. Ekki var dagur fyrr að kvöldi kominn en fiskiflugan flaug út um borg og bý, og munaði minnstu, að atburðinum væri sjónvarpað, og hvort hefði þá ekki John Knox snúið sér við í gröfinni? Raunar kom sagan út í ýmsum gerðum, en hvað um það, þetta haf'ði gerzt, og hverj- um var um að kenna? það skipti ráðamenn ekki litlu máli, og var rannsókn þegar hafin I málinu. Aðspurö kvaðst stúlkan þegar hafa fallizt á að sýna sig þing- Þessi mynd sýnir „Baby DolT'brölta yfir bekklna í salnum. heimi, er ungur Amerikumaður kom og bauð senni sex sterlings pund fyrir að birtast þar ‘klæð- laus : þrjátlu sekúndur. Hvort hún hefði ekki blygðast sín? Síð- jf ur en svo. Hún væri orðin því vön að sitja fyrir nakin hiá ljós- myndurum og I myndlistarskól- um. Mærin er 19 ára og heitir Anna Kesselaar. Ábyrgðarmaður þingsins, John Calder, kvaðst hafa vitað, hvað til stóð og horft á æfingar. — Einum boðsgesta hans, hinum unga leikstjóra, Kenneth Dewey frá Los Angeles, hefði fundizt þingið svo líflaust, að honum hefði dottið þetta bragð I hug til að hressa upp á samkomuna og einkum til að koma áheyrend- um I nokkra geðshræringu. „Ég hef einskis að iðrast I sambandi við þennan atburð. Fólkið hafði gaman, það var einn einasti áhorf andi, sem hreyfði mótmælum við mig. Hann h'efur vlst ekki fyrr séð nakinn kvenmann og ég hef samúð með honum. Tilganginum með þessu uppátæki var náð” sagði John Calder. Borgarstjórinn I Edinborg, Dun can Weatherstone, er stjórnar- formaður félags þess, sem stend ur fyrir Edinborgarhátlðinni. — Hann kvaddi blaðamenn á sinn fund daginn eftir að þessi ósköp dundu yfir. „Þetta er afar leiðinlegt, 1 raun inni hörmulegt, að þessi þriggja vikna dýrlega hátíð skyldi þurfa að enda á þennan hátt, sem mér hefur borizt til eyrna, að gerzt hafi á leiklistarþinginu I gær, og ég er yfir mig hissa á því, sem haft er eftir John Callader, að • honum hafi verið fullkunnugt um, hvað I aðsigi var. Ef þetta hefur við rök að styðjast, þá er mér að mæta”, sagði borgarstjór in. Svo mörg voru þau orð, en ekki skýrði hann frá þvl, hvernig koma skyldi fram hefndum. í næsta pistli segir frá hinum fyrri dögum þingsins. Sunnudagmn 18. ágúst var haldig hátíðlegt 100 ára afmæli Langhoilskirkju í Meðallandi, en kirkjan, sem nú stendur þar var byggð se;nt á árinu 1863. En kirkj ana hefur staðið á Langholti síð- an eftir Skaftárelda. Kirkja Meðal iendinga >'ar þá í Hólmaseli en hraunið rann yfir hana, og hvarf hún þar með öllu sínu. Kirk]an á Langholti er byggð úr timbri, rekaviði, var lengi ó- járnvarin en bikuð. Var nú gerð gagnger endurbót á henni. Nokk- uð af viðum hennar var farið að fúna, þe;r voru endurnýjaðir, sett uýtt jár.i á þak hennar og nokkuð á veggi hennar. Jón Valmundar- son trésmiður í Vík annaðist við- gerðir á kirkjunni en verkið unnu að mestu peir Sveinn Björnsson, trésmiður á Fossi á Síðu og Ól- afur Hávarðarson bóndi í Fljóta- krók. Kirkjan var máluð bæði að utan og innan. Það unnu af stakri smekkvísi Jón Björnsson málara- meistari og frú hans, Gréla Björns son listmálari og Haukur Sigur- lónsson málarameistari. Ný hiturartæki voru sett í kirkj- una. Er nú kirkjan vafalaust með fegurstu jvfeitakirkjum hér á landi, vönduð og stílhrein. Þegar hún var byggg voru sóknarbörnin rúm- !ega 400, en nú nokkuð innan við 100. Rúmar hún rúmlega 200 manns í sæti. Kirkjan var lands- sjóðskirkja þar til 1932 að söfnuð- arinn samþykkti að taka kirkjuna ag sér meg því skilyrði að ríkis- sjóður legði henni til orgel og ofn ogþar að auki kr. 5000.00. í Meðiliatidi hefur safnaðarfólk sött vel kirkju, enda virt vel presta s*na. Margir hafa annazt þjónustu par, því erfitt vár að fá prest þangað, þar sem brauðig var með rýrustu brauðum á landinu og engin prestsetursjörg í sveitinni. Séra Gísli Jónsson á Langholti, s:ðar prestui á Mosfelli í Gríms- oesi, var síðastur prestur í Með- allandsbingum. Flutti hann burt úr sökninni vorið 1900. Var sóknin þá sameinuð Þykkvabæjarklaust- urssókn, þar til 1907 að Langholts- sókn, Þyitkvabæjarklausturs- og Grafarsoknir voru allar sameinað- ar í eitt prestakall og kallað Þykkvabæiarklaustursprestakall, með búsetu prestsins I Ásum. Nú- verandi sóknarprestur er séra Val geir Helgason í Ásum og hefur verið það um 30 ára skeið. Prestar þeir, sem gegnt hafa þjónustu í prestakallinu, síðan sóknirnar voru sameinaðar, eru auk núverandi sóknarprests: Séra Bjarni Elnars- son próf. a Mýrum, séra Sigurður Sigurðsson er vígðist sem aðstoðar prestur hans. tók við kallinu er rróf. hæcti prestsskap og gegndi bví til tauðadags 16. júlí 1921. — Aukaþjónustu gegndi séra Magnús Bjarnason á Prestbakka til næsta ”ors, er séra Björn O. Björnsson ók vig presiakallinu og gegndi því til vorsins 1933 er hann flutti burt. Tók þá sr Valgeir Helgason við og hefur gegnt þvi síðan. Burtflutt ír Meðallendingar og núverandi sóknarbörn fjölmenntu til smnar gömlu sókrarkirkju sunnudaginn 18. ágúst. Fjölmenm var á öllum bæjum dagana áður. því margir komu á föstudagmn og laugardaginn, þar á meðal biskupinn, hr. Sigurbjörn Finarsson og frú hans Magnea Þor kelsdóttir og tveir synir. En bisk- upinn er fæddur og uppalinn í Meðallandinu. Margir hittust þarna, sem ekki höfðu sézt jafnvel um tugi ara Afmælishátíðin hófst með há- uðamessu kl. 1 e. h. Kirkjugestlr höfðu koimð sér í sæti, sem sæti gatu fengið, þegar biskup og prest- ar gengj í kór kirkjunnar. En þessir Drestar voru viðstaddir: — Pi-ófasturinn, séra Gísli Brynjólfs- son, séra Pál) Pálsson í Vík og .’óknarpresiurinn. Biskup og prestar tóku sér sæti bekk peim, þar sem söngmenn satu áður. Bæn í kórdyrum flutti M. K. Eraar Sigurfinnsson nú í Vestmannae.vjum, en hann var meðhjálpan í Meðallandinu um langt skeið, þar til hann flutti úr sveitinni fyrir nær 40 árum. Fyrir prédikun þjónuðu fyrir altari próf- asturinn og séra Páll Pálsson. Pré- dikun flutti biskupinn, hr. Sigur- biörn Einarsson og sóknarprestur- inn. Eftir prédikun þjónaði bisk- up fyrir adari, en sóknarprestur skírði barn. Útgöngubæn flutti nú- .erandi meðhjálpari, Gísli Tómas- son á Meihól Kór Langholtskirkju söng við messuna, nú undir stjórn Kjartans Jóhannssonar, en annars er söngstióri kirkjunnar Runólfur Runólfsson á Bakkakoti. Að lokirmi sannri hátíðamessu, Framhald á 13. síðu. Langholtskirkja — byggð 1863. TÍM4NN, fimmtudaginn 19. september 1963 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.