Tíminn - 19.09.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.09.1963, Blaðsíða 14
WILLIAM L. SHIRER finnast þeir skuldbundnir til þess að styðja Frakka. En fyrst ætlaði hann enn einu sinni að leggja að þýzka einræðis herranum. Hitl'er átti að halda ræðu í Sportpalast í Berlín 26. september. Til þess að reyna að fá hann til að brenna ekki allar brýr að baki sér, flýtti Chamber- lam sér enn einu sinni og sendi honum bréf og eftir hádegi 26. september sendi hann það áleiðis til Berlinar með sínum trygga að- stoðarmanni, Horace Wilson lá- varði, sem fór í skyndingi í sér- stakri flugvél til höfuðborgar Þýzkalands. Þegar Ohamberlain fór frá Dresden snemma um morguninn 24. september hafði dimmt yfir hugum Þjóðverja. Nú þegar styrj- öldin virtist framundan, líkaði sumum þeirra að minnsta kosti ekki tilhugsunin vel. Ég sat dálitla stund yfir síðbúnum kvöldverði í sal hótelsins. Göring, Göbbels, Ribbentrop, Keitel hershöfðingi, og aðrir lágtsettari menn stóðu allt í kring og ræddust við í ein- lægni. Þeir litu út fyrir að vera , dálítið utan við sig vegna s'ríðs- útlitsins. Síðar um kvöldið sá ég, að von- irnar voru farnar að vakna aftur í Berlín. í Wilhelmstrasse var skoð- un manns sú, Ið þar eð Chamber- lain, með öllu þvi val'di, sem brezki ! brezki forsætisráðherrann hafði hafði samþ., að leggja hinar nýju kröfur Hitl'ers fyrir stjómina í Prag, þá yrðu menn að ímynda sér, að brezki foringinn styddi uppástungur Hitlers. Eins og við höfum séð, var þessi skoðun al- gjörlega rétt — svo langt sem hún náði. Sunnudagurinn 25. september var dásamlegur haustdagur í Ber- lín, hlýtt var úti og sólin skein, og þar eð þetta mynd.i án efa verða síðasti, góði dagurinn, þetta haust fóru íbúarnir í stórum hóp- um úti til vatnanna og skóganna, sem voru allt í kringum borgina. Þrátt fyrir frásagnir um æðið, sem gripið hafði Hitlér, þegar hann heyrði að urslitakostunum frá Godesberg hafði verið hafnáð í París, London og Prag, var eng- inn hræddur um, að átök væru í vændum, og vissulega datt engum í'hitg styrjöld í Berlín. „Ótrúl'egt, að til styrjaldar kunni að koma,“ skrifaði ég í dagbók mína þá um kvöldið. Mánudaginn næstan á eftir breyttist allt skyndilega tU hins verra. Klukkan 5 eftir hádegi kom Horace Wdson lávarður í fylgd með Henderson sendiherra og Ivone Kirkpatrick, fyrsta sendi- ráðsritaranum í brezka sendiráð- inu, til kanslarahallarinnar, og flutu þeir með sér'bréf Ohamber- lains. Þeir hittu á Hitler í slæmu skapi — ef til vill var hann að koma sér'i viðeigandi skap fyrir Sportpalast-ræðuna, sem hann átti að, flytja eftir þrjá klukkustundir. Þegar dr. Sehmidt byrjaði að þýða bréfið, sem skýrði frá því, að tékkneska stjórnin hefði til- kynnt forsætisráðherranum að Godesberg-skýrslan væri „algjör- l'ega óaðgengileg11, alveg eins og hann hafði varað við í Godesberg, stökk Hitler skyndilega á fætur, samkvæmt Sehmidt, og hrópaði: „Það er ekkert vit í frekari samn- ingaviðræðum!“ og stökk ,.á dyr. Þetta var þjáningarfullt augna- blik, segir þýzki túlkurinn. „í fyrsta og eina skiptið í minni við- urvist tapaði Hitler sér algjör- lega“, og að því er Bretarnir, sem viðstaddir voru, sögðu, hélt foring- inn, sem brátt snéri aftur til sætis síns, áfram að grípa fram í þýðing- una á bréfinu með því að öskra: „Það er farið með Þjóðverja eins og Svertingja ... 1. október skal ég hafa Tékkóslóvakíu þar sem ég vil hafa hana. Ef Frakkland og England ákveða að fara í verk- fall, þá þau um það. . .. . Mér stendur alveg á sama.‘ Chamberlain hafði stungið upp á því, að þar eð Tékkar væru fúsir að láta Hitler það í té, sem hann hafði krafizt, Súdetahéruðin, þá skyldi kalla, saman fund fulltrúa Tékka og Þjóðverja til þess að ganga frá „samkomulagi um, hvernig afhending landsvæðisins skyldi fara fram.“ Hann bætti við, að hann væri reiðubúinn að láta brezka fulltrúa sitja á fundinum. Svar Hitlers var, að hann myndi hefja viðræður um smáatriðin við Tékka, ef þeir gengu fyrir fram að Godesbergskýrslunni (sem þeir höfðu verið að enda við að hafna) og samþykktu þýzkt hernám á Sú- deta-héruðunum 1. október Hann yrði ag fá jákvætt svar, sagði hann, innan fjörutíu og fjögurra klukku- stunda — klukkan 2 eftir hádegi 28. september. Þetta kvöld brenndi Hitler brýrnar að baki sér, eða það virt- ist þeim, sem hlustuðu undrandi á æðisgengin öskur hans í hinni troðfullu Sportpalast í Berlín. Hrópandi og öskrandi í verri æðis- köstum, en ég hafði nokkru sinni séð hann fá, þeytti hann óskap- lega persónulegum móðgunum yfir „Herr Benes“, og lýsti því yfir, að stríðið eða friðurinn væri nú undir tékkneska forsetanum komin og að hvernig sem allt færi, myndi hann hafa fengið Súdeta- löndin 1. október. Hann var nógu kænn til þess að kasta sápu til brezka forsætisráðherrans, þrátt fyrir það hversu utan við sig hann var af reiði og vegna fagnaðarópa mannfjöldans. Hann þakkaði hon- um fyrir það, sem hann hafði gert fyrir friðinn og endurtók, að þetta væri síðasta landakrafa hans í Evrópu. „Við viljum ekkert með Tékka hafa!“, muldraði hann fyr- irlitlega. Ég sat á svölunum fyrir ofan Hitler á meðan á ræðuhöldunum stóð, og reyndi, þótt ekki gengi það vel, að útvarpa stöðugri þýð- ingu á orðum hans. Um kvöldið skrifaði ég_ í dagbók mína: ........í fyrsta smn í öll þau ár, sem ég hef fylgzt með honum, sýndist hann í kvöld algjörlega ÍS3 | hafa tapað stjórninni' á sjálfum 1 sér. Þegar hann settist niður, stökk Göbbels upp og hrópaði inn í hátalarann: „Eitt er víst: 1918 verður aldrei endurtekið!“ Hitler leit upp til hans með villtan, ákaf- an glampa í augunum, eins og þet a væru einmitt orðin, sem hann hafði verið að leita ag allt kvöldið en hefði ekki alveg fund- ið. Hann hljóp á fætur, og með ofstækisfullan eld í augunum, sem ég mun aldrei gleyma, rétti hann fram hægri handlegginn með stórkostlegri sveiflu, og barði hendinni í borðið og æpti með öllum þeim krafti, sem í hin- um miklu lungum hans var: „Ja !“ Síðan slettist hann niður í stól sinn aftur algjörlega uppgefinn. Hann hafði náð sér fullkomlega, þegar hann lók á ipóti Horace Wil- son annað sinn á hádegi daginn eftir, 27. september. Hinn sérlegi sendiboði, maður, sem ekki hafði nokkra diplomata^þjálfun til að bera, en var jafn ákafur og for- sætisráðherrann, ef ekki ákafari í að gefa Hitler Súdetahéruðun, ef einræðisherrann myndi aðeins veita þeim viðtöku á friðsamlegan hátt, benti nú Hitler á sérstaka yfirlýsingu, sem Chamberlain hafði gefið út í London skömmu eftir miðnætti, sem svar við Sport palast-ræðu foringjans. Þegar til- lit var tekið til þess að kanslar- inn treysti ekki á loforð Tékka, myndi brezka stjórnin, sagði Chamberlain líta á sjálfa sig „sem siðferðilega ábyrga fyrir fram- kvæmdinni". Hann treysti því, að kanslarinn myndi ekki hafna þess ari uppástungu. En Hitler sýndi engan áhuga. Hann hafði ekki fleiri skilaboð handa Chamberlain, sagði hann. Nú var allt, undir Tékkum komið. Þeir gátu gengið að eða hafnað 24 og vissi ósjálfrátt, að eitthvað var að. Hún leit á vekjaraklukkuna við rúmið og sér til óblandinnar skelf ingar sá hún, að klukkan var rúm- lega tíu. Og hún átti að byrja vinnu við stofnunina klukkan níu. Hún hafði sofið yfir sig. En hvers vegna hafði Mildred ekki vakið hana? Hún stökk fram úr rúminu, þvoði sér og klæddi sig í snatri í hvíta einkennisbúninginn sinn. Hún vildi ekki bíða eftir sporvagn- inum, heldur hringdi hún á her- bergisþjóninn og bað hann að panta leigubíl. — En hvers vegna var ég ekki vakin? spurði hún drenginn, — hver vegna var mér ekki fært te eða kaffi upp til mín? Pilturinn hristi höfuðið og sagði: — Hin ungfrúin sagð'i, ekki vekja yður. Hún segja þér sofna seint gærkvöldi. Grant grúfði sig yf‘r smásjána, en hann rétti sig upp þegar hún hún kom inn í rannsóknarstofuna. — Þér komið dálítið of seint, systir, sagði hann með tónblæ, sem hún kannaðist ofur vel við og,vissi á illt. — Eg bið afsökunar, doktor, en ég svaf yfir mig. Mildred hefði átt að vekja mig. — Finnst yðpr það vera í verka- hring Mildred að vekja yður þegar þér sofið yfir yður? — Auðvitað er það ekki í henn- ar verkahring, sagði hún herská, — en það hefði aðeins verið kunn- ingjabragð. — Eftir því, sem hún segir mér, virðist hún hafa talið það meira kunningjabragð a^ leyfa yður að sofa. Þér munuð hafa verið lengi úti í gærkvöl'di, og hún sagði að þér hefðuð verið í miklu upp- námi, þegar þér komuð Hún hélt að þér væruð kannski að veikjast og taldi hyggilegast að leyfa yður að sofa áfram. Gail kipraði þrjózkulega var- irnar. — Mér þykir leitt að ég skyldi koma of seint, doktor. Eg get ekki sagt meira um það. — Þér hafið enga afsökun fram að færa? — Eg hef enga afsökun, sagði hún, og þau h'orfðust um stund í augu. Hann horfði á hana illsku- legur á svip og hún starði á móti ákveðin og þrjózkuleg. Það var alger þögn fáein andar- tök. Hún sá að Bobby var dapur- legur á svip skammt frá þeim, og reyndi að brosa uppörvandi til' hennar. Loks rauf Grant þögnina: — Þar eð þér hafið enga afsök- un, er ekki meira um þetta að segja. Við þurfum að halda áfram með vinnu okkar. Eg mun segja yður í fáum orðum, hvað við höf- um gert í morgun. — Þökk fyrir, doktor. Hún gekk að langborðinu, þar sem hin gríðar stóra smásjá hafði verið sett. Þetta var hræðilegur morgunn og virtist endalaus. Grant var kuldalegur í viðmóti; hann yrti að- eins á hana, þegar nauðsyn krafði. Hún reyndi að vera honum reið fyrir framkomu hans, en hún vari djúpt særð. Á ytra borði virtist hún róleg, en hún var með grát- stafinn í kverkunum um hádegis- bilið. Bobby, sem var jafnan fljótur að finna hvernig henni leið, reyndi að hughreysta hana. Þegar Grant var farinn úr rannsóknar- stofunni, kom hann till hennar, lagði hönd um öxl henni og sagði: — Hertu upp hugann, Gail. Eg virði og dái Grant að öllu leyti, en mér fannst hann skelfing and- styggilegur við þig í morgun. — Ó Bobby! Hún hallaði höfði i að öxl hans og tárin, sem hún hafði reynt að halda aftur af, brutust nú fram. Hann leyfði henni að gráta; hann tók meira að segja fram stóran, hvítan vasaklút og rétti að henni. —Eg gæti kálað Mildred, sagði hann. —Þetta er allt henni að kenna. Hvað er eiginlega að þeirri manneskju? — Eg held bara, að henni geðj- ist illa að mér, kjökraði Gail. Han sagðí seinlega: — Eg held a5 það, sem að Mild red er, sé, að henni geðjast of vel að Grant. Og meðan þú varst í Eng landi, reyndi hún á allan hátt að koma sér í mjúkinn hjá honum. En ég vissi að það tókst heldur klaufalega. Eg vissi, að honum féllu illa fleðulæti. hennar, en hann hikaði við að segja nokkuð, sem gæti sært hana eða móðgað verulega. Svona, svona þurrkaðu nú tárin og snýttu þér duglega, þvoðu þér um andlitið og snyrtu þig, og við skulum bregða okkur upp og borða hádegisverð. — Bobby, þú ert yndislegur, sagði hún þakklát. — Eg veit ekki, hvernig ég kæmist af án þín. —- Eg veit ekki, hvernig ég kæm ist af án þín, skal ég segja þér, sagði haun og rödd hans var eilítið rám. — Þú veitir birtu inn í lif mitt, fröken góð. Eg hlakka alltaf til að borða hádegjsverð með þér, sú stund er hápunktur hvers dags. Komdu nú. Ef satt skal segja, er ég að farast úr hungri Maturinn í veitingastofu stofn- unarinnar var einkar ljúffengur. Þar var boðið upp á enskan og kínverskan mat. Henni leið betur eftir að hafa borðað góða máltíð — enda hafði hún engan morgun- verð snætt. — Þú hefur væntanlega skemmt þér vel í gærkvöldi, stríddi Bobby henni vinalega. — Mildred fjasaði heil ósköp um, hvað þú hefðir komig seint heim. Eg hefði getað kyrkt hana með glöðu geði. Eg held ekki að Grant hafi langað til að hl'ýða á rolluna. En hann átti ekki hægt með að látast ekki heyra. — Nei, ég býst ekki við að hann hafi getað það, en hann hefði ekki þurft að verða svona fúll- Neðri vörin fór aftur að skjálfa. — Bíddu við, ekki fleiri tár núna, sagði hann hörkulega. — Þú getur ómögulega farið að skæla ofan í þessa indælu súpu. Eg hef aldrei bragðað svona áður, ég býst við að þetta sé einhver sérlegur þjóðarréttur hér. Hún vissi að hann reyndi að fitja upp á öðru umræðuefni, svo að henni gæfist ráðrúm til að jafna sig aftur. — Bobby. í kokkteilboðinu í gærkvöldi hitti ég mann, sem þekkti foreldra mína. Hann heitir hr. Ernest Wong og er kaupmaður hér í borginni. Þú veizt að foreldr- mínir voru sviknir af nánum vini sínum, og undankomuleið þeirra var lokað? Eg er alveg sannfærð um það, að maðurinn, sem stóð á bak við það, er enn hér í Hong Kong, og ég er ákveðin í að hafa upp á honum. Eg held, ag þessi hr. Wong geti hjálpað mér. Og mig langar til að hitta hann aftur. Myndir þú vilja koma með mér til hans eitthvert kvöldið, Bobby. Eg vildi síður fara ein. — Auðvitað vil ég það, svaraði hann samstundis. — Segðu mér hvenær þú vilt fara — ég hef tíma til að vera með þér hvaða kvöld sem er. — Það er kannski viðkunnan- legra að ég hringi í hr. Wong og spyrji, hvenær honpm henti að ég komi?, sagði hún seinlega. — Eg get auðveldlega fundið símanúmer- ið hans. Eg er að velta því fyrir mér, hvort hann viti eitthvað, og ef hann veit eitthvað, hvort hann er þá fáanlegur að segja mér það. — Eg sé enga' ástæðu til að hann 'egi þér ekki það, sem hann veit, fyrst hann var vinur föður þíns. En — Hann hikaði við og áhyggjusvip- ur kom á andlit hans. — En hvað? spurði hún. — En heldurðu að það sé skyn- samlegt að fara að róta í þessum málum? Allt þetta gerðist fyrir óralöngu; er ekki bezt að gleyma því fyrir fullt og allt. Gad svaraði strengdri röddu: — Eg get ekki gleymt því, Bobby. Þessi maður ber ábyrgð á dauða foreldra minna. Hann myrti þau. Alla mína ævi hef ég svarið 14 T í M I N N , fimmtudaninn 19. september 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.