Tíminn - 21.09.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.09.1963, Blaðsíða 14
til Berlínar frá þýzka sendiherran- um í St'okkhólmi, þar sem sagt var, að konungurinn hefði kallað hann til sín í flýti og sagt honum, að því aðeins að Hitler lengdi frest- inn til 1. október um 10 daga, myndi óhjákvæmilega koma til heimsstyrjaldar. Þýzkalandi væri einu um að kenna og þar að auki væri það jafn áreiðanlegt, að það myndi bíða ósigur, „þegar tillit væri tekið til samstöðu stórveld- anna“. í hinu kalda hlutlausa and rúmslofti Stokkhólms var hinn slungni konungur betur fær um að gera sér grein fyrir hernaðar- ástandinu í heiminum á hlutlausan iaátt en fyrirmenn stjórnanna í Berlín, London og París. Roosevelt forseti hafði veikt frið aráskoranir sínar tvær, sem ef til vill var nauðsynlegt vegna banda- rísks hugarfars, með því að leggja áherzlu á, að Bandaríkin myndu ekki skerast' í leildnn né taka á sig nokkrar skuldbindingar „í sambandi við sáttaviðræðurnar“. Þýzki sendi'herrann í Washington, Hans Dieckhoff, taldi því nauðsyn- legt að senda af stað ,,mjög áríð- andi“ skeyti til Berl'ínar þennan sama dag. Hann varaði við því, að gripi Hitler til valdbeitingar og það gegn vilja Bretlands, þá hefði hann ástæðu til þess að álít'a, „að öll vigt Bandaríkjanna yrði lögð á vogarskálina Bretlandsmegin". Og sendiherrann, sem venjulega var uppburðarlítill maður, þegar hann átti að síanda gegn foringj- anum, bætti við: „Eg álít það skyldu mína, að láta þetta koma ■skýrt fram“. Hann vUdi ekki láta þýzku stjórnina draga sömu röngu ályktanirnar af afstöðunni til Bandaríkjanna og gert hafði verið 1914. » Og Prag? Var þar nokkuð farið að bera á undanlátssemi? Um kvöldið kom skeyti til OKW frá jToussaint oíursta, þýzka hermála- ; fulltrúanum: „All't rólegt í Prag. 1 Síðasta hernaðarundirbúningi lok , ið . . . Heildarúl'kalli'ð nær að þvi , er talið er tU 1000.000 manna, land herinn 800.000 ...■■* Þetta voru I jafnmargir þjálfaðir menn og j Þýzkaland hafði yfir að ráða á tveimur vígstöðvum. Samanlagt höfðu Tékkar og Frakkar mejra en tvo hermenn á móti hverjum einum hjá Þjóðverjum. Hitler settist niður snemma kvölds 27. september og skrifaði bréf t'il Chamberlains forsætisráð- herra, eftir að hafa staðið frammi fyrir þessum óhrekjandi staðreynd um og þróun málanna, og án efa vitandi um orð WUsons og karakt- er Chamberlains og hinn mjkla Uta lians v,'ð styrjöld. Dr. Schmidt, sem kallaður var inn til þess að þýða bréfið á ensku, fékk það á tilfinninguna, að einræðisherrann væri að hörfa aftur „frá hinu al- varlega skrefi“. Ekki hefur verið hægt að sanna, hvort Hitler hafi vitað, að þá um kvöldið var gefin skipun um útboð brezka flotans. Iíader aðmírál'i fékk að hitta for- ingjann kl. 10 um kvöldið, og vel j getur verið, að' þýzki sjóherinn hafi frétt um aðgerðir Bre'a, en skipunin var gefin út kl. 8 um i kvöldið og til.kynnt opinberlega kl. 11,38, og Rader hafi skýrt' Hitl- er frá þessu símleiðis. Að minnsta kosti bað aðmírállinn foringjann um að leggja ekki út í sty.rjöld, þegar hann kom tii funda- við hann um kvölctið. Það, sem Hitler viss: a þessu augnabliki, var, að Prag sýnd .■ t mótþróa, París var í óða önn að bjóða ú‘. herliði, London var farin |að stífna, hans eigin þjóð var sinnu laus, hershöfðingjar hans andvíg- I ir honum, og að úrslitakostirnir, ' sem hann hafði sett varðandi God- I esberg-til.lögurnar runnu út kl. 2 eftir hádegi næsta dag. Bréf hans til Cbamberlains var dásamlega vel út reiknað til þess að höfða til tilfinninga forsætisráð herraris. Það var hógvært og neit aði því, að tillögur hans myndu „ræna Tékkóslóvakíu öllum trygg- ingum hennar fyrir því að hún gæti haldið áfram að vera til" eða að hersveitir hans myndu ekki nema staðar, þegar að markalín- unum kæmi. Hann var reiðubúinn að ræða öll smáatriði við Tékka. Hann var reiðubúinn að „gefa form lega tryggingu fyrir því, sem eftir var af Tékkóslóvakíu". Tékkar streiitust aðeins á móti vegna þess að þeir vonuðust eftir því, að með hjálp Englands og Frakklands gætu þeir komið af stað styrjöld í Evrópu. Samt sem áður myndi hann ekki skell'a aftur hurðinni á nefið á síðustu voninni um fúð. — Eg læt yður um að dæma um það (sagði hann að lokum), þegar tillit er tekið til þessara staðreynda, hvort þér ættuð að halda áfram tilraunum yðar . . til þess að eyðileggja slíkar að- gerð'ir og koma viíinu fyrir stjórn- ina í Prag á síðasta augnabliki. Á elleítu stgndu Bréf Hitlers, sem var sent sim- leiðis með hraði til London, náði •til Chamberlains klukkan 10:30 að kvöldi 27. september. Það kom að loknum annasömum degi fyrir i forsætisráðherrann Fréttirnar, sem Hoiare Wilson -uvarður flutti iil Lor.don af öðr- a:n fundi hans og Hitlers, og voru heldur uggvekjandi, komu Chamb erlain og ráðherrum hans til þess eð gera eitt'hvað. Ákveðið var að kalla út fíotann, bjóða út varáliði flughersin:; og lýsa yfir hernaðar- , ástandi í landinu. Þegar í stað j var byrjað að grafa skotgrafir í I skemmtigörðum og á torgum úti til varnár gegn sprengjuárásum og byrjað var að flytja skólabörn burtu frá Lundúnum. Forsætisráðherrann sendi einnig ■strax orðsendingu til Benes for- seta í Prag, og varaði við því að samkvæmt því, sem lesa mætti úr fréttum frá Berlín, „þá sé augljóst, að þýzki herinn muni fá skipun um að fara yfir landamærin' inn í Tékkóslóvakíu þegar í stað, ef tékk 26 leg. Voruð þér að heimsækja vin minn, hr. Wong? Eg er Viss um að honum hefur þótt vænt um það. Gleymið ekki boðinu, sem ég ætla að halda á sunnudaginn til að bjóða Brett velkominn til Hong Kong. — Eg hlakka anjög til að koma, tautaði hún og kynnti Bobby fyrir Manning. En Tom bauð honum ekki með og síðan skildu leiðir. — Þetta er kúnstugur fugl, sagði Bobby, þegar þau voru á leiðinni til borgarinnar aftur. — Eg tortryggi menn, sem eru of hjartanlegir og hlæja mjög hátt. Mér hefur yfirleitt virzt hláturinn vera tU þess eins að dylja eitthvað. — Heldurðu, að hr. Manning hafi verið að reyna að dylja eitt- hvað áðan? — Eg held að hann hafi reynt að dylja þá staðreynd, að hann var ekkert' alltof hrifinn að rek- ast á okkur þarna, sagði Bobby stuttaralega. 12. KAFLI. Fáleikar þeirra Grants og Gail héldust alla vikuna. Þau gættu þess vel ag gleyma ekki að ávarpa hvort annað „doktor" og „systir'. En Gail til óblandinnar undrunar sagði Grant við haná síðdegis á föstudaginn. — Þér eigið frí á morgun. Mér var að det'ta í hug, hvort þér kærð uð yður um að koma í ökuíerð með mér um eyjuna, Gail? — Eg þakka kærlega fyrir, ég hefði mjög gaman af því, doktor. Hún fylltist óumræðilegri gleði og tilhlökkun. Á laugardagsmorguninn horfði Mildred á hana meðan hún klæddi sig í léttan léreftskjól, og spurði hana, hvert hún væri að fara. — Eg ætla í ökuferð um eyj- una. — Þú ert heppin. Enginn býður mér neitt. Með hverjum ferðu? Gail sneri sér frá henni að snyrti borðinu. — Eg fer með doktor Raeburn. — Bauð Grant' þér! öskraði Mild red upp. — Þetta er í annað skipti sem þú ferð út með honum síðan þú komst! Eg hélt, að það væri ekki sérlega 'hlýtt á milli ykkar þessa dagana. — Þú gerðir þitt til að spilla milli okkar, ekki satt? gat Gail ekki st'illt sig um að segja kald- hæðnislega. — Eg var að reyna að gera þér greiða, Gail og afsaka fjarveru þína. — Við skulum ekki tala meira um það, sagði Gail rólega. Mildred yppti öxlum. — Sem þér þóknast, en ég hélt að við gætum kannski einhvern tíma farið út öll fjögur. Eg er viss um, að Bobby hefði að minnsta kosti þegið það með þökkum. Svo bætti hún illgirnislega við: — Ef ég væri í sporum Bobby myndi ég ekki nenna að snúast svona í kringum þig og fá svo bara bitana sem af borðinu dett'a. — Við erum vinir, sagði Gail. — Eg held, að hann vilji nú svo sem vera meira en bara vinur, sagði Mildred. — En auðvitað kemur mér það ekki við. Gail tók upp greiðu og hag- ræddi á sér hárinu. Hún tók eftir að hönd hennar skalf. Henni leidd ist, hvað illgirnisleg orð Mildreds særðu hana alltaf; húri átti að reyna að hlusta ekki á hana. En hún var ákveðin í að vera ekki döpur í dag — hún átti að fá heil an dag með Grant. Kuldalegt við- mót hans síðustu daga hafði sært hana mjög, en nú yrði allt gott aftur; þau yrðu vinir á ný. Þær stundir komu, að hún skildj ekki sjálfa sig:-Hún gat ekki gert sér grein fyrir tilfinningum sín- neska stjórnin hcfur ekki á morg- un (28. september) klukkan 2 eftir h’degi gengið að' skilmálum Þjóð- verja“. En eftir ag hafa varað Tékka við, gat Chamberlain ekki lát'ið á sér sitja að áminna þá um, „að þýzki herinn myndi streyma inn yfir Bæheim, og ekkert það, sem annað stórveldi eða önnur s órveldi gætu gert, myndi vera nægilegt til þess að bjarga landi yðar eða þjóð frá þessum örlögum. Þetta á eft'ir að reynast rétt, hver svo sem afleiðingin af heimstyrjöld getur orðið.“ Þannig var það, að Chamberlafn skellti ábyrgðinni á friði eða stríði fkki á H’tlej- heldur á Benes. Samt bætti hann við í lok tilkynningar- j innar, að hann myndi ekki taka á ' sig þá ábyrgð, sem því fylgdi að segja Tékkum, hvað þeir ættu að | gera. Það var þeirra sjálfra að á- kveða. En var það nú rétt? Benes hafði ekki haf tíma til þess að svara skeytinu, þegar annað skeyti barst, þar sem Chamberlain gerði tilraun i til þess að segja Tékkum, hvað þeir ættu að gera. Hann stakk upp á því, að þeir gengju að takmörk- uðu þýzku hernámi 1. október — hernámi Egerland og Asdh, utan jvið tékknesku víggirðingarnar — og að þýzk-tékknesk-brezk landa ‘ mæranefnd ákvæði síðan fljótlega, j hvaða önnur landsvæði skyldu af- I hent Þjóðverjum. Og forsætisráð- herrann bætti við enn frekari við- vörun: Fyrir utan þessa áætlun er ekki um annað að ræða en innrás og sundurskilnað landsins með valdi, og ekki yrði aftur hægt að koma Tékkóslóvakíu upp sem ríki, þrátt fyrir það að til átaka kynni að koma, sem leitt gætu til óútreikn- anlegra blóðsúthellinga. / HJUKRUNARKONAIVANDA Maysie Greig um. Hún var ástfangin af Brett — að vísu á mjög holdlegan hátt; þegar hann tók hana í fangið og varir þeirra mættust, byltust í ’henni áður ókunnar kenndir. En þrátt fyrir ást hennar á honum, hafði hann ekki slíkt vald til að særa hana eins og Grant. Kuldi Grants særði hana djúpu sári og hún var gersamlega miður sín. Grant kom stundvíslega og sótti hana. Hann var klæddur léttum sumarfötum og var mjög ólíkur þeim dr. Raeburn, sem hún vann með hvern dag við stofnunina. Hann var næstum enn glæslegri' — ef það var þá mögulegt. Hann útrýmdi þegar öllum virðuleika og feimni milli þeirra með því að' segja: — Eg hef verið skelfing and- styggilegur við yður, Gail, þessa síðustu viku, ekki satt? Eg hef ver ið í frámunalega vondu skapi, ekki bara út í yður, heldur út í sjálfan mig. Viljið þér. vera svo elskulegar að gleyma þvi. Hún fann tárin leita fram í augu sín og flýtti sér að segja: — Auðvitað, Grant. — Eg vil ekki að neitt eyðileggi þennan dag. Mér er sagt, að vorið sé yndislegasti árstíminri hér í Hong Kong. — Hvað gerir Bobby í dag? spurði hún, þegar þau óku af stað í áttina til Praya. Hann leit hálfsakbitinn á hana. — Eg spurði hann ekki. Eg veit, j að við hefðum getað slegið okkurj saman öll fjögur. En ef ég á að vera alveg hreinskilinn, langaði mig til að hafa yður út af fyrir mig, Gail. Mig langaði til að biðja yður afsökunar á, hvernig ég hef komið fram við yður upp á síð- kastið. Mig langaði til að finna, að þér væruð enn vinur minn. Er- uð þér vinur minn? Hafið þér fyr irgefið mér, Gail'? Hann tók aðra hönd sína af stýr inu og þrýsti hönd stúlkunnar. Hún kinkaði kolli og hann varp öndinni léttar og sagði: — Þá er allt gott. Mér líður miklu betur núna. Þau fóru yfir sundið í bílaferj unni og von bráðar óku þau fram hjá járnbrauta-rstöðinni í Kow- loon og fram hjá Peninsuliar hótel inu. Þau óku um fjölfarnar götur í fyrstu, en sveigðu síðan lengra upp og óku upp í hæðirnar, hærra og hærra. Og Gail starði frá sér numin á fegurð landsins allt um kring. Þau skildu bílinn eftir og gengu enn hærra upp, töluðu og hlógu, tíndu blóm og glettust hvort við annað. Gail gat ekki annað en velt fyrir sér af og til, hvort hana væri ekki að dreyma þetta allt saman? Gat það átt sér stað, að þessi töfrandi fylgdarmaður henn ar, sem hló og spjallaði og gerði að gamni sinu eins og unglingur, væri hinn virðulegi yfirboðari hennar, doktor Grant Raeburn. Hún hafði alltaf haldið, að hann vapri mjög hlédrægur, en í 'dag virtist hann hafa ýtt til hliðar allri hlédrægni. Hann virtist mörgum árum yngri en daginn áður. Loks settust' þau aftur inn í bif- reiðina og óku niður hæðirnar að ströndinni aftur. Þau óku fram fyrir marga smáflóa og horfðu á litla fiskibáta og pramma, sem sveimuðu um á sjónum. Þar voru líka húsbátar, þar sem heilar fjöl skyl'dur höfðust við, þeir voru bundnir hlið við hlið, karlmenn- irnir röbbuðu saman á þilfarinu, börn léku sér og konur hengdu út þvott til þerris. Þau óku gegnum smáþorp, þar sem allt virtist enn í sömu skorðum og fyrir hundrað árum. Þau óku urn önnur þorp, þar sem húsin voru aumustu hreysi, höfðu líkast til verið byggð út úr sárri neyð og miklum van- efnum. Þau stigu út úr bílnum á einum stað og gengu spölkorn eftir þorps götunni og horfðu áhugasöm í kringum sig. Engar útidyr voru á sumum húsanna, svo að sást beint inn, fátækleg, hrörleg húsgögnin og eldgömul kolavél, börn og hund ar að leikjum. Loftið var þungt og svækjukennt, svo ag Gail varð illt í höfðinu. Síðar um kvöldið snæddu þau á Drekakránni. Máltíðin var ljúf- feng og samanstóð af gómsætum kínverskum réttum. í loftinu var kveikt á kinverskum luktum og fagrar blómaskreytingar voru í gluggum og á veggjum. Gail fann til ólýsanlegrar ham T í M I N N , laugardaginn 21. september 1962 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.