Alþýðublaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1941, Blaðsíða 4
fcmÐJUÐAGUR 1. mi lMi. PRIÐJUÐAGUR Nseturlæknir er í nótt Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2714. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegsapótekum. ÚTVARPIÐ: 20,30 Erindi: Ástand og horfur (ungfrú Rannveig Tómas- dóttir). 20,55 Hljómplötur: a) Symfónia nr. 5 eftir Tschaikowsky. b) Andleg tónlist. Pngbarnavernd Líknar. Templarasundi 3, er opin þriðju- daga og föstudaga kl. 3—4 síðd. Ráðleggingastöð íúknar fyrir barnshafandi konur er op- in fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði. Konungsbikarinn fyrir bezta afrek unnið á í- þróttamótinu 17. júní hlaut að þessu sinni Gunnar Huseby. Var afrek hans í kúluvarpi 14,22 m. og gefur það 839 stig, reiknað eftir alþjóða stigatöflu. Einnig átti Gunnar næstbezta afrekið, 42,58 m. í kringlukasti, sem gefur 789 stig. Aðalstöðin hefir næturvakt í nótt. Árekstur Varð milli tveggja bifreiða á horninu við Arnarhvol rétt fyrir hádegi í dag. Vöruflutningabif- reiðin R829 kom upp Ingólfsstræti — en fólksflutningabifreiðin R 518 kom austójn Lindargötu. R 518 skemmdist töluvert á hliðinni og rúður brotnuðu. Samtíðin, júlíheftið, er komið út. Þar eru margar greinar, Jónas Sveinsson læknir um stórmerka nýjung í fiskirækt, dr. Broddi Jóhannesson skrifar grein, er nefnist: Ég treysti mér ekki til að éta þetta gull. Frú Oddný Sen skrifar um framtíð ungu stúlkunnar. Ritstjórinn birt- ir sögu, er nefnist: Sálugjöf Þor- steins Filippussonar, grein um ríkisstjórakjörið og leiðara um hættuna er stafar af er fólk streymir frá framleiðslustörfunum. Þá er kvæði eftir Þórodd frá Sandi og auk þess margar smærri greinar, skrítlur o. fl. MARGIR LáTNIR LÍÐA FYR- 1R EINN , Frh. af 3 .s. ef töpin em stór iog hagur að- ila slæmur. Samkvæmt þessiu mundu útsvör eftirtaldra fyrirtækja veröa á þessa leið (Aths. Tölumar í svjgunium sýna útsvörin, sem fé- lögin fengui): Alliance h.f............... Askur h.f.................. Fylkir h.f.............. Geir Th. Thorsteinsson s.f. Helgafell h.f.............. Hrönn h.f.................. Hængur h.f................. Kveldúlfur h.f............. Max Pemberton h.f.......... Mjölnir h.f. .............. Njáll h.f.................. Samtals Me'ð þessu er vikið frá regl- um til lækkunar, svo sem ég álít hæfilegt eftir efnahag iog á- stæ&Um fyrirtækjanna, og legg ég til. að útsvörin verði ákveðin þaninig.“ » Sigurður Jónasson har fram til- lögw unt 4,7 milij- kr. útsvar á þessi umræddu fyrirtæki, og var þá ekki gert ráð fyrilr nein- um frádrætti vegna tapa uind- angenginna ára fnemur en gert er hjá öðnum fyrirtækjum. Sú tillaiga var felld. Pví næst var min tillaga boriin upp og felld með 3 atkv.. gegn tveimur. S. J. greiddi henni atkv., þegar hains tillaga var fallin. Lioks voru þessi útsvör ákveð- in eius og þau eru í skrámni með atkvæðum Sjálfstæðismann- anna tveggja og skattstjóra. Hál brant. Hér þarf svo ekki miklu viíð að bæta. Ég hygg, að tillögur mínar skýfi sig sjálfar. Það er hál braiut, að fara að gera upp á milli atvinnuvega um skatta- álögur. En ef slíkt er álitið naUð- synlegt, verður löggjafarvaldið að gera það, svo að menn viti fyrirfram að hverju þeiír ganga, kr. 700.000 (340.000) — 90.000 ( 75.000) — 180.000 (125.000) — 280.000 (160.000) — 200.000 (125.000) — 140.000 ( 90.000) — 180.000 (120.000) — 1.600.000 (730.000) — 190.000 (110.000) — 160.000 (120.000) — 70.000 ( 65.000) kr. 3.790.000 (2.060.000) er þeir leggja fé og orku í at- vinmiufyri'rtæki. Hitt er ólækt, að bæjarstjórn eða niðuirjöfnunar- 'nefnd á einhverjum stað táki sér vald til þess. Og þó er al.lra verst áð gera það eftir á, þegar áranguir skattársins liggur fyrir. Því áð um leið og einum er í- vilnað á þann hátt, er svikist aftan að öllum hinUm., sem hög- uðiu atvinnurekstri sínum með þáð fyrjr augum., að allir sæíu við sama borð, hvað opihber gjöld snerti. Og svio varasamt sem þáð er, að gera upp li milli atvinnU- vega, er þó enn þá fráleitara alði geha upp á xnilli mannia, sem sömiu atvinnu reka, eins og mér vírðilst hér gert. Nú hafði verið lagt á öll iðnað- arfyrirtæki' og verzlunairfyfirtæki eftir settum reglum með smá- vægilegum afbrigðum eftir á- stæðum gjaldenda eins og vant er. Sum þessi fyrirtæki höfðu góðar tekjur og fengu hátt útsvar eins '0g skráim sýnir. Enmfremur hafði verið lagt á öll smærri útgerðarfyrirtækim, línuvei'ðara og mótorbáta. Þessi fyrirtæki höfðu einnig sum ágætar tekjur. Þó var þar farið eftir regluntirn, þó með þeirri bneytingu, að sam- kvæmt tillögu frá mér var ekki SGA^SLA Bfið II MiBHisstæð nótt. (Rember the Night). Aðalhlutverkin leika: BARBARA STANWYCK og FRED MAC MURRAY. Aukamynd: ÁRÁSIN Á LÓFÓTEN. Sýnd kl. 7 og 9. itfÝJA Bfð Blondie. Afar skemmtileg mynd, leikin a£: Penny Singleton, Arthnr Lake o. fl, Sýnd klukkan 7 <og 9. lagt nema 15% útsvar á þá upp- hæð ,er fyrirtækin lögðu í ný- byggingarsjóð. Mér virtist sjálf- sagt að gera ívilnun um þetta, þar sem upphæðin er bundin um sinn og ekki til ráðstöfunar fyr- ir eiganda á sama hátt og aðrir fjármunir hans. ÞegaX ég gerði svo tillögumar um togarafélögin, þóttist ég vera svb sanngjam sem frekast var unt. Þegar ég hafði reiknað út- svarið út eftir fyrstu þnemUir lið- um tillögu minnar gerði ég mik- inn „iaiukafráidr,átt“ samkvæmt 4. lið tiiliögunnar eftir „slæmum hag“ fyiirtækjanna. Nam þessi „aukafrádráttlur" nokkrum hundr- uðum þúsunda á einu fyrilrtæk- inu. Yfirieitt gekk ég eins langt til samkioinulags og fært var, án þess að missa álveg sjónar á meginxeglunni' lum jafmrétti skatt- þegnanna. En allt kom fyrir ekki. Allt virti'st fastmælum bundið á hærxi stöðum, svo að engU yrði um þokað. Það var ákveðið, að margir skyldu líða fyrir einn. En það undarlegasta er, að eftir öll þessi' afiek virðast allir vera meira og minna óánægðir — nema ef til vi'll eiinn maður, sem í bili’ lítur svo á, að hann þurfi ekki að hlí'ta sömu lögum og aðrir. Alfiýðnblaðs hlaipið fer fram á fðstadai. Boðhlanp umliverfis Heykjavík RIÐJA hoðhiaupið um- hverfis Reykjavík, Al~ þýðublaðshlaupið, verður næst- komandi föstudagskvöld. í fyrra og hitt eð fyrra var hlaup þetta afar spennandi, og svo er búizt við að verði enn í ár. Keppt ter um Alþýðuhlaðs- hornið, sem Ármann vann 1939, en K.R. í fyrra. Hlaupið hefst á íþróttavell- inum, síðan er hlaupið vestur í bæ, Hringbraut, Vesturgötu, með höfninni og Hringbraut inn á völlinn aftur. Eru sprett- irnir mislangir frá 150 m. upp í 1500 m. Hlaupið mun að þessu sinni hefjast kl. 9 næstk. föstudags- kvöld, og er búizt við, að þátt- takendur verði Reykjavíkurfé- lögin þrjú, K.R., Ármann og Í.R. Alþýðublaðshornið þarf að vinna þrisvar í röð eða fimna sinnum alls til eignar. Útbreiðið Alþýðublaðið. 8 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ Pabbi er að lesa upp úr nýju bókinni sinni. Hún fjallar um heimspeki, botnarðu nokkuð í þess hátt- ar? Nei, þangað fer ég ekki með þig, eins og þú lítur út núna. Það yrði máske hlegið að þér. Og ég get ekki heldur róið með þig yfir vatnið, ég er orðin svo þreytt, og þú ert ekki sérlega líflegur þessa stundina. Þú verður að reyna að hlýja þér ofurlítið, og eftir tvo klukkutíma verður veðrið orðið ágætt og þá get ég lánað þér bátinn minn yfir um. — En hvar erum við? spurði Hell. Hann skalf ennþá meira en áður. — Komst ég yfir vatnið? — Já, þú komst yfir vatnið. Þykir þér það ekki betra? Við verðum að syngja vísu um það. Puek blístraði fáeina tóna, lagði árarnar inn í bátinn og vatt úr kjólnum sínum. Það var eitthvað óraunhæft við hana þar sem hún stóð í bátnum og glampinn af vatninu og bjarminn frá ljóskerinu lék um hana. Hell lokaði augunum. — HVernig veiztu, að veðrið muni bráðum verða gott? Þú ert ofurlítið skrýtin stúlka, sagði hann hálfsofandi. Hún greip í axlirnar á honum. — Á .fætur, á fætur, sagði hún hátt. — Þú færð lungna- bólgu, ef þú liggur svona. Komdu á fætur. Ég þekki veðurlagið hérna, og ég þekki vatnið. Það er sterk f angan frá sefinu núna, svo að ég veit, að bráðum - birtir upp. Komdu, við skulum bíða uppstyttunnar inni í baðhúsinu. Fyrst fóru þau fram hjá kliðandi trjám, því næst yfir engi og þar næst þvert yfir veg, yfir hæð og . loks komu þau að votum þrepum. En hve allt var einkennilegt hérna megin vatnsins. Maður gengur eftir rökkvuðum, framandi garði við hlið lítillar stúlku, sem hefir hlýja hönd. Það er kveikt á gam- aldags lampa og regnið. dynur á húsinu. Það er þefur af blautum baðfötum, þægileg lykt, sem mað- ur kannast við. Þetta virðist vera timburhjallur, ferhyrnt herbergi með sefi á gólfi, og samanklambr- aðir hægindastólar á gólfunum. Japanskir ilskór eru hér og þar á gólfinu og í her.berginu er leyndar- dómsfull lykt af vindlingum. Við vegginn er legu- bekkur með röndóttu áklæði, lágt borð og fáeinir tágastólar. Allt er þetta framandi fyrir augum Ur- bans Hells, sem hefir ekki lent í mörgum æfintýrum um dagana. Puck hverfur bak við spanskt tjald, þar inni er vafalaust afhýsi ætlað til þess að skipta fötum. Baðkápu er fleygt yfir hann og sagt um leið: — Flýttu þér að fara í kápuna og fleygðu svo til mín baðfötunum þínum, svo að ég geti þurrkað þau. Það er Puck, sem kallar hinum megin við tjaldið. Andartaki seinna er hún komin inn til hans aftur. Nú er hún berfætt, hefir þurrku um höfuðið og er í koparlitum kjól, og nú líkist hún helzt japanskri ambátt. Enda þótt Hell sé ekki lífsreyndur maður man hann þó eftir því, að hann hefir séð áður í blöðunum myndir líkar þessu. —- Ég var orðin gegnvot, segir hún, þegar hún sér, að hann horfir undrandi á hana. Svo lýtur hún yfir harxn og byrj- ar að nudda á honum bakið, brjóstið og handlegg- ina. — Líður þér betur núna? spyr hún og gengur upp og niður af mæði eftir áreynsluna. Og eftir fáeinar mínútur er hann reyndar orðinn laus við skjálftann og honum líður vel. — Þú ert ágæt stelpa, Puck, segir hann. Svo settist hún með krosslagða fætur á dýnuna fyrir framan hann og fór að núa á honum fætuma. Hann lá aftur á bak í hægindastól og lét fara vel um sig. Svo fór hún að nudda á honum tæi'nar, sem voru stirðar af kulda. Loks lagði hún annan fótinn á honum á hnéð á sér, tók sér hvíld, horfði lengi á hann og sagði: — Þú ert heiðarlegur náungi. — Hvernig þykistu hafa komizt að því? spurði Hell. — Jú, pabbi segir, að allir heiðarlegir menn hafi fallega fætur. Allt hið ljóta og andstyggilega, sem imenn gera, sést á fótum þeirra. Þegar gestir eru hjá okkur á sumrin, veiti ég alltaf fótum þeirra athygli. Og mér lízt ekki á neinn þeirra. Þeir eru allir óheiðarlegir. Hún lyfti öðrum fæti hans upp að andliti sínu og blés á hann, eins og hann væri hlutur, sem þyrfti að fægja. — Er þér nú orðið hlýtt? Jæja, hvers vegna horfirðu-svona undarlega á mig? Hell brosti barnalega og ofurlítið utan við sig. Menn gátu orðið fyrir ýmsu einkennilegu í kvenna- samkvæmum. Ekkja nokkur úr hjólhestabúð hafði einu sinni kysst hann á ferðalagi. Stofuþerna hafði einu sinni veitt honum harða aðsókn í loftherbergi einu. Það var æfintýri, sem hann langaði ekki til að að hugsa um. í efnafræðistofnuninni hafði hann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.