Alþýðublaðið - 04.07.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.07.1941, Blaðsíða 2
FöSTUDAGUR 4. JÚLf 1941. -----UM DAM&IN Mr WmMMM--------------- Strætisvagnarnir vilja £á að hækka fargjöldin. En hvenær batnar stjórn þessa fyrirtækis? Sviftið fylliraftana á göt- unni rétti til að hafa áfengisbók. Um framburð orða. — ATHDG&RIB HANNESAK Á HÖllKliD.— EG SÉ í fundargerð bæjarráðs frá 24. fyrra mánaðar, að Strætisvagnar h.f. hafa farið fram á að fá að hækka fargjöld með vögnunum. Er þess jafnframt get- ið í fundargerðinni, að meirihluti hæjarráðs telji sér ekki fært að vera á móti hækkun. Samkvæmt fundargerðinni ætlar Strætisvagna félagið að hækka farmiðana um '5 aura. Ef svo verður hafa far- miðar á stytztu leiðum hækkað um 100%. ÞEGAR FARGJÖLDIN voru "hækkuð, var hækkunin svo mikil, að allir vissu að hún var meiri en dýrtíðin fyrir rekstur þessara far- artækja hafði aukizt. Mæltist hún því mjög illa fyrir. Þetta var þó látið kyrrt liggja vegna þess, að bæjarbúar töldu, að bæjarráð myndi hafa hemil á frekari hækk- un í framtíðinni. Þetta virðist ekki ætla að rætast. Undir eins og félagið fer fram á enn meiri hækkun, lætur meirihluti bæjar- ráðs undan og leyfir hækkunina. Þetta mun því vekja enn meiri andúð en fyrsta hækkunin. ÞAÐ ER LÍKA ANNAÐ í sam- bandi við þessa strætisvagna: Vagnarnir eru ákaflega illa til hafðir: óhreinir, rifnir og rykugir. í þeim er ódaunn og oft og tíðum eru þeir yfirhlaðnir svo að stór- hættn er að ferðast með þeim. Það er útilokað að ekki sé hægt að stjórna þessu fyrirtæki á ann- an veg en gert er og ber bæjar- stjórn að hafa strangara eftirlit með þessu farartæki en verið hef- ir. Raunverulega ætti bærinn sjálfur að reka þessa „sporvagna Reykjavíkur", eins og sumir kalla þá í hálfgerðu háði. Þá eru sumar áætlanirnar svo þröngar, að ýms- ar ferðir falla úr og er það oft ákaflega óþægilegt fyrir vegfar- endur. Síðan þetta var skrifað hefir málið verið rætt í bæjar- stjórn og er vísað til þess hér í blaðinu í dag. ÞAÐ ER MIKIÐ skrifað og tal- að um drykkjuskapinn í bænum. •Jafnvel blöð, sem alltaf hafa túlk- að skoðanir andbanninga og aldr- ei léð málstað bannmanna lið, eru farin að birta vandlætingargrein- ar, sem ég er að mestu sammála. Það er mest áberandi, hve skepnu- skapur sumra manna, sem smakka áfengi, er mikill, og sést hann bezt á því, hve margir eru teknir úr umferð. Menn, sem geta ekki smakkað áfengi án þess að lenda fyrir hunda og manna fótum, ættu ekki að snerta það. Það virð- ist ekki vera nein hegning á þá, þó að þeir séu teknir úr umferð. og vil ég því koma með þá tillögu, að hver sá maður, sem tvisvar hefir verið tekinn fyrir ölvun á almatnnafæri, verði sviftur rétti til að hafa áfengisbók. Ég hygg að þá myndi drykkjuskapur minnka nokkuð á almannafæri. ÞVÍ HEFIR löngum verið haldið fram, að við íslendingar kynnum ekki meðalhófið, þegar vín væri1 annars vegar og virðist reynslan hafa sannað þetta áþreifanlega. Þó að ég sé ekki Góðtemplari er ég bannmaður og myndi nú greiða atkvæði með banni, eins og ég greiddi atkvæði gegn afnámi bann- laganna. Sú afstaða mín skapazt af því, að svo margir kunna ekki með vín að fara og ég er sann- færður um að allir geta komizt af án þess að hafa vín um hönd, þó að það kunni að vera sumum til gamans stöku sinnum. En and- banningar fengu sínu fram á sín- um tíma og því er komið sem komið er. HÖRÐUR skrifar mér eftirfar- andi: „í 11. og 118. tbl. var hér í dálkunum minnst á framburð er- lendra mannanafna og landfræði- heita í fréttaflutningi útvarpsins. Það var engin vanþörf á, að á þetta væri minnzt og nauðsyn á, að úr þessum glundroða verði bætt, því hlustendum er þetta mjög til leiðinda. Ég vildi enn bæta nokkru við. Stundum eru nöfnin afbökuð svo í framburði, að þau verða óskiljanleg, t. d. var borgin Hanoi nefnd Anoa. Það átti víst að vera franslcur framburður á nafninu, en í útvarpi frá Vichy og Tonkin hefi ég heyrt hana nefnda Hanoí. Eins var borgin Saigon nefnd Sesjong. En útvarp- ið þar kynnir sig: Radío Saígon. Oft eru notuð önnur heiti en við lærðum í kennslubókum í landa- fræði, og þá oftast tekin upp ensk nöfn, sem fæstir kannast við, t. d. Vistula (Weichsel), Tagus (Te- jo), Orange (Oranía). Þá er og sami staðurinn stundum nefndur tveim eða fleiri nöfnum, t. d. Jan- nina—Joannina, Neapel—Napolí, Sidi Barrani — Sidi E1 Barrani. Bærinn Santi Quaranta fekk fimm nöfn. Er ítalir höfðu tekið Alban- íu, skírðu þeir borgina upp og nefndu hana Porto Edda, líklega eftir dóttur Mussolini." „SUM NÖFN eru þannig, að ó- mögulegt er að ráða í framburð þeirra af stafsetningunni, t. d. Somerset Maugham (Mo’m). Fréttaritararnir gætu bætt mikið úr þessu með því að setja í sviga fyrir aftan nöfnin framburð þann, er þeir heyra við hlustun erlendu fréttanna, og svo þyrftu þeir að eiga samstarf um, að sama nafn sé haft um sama stað bæði í „frétt- um frá London“ og „fréttum frá Berlín,“ en oft er það ekki svo. T. d. var oft í vetur minnst á Thameshaven (lesið með enskum framburði: Temsheiv’n) í fréttum frá Berlín, en aldrei minnzt á þann stað í fréttum frá London. Mun líklega vera þýzka heitið á Port of London (höfnin í London) og þá framborið Temshafen. Og þannig er um fleiri nöfn. Frétta- ritarar og þulir munu hafa þann aðgang að nauðsynlegustu hand- bókum, er þetta efni varða, að þeir ættu að geta „flett upp“ þeim nöfnum, er þeir eru ekki vissir um framburð á. Nú heyrist oft minnzt á franska hershöfðingj- ann í Sýrlandi, Dentz. Hér er hann nefndur Dang, en í erlendu útvarpi heyri ég hann nefndan Dents.“ „ÞAÐ MUN hafa verið árið 1929, að Brezka útvarpið gaf út lista yfir ýms staðaheiti og manna- öfn með þeim framburði, er út- varpið hafði ákveðið að viðhafa. Mætti ekki fara líkt að hér: taka fyrst upp nöfn þau, sem höfð eru í landfræðikennslubókum á ís- lenzku og síðan önnur nöfn, eftir því sem nauðsynlegt þykir. Við það myndi skapazt meira samræmi og yrði jafnframt léttir fyrir fréttaritara og þuli.“ UM LÍKT EFNI skrifar S. mér: „í formála fyrir Linguaphone kennslubók í ensku segir: „The surest way to become unintelli- gible in a language is to distort its natural rhythm. (Að raska eðlilegri hrynjandi máls er örugg- ust leið til að gera það óskiljan- legt.) Það er eitthvað ekki með felldu um framburðinn hjá þeim, sem flytur erindi eða ræðu, að þótt hlustað sé með athygli á hann, skilst ekki allt, sem hann segir, en svo aftur hjá öðrum missist ekki úr orð né atkvæði. í enskri handbók um talkennslu barna (Speechtraining) segir höfundur- inn, að það stafi mest af leti, að menn tali illa. Það sé erfiðara að tala vel, og þeir vilji komast hjá erfiðinu. Ef við játum því, að þetta sé rétt, munum við jafnframt játa, að margir muni latir menn á Urslitaleikur í kvðld milli Su R. og Vals. ----».- K,R. þarf aðeias jafníefli til að vinna. AÐ ditegur nú að leikslok- um í íslandsmótinu. í kvöld verður úrslitaleikurinn, enn einu sinni milli K.R. og Vals. Verður sá leikur vafalaust spennandi, því báðir hafa auð- vitað fullan hug á að vinna tignarheitið „Bezta knatt- sptyrnufélag íslands“. Staða mótsins fyrir úrslita- leikinn er þannig: Leikir Mörk Stig K. R. 3 10:4 6 Valur 3 13:2 5 Víkingur 4 5:5 3 Fram 4 6:12 3 K. A. 4 6:17 1 Liðin í leiknum í kvöld verða sem hér segir, talið frá mark- verði og vinstri: Valur: Hermann; Frímann, Grímar; Geir, Sigurður Egill; Magnús, Kærnested, Björgúlf- ur, Snorri, Ellert. K. R.: Anton; Guðbjörn,, Har aldur Guðm.; Guðbíartur, Birg- ir, Skúli; Jón, Óli B., Schram, Þórarinn, Har. Gísla. Norðanstormur var í gær- kveldi og mótaðist leikurinn allúr af því. Framarar léku undan vindi fyrri hálfleik og sóttu allmjög á. Var knötturinn mestallan tímann á vallarhelm- ingi Víkinga, þótt þeir fengju nokkrar góðar sóknir. Snemma í hálfleiknum skoraði Þórhall- ur, hægri innframherji, með fallegu skoti. Seinast í hálf- leiknum skoruðu Framarar aft- ur. Var það úr vel tekinni horn- spyrnu, þar sem vindurinn hjálpaði svo til, að enginn þurfti að koma við knöttinn frá spyrnu í mark. Snemma í þessum hálfleik kom það slys fyrir, að Ólafur Jónsson, hægri bakvörður Vík- inga, fekk slæma byltu og fót- brotnaði illa. Var hann fluttur á Landsspítalann, þar sem búið var um brotið, en. síðan var hann flttur heim til sín. Seinni hálfleikur var svipað- ur þeim fyrri, nema nú voru það Víkingar, sem sóttu á mark Framara. Þeir sóttu helzt til fast, því að Framarar þjöppuðu sér í vörn, en viðurkennt er, að vonlítið er að setia mörk, þeg- ar leikið er í þvögu við annað markið. Er mun happadrýgra að dreifa leikmönnum og gefa þeim betra svigrúm. Ekki tókst íslandi, ekki hvað sízt margir „lærðir“ latir.“ Hannes á horninu. Víkingum að skora, þrátt fýrir harða sókn. í vörn Framara stóðu þeir markvörðurinn og Högni sig langbezt, en í sókn þess liðs var Þórhallur beztur. í liði Víkinga er sem fyrrum, að mest hvílir á Brandi, í gær bæði í sókn og vörn. Nokkrir leikmenn í framlínu Víkingá eiga það til að leika mikið upp á eigin spýtur, en það er sjald- an árangursríkt. Tveir nýliðar léku í gær, þeir Karl Guðmundsson (Fram) og Már Jóhannsson (Vík.), sem virðast báðir góð knattspymu- Landsmót kreoim I haodkoattleik. tátttaka atai af fandi. LANDSMÓT í handknatt- leik kvenna (utanhúss) hefst hér í bænum á sunnudag. Verða þátttakendur úr Reykja- vík, frá Akureyri, Vestmanna- eyjum og ef til vill ísafirði. Akúreyrajrstúlkurniair eni vænt- amtegar hingað til bæjairins í kvöld. Eru þœr 12 að töllu úr félaginu ,,Þóir“. Fararstjóri peirra er Kári Silgurjiónjsson, suudmaður. Stúllkuimar frá Vestmiannaieyjlum fcoma á morguin. Fara þær til Stiokkseyrar í bálti, en Iandleii<5iina þaðan. Erui þær 10 að tölU, og faraTstjóri Karl Jónssion. Báðir fliokkarnir dveljaist hér veguim Ármenninga. Ipréftamét Borgfirðlnga verður háð við Hvítá sunnudaginn 6. þ. m. og hefst kl. 1 e.h. DAGSKRÁ: 1. íþróttakeppni (sund, hlaup, stökk og köst). 2. Ræða: dr. theol. Eiríkur Albertsson. 3. Lúðrasveitin Svanur leikur. 4. DANS. — Þriggja manna hljómsveit. Mótið er aðeins fyrir íslendinga. — Ölvaðir menn fá ekki aðgang. — Laxfoss fer frá Borgarnesi til Reykjavíkur kl. 8 um kvöldið. Fer síðan til Akraness og þaðan kl. 12% eftir miðnætti til Reykjavíkur. Ungmennasamband Borgarfiarðar. Deildarhjúkrunarkonu og aðstoðarhjúkrunarkonu vantar að Kristneshæli 1. október n.k. Umsóknir sendist fyrir 15. ágúst á skrifstofu ríkisspítalanna. Lokað á morgun vegifia sk@isiBiBtiferðar sfarfsmaBinsi. Lamdssmiðlan. I.S.Í. K.B.B. Knattspyrnumót íslands. Úrslltaleiknr í kvðld U. 0 K.R. — Valur keppa Nú verðnr það spennandi!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.