Alþýðublaðið - 07.07.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.07.1941, Blaðsíða 1
SITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XHL ÁEGANGUR MÁNUDAGUK 7. JíJLl 1941. 156. TöLUBLAÐ :;ÍMJWlÍ!«:|fwísS *! Stalin (annar maðurinn til hægri) í hópi nokkurra helztu herforingja rauða hersins. varaarlfiiiiiia Þjóðverjar ssækjie- nu áleiðis talln- byrjaðlr. m frá Eystra- fil LenlngradL NÝ HARÐVÍTUG SÓKN ÞJÓÐVERJA virðist nú vera í þann veginn að hefjast á norðurhluta austurvíg- stöðvanna, frá Eystrasaltslöndunum, Eistlandi og Lettlandi, inn yfir hin gömlu landamæri Rússlands. Gera vélahersveitir Þjóðverja þar hvert áhlaupið af öðru á aðalvarnarlínu Rússa, hina svonefndu Stalinlínu, og virðist þessari sókn vera stefnt gegn Leningrad. í tilkynningum Rússa í gærkveldi og í morgun er talað um harða bardaga hjá Ostrpv, sem liggur suður af Peipusvatni á landamærum Eistlands og Rússlands, um 15 km. inni í Rússlandi og við Polotzk, sem einnig er inni í Rússlandi um 30 km. suðaustur af landamærum Lettlands. Ségjast Rússar hafa hrundið öllum áhlaupum Þjóðverja á þessum stöðum hingað til. og gert mörg gagnáhlaup. Sunnar, á veginum frá Minsk til Moskva, halda Þjóðverjar uppi harðvítugri sókn í áttina til Smolensk og segjast vera komnir yfir Beresínafljót, austur að fljótinu Dnépr, um 75 km. suðvestur af Smolensk. Annars eru tilkynningar Þjóðverja frá vígstöðvunum nú aftur orðknappar, aðeins sagt, að árásin á Stalinvarnarlínuna sé haf in og allt gangi eftir áætlun. BanEagarnir í Ukratae. Af suðurhluta vígstöðvanna hafa engjinj stórtíðindi borizt. En viðurkennt er þó í tilkynn- ingum Rússa, að Þjóðverjár séu komnir inn yfir hin gömlu landamæri Ukraine hjá Rovno og sé nú barizt þar um 20^—25 km. fyrir innan landamærin. Suðaustur af Lemberg hafa ungverskar hersveitir nú tekið bæina Kolomea og Stanislau og nálgast þar fljótið Dniestr, en þar fyrir sunnan, í Bukovinu og Bessarabíu eru Þjóðverjar og Rúmenar á nokkrum stöðum komnir yfir ána Pruth. Fregn,. sem barst uni það á laugardagskvöld, að Þjóðverj- ar væru búnir að taka Czerno- vitz, höfuðborg Bukovinu, er ó- staðfest. Sama er að segja um fregn sem um sama leyti barst frá Stokkhólmi þess efnis, að Þiöð- verjar væru búhir að taka Tall- in, höfuðborg Eistiands. Eystrasaltslöndin. onrlegt liiilléi. •Báðir aðilar skýra frá ógur- legu manntjóni og hergagna- tjóni á hlið hins. Fyrir helgina sögðu Rússar að Þjóðverjar væru búnir að missa 700 000 manns síðan árás- in hófst og þó að Lundúna- fregnir telji, að sú tala muni vera ýkt, sé mamxfall Þjóðverja þegar orðið mjög mikið. Þjóðverjar halda því hins vegar fram, að Rússar hafi misst um 500 000 manns í" or- ustunum á Bialystok svæðinu og hafi Þjóðverjar þár af tekið yfir 500 000; til fanga. Segja Þjóðverjar, að bardögunum á þessu svæði sé að verða lokið og sé það þýzkt varalið, sem þar sé að hreinsa til. En í rússnesk- Frh. á 2. síðu. Loftárásir Breta færast lengra inn f Þýzkaland. í nótt og í fyrriaótt var ráðizt á Mim~ ster, Osnabruck, Bielef eld og Magfdeburg .—:------------?—------------- OPRENGJUFLUGVÉLAR BRETA hafa síðustu tvær ^ næturnar farið lengra inn yfir Þýzkaland til árasa en nokkra aðra nótt síðan hin mikla loftsókn þeirra hófst fyrir þrem vikiim. ' f fyrrinótt flugu þær austur yfir Ruhrhéraðið til Miinster, Osnabriick, Bielefeld og sunnar alla leið til Magdeburg, sem er aðeins um 130—140 km. suðvestur af Berlín, og gterðu ægilegar árásir á alla þessa bæi. Brezku flugm'ennirnir segja * að stórbrunar hafi gosið upp á öllum stöðunum og tjóníð af á- rásunum áreiðanlega verið gíf- urlegt og í Berlínarfréttunum seinnipartinn í gær var viður- kennt, að allmikill fjöldi borg- ara hefði beðið bana, og mikið tjón orðið á íbúðarhúsum og op- inberum byggingum, einkum í Múnster. En eins og venjulega neita Þjóðverjar því að nokkuð „hernaðarlegt tjón" hafi orðið. í nótt endurtóku brezku flug- vélarnar árás sína á Múnster. Önnur var gerð í nótt á Dort- mund, en nánari fregnir af þess um árásum eru ókomnar aðrar en þær, að sex af flugvélum Breta hefðu ekki komið aftur. Loftárás var einnig gerð í nótt á flotahöfnina Brest í Frakklandi. í gær voru harðar loftárásir gerðar í björtu á bækistöðvar Þjóðverja í Norður-Frakklandi, einkum á iðnaðarhéraðið um- hverfis Lilie. Lenti þar í lóft- bardögum og voru ellefu þýzk- ar flugvélar skotnar niður. Síðan seinnipartinn í gær hefir ekkert heyrst til útv§rps- stöðvarinnar í Lille í Frakk- landá. Ifr sesdíráösrifsrl í Loidoi. Og nýir síarfsmenn utanrík- MAGNÚS V. MAGNÚSSON cand. juris hefir verið skipaður sendiráðsritari við ís- lenzku sendisveitina í London. Magnús hefir um alllangt skeið starf að í utanríkismálaráðu- neytinu hér. Var hann skipað- ur í hina nýju stöðu frá 1. júlí s.l. Frá sama tíma hefir ungfrú Hildur Kalman verið ráðin vél- ritari við sendisveitina. Hilmar Foss, sem starfað hefir við sendisveitina í Lond- on, mun hafa í hyggju að koma heim. Fulltrúi í utanríkismála- ráðunéytinu hér í stað Magn- úsar V. Magnússonar hefirver- ið skipaður Henrik Björnsson (sonur ríkisstjórans). Þá er á- kveðið að Pétur Eggerz cand. juris, sem skipaður var ríkis- stjóraritari, skuli jafnframt gegna störfum í' utanríkis- málaráðuneytin. Bifreiðaslys í KHmli nn| seint i gœrkveldi --------------» . Fjórir breziir hermemn slösuðust og tveir peirra töluvert hættulega0 ALVAKLEGT bílslys varð í Kömbum í gærkveldi. -— Kakst íslenzk vöruflutningabif- reið aftan á íslenzka fólksbif- reiS og f óru þær báðar um koll. Engan íslending sakaði, en f jór- ir brezkir hermenn, seni voru á palli vörubifreiðarinnar slösuð- ust, og tveir þeirra alvarlega. Slysið skeði klukkan tæplega tíu í gærkveldi. \ Fólksbifreiðin R. 107 var á leið niður Kamba. Á eftir henni kom vörubifreiðin R. 1522. Þegar bílstjórinn á vöru- bílnum var að leggja af stað niður brekkuna, ætlar hann að skipta í 2. gír, en það mistókst, og jók bíllinn ferðina. Þoka var á, og sá bílstjórinn ekki fyrr en bíll hans lenti aftan á fólksbifreiðina. R. 107 fór út af veginum til vinstri og þar á hliðina, en R. 1522 fór á hlið- ina á veginum og lá þar þvers- um og stóð afturendinn út af. Skeði þetta rétt fyrir neðan Frh. á 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.