Alþýðublaðið - 09.07.1941, Síða 1

Alþýðublaðið - 09.07.1941, Síða 1
XX31. ÁR&&NGUR MIÐVIKUD. 9. JULI 1941. 158. TÖLUBLAÐ BiTSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSS0N ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN Greinargerð forsætisráðherra á alþingi í dag: Samkomolaglð vlð BaadarlMo var gert i samráðl vlð Breta. - -------- Eftfr að brezka rikisstjórnin hafði gengið að þýð- ingarmiklum skilyrðum, sem íslenzka stjórnin setti. AL Þ I N G I var sett kl. 1 í dag, en áður höfðu þing- menn verið viðstaddir guðsþjónustu í dómkirkjunni. Sveinn Bjömsson ríkisstjóri setti þingið og gerði í stuttri ræðu grein fyrir tilefni þess, að það var kallað saman til aukafundar. Þá var gengið til kosninga á forsetum, skrifurum og föstum nefndum, fyrst í sameinuðu þingi og síðan í báðum þingdeild- um og voru, með afbrigðum frá þingsköpum allir hinir sömu kosnir og gegndu slíkum störfum á síðasta þingi. Síðan var fundur settur í sameinuðu þingi og lá fyrir honum Harðar orustnr á ðllum austurvigstöðvunum. ... ■» Þjóðverjar komnir yflr Dvina fyrir austan Polotzk á leið til Smolensk. MIKLAR ORUSTUR eru nú sagðar alls staðar á austur- vígstöðvunum og halda Rússar því fram, að þeim hafi | enn tekizt að hindra alla frekari framsókn Þjóðverja, nema á einum stað, við Dvina. Þar viðurkenna þeir, að Þjóðverj- um hafi tekizt að fara suður yfir fljótið austan við Polotzk, en þar stefna Þjóðverjar í áttina til Smolensk, samtímis öðr- um her, sem sækir þangað sunnar meðfram Dnieprfljóti. NoTður af hierliísniunni, við Ostr- OV, standa nú yfir harðir bar- tillaga til þingsályktunar um, að Bandaríkjum Norður-Ameríku sé falin hervernd íslands meðan núverandi styrjöld stendur, svo- hljóðandi: „Sameinað alþingi fellst á samkomulag það, sem ríkisstjórn- in h'efir gert við forseta Bandaríkja Norður-Ameríku, um að Bandaríkjunum sé falin hervernd íslands, meðan núverandi styríöld stendur.“ Ræða forsætisráðherrans Fundurinn hófst með ítarlegri greinargerð Hermanns Jónas- sonar, forsætisráðherra, um aðdraganda þess, sem gerzt hefir, og fer hún hér á eftir: Allir Islendingariiir, sem eru i haldi á Englandi* verða nú látnir lausir. Eitt af skilyrðum ríkisstjórnarianar, ----------«.-------- SENDIHERRA BRETA hér, Mr. Howard Smith, hefir nú lýst því yfir við íslenzku ríkisstjórnjtna fyrir hönd stjórnar sinnar, að allir þeir íslendingar, sem teknir hafa verið fastir af setuliðinu hér og fluttir til Englands sem fangar, verði nú látnir lausir og fluttir hingað heim aftur. En það var eitt af skilyrðum þeim, sem íslenzka ríkisstjórnin setti fyrir samkomulagi sínu við BEeta um að fallast á það, að Bandaríkin tækju að sér hervernd íslands í þeirra stað meðan á styrjöldinni stæði. Það eru alls 10 manns héðan, 7 frá ísafirði og 3 úr Reykjavík, sem nú eru í haldi á Englandi en samkvæmt þessu samkomulagi verða látnir lausir. Mennirnir teru þess- ir: Jóhann Eyfirðingur, Tryggvi Jóachimsson og kona hans, Margarethe, Sigurlaug Scheiter, Gertrud Hasler, Guðrún Elsa Hasler, Þórbergur Þórbergsson, Sigfús Sigurhjartar- son, Einar Olgeirsson og Sigurður Guðmimdsson. Ekki er enn vitað með neinni vissu hvtenær þetta fólk kemur hingað. dagBT ,án þess aö sjáanlegt sé, að niokkur vernleg biteyting hafi pröið á stöðu herjanna, en þar virðist aðalsókn. Þjóðverja í átt- Ina til Leningjqad veía. |Suð|uir i BessaTabíu siegjiasst Rúss bí ekki abeitti9 hafa stöðvaðfram sókin ÞjöðveTja, hielduT úg ilekið þá aftuT vestúr yfir ána Pnuth, en Rómaböig'aTútvarpið heldur því hinsvegax fmm, að öll Bessr aTBhía sé á valdi ÞjóðveTja*. Við landamæiri Finnlands eru nú allvíða háðit har&ir bairdag- aT. Telja Finnar sig Komna surnsr staðar 10—20 km- vegaxlengd inn í Rússland. Látlalusttl stórsklota- hríð er haldið uppi á bækistöð Rússa á Hangö. ytviBov far aftar að tala i Noakva. Það vakti töluvwrða aithygli'úti ! | .1 i ..4 i á á, iflk , „Alþingi hefir verið kvatt saman til þessa aukafundar vegna mikilsvarðandi atburða, sem þjóðinni hafa að höndum borið. Eins og yður er kunnugt, háttvirtu alþingismenn, komu Bandaríkjahersveitir til lands- ins s.l. mánud., og að kvöldi þess dags gaf forseti Bandaríkja N.-Ameríku út yfirlýsingu, svo sem ráðgert hafði verið, um þessa herflutninga, og skýrði iafnframt opinberlega frá því samkomulagi, sem gert hefir verið milli ríkisstjórnar íslands og forseta Bandaríkj- anna um hervernd íslands. Ríkisstjórnin taldi nauðsynlegt, þótt Alþingi hefði þá enn ekki komið saman til fundar, að ég flytti af hennar hálfu stutt á- varp í útvarpið, þar sem ég gerði þjóðinni grein fyrir sam- komulaginu við Bandaríkin, að Bandaríkjaher væri komjnn til landsins, og læsi jafnframt upp orðsendingar, sem farið höfðu milli mín af hálfu ríkisstjórnar íslands og forseta Bandaríkj- anna. Þetta gerði ég kl. 10 s.l. mánudagskvöld, en gat þess þá jafnframt, að ríkisstjórnin mundi gera nánari grein fyrir samningum þeim, sem gerðir hafa verið, aðdraganda þeirra og þeim rökum, sem til þess liggja, að ríkisstjómin tók þá ákvörðun, sem ykkur er kunn og ég kem síðar að. Ennfremur gat ég þess, að ríkfsstjórnin mundi hér á þessum vettvangi gera grein fyrir því, hvers vegna ekki var unnt að kalla Alþingi saman til funda fyrr en gert hefir verið. Eins og okkur er öllum í fersku minni, var Alþingi slitið 17. júní s.l. Það var sjö dög- um síðar, eða 24. júní s.l., að brezki sendiherrann í Reykja- vík óskaði eftir samtali, sem hann taldi mjög að- kallandi og mikilsvert. Þetta samtal fór fram hinn sama dag. Efni þessa samtals var í aðal- atriðum þess efnis, að aðstæður í styrjöldinni hefðu gjör- breytzt þá síðustu dagana, og að brezku hersveitanna, septi hér eru, væri þörf annars staðar. Þær mundu því verða fluttar héðan alveg á næstunni að meira eða minna leyti. Brezki sendiherrann lagði jafnframt á- herzlu á, að ísland væri svo þýðingarmikið í þeirri styríc|Id, sem nú geysar, að það gæti undir engum kringumstæðum verið óvarið. Hann vakti at- hygli á þeirri yfirlýsingu for- seta Bandaríkjanna, að hann yrði að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja < * Pröi. ft 2. ciða. HERMANN JÓNASSON. filiaudHr Jtaoa hefír sagt af sér ÞiBimennsla. Það var tilkyimt i byrjnn bingfundar í dag. VILMUNDUR JÓNSSON landlæknir, þingmaður Norður-ísfirðinga, hefir sagt af sér þingmennsku. Aldursforseti alþingis, Ingv- ar Pálmason, tilkynnti þetta í byrjun þingfundar í dag. UndiT ©ins *og Alþýðublaðiniu höfðu, borist þessi tíðindi snéri það sér til Vilmiundar Jónssonar og innti' hann eftir ástæðunni til þess. að hann hefði tekið slíka á- kvörðun. „Ég hafði fyrir löngu ákveðið og marg lýst þvi yfir við þá, sem það létu sig varða, að ég myndi aills ebki gefa kioist á mésr til þingsettu liengur en til lioka kjör- t'ímabilsinis, eins ag það vair fyr- irhugað. Ég tel mér því ekki sæmai aö lengja þingsetu á þann fyrirhafnar.lausa hátt, sem nú hef- ir verið gerður kostur á. Þetta snertir ekki afstöðu mína tiltoosn ingafrestunarinnar almennit, sem Frh. á 4. síðu. Yfinenn Bandarikja hersins genp áfnnd rjkiistjónarinur í morpi. SEX yfirmenn Bandaríkja- hersins, sem h'ingað ter koininn, þrír herforingjar og þrír sjóliðsforingjar, gengu á- samt Kuniholm, aðalræðis- manni Bandaríkjanna á fund ís- lenzku ríkisstjómarinnar kl. 10 í morgun. Dvöldu þeir í stjómarráðs- húsinu um þrjá stundarfjórð- unga og áttu tal bæði við for- sætisráðherra Hermann Jónas- son, og utanríkismálaráðherra, Stefán Jóh. Stcfánsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.