Alþýðublaðið - 10.07.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.07.1941, Blaðsíða 2
FIMMTUÐ. 10. JÚLÍ 1941. Ferðafólk. Fagranes fer aHa daga í sumar milli Akraness og Reykjavíkur. Enn fremur eru hraðferðir í sambandi við Steindór, eða alls 10 ferðir á viku hvora leið. Notið hentugustu ferðirnar og styztu sjóleiðina. Fagranesið hefir stórt og rúmgott þilfar fyrir stóra bíla. Afgreiðsla FA6RANESS, Sími 1125. Rafmagnsveita Reykjavíknr Tilboð óskast í byggingu spennistöðva. — Upplýsingar í teiknistofunni, Tjarnargötu 12. RÆÐA STEFáNS JÓHANNS STEFÁNSSONAR ......... Frh. af 1. síðu. mesta ti'yggingingin í því fólgin fyrir ísjenzku pjóðina, að pær hervarnir séu sem allra styrkast- Við kiomu Bandaríkjahers. hingað styrkjast hervamir Isiands til mik illa miuna. Pegar menn spyrja að pví, hvort hleð pessu samkomuiliaigi sé vikið frá blutleysisstafnuoni, eða hvort, pað sé brot á hinni yfir- iýstu hlutleysissitefnu íslands, verða menn að gera sér fylliiega ljóst að hlutieysishugtakið er orð- ið æði mikið ruglað frá pví sem pað var, er ísland 1918 lýsti yf- ir hlutleysi sínu. Ennfremur ber að líta á pað, að pegar íslenzk stjórnarvöld taka ákvarðanir sín- ax ber peim fyrst og fremst að spyrja um pað, hvað sé íslandi og íslenzku pjóðinni fyrir beztu Það verður að vera sá mæli- kvarði, sem leggja skal á í v.ið-' borfi til slíkra mála. Pað mádeila óendaniegá um paÖ, hvort petta eða hitt sem gen er sé brot á hltitíeysínu eða ekki. Per&ónuilega finnst peim. mönnum, sem sér- staklega hafa samúð með öðrum hvorum ófiiðanaðilamuim allar þær ráðstafanir brot á hlutleysimu, ef péir geta skýrt pær svo, aö pær séu til ópurftar eða óhappa peim aðila, sem þeix hafa samúð með. En peitta sjónarmið má aldrei ráða gerðum íslenzkra stjórnar- valda, heldur hitt hvað ísliandi og Islenzku pjóðinni er fyrir beztu, pví að hagsmunir íslenzku pjóðarinnar eru ofar öllu hlut- leysi. Min skoðun er sú, að með þessum aðgerðum hafi Island ekki á nokkurn hátt brotið yf- irlýst hLutleysi si'tt. Landið er nú hernumið af ófriðaraðila, Bneitum, pað hefir verið lýst í hafnbamn og á ófriðarsvæði, af Þjóðverj- um. íslenzkuim skipum hefir ver- ið sökkt oig islenzkir menn myrt- ir af öðrum bernaðaraðilainum svo að með pessum aðgerðum öllum hafa tvö af stórveldum heimsins brotið okkar yfirlýsta hluitleysi. Við höfum nú samþykkt að taka við hernaðarvernd þess eina stórvteldis, sem til er og ekki er orðinn ófriðaraðili. Á þennan hátt einan er unnt að bjarga hlutleysi íslands — og það er þetta, sem gert hefir verið. SÝRLAND Frh. af 1. síðu. standa í björtu báli. í Vichy var í gær gefin út opinber tilkynning þess efnis, að Dentz landsstjóri hefði feng- ið umboð til þess að semja við Breta um vopnahlé. Segir í til- kynningunni, áð það hafi ekki reynzt unnt að koma nauðsyn- legum liðsauka til Sýrlands og því verið talið rétt að leggja niður vopn. Aróðnrsfregn f Ber- linarAtvarpinn, sem missir marls. Vitoað í viðtal við Hermaim Jónasson. ERLÍNARÚTVARPIÐ skýrði svq frá í gær, að fyrir nokkrum dögum hefði birzt í ameríkska blaðinu — „Chicago Tribune“ viðtal við Hermann Jónasson, forsætis- ráðherra Islands, þar sem hann hefði komizt svo að orði, að ef Bandaríkin ætluðu að h'ertaka ísland, myndu þau gera það í óþökk fslendinga og því verða mótmælt af þeirra hálfu. Taldi Berlínarútvarpið þetta sönnun þess, að eitthvað hlyti að vera bogið við yfirlýsingu Rossevelts Bandaríkjaforseta, að samkomulag hefði orðið við ísland um að Bandaríkin tækju að sér hervernd þess. Gerir út- varpið eftir því að dæma engan greinarmun á samkomulagi og hernámi. Alþýðublaðið snéri sér í morgun til Hermanns Jónas- sonar, forsætisráðherra, í til- efni af þessari frétt, og sagði hann, að hann hefði um lengri tíma ekki átt viðtal við neinn erlendan blaðamann. Hins veg- ar væri það augljóst, að ef hann hefði einhverntíma áður verið spurður um afstöðu íslendinga til hugsanlegs hernáms af hálfu Bandaríkjanna, hefði hann ekki getað svarað öðru en því, sem fregnin í Berlínarút- varpinu leggur honum í munn. Tilkpning frð skrtf- stofn rikisstjóra. Tilkynnt er frá skrifstofu ríkisstjóra: *» 9. júlí. Ríkisráðsfundur var haldinn í dag kl. 11. Þar voru m. a. staðfest nokkur lög frá síðasta Alþingi. I dag kl. 3 veitti ríkisstjóri móttöku foringjum úr her og flota Bandaríkjanna, sem hér er. Móttakan fór fram í mót- tökuherbergjum ríkisstjóra í í Alþingishúsinu. Útbreiðið Alþýðublaðið. verða háðar á Skeiðvellinum í KVÖLD (fimmtudag) ki. 8. Þar keppa þekktir og óþekktir hlaupagarpar úr sex sýslum. VEÐBANKINN STARFAR. Á síðustu kappreiðum gaf veð hankinn hæst 140 krónur fyrir 10 krónur, en hæst hafa 10 krónur gefið 300 krónur. VEIT- INGAR á staðnum. HLJÓÐFÆRASLÁTTUR allan tímann. Hestamannafélagið FÁKUR. £ Ð A R KA PPRE jjm DAOINN QO VEQÍNN....................... j Ný viðhorf. Nýir „gesíir“ með samkomulagi. Hveraig verður | sambúðin við hinn nýja her? Ekkert áfengi leyft í banda- < ríkska hernum. Sagt að engir svertingjar verði í hinu fasta < Iiði. Hlutverk okkar minkar ekki. Vegurinn austur. Breyt- < ingarnar á lögunum um verkamannahústaði. 4 ......— ATHUGANIB HANNBAI Á HOUHR —---------------- EFTIR AÐ BLÖÐIN birtu fregnina frá Berlín, sem höfð var eftir Wheeler öldunga- deildarþingmanni um að Banda- ríkin myndu senda hingað her manns og Bretar myndu um leið yfirgefa landið, ræddi fólk hér í bænum ákaflega mikið am það sem vonlegt var og ég veitti því athygli, að mjög fáar raddir heyrö- ust í þá átt, að ef svona faeri. þá væri gott að skipta um. Þetta stafar af því. að Bretarnir hafa kynnt sig vel hér ,þó að þeir hafi ekki, eins og á stóð, verið neinir aufúsugestir. Fólki mun hafa fundizt að það vissi hverju það sleppti, en ekki hvað það hreppti. AÐ VÍSU þekkjum við ekki bandaríkska hermenn og vitum ekki, hvernig þeir koma fram, en við vitum, að yfirleitt hafa brezku hermennirnir komið mjög vel fram og efast ég um að svo lítið hafi verið um árekstra í herteknu landi og hér hefir verið þessa 14 mánuði. sem liðnir eru síðan við vorum hertekin. Það er vitanlega eitt aðalatriðið að hinir erlendu menn kömi kurteislegá og vin- gjarnlega fram í þeim löndum, sem hertekin eru og að einstak- lingarnir geti að minnsta kosti mætzt á götu án fjandsamlegra augnaskota og hnippinga. Þetta hefir verið hægt til þessa, hvern- ig sem það verður í framtíðinni, og það er vitanlega eingöngu komið undir framkomu hinna er- lendu manna meðan þeir dvelja hér. ÉG VARAÐI FÓLK undir eins og hertakan hafði farið fram við of nánum kunningsskap og taldi heppilegast að við íslend- ingar reyndum að einangra okkur sem mest við vinnu okkar og hugðarefni, á vinnustöðunum og á heimilunum. Þetta var þá ekki sagt af neinum fjandskap við hiná óvelkomnu „gesti“, heldur af ótta við árekstra milli ólíkra manna og mismunandi hugsandi fólks. Það var í raun og veru þetta, sem ég óttaðist miklu meira en ásælni eðú yfirgarig brezku herstjórnar- innar, sem hefir farið í einu og öllu rétta samtateleið um öll meiri háttar málefni. NÚ HEFIR mikil breyting orð- ið. Bandaríkjamenn og íslendingar hafa gert með sér samkomulag, bandaríkskur her er kominn hing- að og Bretarnir eru á förum. — Ræða forsætisráðh. s.l. mánud.kv. mun hafa róað fólk mjög og skil- yrðin 8 haft ágæt áhrif. enda vitað að loforð og skuldbindingar for- seta Bandaríkjanna eru gulls í gildi. EN HLUTVERK okkar minkar þó ekki nú. Við höfum margt að varðveita. Við vitum ekki hvern ig hinir nýju, ókunnu ,,gestir“ kunna að hugsa, hver menning hinna óbreyttu hermanna er eða frámkoma þeirra. Það er því ekki of vel brýnt fyrir öllum, konum sem körlum, að gæta hvers fót- máls vel ög vandlega. Hugsa um öryggi sitt og heimila sinna og þar með þjóðarinnar. ATBURÐIR GERAST NÚ af mikilli skyndingu. Við getum ekki sagt hvernig viðhorfið verð- ur í heiminum eftir viku eða mán- uð. Styrjöld geisar um allan heim og heil ríki eru lögð í auðn. Millj- ónir berast á banaspjótum. Við erum litlir og smáir, en við eigum okkar þjóðarstolt og okkar miklu verðmæti, sem er arfur okkar og söguleg skylda að varðveita. Ef við vinnum ekki að þessari varð- veizlu hver og einn í daglegri íramkomu okkar, þá getur al- þingi eða ríkisstjórn ekkert að gert, enda eigum við þá ekki rétt á að lifa sem ^jáksir í dkkar lanÆÍ — ekki rétt á;|jfeim arfi, sem okk- ur var fenginn í hendur til ávöxt- unar. FÓLK HEFIR ÓTTAST a& breyting yrði ekki til bóta ura sambúð einstaklinganna við komu hins nýja hers. Vonandi er þetta alveg ástæðulaus ótM; enda lofað a ðhingað skuli sendar aðeins úr- vals hersveitir. Það eru líka mikil og góð tíðindi að áfengi er alger- lega bannað í bandaríkska hern- um — og ekki einu sinni leyfði bjórdrykkja. Þá skal það tekið fram, eftir góðum heimildum, að- svertingjar munu engir eiga aðí vera í þessu liði. ÉG ÆTLA að segja það, að ef' ekki verður tafarlaust gert við> veginn austur yfir fjall, þá stöðv- ast bifreiðaakstur þessa leið og- engar samgöngur geta farið fram nema á hestum og vögnum, eins og í gamla daga. Vegurinn er- raunverulega ófær eins og stend- ur. Ég er viss um að ferð autsur er nú, fyrir bifreiðaeigendmy miklu dýrari en áður var, meðars vegurinn var í sæmilegu standi.. Nú undanfarið hefir umferðin verið geysimikil og rignirigarnar hafa ekki bætt úr skák. Það er íífsnauðsyn að gera við veginn nú. þegar. VEGNA FYRIRSPURNAR ura hvernig lögunum um verkamánna- bústaði var breytt á síðasta þingi vil ég segja þetta: Á þinginu vorú gerðar mikilsverðar breytingar á lögunum um verkamannabústaðl. Er þar fyrst til að neifna, að fram- lög ríkissjóðs, bæja- og svéita-- sjóða til byggingarsjóðs hækka til samræmis við vísitölu kaupíags— nefndar I. okt. þáð ár, sem franv- lagið ber að greiða. Verður þetta svo meðan vísitala er 110 eða. hærri. í lögunum um verkamanna- bústaði er það ákveðið, hversu há— ar tekjur og eignir menn mega. hafa til þéss að geta orðið aðnjót- andi hlunninda byggingáfélag-- anna, en sarnkvæmt þessum nýju breýtingum skal þó miða við upp- hæðirnar hækkaðar í samræmi við meðalvísitölu næsta árs á und- an. L-oks hafa lánskjörin veriö bætt verulega með því, að í staö þess, að vextir og afborganir voru áður 5%, eru þau nú 4%. ALLAR ÞESSAR BREYTING- AR eru stórum til taatnaðar fyrir alþýðumenn, sem þurfá að koma sér upp húsum, og fyrir þetta stóra stefnumál Alþýðuflokksins, sem hann hefir leitt til sigurs hér- á landi. Hannes á horninn. Þúsundára- ríkið éftir Upton Sinclair er saga sem gerist árið 2000, >par bregður fyrir gieöi- höiium og risaflugvélum framtíðarinnar, undraefn- nm sem eyðileggja allt lifrænt á jörðinni, utan tllefu manns sem voru uppi í himingeymnum. Lesið um átök og athafn- ir þessara ellefu manna, sem eftir lifðu ájö'ðitini, og þér munið sanna að Msundárarikið, er ein hin skemmtilegasta bók sem hægt er að fá. AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU, /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.