Alþýðublaðið - 10.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.07.1941, Blaðsíða 4
FIMMTUD. 1«. JHÚLÍ 1941 FIHMTUDAOUR Næturlæknir er Björgvin Finns- •on, Laufásvegi 11, sími 2415. Næturvörður er í Reykjavíkur- mt Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: «0.30 Minnisverð tíðindi. (Axel Thorsteinsson). 30.50 Hljómplötur: Andleg tónlist. 21.15 Upplestur: Kvæði, frú Soffía Guðlaugsdóttir. 31.30 Hljómplötur: Peer Gynt- •vítan, nr. 2 eftir Grieg. Örlagaeyjau, * heitir ný mynd á Gamla Bíó. Er >■» litmynd frá Suðurhafseyjun- mhi. Aðalhlutverkin leika William í fjarveru minni ' næstu 2 vikur gegnir hr. lseknir, Grímur Magnús- son, læknisstörfum mínum. JÓN G. NIKULÁSSON. M 09 solta Bláberjasaft. Krækiberjasaft. Kirauberjasaft. Ldtað sykurvatn. Bláberjasulta. Syróp, dökkt og ljóat. Atamoa. Betamon. Vínsýra. Flöskulakk. Korktappar, allar atserSir. fjarnarbiiíH fyt- „n, I I I mTiHl'kl IA _ 4 MHD> BREKKA AavaHaæðte I. — Sfaaí MM. Gargan, Wallace Ford og June Long. Kappreiðar verða háðar á skeiðvellinum í kvöld klukkan 8. Keppa þar gæð- ingar úr sex sýsluna. Veðbankinn starfar. Spegillmn kemur út á morgua. Drengjamót Ármanns í frjálsum íþróttum fer fram dagana 6.-8. ágúst n.k. Væntan- legir þátttakendur gefi sig fram við stjórn Ármanns m»Si vrku fyrirvara. Ferðafélag íslands. Veiðivatna og Fjallabaksferðin er ráðgert að taki 9 daga og hefjist 19. júlí og verður þá ekið í bílum austur að Landmannahelli og gist þar. Farið ríðandi til Veiðivatna og dvalið þar 1-2 daga. Farið í Laug- ar, Jökulgilið og Eldgjána. Haldið austur Fjallabaksleiðina um Kýl- ingar og Jökuldali, Skaftártungu og áleiðis austur á Síðu. Upplýs- ingar og áskriftarlisti á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5 og séu þátttakendur búnir að ákveða sig fyrir 13. þ. m. vegna útveg- ana hesta og fylgdarmanna. Kærufrestur vegna útavaranna í Reykjavík rennur út í dag. Kærur verða að vera komnar í bréfakassa skatt- stofunnar utan á Alþýðuhúsinu fyrir kl. 12 í nótt. Útvarpstíðindi, 33. tbl. sumarútgáfa þessa árg. er nýkomið f^'Flytur blaðið dag- akrá útvarpifilf yfir næste hálfan mánuð. Af dagskránni má nefna, að frú Theresia Guðmundsson ílyt- ur erindi: „Veðrið og við“ þ. 16. júlí. Þá munu nýjar söngraddir heyrast o.m.fl. fróðlegt og skemti- legt. Umferðaslys varð í gær klukkan 6 síðdegis á mótum Hellusunds og Mið- strætis. Ók bifreið þar á dreng á reiðhjóli og meiddiet drengurinn lítilsháttar. Handknattleiksflokkar þeir frá Vestmannaeyjum og Akureyri, sem hér hafá dvalizt undanfarið og keppt i landsmóti kvenna í handknattleik, halda nú brátt heimleiðis. í dag fara þeir til Þingvalla í hoði Ármanns. Nitouche var sýnd á Húsavík í gærkveldi og verður önnur sýning þar í kvöld. Seldust allir aðgöngumiðar að sýningunum upp á stuttum tíma fyrirfram. Mjólkursölunefnd hefir ákveðið að greiða bænd- um 40 aura fyrir hvern lítra mjólkur í júnímánuði. Enn frem- ur að greiða bændum 5 aura upp- bót á hvern mjólkurlítra frá ára- mótum. Skeœntiferð Alþýðn fiokMlags Rejkja- líkar til Akraness. Alþýðuflokksfélag REYKJAVÍKUR fer n.k. sunnudag í skemmtiferð upp á éAkranes. í' Sameiginleg skemmtuíi veröur haldin á Akranesi með Alþý&a- flokksfélaginu þar. Enn er ekkj ákveðið um sktemmtiatriðin, en mjðg verður tii þeirra vandað. Má búas-t við, að fé'lagar fjöl- menni þamgað. HCSALEIGULÖGIN Frh. af 3. síðm. ein-a þetta: Þeir mmn, sem nefnd- ina skipa, hafia all-ir á sér ailmenn- ingsorð fyrir réttsýnii í h-vívetna, bæði í einka- og opinberu lífi, og tel ég það því ábyrgöarhluta af t- ð. dagblaðinu Vísi að birtia grein, eins og þá, sem birtisit þar með undirskriftinni „Hús- eigjandi11 hinn 7 maí s. 1. Geta slík skrif aðeins stuðlað að því að vei'kja t-raust á þeim m-önnUm, sem gæta eiga réttar vg la-ga í landinu- Slík skrif ættu ekki að birtast í opinberu málgagni. ÚtbrelðiB Alpýðnblaðið. OGAMU Btð Driigaefln. (Bsle of Deðtóty). Afarspennandi amerísk kvikmynd frá Suðurhafs- eyjum, tekin í litum. Að- alhlutverkin leika: William Gargait, Wallace Ford, June Lang. Sýnd kl. 7 eg 9. NtM Ettð FMttmÍHÍBB. (They made me a Crúnúial). Aðalhlu*verkia leflta: Jeha GarfieW, Aian Skeridan, Mftjr Sobme, wttvf 1K JLNwWa* Böm fiá ekki aðgang. Sýnd M. 7 tg 9. J* cipgöngÐ eliri daasarnir verð* í G.T.-húsinv laugardaginn 12. júlí kl. 10. — Áskriftarlisti og aðgöttgumiðatr í G.T.-húsinu írá kl. 2. Súm 3365. S.G.T.-hljómsveiti*. SamkomHlagið við Islmnd bvrjnn á fleiri „svipnðnm aðgerðnm.44 -----m----- Ummæli Wilikies í Washington í gær. WENDELL WILLKIE sagði í viðtali við blaðamenn í Washington í gær, að sam- komulag Bandaríkjanna við ís- land um að taka að sér her- vernd þess meðan á striðinu stæði, væri ekki nema byrjun- in á fleiri „svipuðum aðgerð- um“ af hálfu Bandaríkjanna. Sagðist hann vera þeirrar skeðúnar sjálfur, að Bandarík- in ættu jafnvel að taka sér bækistöðvar á Norður-írlandi og Norður-Skotlandi, ef það væri talið nauðsynlegt. Willkie sagðist ekki tala þannig í umboði neins, heldur aðeins fyrir sjálfan sig. En rétt áður en hann átti talið vi® blaðamennina, var hann kom- inn af fundi Roosevelts og er sagt í ameríkskum fréttum, að hann hafi verið að ræða við hann um ísland og horfumar eins og þær væru nú. FINNAR TAKA SALLA í Finnlandsstríðinu í fyrra og var ásamt umhverfi sínu ein* af þeim stöðum, sem Finnar urðu að láta af hendi við Rússa við friðarsamningana.. VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ - hrópar stundum til keppendanna. Þennan sólbrenda kallar hann Boby, en hinn, sem leikur dálítið ver, kallar hann greifa. Hell horfir á, þangað til sá ljós- hærði er búinn að vinna, það er sami ungi maður- inn og Hell sá fyrsta daginn, þegar hann lá á mag- anum á ströndinni. Hell heldur áfram yfir sand- inn og hugsar um tvö brún augu og grönn hné. Stóri sundknötturinn kemur þjótandi í áttina til hans og hittir hann í ennið. Hell slær hann til baka. — Frá hægindastólunum, þar sem sumir gestanna hvíla sig makindalega heyrist klappað, og nú hleypur ung, grönn og hávaxin stúlka eftir knettinum og grípur hann. Nú fleygir hún honum frá sér aftur. Hún hefir ' hvítt belti -um svört baðfötin sín, og hún er liðug cg þaulæfð. Hún horfir brúnum augum með eftirvænt- ingu í áttina til Hells, meðan knötturinn er á leið- inni. Nei, Hell blæs í hljóðpípuna sína, hún vekur ekki á sér athygli hans, hann lætur knöttinn fljúga fram hjá sér. Nú gengur hann þangað sem sjón- aukinn er og stillir hann, þangað til hann kemur auga á baðhús Dobbersbergs. Sko, þarna situr Puck úti á þrepinu, langt 1 burtu, yfir á hinni ströndinni, og þó sést hún greinilega í sjónaukanum. Hún situr þarna og dýfir fótunum í vatnið og er í eldrauðri feaðkápu. Hún líkist kirsiberi eða jarðarberi frá á- yjaxtagarðinum. Hall fær jarðarberjabragð í munn- inn, en hann horfir á hana og brosir. Skyldi hann ekki vera orðinn ofurlítið ástfanginn af Puck? Það er líka meira gaman að synda yfir vatnið til þess að hitta unga stúlku en til þess að fá kvöldmat...... Skuggi herra Birndls sést í sandinum. — Hvað er að, herra Hell! Gleymið þér alveg starfinu? segír hann svo glaðlega sem hann getur. Hell verður rauður í framan af reiði og fer aftur upp á bryggjuna, þar se mMatz bíður eftir honum. — Það voru engin bréf. — Jæja! Hell stynur þungan. Bryggjan er þéttskipuð fólki, vatnið streymir úr sundfötum fólksins og rennur eftir fjölunum. Það er steikjandi hiti. Frá stökkpall- inum dýfa sundmennirnir sér, og Hell langar til að rvera með. Hann hnyklar brúnirnar ofurlítið. — Hver er næstur? spyr hann og dylur gremj-u sín«. Pamperl Mayreder er næstur og hann hefir aldrei synt áður. Pa-mpert Mayreder er ekki nema sex ára gamall, ofurlítill kúluvambi, sem á erfitt með að halda sundbuxunum þar, sem þær eiga a ðvera. — Móðir hans leiðir hann fram fyrir Hell. Hann skelfur í knjáliðunum og það eru óttadrættir um munninn. Frú Mayreder leggur hendurnar á axlir syni sínum og leggur honum lífsreglurnar, og herra Mayreder, sem kann ekki að synda, stendur þögull við hlið þeirra, og kennir í brjósti um son sinn. Herra May- reder er feitur, handleggjastuttur, en góðmannlégur á svip. Hell tekur í höndina á Pamperl litla og sýnir honum sundtökin. Hell er mjög stór, en Pamperl er ’lítill. Hell hefir fallega vöðva og -brjóstið er hvelft, g axlimar breiðar, mittið grannt og frú Mayredar at~ Í -hugar hann með aðdáun. Pamperl litli er nú kominn í gjörðina og spriklar öngunum í allar áttir, en HelL leiðbeinir honum. — Hann er dásamlegur, segir ko»a. í röndóttri baðkápu, og blá æð á enni Hells þrútnar. — Ég verð að biðja ykkur að fara af brúnni, segir Hell ofurlítið gremj-ulega. Það er svo fátt, sem ber fyrir augu við Meyjavatn, að fólk hættir ekki strax að horfa á nýja sundkennarann. Hell bítur á jaxlinn og blæs í pípuna sína. Nú á Pamperl að fara í vatnið. Hann trítlar ofan fyrstu þrpeip og svo fer hann að hrína. Hell flýtir sér til hans, tekur í hönd honum og leiðir hann þangað, sem vatnið er grynnra. Þar fer hann að lei-ka sér við Pamperl litla. Hann er þolinmóður eins og gömul barnfóstra, þegar um bðm er að ræða. Hann veður út í með drenginn, sýíiir honu-m fisk, sem þýtur burtu eins og örskot, svo dýfir hann höndunum á honum ofan í vatnið, því næst handleggjunum og að lokum öllum kroppn- um. Pamperl stendur á öndinni af ótt*, en nú es það liðið hjá, og hann leggst í vatntS hlýðinn og auðsveipur, en Hell flýtir sér upp þrepin og nær í stöngina sína. Og frú Mayreder, sem hefir horft á þetta frá sér numin fær allt í ein-u löngun til þess að taka hann í faðm sér og þrýsta honum að sér. En um leið verður hún óttaslegin við þessa snöggu til- finningu. Hún er þrjátíu og sex ára gömul, og ef trúa má því, sem fólk segir, þá er hún enn þá laglog kona. Aðeins vegur hún sex pundum of mikið. — Já, drottinn minn dýri, baðkápan hennar er alltof þröng, og fæturnir á henni eru f-ullstuttir. Frú Mayreder er ofurlítið of breið og of stutt. Hún flýtir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.