Alþýðublaðið - 11.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.07.1941, Blaðsíða 4
FöSTUDAGUR 11. JÚLÍ 1941. ALÞÝÐUBMÐIÐ FÖSTUDAGUR Næturlæknir er Daníel Fjeld- sted, Laugavegi 79. simi 3272. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Upplestur: „Þúsundárarík- ið“ eftir Upton Sinclair; kafli. (Guðjón Guðjónsson skólastjóri). \ 20.55 Hljómplötur: Létt lög. 21.00 íþróttaþáttur (Sigf. Hall- dórs frá Höfnum). 21.15 Þingfréttir (Ræður ráðherr- anna endurfluttar). 21.55 Fréttir. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðný Guðbjartsd., Lækjargötu 12, Hafnarfirði og Hjörleifur Elíasson, verzlunarm., Njálsg. 94. Fálkinn, sem kom út í dag, er hinn læsi- legasti. Forsíðumyndin er af fjall- inu Skjaldbreið og tók Páll Jóns- son myndina. Efni: íþrót.tavöllur framtíðarinnar. Suez-skurðurinn, inngöngudyr Asíu, Hitler deyr í ár, eftir Pierre van Paasen, Heil- ræði handa hetjum, Rauði Kross- inn, Ljósið í námunni, ferðaminn- ing eftir Heinrich Sander, Úr bréf- um madömu Ingiríðar eftir Oscar Clausen o. m. fl. Sjómannafélag Reykjavíkur heldur fund í Iðnó, niðri, kl. 4 á morgun. Fundarefni: Atkvæða- greiðsla um tillögu sáttanefndar um aukna áhættuþóknun á togur- um. Fundurinn er einungis fyrir félagsmenn og þá sérstaklega tog- araháseta. Nýr íslenzkur doktor frá Hafnar- háskóla. Óskar Þorbergur Þórðarson hefir varið '• doktorsritgerð við Hafnarháskóla. Ritgerðin var um rannsóknir á blóðstorknunarefni hjá sjúkum og heilbrigðum. Ferðafélag íslands fer tvær skemmtiferðir um næstu helgi. Aðra ferðina göngu- för á Skjaldbreið. Lagt á stað kl. 8 á sunnudagsmorgun og ekið um Þingvöll og Hofmannaflöt inn með Gatfellinu allt inn að hrauninu, en gengið þaðan á fjallið. Farmiðar seldir í dag og á morgun á afgr. Sameinaða félagsins í Tryggvag. og lagt á stað þaðan. Hin ferðin er gönguför í Selvog og að Stranda kirkju. Lagt á stað á laugardag kl. 2.30 og ekið að Hrauni í Ölfusi, en gengið þaðan í Selvog og gist þar. Á sunnudagsmorgun farið að Strandakirkju, en heimleiðis gengið um Grindaskörð til Hafn- arfjarðar, en þaðan ekið með strætisvagni. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band Kristjana Kristinsdóttir, mál- arameistara í Hafnarfirði, og Ant- on Sigurðsson, bílstjóri. Heimili brúðhjónanna verður á Bræðra- borgarstíg 49. Trúlofun. Síðastliðinn laugardag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Svava Þorbjarnardóttir, verzlunarmær, frá Hraunsnefi í Borgarfirði og Jóhann Bernhard stúdent, Lauga- veg 26. Þrjú flBtiinsaskip ieigð í Amerfkn. Sigla með vörar til íslsnðs. NÚ hefir tekizt að fá leigð 3 skip í Ameríku. Munu þau sigla að minnsta kosti ’eina fgrð fullfermd vörum til íslands. Hefir leigan tekizt fyrir at- beina viðskiptamálaráðuneytis- ins, en aðalræðismaðurinn í New York annaðist milligöngu. Skipin munu verða fengin Eim- skipafélaginu til umráða. iSamtals eru skip þessi um 8 000 smálestir og er búizt við, að þau rúmi nær allar birgð- ir, sem nú eru vestra og bíða afgreiðslu til íslands. Mikill skortur hefir verið á skiprúmi milli íslands og Ameríku und- anfarið, en nú virðist horfa mun betur um það. AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU. AFHJÚPANIR ÞÝZKS KOMM- ÚNISTA Frh. af í. stHu. þessum skipum og þá einnig um það, að skipin hafi verið not- uð til þess að halda uppi sam- bandi íslenzku kommúnistanna við erindreka rússnesku leyni- lögreglunnar í Þýzkalandi. Bók Yaltins hefir þegar vakið stórkostlega athygli um allan heim og hefir um fáar bækur meira verið skrifað í ensk og ameríksk blöð en hana. GAMLA Blð Örlaiaejjan. (Isle of Destiny). Afarspennandi amerísk kvikmynd frá Suðurhafs- eyjum, tekin í litum. Að- alhlutverkin leika: William Gargan, Wallace Ford, June Lang. NÝJA Blð Fléttanaðirioi. (They made me a Criminal). Aðalhlutverkin leika: John Garfield, Ann Sheridan, May Robson, Gloria Dickson. Börn, fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 7 og 9. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, Jónínu Jónsdóttur, Bjarghúsum, Eyrarhakka. Aðstandendur. Sjálf er saga Valtins ægilegt dæmi þess, á hve samvizku- lausan hátt Moskvakommúnist- ar vinna í öllum löndum. — Hann var sendur til Þýzkalands eftir að Hitler var kominn þar til valda, hnepptur þar í fanga- búðir nazista, en bjargaði sér þaðan við illan leik með því að látast vera orðinn sannfærður nazisti og ganga í orði kveðnu í þjónustu þeirra. Fór hann því næst til Kaupmannahafnar og var að lokum hjálpað þaðan til Ameríku af hinum þekkta holl- enzka jafnaðarmanni og forseta Alþjóðasambands flutninga- verkamanna, Edo Fimmen. — Kona Valtins og barn urðu eftir í Þýzkalandi án þess að hann ætti þess nokkurn kost að ná sambandi við þau. Hún var drepin í fangabúðum nazista, en um barnið veit hann ekkert. VicMérniB ræðir skiifrðl Breta fyrir vspsabiéi á sfriinði FREGN frá Vichy í morgun hermir, að . Weygand, h’ershöfðingi, sé nú kominn þangað frá Afríku og sitji á ráð- stefnum með Pétain, marskálki, og Darlan, aðmírál, til þess að i ræða vopnahlésskilmála þá, j sem Bretar hafa sent Vichy- hernum á Sýrlandi. . .Fregnir frá Sýrlandi í gær- kvöldi sögðu, að Bretar hafa nú brotizt í gegn um ytri varnar- línurnar í Beirut. Togarlna „íslenðingnr" befir náðst npp. IFYRRADAG tókst að ná upp togaranum „Islend- ingur,“ sem sökk á Eiðisvík árið 1926. Hefir togarinn verið dreginn að landi, en hann er svo lekur, að ekki er hægt að draga hann til hafnar að svo komnu. Fjársifin Stðrsták' iiiir til drfklji' maaiabslis. STÓRSTÚKA ÍSLANDS hefir sent Alþýðublaðinu skýrslu yfir fjársöfnun stór- stúkunnar til hressingarhælis fyrir drykkjumenn. í Reykjavík hefir alls safn- ast kr. 17,894,17. í öðrum kaup- stöðum hefir alls safnast kr. 2,568,00. í sveitum og kaup- túnum hefir alls safnast kr. 2,961,94. Heildarupphæð, sem safnast hefir á öllu landinu er kr. 23,425,01. VÍCKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ sér ofan af bryggjunni, skvettir vatni (yfir brjóstin á sér og leggst því næst til sunds við hliðina á Pam- perl. Hún syndir eftir gamaldags aðferð, stendur nærri því lóðrétt í vatninu og kemst ekkert áfram. Og Hell horfir á hana ofan af brúnni og í sama bili heyrir hann samtal á bak við sig á bryggjunni. — Jæja, þarna sjáið þér hann Adonis yðar í þægi- legri nálægð og nú getið þér athugað hann, segir karlmannsrödd. — Ég veit ekki við hvað þér eigið, Boby, segir kvenrödd. Hell þekkir aftur drengjalegu röddina, sem hann hafði heyrt niðri á baðströndinni. — Ó, hættið nú bara! Haldið þér ekki, að ég hafi séð yður standa tímunum saman fyrir framan mynd- ina af honum á auglýsingaspjaldinu, segir hinn ó- svífni Boby. — Það hlýtur að hafa verið Karla, segir röddin. — Þér vitið, að ég kæri mig ekkert um fallega karl- menn. — Jæja, ef það hefir verið Karla, þá er það þó þér, sem sitjið við sjónaukann á hverju kvöldi, þeg- ar hann er að synda yfir vatnið og heimsækja brjál- uðu barónsdótturina. — Hvað eigið þér við? Nú held ég, að þér séuð genginn af göflunum. — Hættið nú að vera með þessi ólíkindalæti; May. Þér vitið vel, að hér við Meyjavatn er ekki um annað talað en þennan fallega Leander. — Hann er víst að æfa sig. Og auðvitað hefi ég áhuga á því, þess vegna horfi ég á hann stöku sinn- um. í gær var hann tæpar 22 mínútur yfir vatnið. Það er ágætur tími. Þegar fer að hlýna ætla ,ég að reyna að synda með honum. — Jæía, ég býðst til að æfa þig, enda þótt ég sé ekki sundkennari .... Hell varð fjúkandi reiður. Hann strauk annarri hendirmi gegnum hárið og stöngin seig töluvert með þeim afleiðingum, að Pamperl saup hveljur. — Gætið að yður, sundkennari, æpti herra May- reder mjög æstur. Hann hafði gert sér miklar hug- myndir um þær hættur, sem gætu verið samfara sundkennslu. Hell dró Pamperl upp úr vatninu og hrópaði: —- Ég verð að biðja ykkur að fara burtu frá bryggjunni. Ég þarf að nota hana. En á þeirri stundu er Hell leysti Pamperl litla úr gjörðinni, bar ofurlítið við. Hann fékk högg eitt mikið. Á handriðinu við hlið Hells hvíldi handlegg- ur og hann sá tvö brún augu, sem hann minnti að sig hefði einhvern tíma dreymt um. Hell nam stað- ar og horfði í þessi augu. Svo heyrði hann drengja- röddina segja: Afsakið! ég ætlaði bara að stinga mér. — Ekkert, að afsaka, sagði Hell og vék sér til hliðar spölkorn. Unga stúlkan hóf upp handleggina og stakk sér því næst. Þetta stóð yfir aðeins eina örskotsstund. Hell hljóp til og stakk sér á eftir henni. Þegar hann sneri sér við var unga stúlkan komin upp í þrepin aftur og beið eftir honum hlæjandi. Hann synti að þrepunum til hennar. — Nú ætla fallegu tvíburarnir að stinga sér aftur af fimm metra pallinum, sagði herra Mayreder. Hann hafði brugðið spangagleraugum fyrir augu sér. Hell leit upp og nú skildi hann það allt í einu vetfangi. Þar uppi stóðu tvær ungar stúlkur, mjög líkar hvor annarri. Þær stóðu alveg úti á pallbrún- inni og studdu höndunum á axlir hvor annarrar. Svo ógu þær sig upp og stungu sér. Maðurinn í röndóttu baðkápunni, sem var kall- aður Bohy, sagði við greifann frá tennisbrautinni, sem var í grænni baðkápu og hallaði sér upp að grindunum: — Það eru laglegar stúlkur, dætur Lyssenhops, áreiðanlega eru það langfallegustu stúlkurnar hér við MeyjaVatn. Og svo er enginn vegur að þekkja þær að. Það er mjög hlægilegt! — Já, Lyssenhop sagði mér einu sinni, að hann þekkti þær ekki að. Og þær kunna að nota sér það. Þegar einhver maður verður ástfanginn af þeim, veit hann aldrei, hvor þeirra það er. f — Ég vildi eiga þær báðar, sagði Bob og lagði áherzlu á orðin. Hell vissi ekki, hvaðan á sig stðó veðrið. Hann horfði ennþá á ungu stúlkurnar tvær, sem nú voru komnar upp úr vatninu og hlupu hvor í kapp við aðra eftir sandinum og til karlmannanna tveggja. Hann hnyklaði brúnirnar og langaði nærri því til að hrópa: — Ég skil það ekki, að nokkur geti verið í vafa um að þekkja þær sundur. í fyrsta lagi er önnur þeirra miklu fallegri en hin. Og enn fremur er hún miklu betur vaxin. Hin er meir að segja

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.