Alþýðublaðið - 12.07.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1941, Blaðsíða 2
LAUGARDAG 12. JÚLÍ 1941 JÓ ll í Hellísgerði verður haldinn sunnudaginn 13. júlí kl. 3 e. h. DAGSKRÁ: 1. Ræðuhöld. 2. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. 3. Gamanþáttur. 4. Dans á palli. Skemmtið ykkur í hinu fagra umhverfi í Hellisgerði. STJÓRNIN. Helstu samÞykbtir frá stérstúknþlngÍiB. Hinfir aftnroeni ISTÓRSTÚKU ÍSLANDS eru nú 62 undirstúkur með 5454 félögum og 51 barna- stúku með 4600 félögum, eða samtals 10 054 félögum. Áður h'efir verið getið hér í blaðinu um kosningar embætt- ismanna. En hér fara á eftir helztu samþykktir Stórstúkuþingsins: 1) Stórstúkan samþykkir að fela framkvæmdarnefndinni að koma því til vegar við ríkis- stjórnina að gefin verði út hag- skýrsla um áfengismál hið allra fyrsta. 2) Stórstúkan felur framkv.- nefnjd sinni að gengist verði fyrir fjársöfnim til heilsuhælis fyrir drykkjumenn 1. febr. n.k. Fjársöfnunin sé með svipuðum hætti og síðast. - 3) Stórstúkan ályktar: Sér- hverjum félaga Reglunnar er óheimilt að eiga eða nota á- fengisbók. Hver nýr félagi, sem gengur í stúku, og er hand hafi áfengisbókar, skal afhenda prófnefnd bókina til ónýtingar, áður en hann getur fengið inn- göngu í stúkuna. Stúkum ber að ganga ríkt eftir að þessum á- kvæðum sér hlýtt. - 4) Stórstúkuþingið samþ. að fela framkv.nefnd sinni að vinna að því að á komandi hausti verði hafin útgáfa að op- inberu málgagni fyrir Regluna. 5) Vegna þess ástands, sem nú ríkir í landinu skorar 41. þing Stórstúku íslands á ríkis- stjórnina að loka nú þegar á- fengisverzlun landsins, og sjá um, að engar áfengisveitingar eða áfengíssala fari fram í landinu meðan erlent herlið dvelur hér. 6) Verði ríkisstjórnin ekki við áskorun Stórstúkuþingsins, um að loka áfengisverzlun landsins þegar, felur þingjð framkv.nefnd sinni að leita eftir stuðningi æskulýðs og í- þróttafélaga landsins, til að safna áskorunum frá kjósend- um um land allt um að stöðva alla áfengissölu til landsmanna, meðan erlendur her dvelur í landinu. 7) Mefan enn er ekki teldð fyrir alla áfengissölu í landinu, skorar Stórstúkuþingið á ríkis- stjórnina: 1. Að skipa í samráði við bindindismálaráðunaut sérstakan eftislitsmann við alla útsölustaði á- fengisverzlunarinnar. 2. Að forstjórum áfengis- útsalanna verði greidd föst laun, en ekki ágóða- hluti af sölu eins og ver- ið hefir. 3. Að áfengisneyzla verði bönnuð í öllum skólum, sem kostaðir eða styrktir eru af ríkisfé. Jafnframt sé bannað að hafa áfenga drykki um hönd í hús- næði slíkra skóla, við hvers konar mannfagnað eða samkomur, sem þar kunna að fara fram. 8) Stórstúkuþingið mótmælir hvers konar tilbúningi áfengs öls í landinu, eða innflutningi þess og vitnar í því efni til nefndarálits landlæknis á síð- asta alþingi dags. 14. maí 1941. 9) Stórstúkan samþykkir að leggja ríka áherzlu á útbreiðslu Reglunnar á komandi Stór- stúkuári. Einkum telur þingið brýna þörf á útbreiðslustarfi í Reykjavík og Hafnarfirði. — Þingið fehfr því framkv.nefnd- inni að styðja af alefli Um- dæmisstúkuna nr. 1 að því að koma á skipulögðu útbreiðslu- starfi á þessum stöðum, eftir því sem hentast þykir, persónu- legum viðtölum, opnum stúku- fundum, útbreiðslufundum o. þ. u. 1. 10) Fertugasta og fyrsta þing Stórstúku íslands skorar á veitingarvaldið að veita ekki öðrum en bindindismönnum stöður við ríkisstofnanir. Jafn- framt skorar þingið á veiting- arvaldið að hafa gætur á því, að óreglumenn, sem þegar eru í KOMMÚNISTABLAÐIÐ er nú gengið aftur og komm- únistarnir sýndu enn sitt gamla og sama innræti í sölum al- þingis við umræðurnar um hernaðarvernd Bandaríkjanna til handa íslandi. Brynjólfur Bjarnason fór þar með hinar lúalegustu getsakir í garð ríkisstjórnar og alþingis. Hann lét svo um mælt m. a. að kosningunum hefði verið frestað vegna þess, að ríkisstjórnin hefði verið búin að gera leynisamninga við Bandaríkjastjórn um að hún flytti hingað hex|lið, og þess vegna hefði ekki mátt fá nýja ríkisstjórn, því þá hefði þetta leynimakk komist upp. Þess vegna var þessi háttur hafður á öllum málatilbúningi,“ sagði þessi fulltrúi einræðisins á al- þingi. Forsætisráðherra mótmælti þessum aðdróttunum Br. Bj. og var stórhneykslaður. Er for- sætisráðherrann. ennþá ekki bú inn að átta sig á því hverskonar fólk kommúnistarnir eru? Veit ekki bæði hann og aðrir enn, að í forustuliði þess flokks fyrir finnst engin persóna, sem ekki er gegnsýkt af hinum baneitr- uðu áróðursaðferðum kommún- ismans? Veit hann ekki ennþá að kommúnistar nota hvert einasta tækifæri sem gefst til þess að reka rýtinginn í bakið á þeim, sem þeir telja sér and- stæða og til þess að svíkja þjóð sína? Atburðir síðustu tíma, bæði utan lands og innan, hefðu þó átt að geta sannfært alla um þetta. Á þessum getsökum Br. Bj. þarf engan að furða. í þessari sömu þingræðu Br. Bj. sagði hann, að „ef þessi samningur gáeti orðið til að hjálpa Rúss- um, væri ekkert við hann að athuga,“ en ef hann væri eða yrði ekki til þess, heldur ein- ungis hjálp við Bandaríkin, — yrði til þess að styrkja þernað- araðstöðu þeirra á norðanverðu Atlantshafi væri með honum verið að vinna íslandi mesta ó- gagnið, sem því nokkru sinni hefði verið unnið. Þetta sagði „Þjóðviljinn nýi“ líka á miðvikudaginn, að væri eini „ljósi punkturinn“ í þessu máli. Eru þetta íslend- ingar, sem svona hugsa? Nei. Rússland er föðurland þessa fólks, en ekki ísland og allar velgjörðir íslands mun það launa með því að svíkja málstað þess og varpa því undir kúgunarhæl rússneskrar á- þjánar og villimennsku, hve- nær, sem færi gefst. embættum, víki tafarlaust úr þeirn, nema þeir baxti ráð sitt og gerizt reglumenn. 11) Vegna þess, að vitanlegt er, að mjög rnikil brögð hafa verið að margskonar óreglu og slarki á Þingvöllum nú í vor og sumar, þá skorar Stórstúku- þingið á ríkisstjórnina, að friða þann helga stað fyrir öllu slíku og gera til þess þær ráðstafan- ir, sern duga. í gær flytur hið nýja komm- únistablað hinar smánarlegustu árásir á ríkisstjórn landsins, og svipaðar aðdróttanir og Br. Bj. Þar segir m. a.: „Vér gerum skýlausa kröfu til ríkisstjórnarinnar, að gefnu tilefni, að hún geri sig ekki seka í þvílíkum ósóma að leita eftir íhlutun erlendu setuliðs- stjómarinnar til að afla sér sterkari aðstöðu á hendur póli- tískum andstæðingum, og vér krefjumst þess ennfremur, að hún láti hörðustu hegningará- kvæði landráðakafla hegning- arlaganna ganga yfir hvern þann, sem gerir tilraun til að bjóða setuliðsstjórninni aðstoð sína til afskipta af málum vor- um og eggjar hana til þving- unaraðgerða gagnvart íslenzk- um ríkisborgurum.“ Ætlar íslenzka stjórnin að liggja undir slíkum áburði og aðdróttunum sem þessum? — Ætla ráðherrarnir enn, að láta sér nægja undrunina eina eins og út af aðdróttunum Br. Bj. á alþingi? Ef forsætisráðherra er bund- inn af samráðherrum sínum — Sjálfstæðismönnum — verður það að koma í ljós. * Nú eru einskonar þáttaskipti í hernaðarástandinu hér. Þau þáttaskipti eru mikilvæg og kannske mikilvægustu fyrir það, að báðar hinar miklu þjóð- ir, sern nú hafa sezt hér að, hafa lofað því, og geri það beinlín- is vegna kröfu frá ríkisstjórn- inni — að skipta sér ekki af innanlandsmálum okkar og Bretar m. a. skila aftur þeim mönnum, sem þeir höfðu flutt úr landi. En þessi þáttaskipti leggja íslenzkum stjórnarvöld- um nýjar skyldur á herðar. ís- lenzk stjórnarvöld þorðu ekki eða vildu ekki blaka hið minsta við kommúnistum meðan þeir ráku hér lyga og undirróðurs- starfsemi sína bæði leynt og ljóst i félagi við fimmtu her- deild þýzka nazismans. — ís- lenzk stjórnarvöld sýndu sig al gjörlega ófær til þess að ráða við þá þjóðhættulegu starf- semi, sem þessir 'menn ráku, þau gáfust upp, svo ekki var annað að gera fyrir brezka her- inn hér en taka sjálfan í taumana. En nú skal reynt að nýju. Og nú er það bein skylda ís- lenzku ríkisstjórnarinnar að láta engum baldást það uppi að fipillt r.é sambúð þeirra þjóða, sem hér eru nú sestar að um stuná, og íslendinga. Þjóöin öll krefst þess að ríkisstjórnin láti engum hald- ast uppi ao re; na að spilla þessari sambúð og skapa af því árekstra. Hún krefst þess, að landráðailokkum eins og kom- múnistum, verði ekki látið haldast uppi með rógi og lyg- 'um að breiða út alls konar sví- virðjngar.hvorki um ríkisstjhrn landsins og gérðir hennir, né aðra, eða á nokkurn hátt að veita slíkum mönnum tækifæri til að afla sér fylgis meðal ó- þroskaðs fólks rneð lygum og þjóðernishræsni. — Hún krefst þess nú, að ríkisstjórnin sýni að hún sé því verki vaxin, sem heimi hefir verið falið, að ráða fram úr innanlandsviðskiptum okkar hér, án þess til erlendrar íhlutunar komi. Enn í dag eru kommúnistar landráðamenn, eins og þeir hafa verið frá því er þeir hófu starf sitt. Enn í dag munu þeir rægja og rangfæra allt sem stjórn landsins og þjóðstjórn- arþingflokkarnir gera. Enn í dag munu þeir halda áfram þjóðernishræsninni, undirróðrinum og mannskemd- unum, sem eru þeirra sterk- vopn í baráttu þeirra, og enn í dag munu þeir ekki svífast iþess, jafnvel að reyna að egna heri þá HVERN GEGN ÖÐR- UM sem nú hafa sezt að í land inu, eins og þeir gerðu tilraun til að efna til uppreisnar í brezka hernum hér. Ríkisstjórnin verður að skilja hættuna, sem við erura í og ríkisstjórninni ber skylda til þess að skýra þjóðinni opin- berlega frá því, ef einhver eða einhverjir ráðherranna hindra það, að til nauðsynlegra ráð- stafana sé gripið gegn slíkum mönnum og flokkum. J. G. lapprelðar Fiks I fpriMÉ. Kappreiðar fáks í fyrrakvöld fóru hið bezta fram og áhorfendur voru all margir. Alls tóku 18 hestar þátt í keppnunum, í þrem fl. Veðmál voru allfjörug. Úrslit urðu þessi í einstökum flokkum: Skeið: 1. Þokki 24,6 sek. Eig. Fr. Hannesson, Kjalarnesi. 2. Perla 24,6 sek. Eig. Þorgeir Jónsson, Gufunesi. 3. Urban 25,3 sek. Eig. Elín Jóhannsdóttir, Rvík. Stökk, 300 m.: 1. Jarpur 23,4 sek. Eig. Þorgeir Jónsson, Gufunesi. 2. Léttir 24,2 sek. Eig. Skúli Jóhannsson, Hólum í Hjalta dal. 3. Stóri-Brúnn 24,6 sek. Eig. Ragnar Jónsson, Brúsastöð- um. Stökk, 350 m.: 1. Hörður 26,6 sek. Eig. Finnb. Einarsson, Melum. 2. Drottning 27,0 sek. Eig. Þorgeir Jónsson, Gufunesi. 3. Þráinn 27,5 sek. Eig. Valtýr Guðmundsson, Múla. Síðan fóru fram úrslita- sprettir með þessum árangri: Skeið: 1. Þokki 25,5 sek. 2. Urban 26,8 sek. 3. Þytur 27,6 sek. Eig. V. Jóhannesson, Jófríðarst. Stökk, 300 m. 1. Jarpur 23,0 sek. 2. Fengur 24,6 sek. Eig. frú L. Ein., Miðdal. # 3. Léttir 24,8 sek. Stökk, 350 m. 1. Hörður 26,6 sek. 2. Drottning 26,6 sek. 3. Þráinn 27,6 sek.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.