Alþýðublaðið - 12.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.07.1941, Blaðsíða 4
LAUGARDAG 12. JÚLÍ 1941 LAUOARÐAeUR \ Séra Arni Sigurðsson verður fjarverandi næstu vik- ur í sumarleyfi. í fjarv. hans geta safnaðarmenn falið þeim presti, er þeir kjósa sjálfir til þess, að annast þau prestsverk, sem þeir þurfa að fá unnin á þessum tíma. Næturlæknir er Ólafur Jóhanns- son, Gunnarsbraut 38, sími 5979. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunar-Apóteki. UTVARPIÐ: 20.30 Frá Bæjaralandi, ferðasaga (dr. Broddi Jóhannesson). 21.00 Hljómplötur: a) Danssýn- ingarlög eftir Glazounow. b) Lotte Lehmann syngur. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. SUNNUDAGUR. Helgidagslæknir er María Hall- grímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Næturlæknir er Gísli Pálsson, Laugavegi 15, sími 2474. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apótekum. ÚTVARPIÐ: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í dómkirkjunni (séra Jakob Jónssog). Sálmar: 303, 235, 105/358, 26. Kl. 15.30—16.30 Mið- degistónleikar (plötur): Ýms lög. 19:30 Hljómplötur: Slavnesk rapsódía eftir Dvorák. 20.00 Frétt- ir. 20.20 Hljómplötur: Kaþólsk tónlisí. 20.30 Erindi: Ögmundur biskup, d. 13. júlí 1541 (Magnús Jónsson prófessor). 21.00 Einleik- ur á píanó: Sónata eftir Skúla Hall dórsson (höfundurinn leikur). — 21.20 „Systra-tríóið“ syngur (Bjarnhéiður, Guðrún og Margrét Ingimundardætur). 21.35 Hljóm- plötur: Lyrisk svíta eftir Grieg. 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. MESSUR Á MORGUN: í dómkirkjunni kl. 11, sr. Bj. Jónsson. Hallgrímsprestakall. Hámessa í dómkirkjunni á morgun kl. 2, sr. Jakob Jónsson. Laugarnesprestakall. Engin messa i Laugarnesskóla á morgun. Messur í kaþólsku kirkjunni í Landakoti: Lágmessa kl. 6.30 árd. Hámessa kl. 10 árd. Engin síðd,- guðþjónusta. Ekið á hest., f fyrrakvöld ók áætlunarbifreið á hest suður hjá Öskjuhlíð og slasaði hann svo, að það varð að drepa hann. Óperettan „Nitouche" var sýnd í gærkveldi í annað sinn á Húsavík við geysilega hrifn- ingu áhorfenda. Var húsið alveg troðfullt og ætlaði fagnaðarlátun- um aldrei að linna. Leikendurnir voru oft icallaðir fram ,einkum þau Sigrún Magnúsdóttir og Lár- us Pálsson. Skemmtun verður í Hellisgerði í Hafnar- firði á morgun. Happdrættisbíll Laugarneskirkju. Enginn hefir enn gefið sig fram með númerið 1760, sem dregið var hjá lögmanni fyrir viku. Eigandi happdrættismiðans nr. 1760 gefi sig fram við sóknarnefnd Laugar- neskirkju. Stærsti viningurinn í Happdrætti Háskólans í fyrra- dag kom á heilmiða hér í Rvík, sem keyptur var í umboði frú Guðrúnar Björnsdóttur og frú Önnu Ásmundsdóttur, Túng. 2. í fjarveru minni 3—4 vik- ur gegnir hr. læknir Eyþor Gunnarsson læknisstörfum mmum. JENS ÁG. JÓHANNESSON PILTUR DRUKKNAR Fkh. af 1. síðu. bandaríkskan lækni, sem þarna var staddur og gerSi hann lífg- unartilraunir unz náðist í lækni héðan úr Reykjavík, sem hélt áfram lífgunartilraunun- um í 3V2 klst., en þær báru engan árangur. Lúðvík var tæplega tvítugur. SUMARVÓT ALÞÝÐUFLOKKS- INS Frh. af 3. síðu. inum. Nezi'snvnn ©r búirn að lifa sitt bezta og íhald og afturhaid hætt að eflasit í skjóli hans. Al- þýðan e" að hefja nýja sókn. Það hefir komið í ljós, að Al- þýðuflokkurinn hefir g-ert rétt í því, að halda fast við stefnu lýð.ræðisins, einnig í afstöðusinni til ófriöarins, sem nú stendur yf- ir. Það hefir ekki vantað, að hann yr'ði fyrir abkasti andstæð- inganna vegna þefrrar stefnu- tryggðar. Hver minnist ekki hvernig ihaldsmenn, nazistar og kommúnistar hafa reynt að slá sig sjálfa tii .riddara á kostnað Alþýðublaðsins með alls- kionaJ glósúm um ,,Bnetavináttu“ og , undirlægjuhátt við Bn©ta“ af því að það þ<o,rði að standa við stefnu sína einnig gagnvart ófrið- araðilunum þrátt fyrir hernám landsins, og lét ekki þröngsýnan þjóðargiorgeir villa sig. En hvar eru þeir hinir sömu nú, sem þann- ig æptu fy.rir ári síðan? Þeir eru o<rðnir einkeninilega hljóðir í seinni tíð. Ekki er það þó af því, að Alþýðublaðið hafi breytt um stefnu. HveJgi hefir stefna Alþýðuflokksins sigxað gremileg- ar en í afstöðunni út á við og þá fyrst og fnernst til ófriðarins. Alls þessa mættu Álþýðuflokks- menn vel minnast á mótum sín- um í suma.r. Þeir hafa enga á- stæðu til að kvíða f.ram<tíðinni. Alþýðufloklíuxinn er ekki „deyj- andi flokkur", heldur fliokkur í nýjum uppgangi. Hans áhxif og þar með áhrif alþýðunnar í land- inu miunu verða öll önnurDgmeiri um það er þessari styrjöld lýk- ur með sigri lýðræði'sins yfir naz- ismanum , en þau hafa vexið nokkru sinni áður. s- i QAMLA BSO m ðrlagaeyjan. (Isle of Destiny). Afarspennandi amerísk kvikmynd frá Suðurhafs- eyjum, tekin í litum. Að- alhlutverkin leika: William Gargan, Wallace Ford, June Lang. Sýnd kl. 7 og 9. 2 B I i NYM bm Frægðarþrá. (GOLDEN BOY). Aðalhlutverkin leika: BARBARA STANWYCK ADOLPE MENJOU. WILLIAM HOLDEN. Sýnd kl. 7 og 9. Símapöntunum ekki veitt móttaka. Félag Harmonikuleikara heldur dansleik í Oddfellowhúsinu í kvöld (laugardag) kl. 10. Nýju dansarnir niðri. Gömlu dansarnir uppi. Hinar vinsælu harmonikuhljómsveitir og hljóm- sveit Aage Lorange leika fyrir dansinum. Aðgöngumiðasalan hefst kl. 8 síðdegis. SKEMMTIFÖRIN Firh. af 1. síðu. Allt fargjald fyrir fullorðna er 14 krónur og eru menn beðnir að tilkynna þátttöku sína í afgreiðslu Alþýðublaðs- ins. Þegar er víst að þátttakan verður mikil og eru menn því beðnir, vegna farartækjanna að tilkynna um þátttöku sína undir eins. í Vatnaskógi er mjög fallegt — og gaman er að koma til Akraness. Sjó- ferðin verður án efa skemmti- leg og ef veður verður gott, þá Verður skemmtiferðin ógleym- anleg. Prentnemlnn, 2. tölublað er nýkomið út. Efni: Um prentnám, eftir J. Á. Félags- söngur prentnema, eftir Þorst. Halldórsson. Nauðsyn brýtur lög, eftir V. I. Loftræsting í prent- smiðjum, eftir B. Th. og „Eins og eikin felst í akrinum, — svo felst og framtíð vor í nútíðinni“ eftir H. J. o. m. fl. 16 VICKI BAUM: SUMAR ViÐ VATNIÐ kiðfætt, og syndir auk þess illa. Herramennirnir tveir sneru sér að honum undr- andi á svip. Greifinn veifaði einglesinu sínu og sagði ofurlítið háðslega: — Einmitt það. Þér dæmið eftir starfsgrein yðar. Það var mjög skemmtilegt. Hell varð þess skyndilega var, að hann var orð- inn þreyttur. Honum vár mjög heitt á enninu og einkennilegur þytur var fyrir eyrum hans. Hann beit á jaxlinn og hreytti úr sér: — Ég er ekki at- vinnusundkennari. Ég er verkfræðingur og nafn mitt er doktor Heil. Hann sló saman nöktum hælunum og hneigði sig. Kinir undrandi herramenn svöruðu kveðju hans, en fremur kuldalega þó. * — Það er hræðilega illa komið fyrir mér, sagði Urban Hell við May Lyssenhop. Og May svaraði hamingjusöm: — Já, og hvað um það? Sérhver kynslóð talar á sínu máli og kynnist ást- inni á sinn hátt. í skáldsögum og ljóðum er hún falleg setningin: „Ég elska þig.‘, En að ungur maður gæti, árið 1933, sagt slíka setningu við unga stúlku, það er óhugsandi. Hann myndi skammast sín fyrir það. Menn iðka íþróttir, dansa og daðra, án þess að minnast á ást. — Það er hræðilega komið fyrir mér. Þannig kom Urban Hell orðum að því. — Það byrjaði strax þegar ég sá þig á baðströndinni. Og seinna um dag- inn, þegar ég sá þig á bryggjunni, þá var mér öll- um lokið! — Já, og hvað svo, góði minn? segir Mary og horfir á hann stórum augum, enda þótt hún sjái ekki annað en hvítu tennurnar hans í hvert skipti, sem hann hlær. Klukkan er ellefu, og ennþá er verið a ðdansa í veitingahúsinu Stóri Pétur, og það er hægt að heyra hljóðfærasláttinn alla leið hingað upp á Zirbitzplatte. Hell og May hafa farið þangað frá dansinum, fyrst fóru þau út á grasflötina, en þar var kælandi svöl gola, sem komin var alla leið ofan frá Eisernen Zahn. Því.næst fóru þau lengra burtu, gengu hægt og leiddust. Svo földu þau sig inni í ofurlitlum greniskógi. Þar er þögult og hljótt. Við litla Julienbrunninn kyssast þau í fyrsta sinn. Svo fóru þau að tala saman um einskisverða hluti. Við hliðina á Julienveginum hjalar lítill bergvatns- lækur. Þáð var eins og leyndardómsfull rödd og þau urðu þögul við. Hell fannst eins og hann væri að kafna, og undir stóru trjánum kysstust þau aftur. Og í þetta sinn urðu þau bæði föl, og Hell fann, að hné hans fóru að skjálfa. — Þú skelfur, væni minn, sagði Mary. Þessi koss hafði komið eins og elding af húmdökkum himni. Hún var rjóð í kinnum með lokuð augu. — Já, ég skelf víst ofurlítið, sagði Urban Hell. — Það var yndislegt, hvíslaði May. Henni fannst það yndislegt, að svona stór og sterkur maður skyldi standa hér inni í skóginum og skjálfa aðeins af því, að kcmið var við hann. Klukkan sló ellefu, þegar þau komu aftur upp á Zisbitzplatte. Það var ofurlítil klettabrún og þar hafði verið látinn bekkur handa þeim til að sitja á, sem vildu njóta hinnar fögru útsjónar. Hell og May settust á bekkinn og ræddu um einskisverð mál- efni. Orðin voru einskisverð, en þau voru borin uppi af þessu nýja, þessu ótrúlega, hinni miklu ham- ingju. — En hve stjörnurnar eru margar, sagði May. Og Hell svaraði eins og maður, sem gengur í sevfni: — Á morgun verður vatnið að minnsta kosti 18 gráðu heitt. 1 Langt fyrir neðan þau, í gistihúsinu Stóri Pétur, ýlfruðu tveir saxófónar, og frá grasflötinni fyrir ofan þau heyrðist í bjöllunum um hálsinn á kún- um. Og loks heyrðist líka hljómlist frá veitinga- húsinu Litli Pétur. Þar bjó líka fínt fólk og það hafði grammófón og nú heyrðist Caruso syngja Caro mio ben. Úti á vatninu sást ofurlítið ljósker dingla fram og aftur, og hinum megin, í Wurmtal, sást ijós í tveimur gluggum í höll Dobbersbergs. — Þarna situr Puck og bíður eftir mér, hugsaði Hell allt í einu, óg hann hafði ekkert samvizkubit af því. May tók strax eftir því, hvert hann horfði og sagði: — Karla hefir sagt mér, að þú farir á hverju kvöldi yfir um og heimsækir brjáluðu barónsdótt- urina. Það vil ég ekki hafa. Eða er það kannske leikkonan? Þú verður að hætta því. En er það satt? — O, það er afar saklaust, sagði hann, eins og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.