Alþýðublaðið - 15.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.07.1941, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Jóhannes Björns son, Reynimel 46, sími: 5982. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Lög úr óperett- um og tónfilmum. 20.30 Erindi: Barizt um Líbanon og Damaskus (Magnús Jóns- son prófessor). 21.00 Hljómplötur: Faust-symfóní- an eftir Lizt. Morgunn janúar—júní heftið er nýkomið út. Efni: Sir Oliver Lodge, erindi eftir síra Jón Auðuns, Sannleiks- leit, Undrið og efinn, eftir síra Björn Magnússon á Borgum, Miðill, sem málaði eftir J. A., Við dánar- beð eftir Einar Loptsson, Bókar- fregn eftir Jakob Jóh. Smára o. m. fl. Dvöl 2. hefti 9. árgangs er nýkomið út. Efni: Arthur Schvitser: Blómin, Magnús Ásgeirsson, Cloaca maxima (/þýtt kvæði), Þórir Baldvinsson: Kinnarfjöll, Leo Tolstoy: Elías, Jón frá Ljárskógum: Tvö kvæði, Joseph Conrad: Stjórnleysinginn, Guðmundur Friðjónsson: Mála milli, Lars Hansen: í norðurvegum, Færeyskar þjóðsögur, Kristín Geirsdótttir: Vigdís Gilsdóttir (kvæði), Pearl S. Buck: Á bökkum íljótsins, Sveinn í Dal: Úr gömlum kvæðasyrpum o. m. fl. Glmsteinaþjófarnir heitir ný mynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er hún frá Faramount- félaginu. Aðalhlutverkin leika: George Brent og Isa Miranda. Nýja Bíó sýnir myndina Frægð- arþrá með Barbara Stanwyck Adolphe M.enjou og William Holden í aðalhlutverkunum. Slys varð nýlega í Stykkishólmi við uppski(pun. Maður féll atf palli vörubifreiðar og iærbrotnaði. Heit ir hann Árni Jónsson frá Lágafelli, búsettur í Stykkishólmi. Líður hon- nm eftir vonum. Björgunarskútan Sæbjörg eyðilagði í gær tvö tundurdufl á Húnaflóa. Hefir frést til tundur- dufla víða fyrir Norðurlandi, við Siglunes og Mánáreyjar. Bretar fara ini f Beirirt f dao Sankvæœt vopnahléssamniai- nm í Acca. áRSVEITIR Breta og Ástralíumanna á Sýr- landi fara inn í Beirut í dag og taka borgina á sitt vald, eftir því sem fregn, frá London í morgun hermir. Vichyhersveitirnar eru að yf- irgefa borgina. Þetta er í samræmi við vopnahléssamningana, sem gengið var formlega frá í Acca í gærkveldi. Voru þeir þá und- irritaðir af Sir Maitland Wil- son hershöfðingja af hálfu Breta, Catroux hershöfðingja af hálfu frjálsra Frakka og de Verdiac hershöfðingja af hálfu Vichyhersins. í Ijarvern ninni til næstu mánað- armóta gegnir Theodór Matthie- sen læknir lœknis- störfum mínum Bj. SnæbjörnstOH. í fjarvern minni til næstu mánaða- móta gegnir hr. lækn ir Þórður Þórarson læknisstörfum min- um. ÚtbrelðlO Alþýðublaðið. K.R. Vann Ak- ureyringana. Heð 3 mörkum yegn 0. EÐUR VAR goítt í gæri er K. R. háði fyrsta kapp- leik sinn við Akureyjringana. Nokkur vindur var þó og lék K. R. undan honum í fyrri hálf- leik Áður en leikurinn hófst gengu knattspyrnumennirnir úr báð- um liðum fylktu liði um göt- urnar, frá Barnaskólanum, en þar búa K. R.-ingarnir, og að fþróttavellinum. K. R. vann leikinn með 3 mörkum gegn engu. Tvö mörk in sett í fyrri hálfleik, en eitt í hinum síðari. Fyrsta markið var gert með þeim hætti að Óli B. Jónsson sparn knettinum, markmaður missti hann og Jón sendi hann inn fyrir lín- una. Annað markið gerði Þór- arinn með „skalla“. Þriðja mark ið setti Óli B. úr vítaspyrnu. í dag fara knattspyrnumenn- irnir í Vaglaskóg og keppa svo annað kvöld. Síðan fara þeir að Mývatni. K. R.-ingarnir láta mjög vel yfir dvölinni nyrðra. Fram 09 tsfiriiogar gerðn jafatefli MEISTARAFLOKKUR Fram og úrvalslið Harðar og Vestra þreyttu knattspyrnu- keppni á ísafirði í fyrradag. Voru áhorfendur mjög margir og leikurinn hinn bezti. Jafn- tefli varð, 2 mörk hjá hvorum. í dag keppa Framarar aftur við úrvalslið ísfirsku knatt- spyrnufélaganna. ■IGAMLA BIO m fiimsteinaþjófarnir (Anventure in Diamond) Amerísk kvikmynd frá Paramount. Aðalhlutverkin leika: George Brent og Isa Miranda. Sýnd kl. 7 og 9. Loftárásir ð Bremen og flannever i nðtt. BRETAR gerðu í nótt mikl- ar loftárásir á Bremen og Hannover. En minni árás var gerð á höfnina í Rotterdam. Nánari fregnir af þessum árás- um eru ókomnar. í gær gerðu Bretar miklar loftárásir í björtu á Cherbourg og Le Havre á Ermarsunds- strönd Frakklands og á járn- brautarstöðina í Hazebrouk á Norður-Frakklandi. Flugu á- rásarflugvélar Breta mjög lágt yfir Cherbourg, svo lágt, að flugmennirnir sáu fólkið á göt- unum veifa til þeirra. í loft* orustu, sem háð var yfir borg- inni voru skotnar niður 8 þýzkar orustuflugvélar og 6 brezkar, (2 sprengjuflugvélar og 4 orustuflugvélar). í árás- unum á hafnirnar í Cherbourg og Le Havre, urðu 2 stór flutn- ingaskip fyrir sprengjum Breta og sukku. Loftárásir Þjóðverja á Eng- land síðasta sólarhringinn hafa verið óverulegar, en 2 þýzkar flugvélar voru þó skotnar niður yfir Englandi í gær. Auglýsið í Alþýðublaðinu. NÝJA Blð Frægðarþrá. (GOLDEN BOY). Aðalhlutverkin leika: BARBARA STANWYCK ADOLPE MENJOU. WILLIAM HOLDEN. Sýnd kl. 7 og 9. Símapöntunum ekki veitt móttaka. DRENGUR DRUKKNAR. Var hann að baða sig í vatn- inu og álíta menn, að hann hafi fengið krampa og sokkið. Var annar drengur með hon- um og sagði hann frá slysinu. Náðist drengurinn fljótlega upp. Voru gerðar á honum lífgunar- tilraunir, en þær reyndust árangurslausar. St. FRAMTÍÐIN nr. 1 Fundur í Góðtemplarahúsinu Hafnarfirði kl. 8V2 í kvöld. — Mælst til þess, að templarar í Hafnarfirði fjölmenni. STÚKAN EININGIN nr. 14 fer. ef nægileg þátttaka fæst, — skeþuntiför í þjórsárdal- Farið verður Jtl- 6 árdegis slxnnudag- inn 20. júlí ,frá bifreiðastöÖ ur skrifi sig á lista, sem liggur ur skrifi sig á íista, sem liggur frammi á klæ'ðskeravinnustofu Gu'ðmundar Benj,amíinssionars Láugavegi 6 í síðasta lagi fyrir (kl. 12 á hádegi á föstudag 18. júlí. Þeir, sem ekki hafa gefið síg fram þar fyrir þann tima, mega búast við að geta ekki síðar fengið far með. Fargjald báðar leiðir verður 12 — tólf — krónur. Skemmtifairamefndin. 17 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ gæta tvíburanna, sagði herra Lyssenhop þreytu- lega. Tvisvar sinnum á dag fer pósturinn fram hjá baðströndinni og lyftir tómri hendi í áttina til sund- kennarans, til þess að gefa honum í skyn, að ekkert bréf sé til hans. Og þrisvar, fjórum sinnum á dag er Matz sendur til pósthússins, og í hvert skipti, sem hann kemur, lyftir hann báðum höndum til merkis um, að ekkert bréf sé til doktorsins. Áður en klukkan er sjö á morgnana þýtur Hell af stað til pósthússins, því að klukkan tæplega hálf sex kemur morgunlestin, og á kvöldin fer hann aftur til póst- hússins, áður en hann fer að hitta May. — Því miður er ekkert bréf til yðar, segir afgreiðslustúlkan á pósthúsinu og horfir á hann samúðaraugum. En Hell lætur sem ekkert sé. Hann blýstrar glaðlega og fer í hvítu sumarbuxunum sínum í skemmti- göngu með May. J-á, nú á Hell hvítar sumarbuxur. Hann hefir ný- lega útvegað sér þessar buxur. Þær eru tákn ástar hans, stríðsfáni, sem gefur merki um það í tölu- verðri fjarlægð, að tilfinningar hans hafi náð suðu- marki. Er kannske hægt að ganga skemmtigöngu kvöld eftir kvöld með fallegustu stúlkunni hér við Meyjavatn í bláum buxum, sem einu sinni voru laglegar, þegar allir aðrir hér á baðströndinni, greif- ar og barónar ganga um og viðra íallegustu sumar- föt. Hell hampar í lófa sér níu skildingum og útvegar sér léreftsbuxur. Svo lætur hann klippa sig, og ef veðrið verður jafngott og verið hefir, þá má búast við því, að Hell geri sig að öreiga með því að kaupa sér tennisskó. Fyrst um sinn verður hann að reyna að afsaka sig, þegar May biður hann að leika við sig tennis í frístundum hans. Heldur vil ég ganga fram af fertugu bjargi en að kannast við það fyrir henni, hversu blásnauður ég er, hugsar hann. Hann segir unnustu sinni, að hann hafi tekið að sér sund- kennarastöðuna aðeins sér til skemmtunar. — Ég held, að hann sé hræðilega fátækur segir May eitt kvöldið við Körlu. — Hann er svo fátækur, að það er nærri því óskiljanlegt fyrir okkur. Þess- vegna ber ég virðingu fyrir honum. Það hrífur mig. Hvað segir þú um það, Karla. Karla, sem hefir munninn fullann af tannsápu, kallar fram í dyrnar milli herbergja þeirra systrana, að hún sé nákvæmlega á sama máli. — Hann hefir nefnilega engan, sem hann getur treyst á, nema sjálfan sig, hélt May áfram. — Hann á engan föður, sem er bankastjóri og engan frænda, sem er ráðherra, eins og þeir Boby og doktor Klein. Hann er bláfátækur. Hefirðu nokkurntíma dansað við hann. Er það ekki dásamlegt? — Jú, hann er framúrskarandi dansmaður. Hann hlyti að geta grætt stórfé sem listdansari. Ég skil ekki hvernig hann getur enst til þess að kenna börnum og feitum kerlingum sund niðri við bað- ströndina, sagði Karla um leið og hún settist á rúm systur sinnar. — — Ertu frá þér! Dansmaður! Þeir eru ekki taldir menn með mönnum. Það gæti verið, að meira væri hægt að græða á því, að vera dansmaður. En það.. kemur ekki til mála. — Eru kannske sundkennarar taldir menn með mönnum? spyr Karla snögglega. — Já, þáð geri ég að minnsta kosti. Það er þó að minnsta kosti íþrótt. Og vértu nú ekki að reyna að koma mér í illt skap, Karla! — Ég! Er ég að koma þér í illt skap? sagði Karla ofurlítið háðslega og gekk út á svalirnar. Langt fyrir neðan hana lá vatnið lyngt og dimmblátt. — Er ég að koma þér í illt skap? Ég sem hefi verið í allt kvöld að villa fólki sýn, svo að þú gætir verið hjá iþessum dreng. Og svo segirðu, að ég sé að koma þér í illt skaþ. Meðan þú felur þig með stráknum verð ég að hlaupa um allt og vera bæði May og Karla, svo að engin veiti þessu eftirtekt. — Láttu þá alla vita það, ef þú villt, sagði May æst. — Já, bíddu bara við. Pabbi gamli kemst einhvern tíma að því, og þá veistu, hvar Davíð keypti ölið. — Það getur ekki verið. Ég get ekki séð, að hann geti haft neitt á móti því. Hann hlýtur aðeins að verða hrifin af því, að ég skuli hafa svona góðan smekk. Hann byrjaði líka sjálfur með ekki neitt. Þú hefir oft heyrt hann segja frá því, hversu duglegur hann hafi verið að koma sér áfram. En sannleikurinn er sá, að hann er orðinn ofurlítil höfðingjasleikja, síðan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.