Alþýðublaðið - 22.07.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.07.1941, Blaðsíða 2
ÞKÐJUDAGUR 22. JÚL! 1941. TUkynning Þar sem frestur sá til greiðslu á iðgjöldum fyrir ábyrgðartryggingu á bifreiðum, sem féllu í gjalddaga 1. |). m. er þegar útrunnian, eru þeir sem enn ekki hafa greitt iðgjöld sín áminntir um að greiða þau á skrif- stofu okkar fyrir lok yfirstandandi viku, par sem annars yerður ekki komist hjá að tilkynna lögreglustjóra um vanrægreiðslu og eiga þá eigendur þessara bifreiða á hœttu, að akstur bifreiða þeirra verði stöðvaður. REYKJAVÍK. 21! júlí 1941. H, f. Sjóvátryggingarfélag íslands. TroIIe & Rothe h, f. Verzlunin Framnes Framnesveg 44 Sími 5791 hefur á boðstólum allar. bfýlenduvörur Hreinlætisvörur Smávörur Vinnutatnað Tóbak Sælgæti i' Ýmsar snyrtivörur Nýjar vörur. Sangjarnt verð. Sendum heim. Lipur afgreiðsla. Reynið viðskíptin. ----UM DAGINN OG VEGINN----------------- Úr tvíbýli, í þríbýli. Nábúarnir mega ekki gleyma því, að við erum land'eigendurnir. Bréf um íslenzku þjóðina frá Bandaríkjahermanni. Grasfletirnir á Hringbrautinni og liermennirnir. -----ATHUGANIB HANNSSAK Á HOBHDfU. ----- JAPANIR ' Frb. af 1. siðu. is, að búast 'megi við stór tíðindum þaðan innan skamms ef tir því sem útvarp- ið í London segir frá í morg- un. Virðist hervæðing vera þar í fullum gangi og er meðal ann- ars verið að kveðja varalið til vopna. Ekkert er greinilega látið uppi í Tokio', hvað fram er að fara, og hefir Konoye, prins, ekki viljað veita blaðamönnum neitt viðtal, síðan han,n mynd- aði hina nýju stjórn sína. k---------------------------- BOSSLAND Frh. af 1. síðu. vera að taka {wssa herftokka til fanga. Ein Befiínarfriegnm staðfestir pað, að sionur Stalins af fyrra hjónabandi, Jakob að ruafni, hafi verið tekinn til fanga pann 14. júlí. Er hann sagður hafa verið iyfirlautinant í 14- failbyssudeild Rússa, sem umkringd hafi verið af Þjóðverjum og öll tekin til fanga. Kappróðarinn á s]ófflanoadaginn. Fmrlrspnrnir til dóm&efndar kapÐróðarsins á sjómanna- daginn 1941 og formaims sjómannadagsms 1941. * j • Er G LEYFI MÉR hér með að bera fram eftirfarandi fyrir- spurnir í sambandi við kappróð- urinn á sjómannadegiwum síðast- liðið vor, og beini ég þeim til þeinrai aðila, sem nefndir eru hér að framan. En til þess að al- menningi verði Ijósara, hvað það er, sem hér er rætt um, vil ég gefa eftirfarandi skýringar. Síðasta sjómannadag var kapp- róður látinn fara fram og átti að veita verðlaun. 1 skýrslu for- manns sjómamiadagsráðsins voru fyrirfram auglýstar reglur um það, hvernig verðlaunin skyldu veitt, og voru þær þessar: ;,Til eru nú tvenns konar verð- launagripir til að keppa um í kappróðri, Morgunblaðsskjöídur- inn, sem áður hefir verið keppt um í keppni milU skipshafna á eimskipum, og June MunkteW bik- arinn nýi i keppni milli skips- hafna á mótQísbápum. Þar að auki er svo lárviðarsveigur dags- ins, handa þeirri skipshöfn, er nær sítyztium tíma í róðtri, hvort sem það er skipshöfn af eimskipi eða mótorskipi, og verður sveig- urinn dreginn þar að hún." (Sjómannadagsbl. 1941, bl. 35.) í kappróðrinum tóku þátt róðr- arsveitir af 9 skipum, og réru 2 og 2 saman. Ein var þó stök (af bv. Karlsefni) og urðu þau mistök, þegar hún keppti, að tím- inn var ekki tekinn, og fékkst því engin vissa um, hve ‘fljótir þeir urðu að marki. Róðrarsveitin af bv. Arinbrrni Hersi varð fljótust af þeim, sem tíminn var mældur hjá, og hafði því unnið bæði Morgunbl.-skjöldinn og lárviöar- sveiginn samkv. áður áminnztum reglum. Nú skeði það furðulega. Dóm- niéfnd kappróðursins (Pétur Sig- urðsson, Þorvarður Björnsson og Jón Axel Pétursson — síðasttaidi hafði engin afskiptí af þessu máli) dæmdi róðrarsveit Karls- efnis lárviðarsveig sjómannadags- ins, með þeim ummælum, að það hefði verið mál moxuia, að þessi róðrarsveit hefði haft bezt- an róður, enda hefðU' einhverjir, sem þóttust fana eftir vasaúrum sínum, fullyrt, að þeir hefðu verið fljótastir. Um þetta munu þekktlr íþróttafrömuðir segja á- lit sitt hér á eftir, frá sjónarmiði þeirra laga, sem gilda í kapp- leikjum íþróttamanna. Hinar fyrirfram settu reglur uin úthlut- un verðlaunáima er áður talað um. Nú vil ég ieyfa mér að spyrja: 1) Hvern.ig gat dómnefnd, sem dærna á um kappleik, dæmt þeirri róðrarsveit verðlaun, sem enginn vissi hve fljót var, og leyft sér í því efni að fara eftir fuHyrðingum óviðkomandi manna? 2) Hvernig gat Þorvarður Björnsson hafnsögumaður leyft sér að segja í ræðu sinni, þegar afhenda áttí verðlaunin, að dóm- nefnd kappróðursins hefði, leyfi til að, yeita verðlaunin ein,s 'Og henni sýndi'st, þrátt fyrir áður auglýstar regXtr? 3) Heldur sjömannadagsráðið, að slíkar aðgerðir sem þessair séu vel tíi þess fallnar, að auka vin- sældir sjómannadagsms meðal stéttarinnar og þátttöku í kapp- leikjum framvegis? 4) Hefir sjómannadagsráðið ekki fengið leyfi ti'l að reka veðbanka í sambandi við kappróðrana? Ef svo er — getur ráðið vænzt þess eftir slíka framkomu dómniefndar- innar, að nokkur treysti úrskurð- um hennar, svo að vænta megi þátttöku í slíkri starfsemi? Væri ekki eins líklegt, að 'leyfið til banlcastarfsiemi yrði tekið af ráð- inu aftiur? 5) Hvers átti róðrarsveit Arin- björns hersis að gjalda, að henni skyldi sýnd sú óvirðing, sem Hún varð fyrir? Þess skal getið,. að hvorki iróðrarsveit Arinbjörns he'rsis né Karlsefnis hafa tekið við verð- l'aununum, sem dómnefndin út- hlutaði þeim. Sú fyrrnefnda sam- þykkti að keppa aftur, enda lögðu þekktir íþróttamenn, sem fengnir höfðu verið til leiöbein- ingar, það 1iíl, að svo skýldi gert. Qg loks skai þess getið, að dráttur sá, sem orðið hefir á því, að þessar fyrirspurnir kæmu fram; stafar af því, að búizt var við leiðréttingu á máli þessu, þegar sjómannadagsráðið kæmi saman til fundar. En nú hefir fundur verið haldinn án þess, að leiðréttingar þætti þörf. ' HallgiSmlur Guðmándsson. Að gefnu tilefni viijum við lýsa JÓNAS SAGÐI að hér væri nú orSiS tvíbýli, eftir að Bretarn- ír komu hingað. Enn nú erum við í þríbýli. Stundum fer vei á með nábúum, en stunðum gengur nábýli mjög skrikkjótt og einu sinni heyrði ég um nábúa, sem drápu hundana og kettina hvor fyrir öðrum. En ég er ekki með neinar hrak- spár út af þríbýlinu hér. Langt frá því. Ég spái öllu hinu bezta um sambýlið. Það má bara ekki gleymast að við erum landeigend- urnir. Svo virðist og eins og ná- búar okkar kunni vel hvor við annan. Þeir eru nú farnir að skrif- ast á, ég á við vinnumennina, ekki hina stóru húsbændur þeirra í Washington og London. í íslenzk- enska blaðinu Daily Post (útgef andi Blaðahringurinn Sigurður Benediktsson) birtist bréf rétt eftir að Bandaríkjamennirnir komu hingað. Svar við þessu bréfi, frá Bandaríkjahermanni birtist svo í blaðinu í gær — og býst ég við að ýmsum þyki gaman áð sjá brot úr því. BANDARÍKJAHERMAÐUR- INN skrifar vini sínum, brezka hermanninum m. a. á þessa leið: „Sem svar við bréfi yðar Í5. júlí get ég sagt það, að okkur þykir vænt um, að geta létt af ykkur skyldustörfum ykkar hér á íslandi, svo að þið getið farið aftur heim til ykkar, til þess að sinna skyldustörfum, þar sem ykk-. ar er mest þörf. Við komum ekki hingað til þess að eyðileggja, rífa niður eða breyta á neinn hátt því, sem íslendingar hafa barist svo hraustlega fyritr að byggja upp. Við hefðum heldur viljað koma hingað á friðartímum, en á stríðstímum. Við áttum von á ofurlítið kuldalegum viðtökum hér, en við ætlum að reyna að upp- ræta þá tilfinningu og koma í stað þess á vináttu og samhug“. HEIMA í BANDARÍKJUNUM erum við friðsamir og vingjarn- legir menn. Og við ætlum að vinna yfir því, að sámkvæmt leikœg'l- tim Iþróttasambands íslands og þeim venjum, sem skapast hafa, getur keppandi eða sveit í kapp- leik þvi aðeins hlotiö verðlaun, að hún hafi fengið viðurkenndan tfma. Þ. Magnússon Jms Guðbjömsson. vináttu íslenzku þjóðarinnar. Að vísu er það til hindrunar, hve málin, sem töluð eru, eru ólík, en við höfum samt vonir um að geta unnið vináttu íslendinga., Við’ þekkjum ísland lítið, þjóð þess og siði. Ef til vill verða okkur á mörg mistök. Ef til vill móðgum við einhverja áður en við kynnumst þeim nægilega vel. Ef svo verður þá þykir okkur það mjög leitt. — Við biðjum þess aðeins pð okkur verði géfinn tími til að venjast siðum þjóðarinnar og háttum, áður en farið verður að dæma okkur“. „ÉG HELD að það sé ekki rétt af okkur að vera hreýknir yfir hinu hamingjusama hlutskifti þjóðar okkar gagnvart þessari litlu þjóð. Þvert á móti berum við virð- ingu fyrir henni fyrir það sem hún hefir framkvæmt af svo litlum efn- um. Við erum hreyknir af Banda- ríkjunum og okkur finnst að þau ættu að vera hreykin af íslandi. Við erum hreyknir af frelsi okkar og heitasta ósk okkar er að við- halda og geyma þetta frelsi . . . VIÐ ÍSLENDINGAR berum mikla virðingu fyrir Bandaríkj- unum og við vonum að sambýli okkjar við hermenn þeirra verði sem allra bezt. Okkur er það vel ljóst, að fyrst í stað er hætta á móðgunum, en þess er að vænta að gestirnir setji sig fljótt inní hugsunarhátt og framkomu heima- fólksins. Bretunum tókst þetta að dáanlega fljótt — og vonandi verða hinir ekki seinni. X SKRIFAR: „Ég var beðinn um að kvarta yfir því við þig, að það vantaði tilfinnanlega gang- braut yfir grasbalana nýju við Hringbraut, beint á móti lögreglu- bústöðunum. Eins vantar þarna skilti bæði á ensku og íslenzku, „gangið ekki á grasinu", þvi þarna eru hermannaskálar, og hermenn- irnir ganga þarna yfir, sem eðli- legt er, þar sem gangbrautina vantar. Vona ég að, þú getir kipt þessu í lag í snarkasti“. — ÞETA Á LÍKA VIÐ um Arnar- hól. Bæjarbúar virðast hlýða vel fyrirmælunum um að ganga ekki á grasinu — en hermennirnir hlýða því ekki. Eftir skamma stund verða þeir búnir að troða niður trjáplönt- urnar á horni Hverfisgötu og Ing- ólfsstrætis. Reynandi væri áð setja einnig spjöld þar. Hannes á hornimi. Víðsvegar á ströndum Bretlands hefir þessum voldugu vopnum verið komið fyrir. Þessi mynd er af risastórri 12 þumlunga fallbyssu, og eru skyttur hennar að hlaða hana

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.