Alþýðublaðið - 25.07.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.07.1941, Blaðsíða 3
---------* MÞÝÐOBLABIÐ •------------------ Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021:. Stefán Pét- ursson, (heima)', Hringbraut 218. 4903: Viihj. S. Vilhjálms- son, (heima), Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. ! Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 3.00 á mánuði. — 15 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. ♦-------------:------,------t------------♦ Ábyrgð vegfarenda. LT MFERÐAVIKAN, sem hófst j í gær, átti að befjast sariiia daginn og ameríksku hermenn- irnir komu hingað. Þá var henni frestab. Umferðavikurnar, sem lögregl- an hefir efnt til, ásamt öðrum aðilum, undanfarin ár, hafa haft stórmerka þýðingu fyrir bætta umferðamenningu, þó að langt sé frá því að hún sé orðin góð. Áður fyrr var hér alt á ring- ulrei'ð. Hver huigsaði tnn það eitt, að bjarga sér sem bézt gengi. Með aukinni umferð vairð Ijóst, að svo búið mátti ekki standa, og smátt og smátt, allt frá því, er Knut Ziemsen fymrerandi borg- arstjóri tók sér stöðu einn dag- inn, öllum tii störrar furðu, í miðju Austurstræti, og fór aö stjórna umferðiimi, hefir \.-erið að skapast fast form í umferðinná, og það heldur áfram. Þegar brezka setuliðið kom hingað, margfaldaðist umferð bif- reiða og bifhjóla og fólki fjölg- aði geysilega mjög skyndilega. Þetta gerði strangari umferðar reglur að knýjandi 'nauðsyn, og hefir þeim verið komið á, þó að betur megi gera, ef duga skal. / Margir héldu, að hið erlenda setulið myndi skapa næstum ó- yfirstíganlega örðugleika í um- ferðinni, en þessir spádómar hafa ekki rætzt. Yfirleitt hafa her- mennimir, það er að segja þeir, sem stjórna hinum erlendu far- artækjum, reynzt framúrskaimnidi \æl ,sýnt nærgæt'ni og árvekni, og má segja, að íslenzkir bif- neiðastjórar geti lært ýmislegt af þeim. Að vísu má fullyrða, að Bhet- arnir aki hraðar um göturnar en íslenzku bifreiðastfórarnir, en þeir gefa aftur á móti mdklu greinilegri merld en íslendingarn- ir og sýna meiri tilhliðrunarsemi. Er líka haft eftir þeim, að heimia í Englandi myndu bifreiðastjóirar, sem höguðu sér eins og sumir ís- lenzkir b freiðastjórar gera stund- um, tafariaust vera teknii* úr umferð. Það verðutf að fara fram á það viö íslienzka bifreiðastjória, a'ð þeir giefi grei'nilegrá merki, er þeir aka, ekki að eiins innanbæjar heldur og á þjóðvegunum. Það getur kiornið í veg fyrir marga á- rekstra og gert umferðina mi'kl’u léttari, þvi að bif'rei ðastjórairnir sjálfir geta miklu ráðið tum það, hve greið umferðin ei'. En það ,sem fyrst og fremst ber að ta]a um ,þegar uimferða- vika er höfð, er framkoma gang- andi fólks. Það er alveg undra- vert, hve erfiðlega gengur að kenna því isæmifega hegðun á götum úli. Sá, söm þetta ritar, stóð um stund í gær á borni Lækjargötu iog Ban'kastrætis, þegar umferðin var mest. Þaírma voru þrfr lögregiuþjöraar til leið- beiningar, en þeir hefðu þurft að vera helmingi ‘'fleiri. Það gekk ágætlega að hafa hemil á bif- reiðaumferðmni. Þó.var einstaka bifneiðastjóri, og þá allt af ís- fendingur, sem tieyndi að komast undan hinum föstu regluim. En það var hið gangandi fólk, sem skapaöi alla erfiðfeikana. Það virtist svo, sem margt af þessu fólki væri í leiðslu, er það kom að gatnamötunum. Það teit hvorki til hægri né vinstri, held- ur anaði beint út á götuna, án nok’kurs tillits til umferðarinriiar, kjagaöi þetta áfram eins og sauðkindur og hrökk fyrst við,er lögregluþjónn kippti i öxi þess. Þá leiit það upp, eins og það væri að átta sig á því, að það væri ekki heima á sínu eigin stofugólfi, og staðnæmdi’Sit, en það var líka athyglisvert, aÖ oft- ast vildi það standa kyrrt fyrir neðan gangsfétti'na, í hættunni, en ekki uppi á sféftimni, eins og því bar, og urðu lögregluþjónamir beinlinis að ýta því upp á gang- stéttina. Þetta er því óskiljanfegna, þar sem öilum hlýtur að vera ljós hættan. Eina skýrimgin er sú, að þetta fólk hugsi sem svo: „Þeir bara ráða því, ef þeir aka yfir mig. Þeir gera það ekki, því að þeir bera ábyrgðina.“ En þamla er einmitt misskilningurinn. Þeir, þ. e. bifreiðastjóramir, bera ekki einir ábyrgðina. iGamgandi fólk ber ábyrgð á sjálfu, sér, og það er rétt að minna á það, að á- byrgðin er ekki minni hjá því. Bifreiðastjórunium ber að fylgja hinum setta ökuhraða, þeim ber á hættulegum hornum að fylgja bendingum lögregluþjönanna. Sama gildir uim gangandi fólk. En sá, sem brýtur setta tieglu, ber ábyrgð á því, ef slys verður. Hvorugur er parna hærra settur en hinn. Aninars er bráðnauðsynfegt að hafa einhver viðuHög við óhlýðni á götum úti, hvað viðkemUr um- ferðinni. Ef fólk óhlýðnjast og fer ekki el'tir settum Umferðaregl- um, verður að vera hægt að sekta það. Líklegt er, að það þyrfti ekki nema stuftan tíma, því að fáir vilja verða fyrfr slíkum óþæginid- um. En þegar alit er gert til að fá fólk fii að fara eftir tleglUm, sem allar stefna að því að aufea öryggi þess jag það hlýðir ekfei, þá verður lögreglluvaldið að beita öðrum ráðutrn. Því vair einu sinni lýst yfir, að þetta myndi verða geri, en lítið hefir verið gert að þvi, iog þess vegnia er ekki farið eins nákvæmlega eftir hinum settu negDum og krdfjast vwrður. Hér er um mikið alvöm- og vandamál að ræða. Alltr verða að stuðla að því sem ein,n mað- Framh. á 4. síðu ALÞYÐUBLAfHI) FÖSTUDAGUR 25. JCU 1941. FINNUR JÓNSSON: átfiifii iim sildarsolu mboðið i Ameriku Atvinnum álaráðherra vildi láta bróður sinn hafa það og neitaði síldarútvegsnefnd um einkasölu á síldinni, þegar það fékkst ekki. -----«---- \T EGNA fjarveru minnar úr Reykjavík, hef ég eigi ^ tekið þátt í blaðadeilunum um Síldarútvegsnefnd. En þó umræður um það mál hafi staðið all lengi, tel ég rétt að upplýsa nokkru nánara en gert hefir verið tvö meginatriði: Hið fyrra er það, sem ég hef nefnt fjölskyldusjónarmið at- vinnumálaráðherra, og í því sambandi starf Vilhjálms Þór og samþykktin um að ráða Fritz Kiartansson, sem umboðs- mann í Bandaríkjunum. Hið hagsmunir útvegsmanna, sem borð, ásamt tiliögum fulltrúa útvegsnefnd. Stofnnn «p starfseml sildarútveisnefndar. Það er kunnugt, að lögin um Síldarútvegsnefnd voru sett fyrir atbeina AUþýðuiflokksins í árslok 1934 til þess að ráða bót á vandræðum síldarsöl- unnar. Nefndin er skipuð 5 mönn- um. Óskar Jónsson í Hafnar- firði, Sigurður Kristjánsson, Siglufirði, og ég, höfum verið í nefndinni frá byrjun, enn- fremur Jakob Frímannsson á Akureyri, sem gekk úr henni um áramót, en í stað hans kom Björi^ Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri á Kópaskeri. Fulltrúi útgerðarmanna var Jón Arne- sen konsúll á Akureyri, þar til hann lézt fyrir þrem árum, þá tók við af honum Jóhann Þ. Jósefsson alþingismaður. Nefnd in hefir þannig alltaf verið skipuð tveim Alþýðuflokks- mönnum, tveim Sjálfstæðis- mönnum og einum Framsókn- armanni. Lögin um síldarútvegsnefnd- ina voru mín verk meira en nokkurs annars manns. Það hvíldi þess vegna nokkur skylda á mér um framkvæmd þeirra ,enda hafði ég þar hags- muna að gæta fyrir kjósendur mína. Ég tók í fyrstu að mér formennsku ;í nefndinni eftir áskorun ráðherra Alþýðu- flokksins og hef síðan verið skipaður til að gegna henni af ráðherrum tveggja annarra stjórnmálaflokka. Þetta var engan veginn vandalaust verk. Það mátti heita föst venja í síldarverzluninni, að ef vel aflaðist, töpuðu allir. Auk þess hafði íslenzka síldin hið versta orá á sér fyrir slæma verkun, einkum var alveg sér- stakt ólag á sölu og verkun matjessíldar. Fyrsta tilraunin til að bæta úr iþessu, eftir hrun Síldareinkasölunnlar, var gerð með stofnun „Samlags ísl. mat- jessíldarframleiðenda“ á árinu 1934. Fékk það einkaútflutn- ing á matjessíld með bráða- birgðalögum, og var ég kosinn formaður þess. Störf þessa sam síðara atriðið er afstaða og ráðherrann hefir borið fyrir Sjálfstæðisflokksins í Síldar- lags heppnuðust mjög vel, en síldarsaltendur gátu eigi sam- einast um að halda því áfram á frjálsum grundvelli og skor- uðu á ríkisstjórnina að láta Síldarútvegsnefnd fá einka- sölu á matjessíld. Ríkisstjórnin varð við þessari áskorun út- gerðarmanna, og hefir Síldar- útvegsnefnd, samkvæmt henni, síðan haft 'einkasöluna á hendi, þar til nú, að atvinnumála- náðherra hefir afnumið hana, þvert ofan í nýjar áskoranir mikils þorra síldarsaltenda og gegn' vilja fulltrúa Sjálfstæðis- manna í nefndinni. Síldarsaltenldur og útgerð- armenn, sem margoft yoru búnir að brenna sig á skipu- lagsleysinu í síldarsöltunimm, standa nú agndofa yfir þessari ráðstöfun atvinnumálaráðh., Ólafs Thors, sem gerð er þvert gegn þeirra vilja, og að því er séð verður eingöngu af fjöl- skylduástæðum. Skulu nú gefnar á þessu nokkrar skýringar. Slldanalao til Amerfko. Sumarið 1935, þegar mestur varð síldarbresturinn, hafði síldarútvegsnefnd gert samn- inga við J. A. Duncan. sem fyrstur hafði gerzt til að vinna íslenzkri matjessíld markað í Ameríku með samningum, er gerðir voiru við Samvinnufé- lag ísfirðinga árin 1933 og 1934. Duncan hafði bæði árin lent í höggi við nokkra amer- íkska síldarinnflytjendur, sem vildu ekki þessa nýju síld á markaðinn og gerðu allt, sem þeir gátu, til . þess að ónýta þessa tilraun, sem varð svo mikilsverð fyrir íslendinga, eins og raun ber vitni um. Varð hann fyrir fémissi og sárum vonbrigðum og lézt í hafi á leið til Ameríku haustið 1935. Nú var úr vöndu að ráða. Forvígismaðurinn fyrir sölu íslenzkrar síldar í Ameríku var látinn og stærstu innflytjend- urnir fjandsamlegir, vegna hagsmuna, er þeir áttu í Alaska síld. Réðist þá Vilhjálmur Þór bankastjóri til Ameríkuferðar og tók hann að sér að gera samninga fyrir síldarútvegs- nefndina. Réð hann vel fram úr þessum málum og fann nýja menn, sem voru fúsir til að taka upp baráttuna, þar sem Duncan hafði fallið frá. Voru samningar við þá gerðir 1936 og framlengdir fyrir árið 1937 og sú aðferð höfð eftir ráði Vilhjálms Þór, að veita kaup- endum einkaumboð í Ameríku. Vorið 1938 tók Vilhjálmur Þór að sér forstöðu heimssýn- ingardeildar íslands í New York, og varð að samkomu- lagi milli hans og síldarútvegs- nefndar fyrir tilmæli ríkis- stjórnar, að hann hefði áfram söluumboð fyrir nefndina, til þess að létta á sýningarkostn- aðinum. Slíkt hið sama varð einnig á árinu 1939 og 1940 vegna þess, að sýningartíminn yar þá fram lengdur um eitt ár, og kom í ljós við framkvæmd samning- anna öll árin, að óhjákvæmi- legt var að Síldarútvegsnefnd hefði umboðsmann í New York. ■ Deilao oin slldarsðln- DBboðlt I Amerihn. í vetur ,sem leið, þurfti að ráðstafa þessu umboði. Vil- hjálmur Þór var kominn heim til íslands og tekinn við bankastjórn. Heimssýningin var hætt, og verzlunarfulltrúa- starfi í þágu landsins hafði verið breytt í aðalræðismanns- stöðu. — Síldarútvegsnefnd hafði borizt umsókn um umboð frá Fritz Kjartanssyni, sem verið hafði umboðsmaður nefndarinnar í Póllandi, og til þess kjörinn með atkvæðum allra nefndarmanna, minnsta kosti hin síðari árin. Er þessa getið hér, vegna þess, að Fritz Kjartansson varð um skeið fyrir hörðum árásum í sumum blöðum Sjálfstæðisflokksins, en hann hafði með dugnaði sínum unnið sér viðurkenningu og traust allra nefndarmanna. Fritz Kjartansson hafði í Pól- landi haft viðskipti við sams konar fólk og síldarinnflytjend- ur eru í Ameríku með góðum árangri. Hann hafði orðið land- flótta úr Póllandi vegna hertöku Þjóðverja og var búinn að vera stafsmaður síldarútvegsnefndar í fimm ár. Nefndifri hájfði á hverju ári sent menn til Pól- lands sjálf, en alltaf varð sama niðilrstaðan: hagkvæmastiir samningar voru jafnan gerðir fyrir milligöngu Fritz Kjartans sonar. Eins og endranær voru í M. á 4. sSðœ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.