Alþýðublaðið - 29.07.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1941, Blaðsíða 4
Í’RIÐJUDAGUR 29. JCLl 1941. ALÞYÐUBIAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Karl Jónasson, Laufásvegi 55, sími 3925. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónmyndum. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Rússland: Land og saga, II (Knútur Arngríms- son kennari). 20,55 Orgelleikur í Dómkirkj- unni (Páll ísólfsson): a) . Bach: Prelúdía og fúga, C-dúr. b) Saint-Saéns: Rap- sódía, a-moll. c) César Franck: Choral, a-moll. 21.30 Hljómplötur: Kirkjukórar. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Skömmtunarseðlarnir Afhending seðlanna fyrir ágúst og september hófst í gær og stend- ur yfir til föstudagskvölds. Fólk er áminnt um að hafa með sér §tofna af eldri seðlum, þegar það sækir seðlana. Fargjöld með strætisvögnum hækka um 5 aura nú um mánaðamótin í hverjum gjaldflokki, samkvæmt heimild póst- og símamálastjórn- arinnar. Sagnaþættir úr Húnaþingi nefnist nýútkomin bók eftir Theodór heitinn Arnbjarnarson frá Ósi. ísafoldarprentsmiðja gaf út. Sögulegasta ferðalagið heitir nýútkomin bók eftir Pétur Sigurðsson erindreka. Útgefandi er ísafoldarprentsmiðja. Sagnir og þjóðhættir eftir Odd Oddsson á Eyrar- bakka. Þessi bók er nýlega komin í bókabúðir, en útgefandi er ísa- f oldarpr entsmið j a. Mánaskin heitir nýútkomin ljóðabók eftir konu, sem kallar sig Hugrúnu. Út- gefandi er ísafoldarprentsmiðja. Arfur hetir nýútkomin skáldsaga á for- lag ísafoldarprentsmiðju. Höfund- ur hennar er frú Ragnheiður Jóns- dóttir. FERÐIN TIL ENGLANDS. (Frh. af 3. síðu.) inn okkar var sjóvei'kur, en Eng- Iendingar, er við áttum tal við, þökknðu það því, að feður vorir til forna hefðu verið víkingar. Þegar kl. var um sex þennan dag að kvöidi, þótti mér kynlega fyrir bera, hvað fuglar vo'iiu lorðnir margir, er fylgdu skipinu. Voru þarna komnar fug’.iateg- undir, sem ekki em við Island. En það, sem mér þótti einkum tíðinduim 6æta, var, að' þama voru tvær veiðibjöl]ur, en þær halda sig sjaldan langt undan landi. En brátt kom í ljós, að við vorum eftir tveggja sólar- hringa ferð kornnir undir land við Bretlandseyjar. Skipið var svona hraðskreitt. Þetta skýrði þá, hvers vegna veiðibjöllurnar varu þama; en geta má, að fugl þessi er yfirleitt fátiður við Bretiandseyjar. Skifti mjög um, er við vorUm bomnir í hlé af Suðureyjum, er forfeður okkar svo nefndu (He- brides öðru nafni): Varð þá allt í einu sjólaust. En það var mjög í sama mund, að við náðum skipa’.est, er var á undan okkur, og fómm við fljót- 400 hefskip í smíð- i| m í Baodaríkj- nanm. ÞAÐ var upplýst í út- I varpinu í London í morgun, að hvorki meira 1 I; né minna en 400 herskip ;; væru nú í smíðum í | Bandaríkjunum. :; Af þessum herskipum ; i; eru 17 orustuskip, 2 flug- ; vélamóðurskip, 57 beiti- | skip og 150 tundurspillar. \ Hitt eru ýmis konar miúni „ herskip. i Lega fram úr henni. Voru þetta um 40 skip. Nokknum stundum síðar náðum við annarri lest með liðlega 30 skipum. M'orguninn eftir mættum við tveim lestum, er fcomu á móti okkur, svo hér hefði verið eitthvað að skjóta á, ef Hitler hefði átt eitthvað að gera það með. En blk'kur varð á orði, að margt myndi f.au'strið fljót'a ,er Bretinn ætti, úr því svona margt rnætti sjá á jafn stuttri leið. Eftir tæpra þriggja sólarhringa ferð fr,á Reykjavík var atkerum varpað í akvörðun'airhöfn í Sfcotí- landi. i Þennan dag sáum' við ísiaind í fjarsfca og minntumst fornra sagna: Ólafs pá, er hánn 'fór að hitta afa sinn, og Þorsteins Síðu- Hallssonar, er hann settist niður að binda skóþveng sinn á flóttan- um úr Brjén-sbardaga, og sagðist ekfci ná heim hvort eð væri um kvöldið, því að hann ætti heima úti á íslandi. Brjánshardagi stóð hjá Klontarf, rétt fyrir norðan1 Dýflina, höfuðborg íriands, ssm nú er. Þess má géta, að engar þýzkiar fiugvélar saum við, en nokkrar brezkar: Eitthvað tvisvar - eða þrisvar í förinni milli landa uirðu tundurspiþarnir, er fylgdu okkuir, „varir“, og snéri þá jafnan anniar þeirra við. Tæki þau, er þe;r leita að kafbátum með, eru, í eðli síniu lík „rafmagns]óðinu“, sem dýptin, er mæld með, og svo náfcvæm eru þau, að vart vefður við hval eða jafnvel stóran fisk, ef hann er ofarlega í sjónum. Verði leið- söguskip v,art við eitthvað, hvað lítið sem það er, snýr það þegar við, til þess að ganga úr skugga um, að þarná sé ekki kafbátur, En í hvert skifti, sem það fcorn fyrir, að annarhvoir tundurspillir- inn snéri við til þess að rannsafca nánar, hváð hann hefði orðið var við, mátti finn,a dáiítimn tauga- kitling. Það hefði verið sögulegra að komast í þó ekki væri nema pínulHla sjóorustu. ■ GAMLA BIÖ Læknirinn Ameríksk kvikmýnd Aðalhlutverkin JEAN HERSHOLT DOROTHY LOVETT Sýnd kl. 7 og 9. ■ NYJA BfÖ ■ Önnur fiðla. (Second Fiddle) Ameríksk skemtimynd frá 20th Century Fox Pictures, með hljómlist eftir Irving Berlin. Aðalhlutverkin leika: TYRONE POWER og skautadrotningin SONJA HENIE. Sýnd kl. 7 og 9. Innilega þökku mvið öllum, sem sýndu samúð og hluttekn- ingu við jarðarför hjartkæra sonar míns og bróður okkar, Agnars Sturlusonar. Sigríður Þorvarðardóttir og þörn. Innilega þökkum við öllum, sem sýndu samúð og hluttekn- ingu í sorg okkar og við jarðarför okkar hjartkæru konu, móður og tengdamóður, Rannveigar Ólafsdóttur. Asbjörn Pálsson, börn og tengdasynir. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Pálínu Vigfúsdóttur. Fyrir hönd aðstand'enda. Theódór Magnússon. FÉLnQ UHGRH JHFriHÐnRMHHHn: ' Skemmtiferð dagana 3. og 4. ágúst Félagið efnir til skemmtiferðar um riæstu hélgi að GULLFOSSL og GEYSI, í LAUGARDALINN og til ÞINGVALLA. Earseðlar- verða seldir fram til fimmtudagskvölds á skrifstofu Alþýðu- ílokksfélagsins, Alþýðuhúsinu, 6. hæð, sími 5020. Félagar eru.i áminntir um að tryggja sér þá í tíma, vegna þess hve þátttaka,- takmarkast við þær bifreiðar, sem leigðar hafa verið til fararinnar. Hth. Skrifstofci Hlþýðuflokksfélagsins er opin frá kl. 9 12 og 3 — 7. STJÓRNIN_ 27 VICK:i BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ bílferðum. — Eða þegar maður er veiklyndur og efast um, að riokkru-sinni komi bréf frá vissum sér- fræðingi... Puck kom hlaupandi gegnum garðinn. — Þér er kalt á höndunum, hvað gengur að þér? spyr hún um leið og hún heilsar honum. Hún var glöð og henni var heitt. — Við vorum að aka heim heyi í dag, segir hún. — Ég er alltaf eins og í vímu, þegar verið er að hirða heyið, það er svo sterk angan af heyinu, og það er hægt að velta sér í því, og það er hægt að sitja uppi á ækinu, þegar því er ekið ofan dalinn. Það er dásamlegt, jafnvel þótt stundum sé hætt við að maður detti út af ækinu. Tiger sleikti hönd Hells ,en Hell, sem var fölur í andliti og þreytulegur, bað um að mega tala við baróninn. — Pahbi er með hita í dag, en komdu bara, sagði Puck. — Honum þykir vænt um, að þú skulir koma — er það ekki satt, Tiger? Við skulum fara og segja pabba, að hann sé kominn. Hell ræskti sig nokkrum sinnum og átti erfitt um andardráttinn, en loks gat hann hleypt í sig kjarki og barið að dyrum hjá Dobbersberg. — Ég bíð hérna úti, sagði Puck. — Pabbi þolir ekki að tala nema við einn í einu, þegar hann hefir hita- veikisköstin. Dobbersberg lá í rúminu. Hann hafði borðfjöl yfir rúminu, svo að hann gæti skrifað, og lítill lampi brá bjarma á handritið hans. Ég hefi veitt því athygli, að ég verð hugmynda- ríkari, þegar -ég hefi hita, sagði hann formálalaust. Það fljúga margar hugsanir gegnum huga minn í einu. Ég gæti trúað, að á dauðastundinni geti mað- ur í einu svipleiftri hugsað allar þær hugsanir, sem maður hefir hugsað um ævina. Þekkið þér annars bók mína: „Takmörk vitundarlífsins11? — Nei, því miður, sagði Hell. Hann reyndi að fin-na leið frá heimspekihjali prófessorsins að vanda- máli sínu viðvíkjandi smokingnum. — Þér komið sjaldan hingað yfir um, þér eruð bersýnilega farinn að una yður vel hinum megin, sagði baróninn. — Það er leiðinlegt, Púck hefir svo gaman af heimsóknum yðar — vesalings telpan. Það var bersýnilegt, að baróninn hafði aðkenn- ingu af óráði, það var hitaveikisgljái í augum hans. — Heyrið þér hljómlistina frá veitingahúsinu Stóri Pétur? spurði baróninn. — Já, það er Honolulu-Shimmy, sagði HelT og hreyfði fæturna eftir hljóðfallinu. — Já, einmitt það, Honolulu-Shimmy, það var lóðið, sagði baróninn og vaggaði höfðinu eftir hljóð- fallinu og brosti sínu gleðisnauða brosi. Hell stefndi nú beina leið að takmarkinu. — Ég get trúað yður fyrir því, að mér þykir mjög gaman að dansa, sagði hann. — í hvert skipti, sem ég heyri danslög leikin, verð ég eirðarlaus. Eftir átta daga verður dansleikur í veitingahúsinu Stóri Pétur. Ég veit ekki, hvernig fer, ef ég kemst ekki á dansleik- inn. ( Baróninn hafði hnigið í dvaja undir öllum þessum lestri. Hann leit nú upp og horfði á unga manninm rannsakandi augum. — Einmitt, sagði hann með hægð, og um leið fóru tennurnar að glamra í munn- inum á honum. Hann rétti út höndina eftir vasa- klútnum sínum og hélt honum fyrir munninum. — Get ég .... get ég nokkuð gert fyrir yður spurði Hell óttaslginn. En baróninn bandaði frá sér„. . — Nei, þakka yður fyrir, svaraði hann með erf- iðismunum. Þetta er bara ofurlítið kast. í næsta skipti tölum við út um málið. En eins og stendur er ég ofurlítið þreyttur. Hell læddist út gramur og ruglaður. Það var orðið að þráhyggju hjá honum, að hann yrði að fá þessa 52 skildinga og hann var ekki í því skapi að gefast upp. Niðri í aldingarðinum fann hann Puck. Hún sat þar milli tveggja runna og tíndi ribsber. — Hérna í fjöllunum eru ávextirnir svo lengi að- þroskast. Þau eu súr ennþá, sagði hún og rétti hon- um ber. í runninum var krökt af bjöllum og hið fræga Meyjavatnsmý beit hann miskunnarlaust. í vaxandi kvöldrökkrinu varð allt svartgrænt á lit- inn, og Hell gat varla séð framan í Puck. — Komdu, Puck, ég þarf að tala alvarlega við þig, sagði hann og lét hana setjast hjá sér á bekk„. — Við erum vinir, er ekki svo — Jú, sagði Puck og spennti greipar. — Þú myndir vilja hjálpa mér, ef mér lægi mikið á, er ekki svo, Puck? Annars myndi ég alls ekki biðja þig . . Það er nefnilega ekki svo ýkja auðvelt. — Segðu það bara. hvíslaði Puck. Hell gat heyrt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.