Alþýðublaðið - 30.07.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.07.1941, Blaðsíða 2
MLÐVIKUDAGUR 30- JCU 1941 ALÞVÐUBLAÐIÐ 5 nýjar bœbnr. I í 1. Mánaskin, Ijóðabók eftir Hugrúnu. I 2. Sögulegasta ferðalagið, eftir Pétur Sigurðsson. S 3. Arfur, skáldsaga eftir Ragnheiði Jónsdóttur. 4. Sagnir og þjóðhættir, eftir Odd Oddsson á Eyrar- !- bakka. 5. Sagnir úr Húnaþingi, eftir Th^odór Arnbjarnarson- Allt eru þetta góðar bækur, hver á sína vísu. Takið þær með yður, ef þér farið úr bænum, það er gott að hafa eitthvað til að líta í, ef dregur fyrir sólu. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU. Er að verða árángur af margra ára baráttn? Ræðst bœjarstjórn í byggingu 3ja og 4ra bæða sambýlishúsa ? —....♦ Tillögauppdrættir hafa verið lagðir fyrir bæjarráð, en eftir er að taka ákvörðun UM DAGINN OG VEGINN Ölkærir menn eru þyrstir. Bréf ( frá Ölver um bruggun og sölu áfengs öls. Ummæli um fornmenn vora og öskrin úr kjallara lögreglustöðvarinnar. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. ¥ FUNDARGERÐ bæjar- ráðs frá 25. þessa mán- aðar stendur eftirfarandi klausa: „í sambandi við húsnæðis- vandræðin í bænum og um- ræður í bæjarstjórn um það mál sýndi borgarstjóri til- löguuppdrætti að 3ja og 4ra hæða sambýlishúsum, sem hann hefir látið húsaméist- ara bæjarins gera. Ákveðið að athuga málið nánar.“ Þessi klausa segir ekki mik- ið, en hún er þó nýjung í sögu bæjarstjórnarinnar, jafnvel þó að meirihluti bæjarráðs láti málið ekki komast lengra. Um fjöMa ára skeið hefir Al- þýðTifliokkiurinn háð steitulaiuisa baráttu fyrir bættiuim húsakynn- trni í Reykjavík handa ahrienni- ingi. Megin sókn Alþýðufliokksins í þessu máli hefir stefnct að þvi, að bæjarstjórn færi að d;æími bæjaTstjórnar í öllíum höfuðboírg-- um Niorð|url,anda og léti byggja á sinn kostnað íbúðárhús, sem hún síðan leigði við samngjörnu verði og gerði með því hvorþ- ftveggjal (isjenn að bæta húsniæð- ið iog auka það og þar með bæta hei'lsufarið og halda húsa- ieigunni í skefjum. En íhalds' og aftu'rhaldsvígin hafa verið rammger. Bngum af lögum Alþýðuflokksins befir ver- ið sint- Einu afrek íhaldsmanna hafa verið Pölarnir alræmdu og Selbúðimar, minnisvarðamir um afturháld og ómyndarskap þeirra manna, er stjórnað hafa höfuð- stað íslands. Það var ekki fyrr en Alþýðuflokknum óx svo ás- íneginn á alþingi, að haran gat komist í samningsaðsíöðu þar,að bonum tókst að fá því fram- gengt að hafnar vom byggingiar hoilra, glæsilegra og ódýrra í- búða: Verkamanraabústaðirnir — iog raú eru þar bundruð fjölskyld- u,r, sem annars hefðu þurft að vera áfram á hanabjálkalioftum og kjölliuriuim leiguhjallanua við okurleigu. En það er óralangt frá því að þetta hafi nægt. Framhald Rvík- urbæjar sjálfs í byggingaimálun- um hefir vantað — og afleiðing- in hefir meðal anraars ii'ls orðið sú að ekki hefir verið hægt að fiytja úr kjailaraholunuim og öðr- um svokölluðum íbúðum, sem heil brigðisnefnd hefir bannaö. Nú fyrir skömmu bánu fulltrú- ar Alþý&uflokksins fram í bæj- arstjórn enn eina tillögu sína Um að bærinn rarmsakaði alla mögu- teika á því að hefja byggingar á saimbýlishúsum með smáibúð- um. Töluðu fulltrúar flokksins mjög fyrir þessum tillögum sín- um — iog nú bar nýrra við: of- lítils, en niokkurs þó, skilnings virtist gæta hjá fulltriium íhaMs- ins- Málinu var vísað til bæjarráós og árangurinn er orðinn feá, eins og klausan í fundargerð bæjar- ráðs bar með sér, að tillöguupp- drættir liggja fyrir um þriggja til fjögurra hæða sambýlishús. Vonandi verður nú haldið á- fram og framkvæmdir hafniar. Byggingarfélag verkamanna getur byggt 60 íbúðir í siumar og þvi þá ekki Reykjavíkurbær. Landssambaid blaad aðra kðra oa fcveaaa kðra. AÐALFUNDUR Landssam- hands blandaðra kóra (o(g kvennakóra var haldinin í Rjeykja- vík 7. Júlí þ. á. Framkvæmdastjórn sambands- ins gaf skýrslil Um sitörf sam- bandsins á liðnu ári. Hafði stjóm sambandsins uninið að því, meðal annars, að útvega kómm immam sambandsins söngkiennslu. Söng- keranarar sambandsims á þessu starfsári voru þan frú Jóhannia Jóhannsdóttir, Þórður Kristleifs- soon söngkennari og séra Mar- inó Kristinsson. Sambandsstjórn hafði á árinu skrifað öllum sóknarpiiesitum á landinu, um eitt hundrað að töliu, þar sem ekki vom starfandi kór- ar, sem eru í sambandinu, og skýrt þeim frá stofnun þess og tilgangi, og leitað upplýsinga hjá þeim hvort starfandi væru í þeirra sókn blandaðir kórar eða kirkjiukórar, ef svo væri ekiki, hvort skilyrði mundu vera fyrlr stofraun blandaðs kórs, og hvort hæfir menn, siem áhuga hefðu fyrir málinu, væru fáanlegir til að stjórna þeim. Sambandinu hafði borizt svar frá tíu söknar- piestum, og vorin þeir alldr mál- inu hlynntir og hvetjandi slíkrar félagsstiofnunar, því allstáðar væri mikið af söngelsku fólki, sem hefði áhuga fyrir sömg og vildu starfa í kómrn, en - riíða vantaði rraenn til að stjómia söng- flokkunium. I þessu sambandi var rætt Um nauðsyn á því, að halda nám- sueið fvrir söngstjöra utan af landi, og var samibandsstjórnmni falið, að athuga möguleika á, að halda slíkt némskeið, og leita um það samvinnu við hliðstæð félög eða stofinanir. Etnnig var á fundinum rætt um almeinna sönginín: og stofnun nýrra kóra, þar sem skilyrði væru til þess, og var söngstjóruim sam- bandskóranná fialið að vimna að þessu, hver í sínum landshluta, og leita um það saimvinnú við söngmálastjóra kirkjunnar. Ákveðið var að verja til söng- kennslu fyrir sambandskóraina kr. 3000,00 og tili útgáfu sérstaks sönglagabeftis fyrir blandaða kóra allt að kr. 1000,00. í framkvæmdastjórn sambands- ins voru þessir kosnir: Jón Alexandersson, forstöðu- maður Reykjavík fomiaður, Guð- mundur Benjamínsson klæðskera- meistari Reykjavík ritairi, Bent Bjarnason bókari Rieykjavík fé- hirðir. í varastjórn voru kosnir: • Sigríður Stefánsdóttir frú Rvílc varaformaður, Guðmundur Jóns- son símamaður Reykjavík, vararit ari, Marinó Guðjónsson trésmið- ur Reykjavík varaféhirðir. Endurskoðendur vom kosnir: Brynju.fur Sigfússon söngstjóri, Vestmannaeyjuan og Sveinn Guð- mundsson fofstjóri Vestmanna- eyjum. I stjórn söngmálaráðs vom kosnir: Björgvin Guðmundsson tön- skáldJ Akureyri, Jónas Tómas- son söngstjóri ísafirði fyrsti með- stjórnandi og Jakob Tryggvason söngstjóri annar meðstjómandi. Ymsum mönnum virðist svíða það all verulega, að þeir skuli ekki geta fengíð Sterka ölið, sem hér er framleitt og selt Bretunum. En eftir því, sem ég hefi heyrt eru Bretarnir ekkert sérlega hrifnir af því og myndu gjarna vilja láta okkur ísledingum það í té, ef við vildum það. — Sumir menn ganga með sífeldan brennivínsþorsta og er það afar slæmt fyrir þá og þjóðfélagið, því að bezt væri að enginn drykki og þarf ekki að ræða það frekar. ÉG HEF STUNDUM gert þessi mál að umtalsefni og allir lesend ur mínir þekkja afstöðu mína. Mér hafa ekki borist bréf til and- mæla fyrr en nú fyrir nokkrum dögum og af því að þetta bréf er skemmtilega skrifað og í hálfkær- ingi, þá ætla ég að birta það og geta menn svo velt fyrir sér rök- semdum Ölves, en svo nefnir bréf- ritarinn sig. Bréfið er svohljóð- andi: STRÍÐSTÍMAR eru alltaf breyt- inga og byltingatímar. Þetta vita allir íslendingar, já, þeir sjá þessar einföldu staðreyndir sannast svo að segja daglega á þessu drottins ári. Breytingar á lífsvenjum Evíópuþjóðanna, breytingar á landamærum, breytingar á vernd, breytingar á verðlagi o. s. frv. Ein kunarorð vorra tíma er breyting. í ÖULUM norrænum menningar löndum er leyfð sala sterks öls, hefir svo verið frá því sögur hóf- ust. Vér íslendingar höfum sagnir af því, að á Gullöld vorri hinni fyrri var öldrykkja mikil, Snorri Sturluson, Njáll inn spaki, Egill Ska^agrímsson, Skarphéðinn Njáls son og ótal fleiri fornmenn dreyptu á sterku öli og virtist ekki verða vont af. Snorri Sturluson var söguritari og stjórnmálamaður og liggur síst minna eftir hann á báðum þessum sviðum en Jónas Jónsson fá Hriflu, þótt eigi afneit- aði hann ölinu. Egill Skallagríms son sigldi langskipi sínu vítt um höf, kom hann víða við ^og hitti þó hvergi jafninga sinn hvorki í vígfimi né orðsins list, þótt eigi af- neitaði hann ölinu. Stóð Egill si§ ólíkt betur en Benedikt G. Waage í u.tanförum sínum. ÞESSI DÆMI, sem ég hefi nefnt eru engin einsdæmi, svona var af- staða allra fornmanna vorra til öls ins. Það styrkti þá andlega og líkamlega. gerði þá nýtari og betri, sterkari og gáfaðri. Aldrei er þess getið, hvorki í sögum né annálum, að fornmenn hafi verið teknir úr nmferð, þvert á móti voru þeir alltaf í umferð. Þeir voru heitir og gamansamir er þeir höfðu bragð að á öli, en aldrei drukknir. Þeir þekktu ekki slagorðið ,,ölvuðum mönnum bannaður aðgangur", sem Framsóknarmenn nota við hverja sína útiskemmtun. Á NOÐURLÖNDUM hafa setið á stóli jafnaðarmannastjórnir um all langt skeið, aldrei hafa þær gert nokkrar ráðstafanir til tak- mörkunar eða banns á sölu sterks öls og samt hefir kyndill lýðræðis- ins hvergi logað betur og skærar en einmitt þar. Sama má með sanni segja um fyrrverandi tví- býlisþjóð vora, Breta. HÉR Á ÍSLANDI er bannað að selja landsmönnum sterkt öl, en bruggað er í Bretana og virðast þeir halda hjálmi og herklæðum öllum furðu vel, þrátt fyrir ölið. Hinsvegar er lyfileg sala rándýrra, óþjóðlerga. brendra vína hér á landi, einnig er leyfilegt að stofna og starfrækja stúkur. Aldrei var Snorri Sturluson í stúku, aldrei var Skarphéðinn Njálsson æðsti templar, aldrei var Egill Skalla- grímsson kapilán, þeir dreyptu á sterku öli og urðu sterkar söguleg- ar persónur. NÚ Á ÞESSUM breytingatímum skulum við íslendingar koma í framkvæmd einni skynsamlegri breytingu þ. e. leyfa sölu sterks, íslenzks öls. Þannig mundum við efla norræna samvinnu og menn- ingu, og bæta um leið við 1. fl. útflutingsvöru því að það er mál manna, að sterkt, íslenzkt öl sé eitt hið, bezta mælt á heimsmæli- kvarða. Þetta ætti oss íslendingum að vera hagsmunamál eftir að vér höfum heimt vort fulla frelsi að nýju. Það væri tákn vorgróðurs og karlmennsku og myndi vafa- laust hlýja þeim Snorra Sturlu- syni, Agli Skallagrímssyni og öll- um fornmönnum um hjartarætur, hvar sem þeir eru nú. Það er vafa- laust, að bræðraþjóðirnar á Norð- urlöndum myndu fagna þessari breytingu og telja hana vænan þátt í- hinu norræna bræðrabandi. ÞAÐ ER fjandi hart, en lýsir þó all-vel hinum andlega ræfilshætti, sem hér hefir ríkt um skeið, að fá- einir myglaðir templarar skuli hindra famgang þessa þjóðlega máls. íslenzk alþýða þráir hið þjóð lega sterka öl, sem færir með sér andagift, karlmennsku og menn- ingu. Það er því krafa vor í dag, að hrundið verði strax í fram- kvæmd þessu mikilvæga máli! ÞANNIG er bréfið. Það er kunn- ugt að Egill Skallagrímsson var ölkær, hann gat kennt ölinu um helstu ávirðingar sínar. Ekki mun hann hafa verið frýnilegri en hinir flibbaklæddu nú á dögum, þegar hann lá spúandi af of mikilli drykkju. Hvar stendur það að Njáll hafi drukkið, eða Skarphéðinn? Og hver segir, að Snorri Sturluson hefði ekki orðið enn meiri afreks- rriaður, ef hann hefði ekki drukk- ið? Það var ekki von, að þessir fornmenn okkar væru teknir úr umferð þegar þeir voru að flækjast fullir um sveitirnar, því að þá var engin umferðalögregla til! EF VIÐ ÆTTUM að fara að taka upp drykkju sterkra öltegunda ein göngu af því að fornmenn gerðu það, þá gætum við alveg eins tek- ið upp aðra siði þeirra, manndráp þeirra, fyrirsát og morðbrennur. Hvar eru takmörkin. Ég er þó ekki að segja þetta af því að ég álíti að öldrykkja sé sambærileg. ÉG GEKK NÝLEGA að kvöldi til fram hjá lögreglustöðinni í Póst- hússtræti. Neðan úr kjallaranum undir húsinu heyrði ég villidýrs- öskur og undraði mig stórum, þar til ég áttaði mig: Þarna voru þeir, sem teknir höfðu verið úr umferð þá um kveldið. Svona var nú þessi mynd. Annars er þetta margum- deilt mál. Margir geta neitt á- fengrá drykkja, án þess að þeir bíði við það verulegt tjón, en margir geta það ekki, og skapa sjálfum sér og öðrum óbærilegt böl. Hvað á svo að marka afstöðu manna til þessa máls- — Annars er hréf þetta svo vitleysislega skemmtilegt, Ölver sæll, en því miður: Ég á* ekkert, geti ekki út- vegað það og vil ekki, þó að ég gæti. Hannes á horninu. Kanpi gtsll hffista veiffl. 89@- nrþóí, Hafnantrntí 4. THE WORLD'S GOOD NEWS wlll come to your home every day through liTHÉ CHRISTIAN SCIENCE MONITOR An Intematlonal Datty Newspaper U peoords íor ycru th« warl<l*s clean, eonatrocttvo doinga. The Monltor .dœs not explolt crlme or eensáaön1: nelíher does lt ignore thein, ibút dealí -correotively wKh them, Peatm-es íor busy men end &U th« íamUy, incXuding tha Weeöy Mttgadhu Section. The christian Soienoa __ One, Norway Street, Bosíón, ídMsachaceits ^ Fleaso enter my subscrlption to 'Zha chrí«i.i«n Scleno* Monitor for a period oi í year ‘12.00 O montha tO.OO * months IS.00 l month «1,00 Baturday lssue, including Magarine Bectlon: 1 year «2.60, 8 isaues 2Sa tftma. --mrwnga-----

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.