Alþýðublaðið - 01.08.1941, Síða 1

Alþýðublaðið - 01.08.1941, Síða 1
r RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXII. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1941. 178. TÖLUBLAÐ Stélið af þýzkri sprengjuflugvél, sem skotin var niður á Englandi. Samningar við Breta um sölu á s)ávarafurðnm undirritaðir. - ■»' ----- Og viðskiftasamningar við Bandaríkin í aðsigi. ■ ...-»---- Samtal við Harald Guðmunds-1 son, fulltrúa Alþýðuflokksins i viðskiftanefndinni. -----«-----: RÚMLEGA þriggja mánaða samningaumleitunum um viðskiptamál milli Breta og íslendinga lauk í gær að mestu, með samkomulagi. Hefir 5 manna nefnd, viðskiptanefnd, farið m'eð samningana fyrir okkar hönd og eiga sæti í henni Magnús Sigurðsson, Har- aldur Guðmundsson, Kichard Thors, Björn Ólafsson og Jón Árnason. x Fyrir hönd Breta hafa farið með samningana Mr. Hellyer, útgerðarmaður frá Hull, og Mr. Miles, sem er fulltrúi matvæla- ráðuneytisins br'ezka. í gærkveldi gaf ríkisstjórnin út svohljóðandi tilkynningu til dagblaðanna: . „Viðskiptanefndin hefir, fyr- ir hönd ríkisstjórnarinjiar, haft með höndum samninga við sendinefnd frá brezltu stjórn- inni um sölu á fiskafurðum til Bretlands. Hafa samningar staðið yfir síðan síðari hluta aprílmánað- ar, og varð í dag samkomulag um sölu á eftirfarandi fiskaf- urðum: Nýjum fiski, saltfiski, frosn- um fiski, nýrri síld og niður- soðnum fiski. Enn fr'emur hefir í þessu sambandi verið samið um ýms önnur atriði, eins og til dæmis fiskflutningaskip, og verðlag á salti og olíu. Verðlag og annað, sem al- menning varðar, verður birt nijög hráðlega.“ Alþýðublaðið snéri sér í morg- un til Haralds Guðmundssonar fulltrúa Alþýðuflokksins í við- skiptanefndinni. Hann sagði: „Hér er engan veginn um allsherjarviðskiptasamning að ræða, heldur aðeins samning um sölu á sérstökum vöruteg- undum: saltfiski, nýjum fiski til útflutnings í ís, freðfiski, nið- ursoðnum fiski og nýrri síld. Brezka matvælaráðuneytið er kaupaijdi allra þesaara afurða. Birgðir þær, sem nú eru til af saltfiski, að undanteknu á- kveðnu magni, sem verður verkað fyrir venjuíega mark- aði, falla undir samninginn.,— En samningstíminn er til júní- loka á næsta ári. Kaupa Bretar alla , framleiðslu þessara vöru- tegunda á samningstímabilinu, sem ekki er sérstaklega undan skilið. Verðlaglð. Verð á blautum saltfiski nr. I er um 90 aura kg. í skip á íslenzkri höfn. Bretar kaupa á sama hátt allar núverandi birgðir og nýja framleiðslu af freðfiski, en þær voru orðnar mjög miklar vegna þess að útflutn- ingur hefir nær enginn verið það sem af er þessu ári. Verðið er 6 pence fyrir enskt pund af þorsk- og ýsuflökum og 14—18 pence fyrir kola- og lúðuflök og tilsvarandi fyrir aðrar tegundir Þó að Bretar kaupi þannig alla framleiðsluna, er okkur þó heimilt að selja til Ame- ríku nokkur hundruð tonn af freðfiski. Og er það aðallega til þess að kynna vöruna þar. Verð á nýja fiskinum er 35 aurar fyrir kg. af þorsk og ýsu við skipshlið í íslenzkri höfn og tilsvarandi fyrir aðrar teg- undir. Bretar gera ráð fyrir að flytja fiskinn á sínum eigin skipum. Brezka stjórnin hefir lofað að veita innflutningsleyfi fyrir fisk, sem íslenzkir togar- ar veiði sjálfir og flytji til Englands og að láta þá á allan hátt sæta sömu kjörum og brezka togara. Ennfremur hef- ir brezka stjórnin fallist á, að veita ákvgðinni tölu, 25—30 mótorbátum og línuveiðurum, sem notaðir hafa verið til ís- fisksflutninga, leyfi til að flytja til EnglandS' ísaðan fisk, sem skip veiða — eða kaupa hér, enda sé verðið þá hið sama og Bretar greiða. Skip þessi mega eingöngu kaupa á ákveðnum höfnum, aðallega á Austur- og Norðausturlandi. Verð á nýrri síld er 25 kr. fyrir tunnu af reknetasíld og 18 kr. fyrir tunnu af herpinóta- síld. þitlar líkur eru til að nokkuð verði keypt af herpi- Frh. á 2. síðu. Ornstanlvlð Smolensk geis m , Reynir Hitler að brjótast í gegn sunnar á herlinunni við Shitomir í Ukraine? -------» /^RUSTAN VIÐ SMOLENSK heldur áfram af sömu heift og áður. Barizt er á stóru svæði umhverfis borg- ina, einnig fyrir austan hana, og segjast Þjóðverjar þar stöðugt vera að herða herkví þá, sem þeir hafi myndað um hersveitir Rússa. En Russar skýra frá hörðum gagnáhlaup- um og virðist nú, af nýjustu fregnum að dæma, að þeir hafi Smolensk á sínu valdi. En sagt er, að Þjóðverjar séu þegar búnir að gera 42 áhlaup á borgina. í London er gefið í skyn, að úrslit styrjaldarinnar á austur- vígstöðvunum geti hæglega far- ið eftir úrslitunum í orustunni um Smolensk. Þó er ekki talið óhugsanlegt, að Hitler hefji nýja stórsókn sunnar á herlín- unni, við Shitomir, eða jafnvel alla leið suður undir Svartahafi í áttina til Odessa með það fyr- ir augum að umkringja Ukrai- ne að sunnan. í þýzkum fregn- um er það fullyrt, að Þjóðverj- um hafi tekizt að reka mikinn fleyg i'nn í herlínu Rússa hjá Shitomir áliðis til Kiev. Því er að vísu neitað í rússneskum fréttum í morgun. En dagskip- an, sem Budjenny, yfirhers- höfðingi Rússa á suðurhluta vígstöðvanna, gaf út í gær, gæti þó bent í þá átt, að Rússar væru á undanhaldi á þessum slóðum sem stendur, því að í dagskip- aninni er það brýnt fyrir al-. menningi að eyðileggja allt, sem þýzka hernum gæti að gagni komið. í Rómaborg var tilkynnt í morgun, að ítalskur her væri nú kominn til austurvígstöðv- anna og var fiutningi hans hina löngu leið frá Ítalíu lýst sem hinu mesta afreki. Harry Hopkins, se*dimaður Roosevelts, átti nýtt viðtal við Stalin í Moskva í gærkveldi og stóð það í fimm klukkustundir. Að viðtalinu loknu sagði hann: ,,Ég er þeirrar skoðunar eftir þá stuttu viðdvöl, sem ég hefi haft hér eystra, að Hitler verði sigraður. Laiidsmót 1. ílokfes: Valir vann Yiking með 3 gegn 1. Úrslitaleikurinn verður i kvold ÆSTSÍÐASTI leikur móts- ins fór þannig, að Valur vann Víking með þrem mörk- um gegn einu. — Úrslitaleik- urinn er þá eiiín eftir, og fer hann fram í kvöld kl. 9. Eigast þá Fram og K.R. við, cn Fram liefir 4 stig og K.R. 3, svo að Fram nægir jafntefli til að vinna mótið. VeöU'i' var hráslagategt í gær, er leikurinn hófst. Va'.smenn settiu eitt mark í fyrri hálfteik. Víking- ar jöfnuðu snemma í þeim seinni en eftir það skoruðu Valsmenn( tvisvar. Tímarit Verkfræðingafélags íslands, 2. hefti 26. árgangs, er komið út. Efni heftisins er erindi og umræð- ur um verkfræðinám við háskóla íslands. Jarðskjálftakippir anstnr í Hvera- gerði! nótt og á miðvikndagsnótt. JARÐSKJÁLFTAKIPPIR hafa kemið í Hveragerði í nótt og fyrrinótt. Hafa su^mir þeirra verið töluvert snöggir, þótt ekkert tjón hafi orðið að. Virðast þeir eiga upptök sín í austurátt. Þeirra varð fyrst vart aðíara- uótt 30. júlí s. 1. kl. 3,36- Rom þá einn kippur. Klukkan rétt um 11 í fyrramiorguin varð svo vart tveggja kippa, lOg einn kippur kiom kl, 11,26. Enn komu tveir kippir kl. 10,52 og 10,54 i fyrra- \ kvö’.d, miðvikudagskvöldið. Eins og áður er sagt, virðast kippirnir kiema úr ausíurátt eða aðeins úr suðaustri í um 40—50 km. fjarlægð. Virðast sumir þeirra vera ofarlega. Ein'na snöggastir vora tveir kippir, sein komu í nótt kl. 1,15 og 1,30 ,en þeir virðast vera annars eðl'is, og er ekki búið enn að rannsaka þá. Hvergi hefir orðið vart við þessa jarðskjálftakippi nema í Hveragerði. ...__

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.