Alþýðublaðið - 06.08.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.08.1941, Blaðsíða 4
MBWIKUOAGUR 6. ÁGOST 1941 ALÞTÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Gunnar Cortes, Seljavegi 11, sími 5995. Næturvörður er í Laugavegs- og Igólfs-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Göthe-húsin í Frank furt og Weimar (Einar Jónsson magister). 20.55 Einleikur á celló (Þórhallur Árnason): Celló-konsert í c-moll, eftir Servias o. fl. 21.15 Auglýst síðar. 21.35 Hljómplötur: „Dauðadans- v inn,“ tónverk eftir Liszt. Stúlka á liverjum fingri heitir amerísk söng- og gaman- mynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutverkin leika: Dorothy La- mour, Jack Benny og Edward Arnold. Halldór Hansen verður fjarverandi í næstu 3 til 4 vikur. Á meðan gegnir Karl Sig. Jónasson læknir störfum hans. Bílslys í Hafnarfirði. S.l. sunnudag varð 13 ára gam- all drengur undir bíl í Hafnar- firði Meiddist hann töluvert, en þó ekki hættulega. • Bazar til ágóða fyrir Laugarneskirkju heldur Kvenfélag Laugarnessókn- ar. Munum verður veitt móttaka af undirrituðum, eða þeir sóttir til gefenda: Stefanía Friðriksd., Laugarbrekku. Sími 3622. Ásta Jónsdóttir, Laugarnesveg 43, sími 2060. Ása Stefánsdóttir, Tómasar- feaga í Kleppsholti. Greta Björns- son. Laugartungu. Sími 2561. Sigurbjörg Einarsdóttir. Laugar- ngsveg 50. Sími 2573. Tempíárar ætla skemmtiför að Geysi n.k. sunnudag. Farmiðar eru afhentir í Bindindishöllinni og verður að sækja þá í dag. Umferðaslys varð í gær á Suðurlandsbraut rétt hjá Tungu. Brezk bifreið rakst þar á mann á reiðhjóli og féll hann á götuna. Meiddist hann töluvert og var fluttur í Lands- spítalann. Ekki eru þó meiðsli hans talin alvarleg. 1 fjirveru mmm næstu 3—4 vikur gegnir Karl Sig Jónasson læknir, Kirkju- stræti 8 B læknisstörfum mín- um. HALLDÓR HANSEN. ÞÝZKIR NJÖSNARAR Frh. af 1. siÖtu. sem hann var að skoða kort undir ljósastaur. Hinn var tek- inn í Edinborg litlu síðar. Báðir höfðu mennirnir hlaðnar skammbyssur í vörzlu sinni og reyndu að nota þær, er þeir voru teknir til fanga. Brezk vélahersveit. Brynvarðar bifreiðar fara á undan aðalhernum og kanna leiffiina. Myndin sýnir brezkar „járnsíður", en svo eru þessar bifreiðar nefndar. STRIÐIÐ framhald af 1. síðu í rússneskri fréttastofufrétt í gær segir frá því, að 16. vél- knúna herdeildin hefði verið nær eyðilögð í bardögunum á miðvígstöðvunum. í nótt gerðu Þjóðverjar enn eina árás á Moskva. Kom upp . eldur á ýmsum stöðum, en j skaði varð lítill. Fimm af þýzku 1 flugvélunum voru skotnar nið- 1 ur, en engin af hinum rúss- nesku næturorustuflugvélum voru skotnar niður. í fyrradag skutu Rússar niður 53 þýzkar flugvélar en misstu sjálfir aðeins 21. Rússneska útvarpið segir frá því, að ítrekaðar tilraunir Þjóðverja til að gera loftárásir á Leningrad hafi mistekizt. —- Se'gir útvarpið ennfremur, að 41 þýzk flugvél hafi verið skot- in niður í þessum árásatil- raunum. SYKURSKAMMTURINN Frh. af 1. síðu. Alþýðublaðið og kennir því um. Það mun þó ekki rétt. Þeir sem skipa nefndina mun að- eins . hafa fundist að krafa Mgbl. væri alveg óhæf, enda voru afleiðingarnar fyrirsjáan- legar: Ef hún hefði náð fram að ganga, hefðu heildsalarnir flutt inh eins mikið af sykri og þeir gátu og peningamennirnir síð- an birgt sig upp og keypt vör- una á skömmum tíma. Hinir hefðu svo annað hvort orðið að bíða eftir næsta farmi, sem, ef að vanda lætíiar-,. hefði orðið miklu dýrari. Morgunblaðið. skilur þetta, þó að það vilji ekki við það kannast í dag. Þ-að veit að út- kcman hefði orðið þessi, ef nefndin hefði orðið við kröfu þess — og því þá ekki að viðurkenna það heiðarlega. Það er ekki gott, þegar þrjózkan tekur ráðin af skynseminni. VIÐSKIFTASAMNINGARNIR Frh. aí 1. síðu. landi, að svo miklu leyti sem Islendingar geta ekki sjálfir fullnægt flutningsþörfinni. Ekki séu lagðar hömlur á innflutning íslenzkra afurða til Bretlands og Bretar kaupi af okkur með hæfilegu verði þær afurðir, sem ekki er hægt að selja á öðrum mörk- uðum. Gera má ráð fyrir að samn- ingar hefjist næstu daga um þessi mál, en þetta er samn- ingsgrundvöllur okkar íslend- inga. Nýlega er mikill liðstyrkuir bom iinn til Singapiore. Eru það bæði enskir og indverskir hennenn, flugmenn, vélamenin io. fl. Þá hef- ir flugherinn á Malakkaskaga verið aukinn og er nú töluvert af flugvélum smíðuðum í Amer- iku .kiomið pangað t- d. BreUster Buffelio loriustuflugvélum. f. s. í. ) K. R. R. Knattspyraumét Keykjawtkiir hefst í kvSld kl. 8,30. Fram og Valnr keppa. MGANÍUk BIO Stúlka á hvefjum fingril (MANí ABOUU TOWN>,i. Amerísk söng- og gamau- mynd. Aðalhlutverkin: leika: DOROTHY LAMOUR.. JACK BENNY. EDWARD ARNOLDi Sýnd fcL I og 9. B NÝJA Blð Óðir Æsiaöoar Stórfengleg ameríksk. tónlistarmynd;. Aðalhlutverkiðj leikur: Jascha Heifeltz. Sýnd kl. 7 og; 9. Hau herradónuB' Marteiu Mealenberg, góðrat minningar, biskup. á Hólurn £ Hjaltadal og>; fiulltrúi heilags föður páfa á fslandi, af reglu Montfurtbræðra, andaðist að aðsetri sínu í. Landafcoti að kvöldi sunnudagsins 3. ágúst á upptökudag Stefáns frumvotts. Guð hans sál geymi. Sálumesa og útför lkerra biskupsins fara frastm í Kristskirkju: í Landakofi á mánudag; 11. þ. nu. fcl. 10 f. h. Jóhannes Ggnnarsson, vaKafulItrúi páSa. Þökknm innilega auðsýnda samúð og hluttekningu ^ið and~ lát og jarðarför eiginmanns míhs og föður dfcfcar, Halldórs Halldórssonar frá Sauðhalti. Ólöf Gfeladóttir og börn. Tlmhur. TILBOÐ óskast í timbur það frá bílaumteuðuni, sem nú liggur hjá hitaveitu geymirnum á öskjuhlíðinnL í því á- standi sem það er og eins og það liggur á staðnum. Tilboð auðkennt „TIMBUE“ sendist fyrir kl. 11 árd. næstkamandi laugardag 9. þ. m. til: TROLLE & ROTHE H.F. ' Eimskipafélagshúsinu. Drenpr eða sfúlka ^ óskast til að bera út Alþýðublaðið í Vesturbænum (Verkamannabústaðirnir). Rranatrygglngar Líftryggingar I fl Vátrysgingarskrifstofa [l li Siaíúsar Sighvatssonar. E o 2.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.