Alþýðublaðið - 08.08.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.08.1941, Blaðsíða 4
FÖSTUÐAC 8. ÁGÚST 1941. FÖST UDAGUR Næturlæknir er Alfred Gísla- son, Brávallagötu 22, sími 3894. (eða 1166). Næturvörður er í Reykjavíkur- •og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Byggðasafn á Vest- safn á Vestfjörðum (Guðl. Rósinkranz yfirkennari). 20.55 Píanókvartett útvarpsins: Píanókvartett í g-moll eftir Mozart. 21.10 Upplestur ,,Hún amma,“ — ævintýri eftir H. C. Ander- sen (ungfrú Herdís Þor- valdsdóttir). Ferðafélag íslands ráðgerir 5 daga skemmtiferð norður í Skagafjörð um Kjalveg. Farið í tveim hópum. Annar hóp- urinn fer frá Reykjavík 13. ágús.t að morgni með ,,Laxfossi“ til Borgarness og þaðan með bíl til Skagafjarðar. Næsta dag ferðást um Skagafjörðinn, en 15. og 16. ágúst farið ríðandi suður Kjalveg til Hveravalla, en 17. ekið í bílum til Reykjavíkur. Hinn hópurinn fer frá Reykjavík 16. ágúst í bíl- um norður á Hveravelli, en þar mætast hóparnir og skipta um hesta og bíla. Áskriftárlisti liggur frammi í skrifstofu Kr. Ó. Skag- fjörðs, Túngötu 5, og séu allir búnir að taka farmiða fyrir kl. 6 ó mánudag 11. þ. m. Drengjamóti Ármanns verður haldið áfram í kvöld á íþróttavellinum og hefst það kl. 9. Keppt verður í langstökki, kringlu kasti. stangarstökki og 3000 m. hlaupi. Eftir fyrsta dag mótsins standa leikar þannig: Ármann 11 stig, K.R. 6 stig, Í.R. 6 stig og' F. H. 1 s.tig. Merk bók. Út eru komin tvö hefti af bók dr. Jóns Dúasonar: Landkönnun og landnám íslendinga í Vestur- AIÞÝÐDBLAÐIÐ heimi. Má sjá á heftum þessum, að bókin er í senn stórfróðleg, og auk þess sérlega skemmtileg af- lestrar. Er nú verið að safna á- skrifendum að hénni, og er von- andi að menn bregðist þar vel við, því einn nauðsynlegur liður í þjóðernisbaráttu íslendinga er að vér vitum sjálfir allt sem gerlast um hætti feðra vorra. x. Ægir, 7. blað 34. árgangs er nýkomið. Efni: Fiskgeiðasjóður íslands, Gufuskipið „Hekla“ skotið í kaf, Guðmundur Jónsson frá Eyrar- bakl^a, Kristmann Tómasson fiski- matsmaður. Þegar stofna átti franska fiskimannanýlendu á ís- landi o. m. fl. ÖLAFUR VIÐ FAXAFEN Frh. af 3. síðu. viti menn, eftir örfáar sekúndur höfðu. glirniurnar á mér samlagast birtunni; æfintýrið var rokið á burt og venjuleg bagsbirta var í kringum mig. En mér varð þá litið inn um dyrnar, inn í verksmiðjuna, og varð þá ekki Iitið hissa, er ég sá, að birtan þar inni, sem mér hafði virzt vera eins og dags- birta, virtist nú þarna utan úr sólskininu hafa tekið á sig ein- hvern du’.arfullan og undarlegan blæ! Það er gott að minnast þess, að Undrin eru alls staðar; það er bara að vera í þeirri aðstöðu, að geta séð þau. En að þjóta stað úr stað til þess að elta það, sem er alls staðar í kring um lókkur, er gagnslaust- Pelta er gott fyrir okkur ö!I að vita. Ann- að mál er það, hvenær .við. för- um að fara eftir því. Næsta grein eftir ólaf við Faxafen kemur á mánudag. Odýrar vSrnr: Nýlendnvomr, Mremlætísvöror, Smávörar, Vinnnfatnnðnr Tébaký ' Tælgæti, Snyrtivörar. Pramnes, Franmesveg 44. Sími 5791 Sendisveinn óskast strax. TJaiwMm ifan>ai«OMi 10. — Síasd Tvær skemmtilegar bækur eftir Ólaf við Faxafen, sem bera mjög einkenni höfundarins, eru Allt í lagi í Reykjavík (verS 5,50) og Upphaf Aradætra (verð 4,00). Fást hjá bók- sölum. . AÐGÖNGUMÍÐAR að samsæti fyrir Sigfús Sigur- hjartarson, eru afhentir í Bókabúð Æskunnar í dag. Sam- sætið hefst kl. 9.30 í kvöld. GAEVILA BIO Stúlka á hyerjum fíngri! (MAN ABOUT TOWN). Amerísk söng- og gaman- mynd. Aðalhlutverkin jeika:' DOROTHY LAMOUR. JACK BENNY. EDWARD ARNOLD. Sýnd kl. 7 og 9. NYIA BIO Óðar Æsknnnar Stórfengleg ameríksk tónlistarmynd. Aðalhlutverkið leikur: Jascha Heifeltz. Sýnd kl. 7 og 9. S.G.T. einflðngo eldri dansarnir verða í G.T.-húsinu laugardaginn 9. ágúst kl. 10. — Áskriftarlisti og aðgöngumiðar í G.T.-húsinu frá kl. 2. Sími 3355. S.G.T.-hljómsveitin. Hjóiknrsamsalan tilkpnir: . . . .Vegna erfiðleika þeirra, sem á því eru að fá nothætf efni í Iok á mjólkurflöskurnar, neyðumst vér til að hafa hlutfallslega meira af mjólkinni hér eftir til sölti í lausu máli, en áður hefir verið. Þetta eru heiðraðir viðskiptavinir vorir vinsamlegast beðnir að athuga. útb®eiimb m í dag er næstsíðasti sðlladagur 16 flokkl Happdrættið 31 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ En hverju viltu, að ég trúi? Ég hefi ekki hugmynd um, hvert efni bréfsins er. Þú hefir ekki viljað segja mér neitt. ( — Ég get ekki sagt þér allt, May. Þú ert eins og prinsessan á bauninni. Og faðir þinn er eins konar konungur. Ég get ekki talað við þig um mín mál- efni. Hvernig ætti ég að geta skýrt það fyrir þér, hvað áhyggjur eru? Reyndu bara að hugsa þér, hvernig það er að svelta, ég á við að svelta í alvöru, svo að maður finni til í maganum. — Hefirðu soltið? spurði May í flýti. Og um leið svaraði Hell: — Nei, síður en svo. En May lagði með varkárni granna hönd sína yfir sterklega hönd Hells. — Segðu mér frá þvf, segðu mér satt, hvíslaði hún. Óg rétt á eftir kinkaði Hell kolli. — Já, ég hefi soltið, sagði hann með hægð. — Vesalingurinn, sagði May. — Segðu mér sögu þína. — Ég þekki konu, sem var gift embættismanni. Hann dó í bkSma lífsins, meðan hún gekk með barni, og alla ævina varð hún að reyna að sjá fyrir sér og barninu með þessum litlu eftirlaunum, .sem eru nú þrjátíu og tveir skildingar á m-ánuði, og sonur henn- ar hefir enga stöðu. Geturðu hugsað þér annað eins, May? Hvernig fer svona fólk að því að lifa? Hvernig lífi heldurðu að það lifi, May? — Haltu áfram, Úrban! — Það er til fólk, sem á ekkert hús og engan bíl og það á enga perluhnappa í skyrtubrjóstið. Margt af þessu fólki fer aldrei á dansleik, vegna þess, að það á engin föt, nema svo ljót, að þjónarnir gera gys að þeim. Og það á bara eina skó, og þegar göt eru komin á sólana, verður þetta fólk andvaka af því að það hugsar sem svo: Hvdt- á ég áð fá mér nýja skó? — Hvað er að þér, May? — Ekkert! Ég er bara að hlæja að því, að þú skulir loksins vera farinn að tala við mig eins og ég væri manneskja, en ekki eitthvert hugsunarlaust fiðrildi. Ilaltu nú áfram frásögninni. — Þú getur hugsað þér, að í huga þessa fólks býr þrjózkan og hatrið um sig. Annars gæfist það upp í lífsbaráttunni. Svo reynir maður að brjótast fram úr erfiðleikunum, maður fær hugmynd og vinnur að því í mörg ár að gera hana að raunveruleika. Þegar maður er vanur fátæktinni getur maður þol- að margs konar erfiðleika. Maður tekur vandamálið föstum tökum og gefst ekki upp fyrr en það er leyst. En hvað tæknihliðina snertir þá þýðir ekki að skýra þér frá því. Þú skilur það ekki, sagði Hell að lokum og horfði út á vatnið. Yélbáturinn blés í eimpípu sína, annars var þögult og kyrrlátt. Niðri á sandströndinni lá Karla og lét sem hún svæfi. May laut fram og horfði í augun á Hell. — Lofaðu mér nú að tala, sagði hún mjúkri, við- kvæmri rödd. — Þú hefir haft slæmt álit á mér, Úrban, það er allt og sumt. Þú heldur, að vegna þess, að við búum í gistihúsinu Stóri Pétur og eig- um bíl, og af því að ég flækist um í bílnum með drengjum eins og Boby og greifanum, þá sé ekkert varið í mig. En það, er aðeins hér við Meyjavatn, sem ég haga mér svona, það er bara í leyfistím- anum. Og hvernig er það með sjálfan þig? Hér ertu aðeins sundkennari, sem allar konur elta, en heima. hjá þér ertu verkfræðingur, sem getur töluvert. Og hér er ég ekki annað en stelpufiðrildi, en þegar ég-er heima, þá skrifa ég öll ensku verzlunarbréfin fyrir föður minn og það er e*kki svo lítið. Ég vinn mína átta klukkutíma á dag eins og annað virðing- arvert fólk, og ég lifi ekki í eintómum draumórum, eins og þú álítur. Hell svaraði henni út í hött. — En hve þú hefir brún augu, sagði hann og horfði á May. — Haltu nú áfram með frásö'gnina. — Jæja, sagði Hell og varð allt í einu alvarlegur á svip. — Uppfinningin er mjög einföld pappírs- filma, ódýr mjög, en þó þannig, að það kviknar ekki í henni. Það, sem menn hafa búið til fram að þessu, er alltof dýrt. En nú hefi ég fundið upp það rétta og þar með er sagan búin. — Er það? Það er stórfenglegt! En hvað ýerður svo? — Ja, nú get ég ekkert gert annað en að bíða. — Ertu viss um, að uppfinning þín sé betri en aðrar uppfinningar? \ — Já, það er ég hárviss um. Ég hefi nefnilega haft alveg sérstaka aðferð. Filman mín er ekki búin til úr celluloid, heldur úr pappír. Eftir tíu ár geta menn verið áskrifendur að filmum, eins og menii eru nú áskrifendur að blöðum og tímaritum. Við

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.