Alþýðublaðið - 09.08.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.08.1941, Blaðsíða 2
ííægan, piltar mínir! Þetta fer til Bretlands, hvað sem þið segið! LAUGABDAGUR 9. ÁGÚST 1941 ALÞ,OUBLAÐtÐ Drengjamet í kringlukasti. ANNAE dagur drengjamóts Ármanns var í gær og var keppt í fjórum greinum. í kringlukastinu setti Gunnar Huseby nýtt drengjamet og kastaði 53,82 metra. Er Gunnar því húinn að kasta um 10 m. lengra en nokkur annar dreng- ur hér á landi. í gær var keppt í langstökki — kringlukasti, '3000 m. hlaupi og stangarstökki. Mesta athygli vakti það, að Sigurgísli skyldi vinna 3000 m. hlaupið. Árni og Hörður leiddu alla leið, en Sigurgísli fór fram úr á síðustu 200 m. Úrslit í keppnunum voru sem hér segir: Langstökk: 1) Sverrir Emils- son K.R. 6.03 m. 2) Skúli Guð- mundsson K.R. 5.90 m; 3) Sævar Magnússon H. 5.60. 4) Árni Kjartansson Á. 5.55 m. Kringlukast: Gunnar Huseby 53.82 m. 2)' Har. Hákonarson Á. 40,71 m. 3) Jóel Kr. Sig- urðsson í. R. 40.06 m. 4) Sverr- ir Emilsson K.R. 32,19 m. 3000 m. hlaup. 1) Sigurgísli Sigurðsson Í.R. 9.46.8 mín. 2) Árni Kjartansson Á. 9.50 mín. 3) Hörður Hafliðason Á. 9.58,2 mín. Stangarstökk: 1) Magnús Guðmundsson, F.H. 2.80. 2) Magn. Gunnarsson, 2.80. 3) Sverrir Emilsson 2.50. Félagastigin eru sem hér segir: Ármann 17 st.. K.R. 12 st., Í.R. 10 st., F.H. 5 stig, Haukar 1 stig. Mótinu lýkur kl. 6. Fara þá fram 400 m. hlaup, þrístökk, spjótkást og 1000 m. boðhlaup. Verður keppnin vafalaust mjög spennandi, bæði einstakligs- keppnin og svo stigfckeppnin milli félaganna. Sndveiðarnar Siglníj. getnr ekki tekið ð móti meirs. Mokafli á sundinu á miiii Fiateyjar og Grimseyjar MÖRG skip bíða löndunar á Siglufirði í dag og hafa Síidarverksmiðjur ríkisins gef- ið út tilkynningu til skipa um að fara til Raufarhafnar með afla sinn, þar eð svo mikið er að gera á Siglufirði við mót- töku síldarinnar. Mörg skip hafa komið inn í 010118110 með afla, en aðalveiði- svæðið er núna vestan við Flat- ey á Skjálfanda og milli Grims- eyjar ©g Flatseyjar. Agætt veiði- veður er nú fyrir öllu Norð- landi. í fyrradag vo.ru saltaðar á Sigliufirði 894 tunnur ,en heild- arsöltun á öllu landmu er 6790 tunniur og skiptist hún þainmíg: Matjéssild, nþilar tunnur 496. Matjéssíld, hálfar tunnur 1368. Venjiuleg saltsíld, heilar tunnur, 185. Síld söltuð og flökuð 554. Hauisskorin kryddsíld 389. HaUs- skorin og magadnegin saltsild 2852. Flökuð síld 1661. ÖII þessi sild hefir vefið.^ölt- uð á Sigltofirði að undanteknium 95 tunnium af flakaðri síld, sem söltuð var á Akuneyri. Mikill síldarafli er og við Vatns nes og fylla skip sig jþar á svip- stamdto. Templauar efna til skemimtifarar á morg- un austur að Gullfossi og Geysi. Verða> þeir að Haukadal á fundi stúkunnar Bláfell, sem hefirstarf- svið í Biskupstungum. Auglýsið í Alþýðublaðinu. UPPBÆTUR Á ELLIALUN Frh. af 1, síöu. útflutninginn við lægri vísitölu en 136, allt niður í 130, og vantar þar þeim mun meira á, að úthlutunarupphæðin sam- svari dýrtíðinni. Það liggur því í augum uppi, að þeir sem njóta ellilauna og örorkubóta sér til framfæris hafa verið mjög vanhaldnir. Verkamenn, opinberir starfs- menn og aðrir launamenn fá yfirleitt hækkandi laun með vaxandi dýrtíð, og sama máli gildir um þá er eftirlauna njóta úr ríkissjóði eða opin- berum lífeyrissjóðum. Það væri því hið mesta ranglæti, ef gamla fólkinu og öryrkjunum væri eigi bætt dýrtíðarauking- in, sem orðið hefir síðan elli- laun þeirra eða örorkubætur, voru ákveðin. Skömmu eftir þinglok ákvað því tryggingarráð að leggja til við ríkisstjórnina, að Trygg- ingarstofnuninni yrði heimilað að greiða framlag á móti við- bótarframlagi bæja og sveitar- félaga til ellilauna og örorku- bóta í II. flokki fyrir árið 1941, þar sem aðalúthlutunin hefir verið miðuð við verulega lægri vísitölu en þá er nú gildir, þó þannig, að slík viðbótarúthlut- un fari fram aðeins einu sinni á árinu og þá eigi síður en fyrir lok septembermánaðar, enda fari viðbótin eigi fram úr hækkun vísitölunnar. Félagsmálaráðherra, Stefán Jóh. Stefánsson, hefir fallizt á tillögu tryggingarráðsins, og hefir nú þessi ákvörðun verið tilkynnt öllum bæjarstjórnum og oddvitum.“ — Hve miklu nema ellilaun og örorkubæturnar á þessu ári? „Alls var úthlutað á síðast- liðnu hausti til ellilauna og ör- orkubóta árið 1941 krónum 2.0048.100.00 — tveim milljón- um fjörutíu og átta þúsund og Í.S.L K.R.R. Knattspyrnumót Reykjayfkur Á morgnii kl. 8.15 keppa K.R. og FRAM eitt hundrað krónum. — Þar af II. flokks nálægt 1 milljón 760 þús. krónum, sem skiptist á milli um 2440 umsækjenda. Af þessari upphæð hefir trygging- arstofnunin greitt rúmlega hálfa milljón króna, en hinn hlutann leggja bæjar og sveita- félögin til. Tilsvarandi má geta þess, að árið 1940 var úthlutað alls í II. flokki um 1545 þús. krónum, þar af tæplega 300 þús. krón- um, sem uppbót. af þessari upp hæð greiddi tryggingarstofn- unin 374 þús. krónur. En síðan hefir hundraðshluti Trygging- arstofnunarinnar verið hækk- andi, samkvæmt lögum frá síðasta alþingi, úr 26%, af viðmiðuðu heildarframlagi, -—• upp í 30%. RÚSSLAND. (Frh. af í. síðu.) sem er í Eistlandi, skammt frá strönd finnska flóans, en Rússar hafa ekkert minnzt á þá borg. Að fokum getur rússneiska tilkynningin þess, að rauði flugherinn geri dag og nótt harðar árásir á herstöðvar Þjóðverja og vélahersveitir þeirra, auk stórárásanna á Berlín., Sótt «n að tð Ör- firisey leigia andir olinstðð. NOKXRIR menn hér í bæn- um hafa sótt um það til hafnarstiórnar að fá Örfirisey leigða í því skyni að koma þar upþ olíustöð. Mennirnir eru: Kristján Guð- lau.gsson hrm., Hörður Þórðar- son lögfræðingur, Hafsteinn Bergþórsson útgerðarmaður og Gunnar Möller lögfr. Segjast þeir í umsókn sinni hafa staðið í samningum við ameríkskt olíufélag og telja líkur fyrir því að það félag taki þátt í framkvæmdum í sam- bandi við þetta mál, ef eyjan fáist leigð. Hefir hafnarstjórn fyrir sitt ieyti fallizt á að veita þeim lóð í Örfirisey og ákvað að senda umsóknina til bæjarráðs og skipulagsnef ndar. Friðfinnur Guðjónsson leikari les upp í útvarpið í kvöld smásöguna „Sjólfs er hönd- in hollust.“ Auglýsið í Alþýðublaðinu. Þetta ern bæknrnar, sem bndrni manna hafa beðið eftir: 1. Annáll 19. aldar, eftir sr. Pétur Guðmundsson, lokahefti 3. bindis. Finnur Sigmundsson bjó undir prentun. Ágætt heim- ildarrit um sögu næstliðinnar aldar. 2. Tónhendur II. eftir Björgvin óuðmundsson, tónskáld. 3. Amma, íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur, 1. hefti annars bindis. Safnað af Finni Sigmundssyni, magister. Nokkur eintök eru enn fáanleg af Annálnum og Ömmu frá upphafi. Athugið, að Annállinn fæst aðeins beint frá útgáfunni eða Bókaverzlun Kristjáns Kristjánssonar, Hafnarstræti 19, Reykjavík- Póstsent, ef óskað er. Útgáfan ástundar, að senda aðeins frá sér góðar bækur og þjóðlegar. Bóbaútgáfan EDDA AKUREYRI. Dáðskonu vantar á Kristneshælið 1. október n.k. Laun eru kr. 150,00 á mán- uði, auk verðlagsuppbótar. Umsóknir sendist til skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 1. september næstk. Reykjavík, 8. ágúst 1941. STJÓRNARNEFND RÍKISSPÍTALANNA. Mjðlkirsamsalai tilkjnir: . .. .Vegna erfiðleika þeirra, sem á því eru að fá nothæíf efni í lok á mjólkurflöskurnar, neyðumst vér til að hafa hlutfallslega meira af mjóikinni hér eftir til sölu í lausu máli, en áður hefir verið. Þetta eru heiðraðir viðskiptavinir vorir vinsamlegast beðnir að athuga. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.