Alþýðublaðið - 09.08.1941, Síða 4

Alþýðublaðið - 09.08.1941, Síða 4
LAUGAKDAGUR 9. ÁGCST 1941 LAUGARDAGUR Næturlæknir er í nótt María Hallgrímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Næturvörður er í Reykjífvik- ur- og Iðunnar-Apóteki, ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Samsöngur. 20.00 Fréttir. 20.30 Hljómplötur: Tataralög. 20.40 Upplestur: „Sjálfs er höndin hollust“, smásaga (Friðfinn- ur Guðjónsson leikari). 21.00 Útvarpshljómsveitin: Vin- sæl danslög. 21.25 Hljómplötur: a) „Galdra- nerninn" eftir Dukas. b) „Till Eulenspigel,“ eftir Richard Strauss. 21.50 Fréttir. SIJNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Úlfar Þórðarson, Sólvallagötu 18, sími 18, sími 4411. Næturlæknir er Kjart-u; Ú’afs- son, Lækjargötu 6 B, sír d 2814. Næturvörður er í -Laugavegs og Ingólfs-Apóteki. MESSUR: Messöð í dómkirkjunni á morg- un kl. 11, síra Fr. H. Hallgrímsprestakall. Hámessa í dómkirkjunni á morgun kl. 2. — Síra Sigurbjörn Einarsson. Frjálslyndi söfnuðurinn í Rvík: Messa í fríkirkjunni í Reykjavík á morgun kl. 5.30. Sr. J. Au Viðeyjarkirkja Messað á morg- un, sunnudaginn 10. ágúst kl. 14. Sr. Hálfdan Helgason. . Messur í kaþólsku kirkjunni í Landakoti: Lágmessa kl. 6.30 árd. Hámessa kl. 10. Engin síðdegis- guðsþjónusta. Bæjarráff samþykkti í gær á fundi sínum að setja Guðjón bryta Jónsson dyravörð Miðbæjarskólans. AIÞÝÐUBLAÐIÐ Verið að preata seðl- ana fjrrir anbasyk- arskamtinn. FINNUR IðNSSON Frh. af 3. síöu. teldum þetta iekki sanirýmast starfi íslenzkra ræðismanna og að við hefðum talið jafn ófæ'rt að Vilhjálmur I>ór hefði umhoöið áfram eins og að Thor Tliors hefði þaö. Ákvörðun me'irihliut- ans var því á engan hátt stefnt gegn Thor Tbors. Atvinnumáliaráðherra hefir ]ýst hið fyrnefnda ósatt. Orð mín standa gegn hans orð- um. Ráðherrann er að skoira á mig að útvega vottorð. Ég sé enga ástæðu til þess. Sumirtrúa mér, aðiir honum, en auk minna staðhæfinga hefi ég fært fram líkuT, sem styðja mjög minn mál- stað. Hversvegna voru Sjálfstæðis- Inennirnlir í nefndinmi annars allt- af að ala á því að Thor Thors yrði' boðið umboðið, nema af pví að þeir töldu að þá yrði einka- söluihei'mildin veitt? Jafnvel fram til þess síðasta var þetta, eftir því sem ég bezt veit, skoðun ailra nefndarmanna. Síðast á fundi nefndarmnar, 5. júlí gerir Jóh. Jósefssloo það að skilyrði fyrir atkvæði um tillögu tii á- bendingar um einkasöl'u á allri síTd að ræðismaðurinn í Niew York, Tbor Thors sé beðinn að hafa umsjón með Umboði nefnd- arinnar í Ameríku. Ég sé ekki ástæðu til að orð- llengja þetta meira. Ég hefi í Alþbl. 25. f. m. skýrt mjög ræki- iega frá ágætu starfi' Vilhjálms Þórs, fyrir SíTdarútvegsnefnd í Amerfku lOg em ummæli atvinnu- málaráðherra um mig í því sam- bandi tómur uppspuni, sem get- MARGIR hafa spurt um það, hvenær farið yrði að úthluta seðlum fyrir aukasyk- urskammtinum. Al'þýðublaðið hefir- spurzt fyrir um það hjá Skömmtun- arskrifstofu ríkisins og fengið þau svör, að verið sé að prenta seðlana, en að því búnu verði þeir sendir út um land. En ekki er hægt að segja um það með vissu, hvenær skömmtun hefst. Vonandi dregst það ekki lengi úr þessu. ;---v . -■ . - { ---------------------------------* ur stafað af ofþreytu hans við' að Ieysa vandræði sjávarútvegs- ins, nú. síðast með hinum brezka Siamningi. Við höfuix jafnan átt litia sam- lieið ég og atvinnumálaráðherra þó illindalaust hafi mátt kalilast, frá því þjóðstjórnin var mynduð. Ég hefi oft heyrt hann kasta fremur óvöldum orðum að sínum eigin flokksmönnum, sem hann á að þakka margra ára vináttu og upphefð- Tek ég þvi köpur- yrðum ráðherrans í minn garð, fremur létt, ekki síz-t fyrir það, að ég á sama tíma hefi fengið al-veg óbeðið ótvíræða traustsyf- ii’iýsingu, fyrir síarf mitt í síld- arútvegsnefnd, frá fu'.ltrúum Sjálf stæðismanna í nefndinni, sem þar hafa unnið meö mér árUrn saman,. Finmur Jónsson. i S9GAMLA BIO Stúlka á hverjum flngri! (MAN ABOUT TOWN). Amerísk söng- og gaman- mynd. Áðalhlutverkin leika: DOROTHY LAMOUR. JACK BENNY. EDWARD ARNOLD. Sýnd kl. 7 og 9. NÝJA BIO ððir Æskuur Stórfengleg ameríksk tónlistarmynd. Aðalhlutverkið leikur: Jascha Heifeltz. Sýnd kl. 7 og 9. Jarðarför okkar hjartkæra sonar, Árna, er ákveðin frá dómkirkjunni mánudaginn 11. þ. m. og hefst méS bæn að heimili okkar kl. 1% e. h. Guðmunda Jónsdóttir. Steindór Árnason. F. í. Á. Danslelknur i í Oddfellowhúsinu í kvöld, 9. ágúst, kl. 10. HLJÓMSVEIT AAGE LORANGE LEIKUR. Ðansaðir verða bæði gömlu og nýju dansarnir. Aðgöngumiðar seldir í Oddfellowhúsinu í dag frá kl. 8 I dag ern siðnstn forvðð að endurnýja og kanpa miða. Á mánudag verðar dregið f 6. flokki. HAPPDRÆTTiÐ. 32 1 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ skulum bara sjá, hverju fram vindur. Ég bíð á hverjum degi eftir að fá fréttir. En ég hefi nú reyndar þegar beðið töluvert lengi, — Hversu lengi? — Látum okkur sjá .... Það er orðið nærri því ár, sagði Hell hikandi. — Ár, sagði May og varð hugsandi. En nú var Hell kominn af stað og talaði um allt, bæði fátækt sína og .neyð og hina glæsilegu fram- tíðarvon. Honum var einkennilega innanbrjósts. Það var ekki fjarri því, að hrollur væri í honum hér í sólskininu. Það sótti stundum á hann svo einkenni- legt óyndi, þegar hann var að hugsa um uppfinningu sína, það var svo langt síðan hann hafði gert þessa uppfinningu. Og æsingin og eftirvæntingin þennan langa biðtíma höfðu tekið mjög á taugar hans. Allt, sem hann sagði, var sannleikanum samkvæmt, en ei að síður fannst honum hann vera svikari — hann trúði ekki sjálfur því, sem hann var að segja, og það var ekki heldur útlit fyrir, að May tryði því. Hún var allt í einu orðin svo alvarleg á svipinn og hugsandi. Það voru komnar hrukkur í ennið. — Hlustaðu nú á mig, sagði hún eftir langa þögn. Gætirðu ekki hugsað þér að tala við pabba um málið. Svona málefni er hann fljótur að skilja. Ef til vill gæti hann í bili fundið, aðra stöðu handa þér — í verksmiðjunni. Eða .... ja, mér datt í hug, að við gætum gengið í hjónaband, ef þér sýndist svo? — Já, hvíslaði Hell. Það var eitthvað í rödd hans, sem brast, hann hafði ekki gott vald á röddinni. — Jæja, þarna geturðu séð. Það þarf að toga hvert orð út úr þér með töngum. Við skulum þá ákveða það, að þú talir við pabba um þetta mál. — Ég get ekki talað við hann, fyrr en ég hefi fengið þetta bréf, sem ég er alltaf að bíða eftir. Ég vil nefnilega ekki ganga fram fyrir Lyssenhop á gömlum, hælaskökkum skóm, þegar ég er að biðja dóttur hans. Nei, það geri ég ekki, sagði Hell þrjózkufullur, — En, hver er að tala um að þú þurfir að biðja hann um hönd mína? Við erum fullorðin! Ef við komum okkur saman, ,þá er málið útrætt. Annað þarft þú ekki að segja við föður minn. — Ekki fyrr en bréfið er komið, svaraði Hell og lét ekki þoka sér. — Drottinn minn dýri! En hye þú ert ósveigjan- legur, sagði May. — Jæja, bíddu þá eftir þessu bréfi þínu. Þau sátu ennþá þögul stundarkorn og létu fæt- urna lafa fram af stökkpallinum. Gagnsæ hádegis- móða hvíldi yfir vatninu. Sólin skein lóðrétt ofan á vatnið og skinið -var eins og eldglæringar. May stökk á fætur og teygði úr sér. Hún gekk fram á pallbrúnina og vaggaði sér. — Komdu, sagði hún, við skulum steypa okkur bæði í einu. — Þú veizt, að ég er klaufi að steypa mér, sagði hann, en þó reis hann á fætur og spennti vöfivana. — Komdu, samt, sagði hún. — Það gengur vel, þegar við steypum okkur bæði. Þau gengu bæði út á brún pallsins og lögðu hend- urnar á axlir hvors annars. Þau teygðu úr sér og; horfðust brosandi í augu. — Nú steypum við okkur, sagði Hell. Og í sömu andránni steyptu þau sér í löngum boga, snéru sér- við í loftinu og þutu niður í vatnið. Svo stóð silfur- glitrandi vatnsstrókurinn upp í loftið og allt varð grænt fyrir augum þeirra, svalt og dásamlegt. § Og þetta var trúlofun May Lyssenhop og Urbans Hell. Spádómur Birndls reyndist réttur, þegar hann á. sínum tíma talaði um áhættuna. Varla var ágúst- mánuður byrjaður, þegar tekjurnar af sundkennsl- unni lækkuðu. Flestir gestanna voru hættir. að taka tíma hjá sundkennaranum, allir voru farnir að geta. fleytt sér, að vísu hættu þeir sér ekki langt frá fjörunni eða bryggjunum, en þeir þurftu ekki á hjálp Hells að halda. Starf hans nú orðið var ekki £ öðru falið en því, að standa á bryggjunni í hvernig; veðri sem var og gæta þess að enginn drukknaði. Stöku sinnum lét hann það eftir sér að stinga sér og; synda spölkorn, keppa við Körlu, May, stundum við Boby eða Sztereny greifa. Hell borðaði óreglulega,. það er að segja, hann borðaði ekki nema annan og þriðja hvern dag. Að hverri máltíð lokinni lagðist hann í sandinn stundarkorn, hann var máttlítill og, í slæmu skapi. Á kvöldin mátti alltaf búast við ill- viðri, svo að allir þustu inn. Óveðrið var alltaf af suðaustri. Fyrst heyrðist veðragnýr í fjöllunum, svo fór vatnið að ýfast og seinast risu fjallháar bylgjur og brimið freyddi við ströndina. Þetta var hið þekkta Meyjavatnsóveður.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.