Alþýðublaðið - 11.08.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1941, Blaðsíða 4
MÁNUÐAGUR 11. AGCST 1941 HTkVniTDi inm ALpYÐUBIiAÐIÐ MÁNUDAOUR Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, simi 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunriarapóteki. ÚTVARPIÐ: 15,30—16,30 Miðdegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Gamlir dans- ar: Lancier^ o. fl. 20,00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn. 20.50 Hljómplötur: Tataralög. 21,00 Upplestur: Kvæði (Loftur Guðmundsson rith.). 21,15 Útvarpshljómsveitin: a) Norsk alþýðulög. ta) Gamlir dansar. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Maður fótbrotnar. í fyrrakvöld varð maður að nafni Valdemar Runólfsson, Brekku í Sogamýri, fyrir bifhjóli og slasaðist. Var hann fluttur á Landsspítalann og kom í ljós, að hann hafði fótbrotnað, skrámast í andliti og fengið heilahristing. Umferðaslys varð um klukkan 3 í fyrradag hér innan við bæinn. Rákust á ís- lenzk og ameríksk bifreið. Sá, sem stýrði íslerlzku bifreiðinni, Krist- ján Jóh. Kristjánsson, forstjóri, meiddist töluvert og var fluttur á Landsspítalann. Ekki voru þó meiðsli hans talin alvarleg og var hann fluttur heim aftur. Marteinn Meulenberg biskup var jarðsunginn í dag frá Kristskirkju í Landakoti. Athöfn- in hófst klukkan 10 og var henni útvarpað. Fór hún fram með mik- illi viðhöfn og aðstoðuðu 9 prest- ar við útförina. Auglýsið í Alþýðublaðinu. lokið. P Fftest Gnniiar D 00 Sveri Huseby Emilssou. DRENGJAMOTI Ármanns var lokið í fyrrakvöld og sigraði Ármann með 25 stigum. K.R. hlaut 23 stig, Í.R. 15, F.H. 6 og Haukar 2. í fyrrakvöld setti sveit Ár- manns met í 1000 metra boð- hlaupi á 2 mín. 13,2 sek. Gamla metið var 2:15,7. Leikar fóru þannig í fyrra- dag: 400 metra hlaup: l.Sverrir Emilss. K.R. 56,2 sek 2. Hörður Hafliðas. Á. 56,9 sek. 3. Óskar Guðm.ss. KR 58,1 s. 4. Sören Langvad Á 60,4 sek. Þrístökk: l.Skúli Guðm.ss. KR 12,81 m. 2. Magn. Bald. ÍR 12,30 m. 3. Gunnar Huseby KR 12,04 m. 4. Sverrir Emilss. KR 11,82 m. Spjótkast: 1. Gunnar Huseby KR 46,56 m. 2. Jóel Kr. Sigurðs. ÍR 46,14 m. 3. Har. Hákonarson Á 36,86 m. 4. Hörður Óskarss. KR 35,46 m. 1000 metra boðhlaup: 1. Sveit Árm. 2 mín. 13,2 sek. 2. Sveit K.R. 2 mín. 17,0 sek. 3. Sveit Í.R. 2 mín. 18,5 sek. • Eftirfarandi einstaklingar * V fengu flest stig: Gunnar Huse- by og Sverrir Emilsson, 10 stig hvcr, og Skúli Guðmundsson 8 stig. Nokkrar deilur hafa orðið um stigareikning á þessu móti vegna eins keppanda, Sverris Emilssonar. Halda KR-ingar því fram, að rangt sé að reikna stigin út á þann hátt, sem Ár- mann hefir gert, en telja sér sigurinn í mótinu. — Nánar verður skýrt frá þessu síðar. Kafað í peninpgjána á Mngvðllnm. GÆR var það þrekvirki unnið á Þingvöllum, að maður kafaði í peningagjána og kom upp með peninga. Var það einn af nýju lög- regluþjónunum hér í bænum, Helgi Júlíusson að nafni. Kaf- aði hann þrisvar sinnum og kom upp med peninga í öll skiptin. Þykir það mikið þrek- virki að kafa í gjána, því að vatnið er eiturkalt og hefir það sjaldan verið gert áður. Lojdárás á Berlín vair gerð í nótt sem leið. Þýzka útvarpið viðurlsenndi í fyrsta skipú í morgun, að óvinafliugvélar hefðu komið yfir borgina úr rrorðaustd. Þetta er þriðja nióttin í röð, sem Rússar gera loftárás á Berlín. Í.S.Í. . K.ft.R. Knattspyrnumét Reykfayfkur I kvöld kl. 8.15 keppa Valnr — Víkinoar. PGAMU BIÓHI Stúlka á hverjum fingri! (MAN ABOUT TOWN). Amerísk söng- og gaman- mynd. Aðalhlutverkin leika: DOROTHY LAMOUR. JACK BENNY. EDWARD ARNOLD. Sýnd kl. 7 og 9. NÝJA BtÓ Oðir Æáinoar Stórfengleg tónlistarmynd. ameríksk Aðalhlutverkið leikur: Jascha Heifeltz. Sýnd kl. 7 og 9. Gúmmfkápur —KARLMANNA— Verzlnn 0. Ellingsen h.f. „ÞEGAR SVO' BER UNDIR“ Frh. af 3. síð*. MbL telur að Sjálfstæðismenn séu reiðubúnir til þess, en að- eins „þegar svo ber undir“, svo þaðan er þess tæplega að vænta að hagsmunir þjóðarheiidarinna'r fái mikinn stuðning, ef fliokks- hagsmunir geta að einhverju leyti komist að. Þessi dæmalausa ráðstöfun at- virmumálaráðherrans sýnir líka glögglega að þar var þjóðarhags- rounuim álgerlega fórnar fyrir f okkshagsmuni Sjálfstæðisflokks- ins, svo ekki sé meira sagt. Með þessari ráðstöfun ráöherrans, sem er eitigöngu flokkspólitísk hefir hann stefnt í hættu því sam- starfi sem álþjóð er nauðsynlegt að haldist meðan hún er í yfir- vofandi lífshættu og hers höndum og pað verða honum slyngari menn að afstýra samvinnUslitum ef þess er kostur. Það er ekld „þegar svo ber undir“ sem Sjálfstæðisflokkurinn á að setja þjóðarhagsmuni ofar flokkshagsmunusm sínum. Hánn á þegar að hafa getað lært það það a. m. R. af Alþýðuflokknum að gera það alltaf þegar þjóð- inni er þess þörf. Og þess hefir aldrei vedð meiri þörf en nú að það , sé gert og framkvæmt af fullurn drengskaþ og skilningi, fyrst og fremst af þeirra hálfu, sem með völdin fara í landinu. ítalskt blað segir frá því, að nú muni Þjóðverjar brátt taka Odessa og skýrir blaðið ennfnem- ur frá því, að þá skuli ttalir gæta borgarinnar. Loks segir blaðið, að Þjóðverjar þurfi bara að leggja undir sig alla Ukrainu þá skuU ítalir líta eftir því öllu saman! íbúð, 2 herbergi og eldhús óskast nú þegar eða 1. okt. Tveir fullorðnir í heimlii. Upp- lýsingar í síma 4900. 33 VICKl BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ Þessu fylgdu þrumur og eldingar. Stundum sló mörgum eldingum niður í vatnið í einu með geysi- legum þrumugný, eins og himinn og jörð væru að farast. Hell hraðaði sér inn í herbergi sitt og lokaði glugganum. Reyndar var þetta enginn gluggi, heldur kringlótt gat á veggnum með hlera fyrir. Herbergið lá við endann á röð af búningsherbergjum. Rétt fyrir framan dyrnar streymdi vatnið niður úr þak- rennunni. Meðan Hell stóð þarna í dyrunum og andaði að sér rigningarloftinu, hlustaði á þrumurnar og horfði á eldingarnar, sá hann sér til mikillar undrunar, að lítilli ferðatösku var fleygt yfir girðinguna, sem skildi baðströndina frá hinni óbyggðu strönd. — Andartaki seinna sá hann kvenfót í óhreinum lérefts- skó, og því næst sá hann konu í ljósum sumarfrakka gegnvotum. Hell teygði höfuðið út. Að lokum komst Anika yfir girðinguna. Hú* reif ofurlítinn flipa úr kjólnum sínum og pjatlan hékk eftir á girðingunni. Anika var ekki sérlega falleg þar sem hún hljóp eftir ströndinni í hrakviðrinu. Hún var í hvítum, ermalausum kjól, sem hún hafði sennilega farið í fyrir hádegi, meðan veðrið var gott. Hárið á henni var eins og strý. Hún var orðin mjög óhrein og rog- aðist með töskuna sína á háhæluðum skóm. Hell vissi ekki, hvað hann átti að álíta um þetta. Hann hleypti í herðarnar og hljóp út í rigninguna. Anika hljóp beint í fangið á honum, stynjandi, ýtti honum aftur á bak inn í herbergið og skellti í lás. Þau stóðu þarna í sótsvörtu myrkrinu og Hell heyrði hása rödd hennar gegn um regndunurnar á þakinu. Hann var ekki sérlega hrifinn af þessu ástandi. — Hvað gengur á? spurði hann og rétti fram höndina í myrkrinu. En þegar hann fann hlýja og vota húð Aniku kippti hann snögglega að sér hend- inni. — Opnaðu hurðina hrópaði hann æstur. En í sama bili var blaut hönd lögð á munn hans. — Þegíðu, þú mátt ekki segja neitt, hvíslaði Anika. — Ertu gengin af vitinu, sagði Hell. En rétt á eftir fann hann eitthvað mjúkt í fangi sínu. Hún skalf og kjökraði og þrýsti sér fast upp að honum. Hann strauk hana mjúkri hendi. Hell tautaði ein- hver huggunaryrði. — Hvað hefir komið fyrir þig? Hvað hafa þeir gert þér? spurði hann. Anika andvarpaði enn um sinn og Hell fann að hún néri enninu að brjósti hans. Hún hafði tekið upp vasaklútinn sinn. Svo sleppti hún honum. Það versta virtist nú vera liðið hjá. Hell ýtti frá ferðatöskunni og opnaði litla gluggann í hálfa gátt. En Anika varð allt í einu óttaslegin. — Nei, þetta máttu ekki, hvíslaði hún. — Þeir mega ekki finna mig. Hell lét hana setjast á rúmstokkinn sinn. Það var eina sætið, sem hann gat boðið henni. Honum þótti ekki sénlega skemmtilegt að vera einn þarna inni hjá henni. Þess vegna tók hann sér stöðu sem lengst frá henni, úti í horninu, þar sem köngullóin spann vef sinn. Hann lagði hendurnar á bakið. Hann hafði > eitthvert hugboð um, að það væri öruggast. — Jæja, Anika, hvað er að? spurði hann og reyndi að vera glaðlegur. Anika kjökraði stundarkorn ennþá, svo stundi hún upp: — Þeir hafa tekið hann fastan. Og ef þeir finna mig, þá taka þeir mig líka fasta. — Hvern hafa þeir tekið fastan? Hvað hefir komið fyrir? — Ferdinand, svaraði Anika. Yatnið rann í stríð- um straumum úr kjólnum hennar og seitlaði í smá- lækjum eftir gólfinu. — Hvaða Ferdinand? spurði Hell utan við sig. — Það er auðvitað greifinn, greifinn minn. — Einmitt! Greifinn þinn. En hvers vegna hafa þeir tekið hann fastan. — Vegna þess, ja, vegna þess, að hann hefir verið óheppinn, sagði Anika þrjózkuleg. — Óheppinn! Hvað þýðir það? Hefir hann brotið eitthvað af sér. Það er ekki hægt að taka mann fastan að ástæðulausu. — Hann hefir ekkert gert af sér. Hann bara gat ekki borgað. Hann á enga peninga.' Er það kannske glæpur, þó að maður eigi ekki peninga? Og þeir koma eins og ekkert sé og taka hann, aðeins af því, að hann á enga peninga. Hell andvarpaði. — Ég skil ekki eitt orð af öllu þessu, Anika. Geturðu ekki byrjað á upphafinu og sagt mér, hvað komið hefir fyrir? — Já, en hvernig byrjaði það nú? sagði Anika. — Það byrjaði auðvitað á því, að ég kynntist honum, þegar ég var að dansa. Mér leizt strax ágætlega á hann, því að 'hann var myndarlegur maður, og þá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.