Alþýðublaðið - 12.08.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.08.1941, Blaðsíða 1
Fjórir skipbrots- menn af Bekln ern komnir heim Tveir dvelja enn vestra FJÓRIR þeirra, sem komust lífs af, er flutningaskipið „Hekla“ var skotið í kaf, komu heim í dag. Tveir eru enn vestra, en Alþýðublaðinu eru ekki kunnar ástæðurnar fyrir því, hvers vegna þeir koma ekki heim nú. 500 menn íeknir af lífi í Þýzkaiandi. Fyrir skemmdarverkastarfsemi sem færist mjög i vöxt. \ __ Lundúnaútvarpið skýrði frá því í dag, að skemmdarverkastarfsemi færðist nú mjög í vöxt um allt meginland Evrópu. Kveður ekki minnst að þess- um skemmdarverkum í sjálfu Þýzkalandi og er talið að það séu aðallega verkamenn, sem standa fyrir þeim. Sem dæmi um þetta getur Uundúnaútvarpið þess, að í julímánuði hafi 500 menn verið teknir af lífi í Þýzkalandi fyrir .skemmdarverk — en mjög margir sitja í farigielsum. — Hefir þýzka leynilögreglan nóg að gera og ber það oft við að hún framkvæmi sjálf aftök- urnar án undangengins dóms. Mý hatnarmamvirki fyrir atbeina AmerikDmanna. Viðræður fara mú fram milli fsilitrúa peirra og taafnarstjóra. VIÐRÆÐUR fara nú fram milli fulltrúa Bandaríkjahers- ins hér og hafnarstjóra um afgreiðslumöguleika við Reykjavíkurhöfn og breytingar, sem taldar eru nauðsyn- legar á höfninni og aukningu bólvirkja. í dag rétt fyrir hádegi gekk major Withcomb, fulltrúi hersins, á fund hafnarstjóra, og ræddust þeir við góða stund. Ekki hefir frétzt hvort nokkr ar ákvarðanir hafa verið tekn- ar. En kunnugt er að Banda- ríkjamenn hafa haft á orði að byggja nýja bryggju austan við Ægisgarð — og að fylla upp í krikanum frá krananum og yfir þar sem áður var steinbryggj- an. Loks hefir heyrzt að Banda- ríkjamenn hefðu hug á að byggja stóra bryggju inn við Héðinshöfða, þar sem þeir skip- uðu upp um> daginn. Bandaríkjaliðið hefir þegar komið með allmikið efni til þessara framkvæmda og er ekki ólíklegt að farið verði að vinna að þessum umbótum á höfninni. Er líklegt að framkvæmd þessa máls verði í höndum Bandarjkjamanna og á kostnað þeirrá — en um þetta munu þeir hafa rætt í dag Þórarinn Kristjánsson hafnarstjóri og majór Withcomb. Menn hafa mjög dáðst að því hve Bandaríkjamönnum hefir á skömmum tíma tekizt að skipa upp úr þeim stóru skipum, er þeir hafa lagt hér að hafnar- bakkanum. Skipið, sem fór úr höfninni í morgun, er stærsta Frh. á 2. síðu. Anerfkskn Þingmenn irnir ieggja af stað i næstn vikn. Eiga sæti i hermálaoefndinni ÞINGMENNIRNIR úr öld- ungadeild Bandaríkja- þingsins, sem ætla að koma hingað til íslands leggja af stað frá Bandaríkjunum í næstu viku. Eiga flestir þeirra sæti í her- málan'efnd öldungadeildarinn- ar. Stidentafélag Rejrk- javíknr efnir tii skemmtiferðar á Þingvölí. STÚDENTAFÉLAG Reykja- víkur fer n.k. laugardag í skemmtiför til Þingvaila, og verður lagt af stað kl. 3 og kl. 4%. SflifiW©fÍllBBS Brœðsiflslidarafiinn 760,614 i., saltslldaraflinB er 9,252 tnnnnr. Tryggvi gamli er hæstur af togurunum ÍLDARAFLINN á öllu. landinu var orðinn s.l- laugardagskvöld 760 614 hl. í bræðslu og 9252 tunnur í salt. Á sama tíma í fyrra var hann 1 590 551 hl. í bræðslu og 10 216 tunnur í salt. Er þá bræðslusíldaraflinn um helmingi minni en í fyrra um sama leyti, og 1000 tunnur vantar á, að saltsíldarmagnið sé jafnmikið og á sama tíma í fyrra. Tryggvi gamli er hæstur af togurunum með 14 385 mál, Freyja af línuveiðurunum með 8006 mál og Gunnvör af vél- skipunum méð 11 377 mál. Afli skipanna s.l. laugardagskvöld var orðinn sem hér segir (töl- urnar í svigum eru tunnur í salt): Botnvörpuskip: Garðar 12118. Kári 10164. Rán 10833. Tryggvi gamli 14385. Línugufuskip: Alden 5449. Andey 4806 Frh. á 2. síðu. Kl. 6 mum Benedikt Sveinsson flytja minfii Þingvalla að Lög- hengi. Kl. 7 vei'ður sanneiginlegt' biorðha’.d í Valhöll og mun Sig- ui'ö'ur Nordal prófessor flytja þar ávarp, en. Ámi JónssiOin og Pétur Jónsson syngjia tvisöngva. Loíís (Verða ræðufcöld og sönfiur yf- ir borðum. Að lokum verður stig- inn dans. ) 'j Bifreiðastöð Steindórs sér uan flu'tningana. i Lndvig Kaaber, fyrr- 9i bankastjóri, iátinn. INÓTT varð bráðkvaddur að heimili sínu hér í bæ Ludvig Kaaber, fyrrum banka- stjóri. Eins og kunnugt er gegndi Frh. á 2. síðu. RORT AF AUSTURVÍGSTÖÐVUNUM. Eru bjóðverjar þegar komnlr framhjá Oddesatil Nikolaiev Þeir halda pví frara, en Rússar nefna pað ekki í tilkynningum sinum. .-------........ ÞJÓÐVERJAR SEGJA FRÁ ÞVÍ í tilkynningum sínum í morgun, að her þeirra nálgist nú borgina Nikolajev í Suður-Ukrainu, og' rteynist sú frétt rétt, hafa þeir farið framhjá Odessa. Rússar hafa hins vegar ekki minnzt á borgina í sínum fréttum enn. Nikolajev er við árósa skammt frá strönd Svarta- hafsins, um 100 km. norðaustur af Odessa. Rússneska herstjórnin .1 morgun talar um bardaga á sömu slóðum og undanfarna daga, við Uman og Bjelaja Zerkov, í Ukrainu og svo hjá Ilmenvatni, sunnan við Leningrad. Þá talar tilkynningin um mjög miklar viðureignir í lofti í gærdag. Segir þar, að í einni ioftorustu, sem háð var í nágrenni við Kiev, hafi 27 þýzkar flugvélar verið skotnar niður. Rússneski flugh'erinn hafði sig mjög í frammi í gær og gerði margar loftárásir. í einni árásinni var járnbrautabrúin yfir Dóná á brautinni milli Constanza og Bukarest eyðilögð. Rússneski f lugherinn hafði sig mjög í frammi í gær og gerði margar loftárásir. í einni árásinni var járnbrautabrúin yfir Dóná á brautinni milli Con- stanza og Bukadest eyðilögð. Ðrú þessi var um 760 m. á lengd og hið mesta mannvirki. Hafði hún mikla hernaðarlega þýðingu, þar eð hún var á svo fjölfarinnl samgönguleið, sem t. d. miklir olíuflutningar fara um. Ný bardagaaðfert é Budienny, yfirherforingi Rússa í Ukrainu, hefir nú tekið upp nýja bardagaaðferð. Hefir hann sett léttvopnaðar fót- gönguliðssveitir á hesta — og Frh. á 2. sí&u.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.