Alþýðublaðið - 13.08.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.08.1941, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 13. ágúst 1941 ALÞVOUBLAÐIO StríAið er afleiðino anðvaldsskipnlagsins. Bttir Haroid Laski Grein pesii er ritnð fyrir ■ýtt timarit, er Slpýðn- flokkur Bandarikjanna hefir hafið útgáfn ð. Hðf- nndnrinnerkunnurbrezk ur jafnaðarmaður. ' ! I . i Er G FÁGNA þeirri ákvörðun ameríkska Alþýðuflokks- ins að gefa út sitt eigið mán- aðarrit. Aldrei hefir borgurum lýðræðisríkjanna riðið meira á því en nú að öðlast fullkominn skilning á því málefni, sem okkur er sameiginlega hjart- fólgið. Fjandmenn lýðræðisins, bæði hinir dulbúnu óvinir þess og þeir, sem berjast gegn því á opinberum vattvangi — framar öllu öðru hinir dulbúnu — hafa aldrei verið jafn harðir í sókn sinni sem nú. Upplýst lýðræði er öruggasta vopnið til þess að sigrast á blekkingum þeirra og sviksamlegu athæfi. Brezki verkamannaflokkur- inn hefir nýlega með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða lýst yfir því, á hinu árlega þingi sínu, að hann sé staðráðinn í því, að heyja þessa styrjöld þangað til nazistastjórninni og leppstjórnum hennar hafi verið steypt af stóli. Hér er ekki um neinar hefndarráðstafanir að ræða og ekki byggist ákvörðun þessi heldur á óvináttu gegn þýzku þjóðinni. En hann er þess fullvís, að um engan frið getur verið að ræða fyrr en þýzku nazistastjórninni hefir verið steypt af stóli. Brezki verkamannaflokkur- inn lítur svo á sem þetta stríð sýni gjaldþrot auðvaldsskipu- lagsins. Það er nauðsynlegt, að skipuleggja veröldina í eitt al- þjóðabandalag og ráða í sam- einingu sameiginlegum málum til lykta. Öngþveiti það, sem skapast við samkeppni stór- velda er óviðunandi. Aðeins með alþjóðaeftirliti er hægt að ráða til lykta málefnum eins og tollamálum, gengismálum, hrá- efnaskiptingu, vinnulaunum, hervæðingu og slíku. Brezki verkamannaflokkur- inn lítur svo á, að endurreisn hverrar þjóðar verði-að byggj- ast á alþjóðlegri endurreisn. — En um leið verður sérhver þjóð að vera sjálfri sér nóg. Og það getur ekki orðið svo lengi sem t. d. flutningar, kolanámur og landeignir eru í eigu einstakl- inga, sem reka það með eigin hagsmuni fyrir augum. Þetta ástand hefir þá afleið- ingu, að atvinnuleysi skapast. Þetta leiðir til landrána, eins og þeirra, sem nazisminn er nú að fremja og afleiðingin verður styrjöld. Frelsi verður að kyggjast á jafnrétti og bræðra- lagi, annars hefir það enga raunverulega þýðingu í lífi þjóðanna. Brezki verkamannaflokkurinn lítur því svo á, að á þessum tíma, þegar allrar orku er neytt til þess, að vinna bug á naz- ismanum, eigi að leggja grund- völl að nýju, þjóðfélagslegu skipulagi, af eftirfarandi á- stæðum: Það er vitað, að vegna almennrar hættu, verðpr hagur þjóðanna settur ofar en ‘hagur einstaklinga. Vegna reynslu þeirrar, sem fengist hefir af stríðinu, er bersýnileg þörfin á nýju, þjóðfélagslegu skipulagi. Það er öllum vitanlegt, að ekk- ert fyrirkomulag annað en lýðræðisfyrirkomulagið er þess megnugt að ráða bót á hinum þjóðfélagslegu vandamálum, sem nú bíða úrlausnar. Brezki verkamannaflokkur- inn efast ekki um það, að Hitler og Mussolini verði sigraðir, og hann efast heldur ekki um, að velferð allrar al- þýðu í heiminum sé undir því komin,. að þeir verði sigraðir. Gamla skipulagið, sem ríkti 3. september 1939, hefir hrunið til grunna, og mun aldrei rísa upp aftur. Hitler og Mussolini hafa verið að grafa sínar eigin grafir, eins og Marx hefir spáð. En það er þýðingarlaust að sigra þá, án þess að læra af þeirri staðreynd, að þeim tókst að ná völdum. Friðurinn verð- ur að byggjast á þessum lær- dómum. Boðskapur hans verð- ur að byggjast á alþjóðaskipu- lagi, sem gerir mögulega frjálsa og fullkomna samvinnu ríkja um skipulagða framleiðslu miðað við almenna neyzlu. Ef við ekki högum skipulagning- unni á þennan hátt, munu þau skilyrði sem gerðu stríðið mögulegt ennþá haldast og það er áreiðanlegt, að sömu vand- ræðin munu aftur hljótast af. Friðurinn verður að tryggja það, að engir geti soltið í miðju gnægðabúrinu. Þessa mótsögn er hægt að útiloka með því að koma í veg fyrir offramleiðslu. Ef þessu jafnvægi er ekki haldið, getur friðurinn, sem kemur á eftir þessari styrjöld ekki orðið varanlegri en síðast. Ég er þess fullviss, að fé- lagar mínir í brezka verka- mannaflokknum myndu óska þess, að ég léti í ljós við félaga okkar í Ameríku þakklæti okkar fyrir þá miklu hjálp, sem Bandaríkin láta okkur í té í þessari erfiðu baráttu og að- dáun okkar á skilningi þeirra á hinu sögulega hlutverki, sem brezka heimsveldinu hefir verið falið að inna af hendi. Við könnumst við villur og mistök liðinna ára, ekki sízt í sambandi við Indlandsmálin. ■— Okkur er fullkomlega ljós áhættan, sem fylgir baráttu okkar. Við álítum sem sósíalistiskur flokkur, að við séum að framkvæma hið æðsta hlutverk, sem nokkrum getur verið falið á hendur — að búa hinum vinnandi stéttum fram- tíðaröryggi gegn hinum hat- rammlegasta óvini, sem þær stéttir hafa kynnzt um alda- raðir. Ennfremur höfum við þá trú, að með eigrinum muni okkur veitast tækifæri til þess að byggja upp skipulag Ev- rópu á réttlátari og varanlegri hátt heldur en áður hefir ver- ið gert, og í það starf munum við leggja allan dugnað okkar og viljaþrek. Og það veitir okkur hugrekki að horfast í augu við þá erfiðleika, sem fram undan eru að vita það, að félagar okkar í Ameríku eru undir það búnir að veita okkur alla þá aðstoð, sem þeim • er unnt að veita. Afstýrt stðrslp ! Haf naflrði í gœr FaMiim stýrði bifreiðinni á hermannaskálav ARÞEGA í áæílunarbifr'eið tókst í gær að afstýra stórslysi. Rétt fyrir hádegi í gær var áætlunarbifreiðin R. 1256 að koma úr ferð frá Sandgerði. Var hún fullskipuð af fólki. Kl. 11 staðnæmdist hún ofar- lega í svokallaðri Illubrekku í Hafnarfirði og fór bifreiðar- stjórinn út úr henni til að hleypa út nokkrum farþegum og afgreiða farangur, sem var aftan ij henni. En meðan hann var að þessu rann bifreiðin af stað. Bifreiðarstjórinn reyndi að komast að stýrinu. En um sama leyti og hann var að komast að framsætinu, en bif- reiðin var þá komin á nokkra ferð, hentist kona út úr henni og lenti hún á bifreiðarstjóran- um með þeim afleiðingum, að hann datt og lenti með annan fótinn undir afturhjóli. Konan meiddist ekki, en bifreiðarstjór- inn meiddist nokkuð og rauk þó strax á fætur til að freista að komast að stýrinu. En þá stökk önnur kona út og með barn í fanginu og truflaði bifreiðar- stjórann. Var bifreiðin nú kom- in á mikinn hraða niður brekk- una. Neðst í henni beygði hún þvert til vinstri, enda hafði þá einn farþeganna gripið stýrið. Var margt fólk á götunni og tókst þessum farþega að varna slysum með því að stýra bif- reiðinni á hermannaskála, sem þarna voru. Brotnaði bifreiðin allmikið, svo og tveir her- mannaskálar, sem hún rakst á. Garðyrkjuritið. UTGEFANDI þessa rits er Garðyrkjufélag Islands og ritstjöri Sigurður Sveinsson garð- yrkjukennari. Rit petta kentur út ejnu sinni á ári. Margir garöyrkj ufröðir rnenn skrifa í ritið að þessu sinni, er þar t. d. gnein Um fyrirkomuiag og skipulagningu skrúðgarðá einkum stærri skrúðgarða í kaíup túnum iog bæjum eftir, formann félagsins, Unnstein ölafsson skóla stjóra. Ingólfur Davíðsson grasafræð- ingur ritar Um jurtakvilla og jurtályf, sérstaklega er þar getið um niotkun tmargra hinna nýrri lyfja sem nú em farin að flytj- ast til' landsins, er því öllu garð- yrkjufólki nauðsynlegt að fesa þessa grein. Sig. I. Sigurðsson garðyrkjukennari ritar um garð- yrkjutilraunir og um illgresi og eyðing þess. Þá eru tvær gnein- ar eftir Ingimar Sigurðsson garð- yrkjufræðing í Fagrahvammi er önnur um ræktun mat'jurta en hin um Garðyrkjuskóla ríkisins Þá skrifa þær systumar Ragna og Helga Sigurðardætfur sína grein- ina hvor, Ragna skrifar um stofu- blóm en Helga um 'matreiðsJu og vítamínisinnihald grænmetis. Ole Pedersen garðyrkju-candidat skrifar um kitkjUgarða. Þá má einnig minnist á greiina- flokk eftir Sigurð Sveinsson Um b aut'yð'endur verm:húsa’'æktun- arinnar hér á landi, er þáð að nokkru saga þeirra manna er fyrstir starfræktu hér ræktiun i vermihúsum og Um þær tilraun- ir er þar vorui gerðar. I jritmu er garðyrkjuljóð eftir Unnstein Ólafsson og söngur garðyrkju- manna eftir Jóhannes úr Kötlum. Kristinn Guðmundsson bóndi á Mosfelli ritar um æfistarf hins þjóðlcunna jarðræktarfrömUðar, Sigurðar Sigurðssonar búnaðar- máliastjóra. Emifnemur er grein ef tir ungan garðyrkjiufræðing Hal! dór ó. Jónsgon. Simson Ijósmyuid- ari á Isafirði skýrir frá garð- yrkjutilraUnum j>eim er haxm hef- ir gert á Isafirði ,sérstaklega um ræktun jarðarberja í görðtum, en þau hefh' hann ræktað síðastlið- in tíu ár með ágætum árangri og gætu margir lært. af xeynslu ►íans í þeám efnum. Margar fleiri ágætar greinar erui í ritinlu. Frágangur þesshinn prýðilegasti og er það prýtt fjölda mynda lesmálinu til skýr- ingar, framan á kápunni enu tvær litmyndir af undurfögrum blóm- görðum. Garðyrkjuritið verðu»r tii sÖím hjá bóksölium, eirnfrennur hjá blómaverzluntom bæjarins. Auglýsið í AiþýðublaSöwM. M. F. A. gefur út bókinna Ont of the Migfiit Menningar- og fræðslusamband alþýðu hefir ákveðið, að þriðja bök þess á þessu ári verði hin mjög umtalaða sjálfs- ævisaga Jan .Valtins, „Out of the Night“. Upplagið verður takmarkað við tölu félagsmanna og þeirra, sem kunna að vilja gerast áskrifendur að þessari bók sérstaklega. Þeir, sem vilja tryggja sér að fá þessa bók, gefi sig fram sem fyrst við skrifstofu M.F.A. í Reykjavík, sími 5366, eða við „ umboðsmenn þess úti um land.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.