Alþýðublaðið - 13.08.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.08.1941, Blaðsíða 4
MIÐVIKIJBAGUX 13. áflúst 104i ALÞYÐUBLAÐIÐ BHÐVIKUDAGUR Næturvörður er í nótt í Ingólfs og Laugavegs apótekum. Næturlæknir er í nótt Jóhannes Björnsson, Sólvallagötu 2, sími 5989. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Óperulög. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá Bretlandi, I. (Thorolf Smith). 20,55 Hljómplötur: Létt lög. 21,00 Auglýst síðar. 21,20 Orgelleikur í Dómkirkj- unni(Eggert Gilfer): For- leikur og fúga í G-dúr, eftir Bach. 21,40 Hljómplötur: „Moldá“ úr lagaflokknum „Föðurland mitt“, eftir Smetana. Sextugur. Valdimar Guðjónsson. Nýlendu- götu 6, er sextugur á morgun, 14. ágúst. Afturgangan heitir ameríksk kvikmynd, sem Nýja Bíó sýnir núna. Aðalhlut- verkið leikur einn höfuð skapgerð- arleikari heimsins, Boris Karloff. Umferðaslys. í fyrrakvöld varð maður að nafni Ari Finnsson, Ásvallagötu 16 fyrir herfintningabifreið, fékk heilahristing og meiddist eitthvað meira. Innbrot / var framið á íþróttavellinum að- faranótt síðastliðins mánudags. Var brotizt inn í búningsklefa í- iþróttamanna og stolið tveimur úr- um og 130 krónum í peningum, sem geymdir voru í læstum skáp. ¥ Esja austur um land til Siglufjarðar í byrjun næstu viku. Vörumót- taka á venjulega viðkomustaði meðan rúm leyfir á föstudag. Franska jiingræðið úr sðgoBDi, segir Petain Darlan fær yfirstiórn hers, flnghers og flota bæði i Frakklandi og nýlendnnun>. PETAIN marskálkur flutti í gærkveldi ræðu, sem beð- ið var eftir af mikilli eftirvænt- ingu um allan heim. Hann minntist 'ekki á kröfur Hitlers um bækistöðvar í Afríkuný- lendum Frakka, en ræða hans gefur glögga hugmynd um á- standið í Frakklandi nú. Petain skýrði frá því, að Dar- lan hefði mú fengið æðstu yfir- stjúrn landsms, flughers og fiotai Frakkiands 'Og nýlendnanna ísín- ar hendttr. f>á sagðisit marskálk- urinn vona að Bandaríkjianienn sýndu frönsku þjóðinni skilning. Franska þingræðið væri að vísu dautt í fyrri rnynd sinni, en Frakikiar væru enm frelsiselskandi þjóð, sem mundi taka langan tíima að vönja við hina nýju skipan í Evrópu. Þá sagði Petain, að stefnu Vichys tjó rnarinriar mætti draga saimian í 12 atriði. Samkvæmt þessari stefnuskrá verða allir stjómniálaf lo kka r bannaðir í hinum óhemiumda hluta Frakk- lalnds, allir frímúrar neknir úr þjónusítu ríkisiras, lögreglan auk- in stórum, leynifélög upprætt, þeir, sem teljast ábyrgir íjyrir fall Frakklands, dregnir fyrir ]ög og dóm o. fl. Peningaþjófnaður. .. .. í vikunni sem leið var stolið úr mannlausri íbúð hér í bænum 1500 krónum. Voru peningarnir í læstum skáp, og íbúðin sjálf var læst, en skrárnar voru gamlar og ekki smekklás fyrir hurðum. 63 ána er í dag Jón Tómasson, Fram- nesvegi 34- RÚSSLAND Frh. af 1. síðu. ar. Enda þótt Rússar biðu nckkuð manntjón hjá Uman fyrstu daga Ukrainusóknarinn- ar, mun þá vera fjarri því, að því takmarki Þjóðverja sé náð. Loftá ás á Leningrad mistekst. í tilkynningu frá herstjóm- inni í Moskva í morgun er frá því sagt, að Þjóðverjar hafi í nótt gert tilraun til árásar á Leningrad, en allar flugvélar þeirra hafi verið hraktar á brott af næturorustufiugvél- um Rússa og loftvarnaskothríð þeirra. Þá segir í tilkynningunni, að flugher Rússa geri stöðugar á- rásir á stöðvar Þjóðverja, véla- hersveitir þeirra samgöngu- æðar, birgðir o. fl. Bretar og Russar lofa TyKium aðstoð. Bretar og Rússar lofuðu í gær að veita Tyrkjum fulla aðstoð, ef á þá yrði ráðizt. Fóru sendi- herrar Breta og Rússa í Ankara á fund utanríkismálaráðherr- ans og gáfu yfirlýsingu um það fyrir hönd stjórna sinna. Tíðindum þessum er fagnað í blöðum Bandamanna, en Þjóðverjum þykir fátt um. HEKLA Frh. af 1. síðu. anum, varpaði til okkar stiga og gátum við stalulast upp stigannn. Um borð vair okkur tekið hið bezta, fengum við fyrsit súkku- laði, en því næst léttan mat. Vorum við orðnir mjög borað- ir og ætluðum varla að þekkja sjálfa okkur í spegli. Skipið, sem bjargaði okkur, heitir Candytuft HGAMLA Btomm Herti þig fieorge! (COME ON GEORGE.) Ensk gamanmynd. Aðal- hlutverkið leikur enski skopleikarinn og gaman- vísnasöngvarinn George Formby. Sýnd klukkan 7 og 9. NÝIA BIO Aftargangan (The Man with nine Lives.) Spennandi og dularfull ameríksk kvikmynd. Að- alhlutverkið leikur sér- kennilegasti „karakter“- leikari nútímans, BORIS KARLOFF. Börn fá ekki aðgang. Sýnd klukkan 7 og 9. Símapöntunum ekki veitt móttaka. I Tilkynning frá og með degmnm í dag lækb- ar verd á ýsu um 10 aura per kfilógramm. Fiskhollin og aðrar útsölur, Jóns og Steingríms. þg eir 1100 tonna skip. Gengu skipverjar úr rúmi fyrir oklkur, létu sór að öllu leyti mjög annt um oktour og hjúkruðu okkurhið bezta. Þann 15. júlí andaðist eiinin af félögum okkar, Karl Guðmunds- son. Hafði verið náð í lækni til hans og áleit hainn, að öllu væri óhætt, en hjartað mun hafa bil- að. Herskipið skilaði oíkkur áland á St. John á New Foundlandi, en þaðain iórum við til Halifax. Þannig v,a,r f-rásögn Ingibergs Lövdals af þessum langvarandi hrakningum. VERKAMANNABÚSTAÐIRNIR (Frh. af 1. síöu.) lagiiði var stofnað dró lögmað- ur út númer allra stofnendainna. — Það þyrfti að vera hægt að byggjia fleiri íbúðir. „Já, sannarlega. En áþvíimunu verða mikliir örðugleikar. Stjóni félagsins mun þó athiuga þetita nú þegaT og ræða um það við stjóm B yggingas j ó ðsin s. Anraars enu erfiðleikaTamir langmestir á því að fá byggingarefnið, en stjóm félagsins h-efir þegar byrj- að á því að útvega það. Verður skýrt nánar frá því síðar hvo-rt hægt verðuT að byggja meira“. 35 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ svalirnar og stökk niður. Svo þaut ég niður í kjall- arann á gistihúsinu Litli Pétur, en þar fann ég felu- stað. Þeir hafa sennilega furðað sig á því, að unga greifafrúin skyldi vera svona dugleg að klifra! All- an daginn sat ég íj hnipri í kjallaranum og var dauð- hrædd um, að Eggenhofer finndi mig, og ég grét og bað allan daginn. Og svo hugsacji ég: Braa að Bulli væri nú hþrna, Bulli er sá eini, sem getur hjálpað mér. En ég vildi ekki láta taka mig fasta aðeins vegna þess, að ég átti ekki peninga. Það er ekki glæpur að vera peningalaus! Og þegar þrumu- veðrið kom, og allir flýttu sér í hús, þá læddist ég út og hingað til þín og hér verð ég þangað til Bulli hjálpar mér burtu. Og þegar Anika var komin þetta áleiðis í frásögn sinni, kinkaði hún kolli þrisvar, til meiri áherzlu, spennti greipar og horfði á Hell, sem var gersam- lega orðlaus, en hún var svo barnslega sakleysis- leg, að hún afvopnaði hann gersamlega. — Já, þú segir að ég eigi að hjálpa þér, en h-vern- ig má það ske? spurði hann áhyggjufullur, er hann hafði hugsað sig um stundarkorn. — Það dettur engum í hug að fara að leita að mér hér, þeir vita ekki, að við þekkjumst. Þess vegna er mér óhætt að vera hér, og snemma í fyrramálið, kl. 4,18, fer lestin til Vínarborgar. Vonandi setja þeir ekki vörð við lestina, og ég get ef til vill slopp- ið. Ég lséðist til brautarstöðvarinnar klukkan að ganga fjögur, áður en nokkur er kominn á fætur. — Já, einmitt það, sagði Hell, og það var eins og eitthvað stæði í honum. — Þú ætlar með öðrum irðum að gista hjá mér. Það er þokkalegt til af- spu-rnar fyrir mig. Hann tók upp vasahnífinn sinn og fór að tálga með honum borðbrúnina eins og krakki. Hann sneri baki að Aniku. Regnið buldi stöðugt á þakinu. —-Það yrði þá ekki í fyrsta skipti, sagði Anika að lokum. — Hvað áttu við? spurði Hell. — Það yrði ekki í fy-rsta skipti, sem ég gisti hjá þér, hélt Anika áfram ofurlítið varkárri. — Nei, og það er einmitt þess vegna, sagði Hell fokvondur. Anika þagði ofurlitla stund, svo færðist bjart bros yfir grátið andlit hennar. — Ó, Bulli er alls ekki reiður. Bulli er bara hrædd- ur'við mig, sagði hún sigri hrósandi. Hell sneri sér að henni. — Ég er alls ekki hræddur, sagði hann ákafur, fremur við sjálfan sig en Aniku. — En er það nikkur furða, þótt manni gremjist sumt af því, sem fyrir kemur hér. „Greifinn“ ferðast um ver- öldina, lætur fólk snúast í kringum sig. En sumir eru bara ómerkilegir sundkennarar. Og svo á ég að hjálpa í þokkabót. Hvað viltu, að ég geri við þig? — Allt sem þú vilt, sagði Anika. Hún sat þarna á rúmstokknum, og reyndar var hún aðdáunarverð, svo hugrökk var hún. Hún var rennvot og það var mjög illa komið fyrir henni, en hún kvartaði ekki. Hún skalf af kulda. Hell kenndi 1 brjósti um hana. Hann lagði lófana á vanga hennar og sagði: — An- ika! En hve þú ert léttúðarfull og barn-aleg. Anika skildi þessi orð sem vott um fyrirgefningu og vináttu. — Það komu ofurlitlir krampadrættir í kringum munninn á henni, en þó reyndi hún að brosa, og Hell klappaði henni og var snortinn. — Þetta er gott, Anika litla, þú mátt bara ekki fara að gráta, sagði hann. — Þetta batnar allt með tím- anum. Við skulum sjá, hvort ekki er hægt að bjarga þér. 'Anika spratt á fætur, hljóp í fang honum og kyssti hann á allt andlitið. Hell formælti sjálfum sér, af því að hann gat ekki komizt hjá því að verða var við unaðartilfinnin-gu við kossa hennar. Svo gekk hann fram hjá henni, að glugganum og opnaði hann upp á gátt. — Það er of þröngt hér, sagði hann og stundi ofurlítið. Anika sýslaði við eitt og annað. Henni var ennþá kalt, og hún skalf af kulda. — Mér er kalt, sagði hún. — Ég er líka rennvot og svo er ég svöng. — Svöng! Jæja, svo að þú ert svöng! Við skulum nú sjá, það verður sennilega ekki mikið, sem ég get fundið handa þér, svaraði Hell og fór hjá sér. Hann athugaði á hillunni og fann brauð og smjör og mjólkursopa. Þegar Anika byrjaði að borða, sett- ist hann á r-úmstokkinn hjá henni og horfði á eftir hverjum munnbita, sem hvarf ofan í hana. Það var kvöldmaturinn hans, sem fór þarna veg allrar ver- aldar, hugsaði hann og reyndi að kæfa þungt and- varp, sem leið af vörum hans. Þegar Anika var búin að borða, át hann leifarnar. Anika þrýsti sér upp að honum og reyndi að stin-ga höfðinu undir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.