Alþýðublaðið - 14.08.1941, Síða 1

Alþýðublaðið - 14.08.1941, Síða 1
* RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXII. ÁRGANGUR FIMMTUDAGUR U- ÁGÚST 1941 138. TÖLUBLAÐ Rússar viðurkenna, að peir hafi yfirgefið Smolensk. Fjögurkolaskip til íslands. Litur betur út með kolavið-' sbifti við Breta en áður. HáLDUR lítur nú betur út með kolainnflutning til landsins frá Bretlandi. Samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaðið fekk í morgun frá viðskiptamála- ráðuneytinu hefir að síðustu fengizt leyfi frá Bretum fyrir 4 skipsförmum af kolum hing- að. Líklegt er talið, að eitt skip sé þegar lagt af stað með kol hingað. Þetta er betra en á horföist — en langt frá því, að það full nægi okkur. Framtíðarlausn á kolaþörfum okkar er enn ekki fengin og munu viðræður nú fara fram milli okkar og Breta um þetta efni. Er þess fastlege vænst, að þau loforð verði haldin að okk- ur verði séð fyrir brýnustu nauðsynjum okkar. En aðalorusturnar geisa enn suður í Ukrainu. 4------- RÚSSAR TILKYNNTU í morgun að þeir hefðu yfir- gefið Smolensk og borgin væri nú í höndum Þjóð- verja. Segja þeir, að orustan á þessum vígstöðvum haldi á- fram austan við borgina, þar sem aðalher Rússa muni verja veginn til-Moskva. Þjóðverjar höfðu fyrir mánuði síðan tilkynnt fall Smo- lenskborgar, en Rússar hafa haldiö hinu gagnstæða fram þar til í morgun. Víst er það að geysilegar orustur hafa staðið á þessum slóðum um langa hríð og er í Moskva talið, að 60 000 Þjóðverjar hafi fallið hjá borginni. Þrátt fyrir fall Smolensk virðist aðalsókn Þjóðverja enn vera í Ukrainu. Tilkynnti þýzka útvarpið í gær, að Odessa væri þegar á valdi Þjóðverja, en Rússar mótmæla því kröftuglega- Hins vegar viðurkenna Rússar, að þeir hörfi á Ukrainuvígstöðvunum, en þeir segjast gera það hægt og skipulega. Segja þeir, að iðnverin miklu í Don- héruðunum, austast í landinu, séu í engri hættu. Sókn Þjóðverja í Ukrainu beinist nú gegn fjórum borgum aðallega, Odessa, Nikolajev, Uman og Kiev. Er talið í Moskva, að í Ukrainu hafi Þjóðverjar 750 000 mánna lið til sóknar. í morguntilkynningu rússneáku herstjórnarinnar er talað um aukna bardaga á norðurvígstöðvunum í kringum Ilmenvatn. Er í tilkynningunni minnzt á bardaga við Staraja Russa, en sú borg hefir ekki v'erið nefnd í tilkynningum Rússa áður. Staraja Russa er beint sunnan við vatnið, 220 km. suður af Leningrad, 100 km. austur af Porchow. Óttast Tyrkir árás Þjóðverja? Inæoia 1, Tjrrklandi yfir irflr- jýsingum Breía og Rússa Hvað er að gerast í Tyrklandi? Þannig spyrja menn nú. Yfirlýsing Breta og Rússa um að þeir ábyrgðust landa- mæri Tyrklands og að þeir myndu veita Tyrkjum jiðstoð, ef á 'þá yrði ráðizt, kom mjög skýndilega. Og næstum í sarna mund kom frétt um það, að von Pa- pen, sendiherra Þjóðverja í Ankara, hefði verið kallaður heim . til Berlínar til að gefa skýrslu. Tyrkneska stjórnin hefir enga opinbera yfirlýsingu gefið út af yfirlýsingum Breta og Rússa, en utanríkismálaráð- herra hennar hefir látið hafa eftir sér, að Tyrkjum þætti vænt um yfirlýsingarnar. Ekki- verður enn séð, hvort um er að ræða nýja þýzka sókn á þessum slóðum. En fyrir rösk- lega viku síðan hóf þýzki her- inn sókn hjá Cholm, sem er 90 km. sunnan við Staraja Russa, og var sú sókn stöðvuð af Rúss- um. Henni var bersýnilega stefnt gegn járnbraulánni milli Moskva og Leningrad, og er því líklegt, að þessari nýju sókn, ef um alvarlega sókn er að ræða, sé einnig beint gegn járnbrautinni. Bardagar virðast enn geisa bæið í Eistlandi og á Kyrjála- eiði. Viðurkenna Þjóðverjar, að Rússar hafi gert gagnáhlaup á Eistlandsvígstöðvunum. BrMn yftr Báná Það hefir nú komið í ljós, að brúin yfir Dóná, sem Rússar eyðilögðu, var mun mikilvæg- ari en fyrst var talið. Liggur það í því, að ekki aðeins brúin, heldur og aðal olíuleiðslan milli Ploesti (olíuborgarinnar) og Constanza, var eyðilögð. Um brúna fóru allar birgðir til þýzka hersins í Dobrudscha. Eftir olíuleiðslunni fór öll olía handa hinum litla flota, sem Þjóðverjar hafa í Svartahafi. Munu það vera nokkrir kafbái- ar. tund.urskeytabátar og svo örfá herskip. sem Þjóðverjar hafa teki.ð’ af Rúmenum. dudmuBdiir Etríksson bæjnrfulitrði iátinn. Guðmundur eiríksson bæjarfulltrúi Jést í Lands- spítalanuim i i'yrrinótt, eftir að haia verið veikur sí’ðan í vor. Var hann allþungt haldlnn upp á síðkastið- Guðmiundur v,ar rúm- lega fimmtugur að aldri. Átti hann sæti í bæjarstjórn Reykja- vfikur síðan 1940. í áskorun templara til ríkisstjórnarinniar, sem birt var í blaðinu í fyrrad., varð villa. Þar átti að standa utan- stúkumenn í stað utanhéraðsmenn. Ifirlýsing Attlee kinkkan 2 í dag. C>. , ♦ .---- HURCHILL, forsætisráðherra Breta, og Roosevelt, for- seti Bandaríkjanna, hafa hitzt á herskipum í Norður- Atlantshafi. Herskipið Prince of Wales flutti Churchill á ákvörðunarstaðinn. I fylgd með þeim Roosevelt og Churchill voru háttsett- ir foringjar úr landher, lofther og flota beggja landanna. Þeir ræddu um framtíð styrjaldarinnar og þátttöku Bandaríkjanna í baráttunni gegn heimsyfirráðastefnu naz- ista. Undirrituðu þeir sameiginlega yfirlýsingu um styrj- aldarmarkmið beggja þjóða í þessari styrjöld. Er yfirlýs- ingin í átta liðum. Þar segir meðal annars, að hvorugt ríkj- anna stefni að landvinningum, að þau virði bæði rétt allra þjóða til að lifa friálsar í löndum sínum og undir þeirri stjórn, §em þau kjósa sér. Beaverbrook, birgðamálaráðherra Breta, fer bráðlega til Washington. Skriðdrekar í eyðimörkinni Þótt litlar fréttir berist frá Norður-Afríku, er stöðugt barizt þar, þótt í smáum stíl sé. Bretar hafa mikinn fjölda .skriðdreka í eyðimörkinni, og sést á myndinni, hvar foringi eins þeirra gefur öðrum merki. f Einkennismerki brezku skriðdrekasveitanna er svört alpahúfa, eins og einnig sést á myndinni. Stórfeiöar umbætur á veg- im I asgrenni bæjarins. -------«.------ VEGURINN frá Árbæ og upp að Geithálsi verður allur malbikaður í sumar. Allir aðalvegir í nágrenni Reykja- víkur verða breikkaðir að mun og allar brýr verða breikk- aðar um helming alla leið austur yfir fjall og upp í Mos- fellssveit. (Frh. á 2. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.