Alþýðublaðið - 15.08.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.08.1941, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XXII. ÁRGANGUR FöSTUDAGUR 15. AGÚST 1941 189. TÖLUBLAÐ Winston Churchill. Fyrir tveimu'r árum fylgislítill, en þreyttist aldrei á að sýna fram á hættuna, sem stafaði af nazismanum. Nú átrúnaðargoð allra frelsiselskandi þjóða. Farijold hækka á ollum sérleyf- isleiðuffl. Hækkunin verður 15 °0 og gengur í giidi i dag. GEFIN hefir verið út heimild til bifreiða- eigenda um að hækka far- gjöld á öllum sérleyfisleið- um og undanþáguleiðum — um 15% frá og með deginum í dag- Til dæmis um þessa fargjalda- hækkun rriá geta þess að far- til Akuneyrar héðan, sem knst- aði kr. 40,50, kpstar nú 45,00, til Blöndöss hækka fargjöld úr 25,80 uppí 28,50. Til Þingvalla úr 4,40 uppí 5,10 og til Eymr- bakka úr 6,10 uppí 7,00. Mjög mikil' umferð hefur verið á þessiari leið og fleiri farþeg- Frh.. á 4. siðw. YF1RLVSIN6U CHURCHILLS 06 000SEVELTS VARFA0NA9 Í ÖLLVM FRJÁLSUM LÖNDUH --------» ..... Er fundur Jieirra norður fi Atlantshafi upphaf að nýrrf og stærri viðburðum? ÞAÐ ER ÓHÆTT AÐ FULLYRÐA, að engin tíðindi, síðan styrjöldin hófst, hafi vak- ið jafn gífurlegan fögnuð meðal lýðræðisþjóða heimsins og tilkynning Attlees í gær kl. 2 um hinn heimssögulega fund hinna vinsælu forystumanna hrezku og handaríksku þjóðanna, Winstons Churchills og Franklins D. Roosevelts um og eftir síðustu helgi héF norður í Atlantshafi, enda var ræða Attlees tilkynnt margsinnis fyrirfram, bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum. Milljónir manna víðs vegar um heim hlustuðu á ræðu Attlees. í Englandi, samveld- islöndunum og Bandaríkjunum voru þúsundir útvarpstækja opnaðar bæði á heimilum og á vinnustöðvum og í öllum borgum voru hátalarar settir upp svo að vegfarendur gætu hlýtt á hina sögulegu tilkynningu. Ræðunni var útvarpað af hljómplötu í brezka út- * varpinu hvað eftir annað í gær og þýðingu á henni var útvarpað á ótal tungumálum.* Þetta er í fyrsta sinni, sem Roosevelt og Churchill hittast. Fyrst um sinn verður því haldið stranglega leyndu, hvar þeir mættust, aðeins sagt, að það hafi verið á Norð- ur-Atlantshafi. Churchill fór með mikilli leynd frá Bretlandi og með honum þeir Harry Hopkins, sendimaður Roosevelts, og Beaverbrook, birgðamálaráðherra Bretlands. Roose- velt fór á snekkju sinni, Potomac, frá Washington, og var sagt, að hann færi í siglingu sér til hressingar. Venjulega er blaðamönnum boðið með í slíkar siglingar forsetans, en það var ekki gert að þessu sinni. Þeir Roosevelt og Churchill voru saman í þrjá daga og ræddu stríðshorfurnar frá öllum hliðum. Þeir ræddu hjálp Bandaríkjanna við Bretland, hjálpina við Rússa, á- standið í Austur-Asíu, afstöðuna til Dakar o. fl. Að lokum gáfu þeir út sameiginlega yf- irlýsingu um stríðs- og friðarmarkmið lýðræðisþjóðanna. Var yfirlýsingin í 8 liðum á þessa leið: 1) Bretland og Bandaríkin hafa engar landakröfur á hendur öðrum ríkjum. 2) Bretland og Bandaríkin óska engra breytinga á landamærum frá því, sem var fyrir styrjöldina. \ 3) Bretland og Bandaríkin .viðurkenna rétt þjóðanna til að lifa undir þeirri stjórn, steni þær sjálfar kjósa sér. 4) Allar þjóðir, stórar eða smáar, sigraðar eða sigurvegarar, skulu njóta jafnréttis í viðskiptum og í. öflun hráefna. 5) Bretland og Bandaríkin vilja vinna að samvinnu og íramförum á sviði fjármála og viðskipta, svo og þjóðfélagslegu öryggi. 6) Þegar Bandam'enn hafa unnið fullan sigur á nazistum í þessu stríði, skal áherzla lögð á það, að allar þjóðir geti lifað í friði og öryggi innan sinna eigin landamæra, án þess að vera í sífelldri árásarhættu. 7) Öllum þjóðum skal vera frjálst að sigla á höfuiium. 8) Koma verður í veg fyrir árásarhættuna með því að afvopna árásarþjóðirnar. Það verður að hætta að beita valdi í viðskiptum þjóða á milli. Frelsið í anda og athöfnum sé undirstaða menningarinnar. Franklin D. Roosevtelt. Fyrir tæpu ári var stjórnar- tímabil hans útrunnlð. En þjóð hans braut hefðbundnar venj- ur og fekk honum aftur völdin í hendur. Beint sima-os pðst- sambandviðAmeríkn Símar Tbor Tbors Morgbi. eða bróéer sínum einbaskeyti um opinber málefni OAMNINGANEFND O þeirri, sem nýlega er lögð af stað til Bandaríkj- anna til að semja við Banda- ríkjamenn um viðskipti okk- ar við þá, var falið að hefja einnig viðræður um að kom- ið yrði á beinu síma- og póst- sambandi við Ameríku. Er talið að þetta muni ganga greiðlega, þar sem það er og til mikils hægðarauka fyrir hið bandaríkska setulið hér. Bn; í nnorgun skýrir Mgbl. frá því að það hefði heyrt áð Th-or Thors hefði sírnað hingað og sagt að „líkttr væiiu tií þess að mjög fljótlega“ yrði opnað síma- og póstsiamiband við Ameríku. Alþýðubiaðið hefir í rnorgan haft tal af skrffstofustjóra póst- Frh. á 4. síðu. Stððvast sildarmottaka til rikisverksmiðjanoa 20.þ.m. Bretar taka ekki enn Ifss, sem peir liafa k©ypt, prátt fyrir leforll ALLT bendir til þess, að móttaka síldar í ríkisverksmiðj- unum á Siglufirði stöðvist um 20. þessa mánaðar, eða eftir viku, ef veiði glæðist aftur, en hún er lítil sem stendur. Ástæðan er sú, að allir lýsisgeymar ríkisverksmiðjanna eru að verða fullir og geta því ekki tekið á móti meiru. ioeseveit baut tli fnad- Bretár höfðu keypt frarn- le^ðslu síðastliðinþ árs og höfðu lofað að taka lýsið og borga það fyrir 1. ágúst s.l. En þeir hafa hvorugt gert enn Frh. á 2. síðu. Roosevelt mun hafa átt upp- tökin að þessum fundi, og bauð hann Churehill til hans. Með þeim báðum voru marg- ir helztu stjórnmálamenn og yf- irforingjar landhers, flughers og floía beggja Iandanna. Er talið í Washington, að þeir, sem fylgdu Roosevelt, hafi ver- ið þessir: HARRYMAN, stem hefir yfirumsjón með fram- kvæmd láns- og leigufrumvarps ins, General C. MARCHALL, yfirforingi Bandaríkjahersins, STARK aðmíráll, yfirforingi Bandaríkjaflotans, og KING að- Frh. á 2. síðu. Siðuo sðkn Pjððverþ á vEi tiðvunua í Suðnr-Ukrainn Mússar hörfa hægt austur á bógSuu. HERSTJÓRNARTILKYNN- ING Rússa í morgun skýr- ir frá bardögum á allri víglín- unni frá Hvítahafi til Svarta- hafs. Orusturnar eru þó langmtest- ar í Ukrainu þar sem Þjóðverj- ar sækja stöðugt fram. Ekki hafa enn borizt staðfestar fregn ir um að þeir hafi tekið Odessa eða Nikolajev, og Kiev virðist enn í höndum Rússa. Hins veg- ar viðurkenna Rússar, að þeir hafi yfirgefið tvo smábæi við ána Buk norður og norðaustur af Nikolajev. Þjóðverjar virð- ast nú vera aðeins 180 km. frá vtestustu iðnaðarhéruðum U- krainu. Erh. á 2. sföu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.