Alþýðublaðið - 22.08.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.08.1941, Blaðsíða 4
FÖSTUD. 22. ÁGÚST 1941. ALÞYÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR Næturlæknir er Halldór Steíáns- son, Ránargötu 12 sími: 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. t ÚTVARPIÐ: 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.30 íþróttaþáttur (Sigfús Hail- dórs frá Höfnum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Gamall frumherji (Einar Jónsson magister). 21.00 Útvarpstríóið: Trio nr. 14, eftir Haydn. 21.15 Upplestur: „Jóka“, smásaga ungfrú Jensína Jensdóttir). 21.35 Hljómplötur: Næturljóð, eftir Mozart o. fl. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Einar Jónsson magister flytur eripdi í útvarpið í kvöld kl. 20.30. Nefnir hann erind ið: Gamall frumherji. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Arnarhóli í kvöld kl. 8.30, ef veður leyfir. Stjórnandi er A. Klahn. Stransykur. átamon, Eetamon, Flösbulakk, VanUle, Korktappar, Kartöflnr lækkað verð. TjaraarbáOin Wpmmuwém W. — SWÍ Wm BREKKA AsvattafttiCa 1. — Stati Ghirckill hjá fallhlffarhermönRnm Því var lengi vel haldið l'eyndu, að Bretar ættu fallhíífarher- sveitir, en nú hafa þær þegar komið við sögu, er þær fóru í leið- angur til Ítalíu og eyðilögðu þar mannvirki. — Á myndinni sést Churchill vera að horfa á brezka fallhlífarhermenn fara upp í flugvélar. ■ gamla Blö H Suðræn ást. (Thie Lady of the Tropics' Amfiríksk kvikmynd frá Metro Goldwyn Mayer. A&alhlutverkin leika: ROBERT TAYLOR og HEDY LAMARR AUKAMYND: Tlior Thors aðalræðis- maðair talar í tilefni af komu Bandaríkjaher- sveitanna til íslands. Sýnd kl. 7 og 9. ■E NYiA BIÖ I Nætorgestirlöö. (He stayed for breakfast). Ameríksk skemmtimynd. MELVIN DOUGLAS. LORETTA YOUNG. Sýnd kl. 7 og 9. Jarðarför sonar okkar og bróður OTTA KRISTINSSONAR « ffer fram frá Fríkirkjunni laugardaginn 23. þ. m., og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Guðrún Ottadóttir Kristinn Pétursson og börn. Vestmannaeyingar hafa keypt nýtt flutningaskip, 380 brúttósmálestir að stærð, kejrpt í Færeyjum og kostaði 440 þús. krónur. Skipið er komið til Vest- mannaeyja, heitir ,,Sæfell“, hefir gufuvél og gengur 8 mílur. Einar Jónsson myndhöggvari og frú hans eru um þessar mundir á ferðalagi um Vestur-Skaftafellssýslu. Fara þau þessa ferð í boði sýslunefndar Vest- ur- Skaftafellssýslu. Er það í annað sinn, sem sýslunefnd Vestur-Skafta fellssýslu býður heim merkum mönnum. Fyrir nokkrum árum bauð hún heim Sigurði Nordal og frú hans. Bifrei'ðaárekstur var í gær klukkan 4.45 í Ingólfs- stræti móts við Arnarhvol. Rákust á ensk og íslenzk bifreið og skemmdust dálítið. Engin slys urðu. Guðmundur Eiríksson bæjarfulltrúi var jarðaður í dag. Meistaramótið byrjaði í gær. FYRSTU undanrásir í meist- armótinu fóru fram í gær. Var það 100 m. og 400 m. hlaup, sem fyrst var keppt í. 1 100 m. blupir 10 men:n í þrpm ri&liim. 1. rí&ill: 1. Sigur&ur Fin‘nsson, 11,9 sek. 2. Sigurjón Hallbjörns- son 12,5 sek. 2. ri&iJl: l. Baldur Möller 11,9 sek. 2. Oliver Steinn 12,3 sek. 3. riðill: 1. Jóhann Bernh'ard 11,9 sek. 2. Sanus Eiríksson 12,1 sek. Siðan hlupu allir þeir, sem vioi'ui n:r. 2 í miiliriði og vann þar Oiliver Steinn á 11,9 sek. iilaupa því hann iog þeir, sem urrniu ri&l- ana, tij úrslita á laugardag. Hafa þeir allir fengið tímann 11,9 í undanráslum, svo jöfn ætti keppn- in a& verða. í 400 m. var hlaupib í tveim riðlium. 1. ri&ill: 1. ólafur Guðmunds- sion 53,4 sek. 2. Jóhann Bem- hard 55,2 sek. 3. Sverrir Emils- son 56,2 snk. 2- ri&ill: l. Sigurgeir Ársælsson 54,7 sék. 2. Baldur Möller 55,0 sfpf, ; í Tveir fyrstu menn fara í úr- sliíahlaupið. í kvö'ld verða undanrásir í 200 m. hlaiupi, en úrslitakeppnir og keppnir í öllum himuan íþrótta- greinunium fara fram á laugardag og sunniudag. LORD HALIFAX' Framhald af 1. síðu Englands síðan hann varð sendi herra Breta í Bandaríkjunum að Lord Lothian látnum. Lord Iialifax mun sitja fundi ríkisstjórnarinnar 1 London, meðan hann dvelst þar, en hann á enn sæti í henni, þótt hann sé sendiherra vestan hafs. í Fálkanum, sem kom út í dag er aðalefnið: í Glerárdal, forsíðumynd tekin af Vigfúsi Sigurgeirssyni, Heimsókn Winston Churchills, með myndum, Edison Dana, Ellehammer verk- fræðingur, Samferðamaður, eftir P. Lykkeseest, Konan hans Charlie Chaplin, Kona kvikmyndaleikar- ans, saga eftir John Chanchellor o. m. fl. 43 VICKl BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ , v — Nei, tautaði May og brosti af unaði. — Á ég að segja honum, hversu hamingjusöm við erum? Og frá öllum loftköstulunum, sem við höf- um byggt? Á ég að segja honum, að ég sleppi þér aldrei framar, og mér sé alveg sama, þótt þú sért reið við mig. Og það skipti engu máli, hvað ,,pabbi“ segi, bara ef við höldum saman. Á ég að segja honum þetta allt? — Ne„ nei, kjáninn þinn, það máttu ekki segja. May sat á þröskuldinum, og leðurhettan sat skökk á höfðinu á henni. Hell hikaði við, en sleppti henni því næst, stóð á fætur og teygði úr sér. — Á ég að fara í sparifötin mín? spurði hann og reyndi að vera fyndinn. — Ertu frá þér? Farðu eins og þú ert og flýttu þér, sagði May, og hún vissi ekki hvort hún átti heldur að hlæja eða gráta. Hell fór í slitnu, brúnu skóna sína, greiddi sér og lagði af stað. Lyssenhop var að reyna að loka ferðatöskunni sinni, en honum gekk það illa, þegar May kom inn í ferðafrakka með vindling í munninum og báðar hendur í vösunum á frakkanum. — Hefirðu tíma ofurlitla stund, pabbi. Urban lang- ar til að tala við þig. — Hvem? — Urban Hell, doktor Hell — þú þekkir sundkenn- •rann. Við höfum nefnilega ákveðið að gifta okkur. — Svo, einmitt það? Það var fallega gert af þér að segja mér frá því. Þið takið hlutina bersýnilega ekki of alvarlega. — Ég veit vel, að við hefðum átt að vera hátíð- legri. En þegar við förum svona snögglega er ekki hægt að gera mikið veður út af því. Það nefnilega liggur á. — Hum. Fyrst það liggur svona mikið á, þá láttu manninn koma, sagði gamli maðurinn, sem var ekki gersneyddur kímnigáfu. Hell gekk inn mjög ákveðinn á svipinn. May tók sér stöðu við dyrnar eins og varðmaður. — Góðan daginn, herra Hell, sagði gamli maðurinn. — Starfið gengur víst ekki sérlega vel í dag. Það er sennilega enginn á baðströndinni. — Það er enginrl á baðströndinni, sagði Hell og fór hjá sér. — Gætuð þér gert mér þann greiða að loka fyrir mig ferðatöskunni minni, sagð Lyssenhop. — Ég held, að ég hafi ekki lag á því sjálfur. Hell lokaði henni á svipstundu .Því næst varð andartaks þögn. — Jæja, ætlið þér þá ekki að komast að efninu, sagði gamli maðurinn um leið og hann settist og bauð Hell sæti. — Hm. Hm, byrjað Hell og allt sat fast í hálsinum á honum. May fór að verða órótt frammi við dymar. — Viljið þér reykja? — Nei, þakk. — En glas af víni? — Nei, þakk! Þögn. — Jæja, berið nú fram erindið, sagði Lyssenhop og leit á úrið sitt. Hell komst á rekspölinn: — Ja, mig langar til að kvænast dóttur yðar/ sagði hann skyndilega. — Andartak! Hvor þeirra er það? spurði Lyssen- hop. — Þáð er May. — Ha, ha! Það er þá May litla, sagði Lyssenhop og horfði á stúlkuna við dyrnar. — Hann langar til að kvænast þér, May. En vilt þú líka giftast honum? — Já, skilmálalaust. Lyssenhop horfði á neglurnar á sér. Fram að þessu hafði hann gert að gamni sínu. En nú varð hann allt í einu alvarlegur. — Kæri herra Hell, sagði hann. — Ég vil ekki, að þér misskiljið mig. Ég er enginn gamaldags harð- stjóri, og ég hefi alið dætur mínar upp við fullkomið frelsi, en þær verða að bera ábyrgð á sér sjálfar. Ef ég hefði átt son, þá hefðu dætur mínar mátt giftast hverjum, sem þeim sýndist, og ég hefði ekki skipt mér af því. Það heí'ði nefnilega ekki skpt neinu máli. En þar sem ég á nú aðeins þessar tvær dætur, þá er mér auðvitað ekki alveg sama, hvern þær velja sér sem eiginmann. Ég verð að taka tillit til fyrir- tækis míns, sem þér kannist við, og May getur vafa- laust útskýrt það betur fyrir yður. Hún hefir unnið hjá mér og veit, hvernig það er. Og að því er við kemur því, að tilvonandi tengdasonur minn taki við fyrirtæki mínu, þá auðvitað læt ég mig það tölu- verðu skipta. Því að það geta menn ekki gert aðeins fyrir það, að þeir hafa blá augu. Er það ekki rétt hjá mér, May?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.