Alþýðublaðið - 25.08.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.08.1941, Blaðsíða 1
ALÞTÐU RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XXU. ÁRGANGUR MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1941 197. TöLUBLAÐ Bretar og RAssar hertaka Iran Hersveitir þeirra fóru yf- ir landamærin f morgun. Til þess að hindra að nazist- ar geri landið að bækistöð til árásar á Rússland og Indland ----------------» ÞAÐ var tilkynnt opinberlega bæði í London og í Moskva skömmu fyrir hádegi í dag, að brezkar og rússneskar hersveitir hefðu farið inn yfir landamæri Iran, eftir að stjórn landsins, í Theran, hefði verið tilkynnt sú ákvörðun Bretlands og Rússlands, að taka landið undir sína vernd meðan á stríðinu stæði til þess að koma í veg fyrir, að þýzkir nazistar gerðu það að hækistöð fyrir sig til árásar á Rúss- land og Indland. fl4drapndinn. Það er kunmigt, að undanfar- 18 hefir mikill fjöldi Þjóðverja flykkzt til Iran sem ferðamenn eins og venjulega, þegar þeir hafa verið að undirbúa að leggja undir sig eitthvert land. En engum hefir dulizt, að hér var um sérfræðinga að ræða, sem áttu að ná tökum á land- inu til þfess að gera það að bæki- stöð fyrir þýzka nazismann til árásar bæði á Rússland að sunnan, þ. e. a. s. á Kaukasus, og á Indland. Enda er það vit- að, að fjöldi Þjóðverja vinnur nú í verksmiðjunv í Iran eða við samgöngukerfi landsins. Bretland hefir þegar fyrir löngu varað stjórnina í Iran við þessari hættu og fyrir að- eins nokkrum dögum hafa hrezka og rússneska stjórnin krafizt þess af stjórninni í Te- heran, að hún gerði hreint fyrir sínum dyrum og ræki alla Þjóðrierja úr þjónustu sinni og út úr landinu, en engin full- nægjandi svör fengizt frá Te- heran. Fnllyrðingar in ís- land í Mzfca ðtvarp mn. UM helgina gerði þýzka útvarpið ísland svolít- ið að umtalsefni. Var talað mjög um þann mikla fjand- skap, sem íslendingar sýndu hermönnunum, en þeir aftur á móti litu niður á íslendinga. Þá var skýrt frá því, að íslendingar s'ettu allar von- ir sínar á sigur Þjóðverja — og svo var þessu bætt við: Er algengt að sjá það þegar brezkir hermenn fara með þýzka fanga um göt- urnar í Reykjavík, að ís- lendingar heilsi föngunum með nasiztakveðju. Var þessi fullyrðing, einnig sögð síðar í útvarp- inu frá Luxemburg. Á korti þessu sjást vesturlandamæri Iran. Við þau liggja Iraq, Tyrkland, og efst á kortinu, að norðan, Kaukasus. Orustan um Dnjeprfljót virðist nú vera hafin. Miklir bardagar í kringum Odessa. ---------------------------»... ..... ORUSTAN UM DNJEPR virðist nú vera hafin. Miklar orustur virðast geisa í nágrenni við borgirnar Dnjepro- petrovsk og Cherkassi, sem báðar eru á bökkum fljótsins. Engar fregnir hafa þó borizt enn um það, að Þjóðverjum hafi tekizt að komast yfir fljótið á nokkrum stað. Hið „fljúg- andi fótgöngulið11 Budjennys hefir sig mjög í frammi og gerir Þjóðverjum mikinn skaða. Við Odessa geisa ógurlegar orustur. Rússar tilkynntu í gær, að þeir hefðu gereytt tveim rúmenskum fótgönguliðsherfylkjum og hefðu um 10 000 manns fallið úr liði Rúmena. Segja Rússar, að þetta hafi verið 15. og 3. fótgönguliðsherfylkin rúmensku og séu nú aðeins um 800 menn eftir lifandi prh. á 4. slðu. Bjartsjn hvatningaræða tll nnðiroknðu gjððanna. ------♦----- Ræða Churchills í gær. UTVARPSRÆÐA CHURCHILLS í gærkveldi um Atlantshafs- fundinn var glymjandi hvatningarræða til allra þeirra þjóða, sem undirokaðar bafa verið af nazismanum, um að halda út þang- að til hjálpin kæmi. Því að það væri nú víst, að þeir fengju aftur frelsi sitt. „Örvæntið ekki, hraustu Norðmenn," sagði Churchill, „land ykkar mun verða hreinsað af innrásarhernum og öllum Quisling- um. Tékkar, sjálfstæði ykkar mun verða endurreist. Pólverjar, land ykkar mun rísa upp á ný fyrir hetjuskap þjóðar ykkar og kjark hermanna ykkar, sjómanna og flugmanna. Berið höfuðið hátt, hugprúðu Frakkar, engar svívirðingar Darlans og Lavals skulu megna að koma í veg fyrir það, að land ykkar verði leyst úr þeim fjötrum, sem það er í nú.“ — Með slíkum orðum ávarpaði Churchill allar hinar undirokuðu þjóðir og hét þeim lausn úr þrældómi nazismans. Churchill byrjaði ræöu sína á því, að það væri leyndarmál, hvar fundur þeirra Roosevelts hefði farið fram, en gat þess að það hefði verið í firði, sem niinntí sig á vesturströnd Skotlands og svo mikið jværi sér óhætt að segja, að það hefði verið ein- hversstaðar á Atlantshafi. Þarna hefði hann dvalið þrjá daga á- samt Rioosevelt forseta Bandai- ríkjanna. Churchill gat þess síðar i ræðu sinni ,að þegar hann befði ver- ið á heimleiþ frá fundin'um, hefði herskipið, sem flutti hann hitt skipuiest ,sem ^ar með amer- íkskri herskipafylgd á leiðinni til Islands og hefði hann fylgst með henni nokkurn tíma. . Eftir að Churchill hefði getið þannig um fundarsta'ðinn, talaði hann um hina miklU þýðingu þessa móts, þar sem saman hefðu verið fulltrúar Bandarikjanna í Norður-Amerikiu og hins brezka samveidis, fulltrilar ,sem hefðu á bak við sig svo vo'ldugar þjóð- ir töluðu sömu tungu og hugsuðu að mestu leyti sömu hugsanir. Þessar þjóðir hefðu nú tekið höndum saman um það, að beita öllu afli sínu i þjónustu hins góða á móti þeim öflum hins i’lla, sem nú hefðu fuudirokað mikinn hluta af Evrópiu og A&íu. Churðhill gerði því næst að umtálsefni ástandið á megin- landi Evrópu. Austurtlki, Tékkó- slóvakia, Pólland, Danmörk, Nioregur, Holland, Belgía, lJu>xem- burg, Grikkland og Jugoslavía hefðu* verið undirokuð. Itali.a, Ungverjaland, Rúmenía og Búl> garía hefðu keypt sér smánar- Prh. á 2. sfðu. 1 Séra Bjarni og séra Friðrik i útvarp- ídh í Londoo. Þ E G A R þulurinn í ís- • lenzka útvarpinu í gær var að hera saman ástandið á íslandi og í þeim löndum, sem Þjóðvferjar hafa her- numið, spurði hann meðal annars: „Hvenær hafa þeir séra Bjarni og séra Friðrik orð- ið að gjalda trúarskoðana sinna síðan hrezki herinn kom til íslands? Er íslenzka útvarpinu og íslenzkum blöðum bannað að flytja þýzkar fréttir? Er l ykkur íslendingum bánnað í að hlusta á þýzka útvarpið? Hljép á eftir ref, og oðði hoooio. Æfintýri nngs sfó~ manns fi Jölculfförðnm VARÐBÁTURINN ÓÐINN var síðastliðinn laugardag staddur á svokölluðum Veiði- leysisfirði, sem er einn af Jökul fjörðunum. Voru hásetar af bátnum í landi á berjaheiði. Er þeir voru staddir í urðarbrekku nokkurri komu þeir auga á stálp aðan ref, er hljóp niður brekk- una, undan þeim. Einn hásetanna, Bjarni Páls- son að nafni, 19 ára gamall og mjög frár á fæti, hljóp á eftir refnum og náði honum eftir Frh. á 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.