Alþýðublaðið - 25.08.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.08.1941, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 25. ÁGOST 1941 ALI»V0UBLAÐIÐ Benedikt Timasson læknir skólastjiri i Flensborg? ....-»....— Skólanefnd Flensborgarskólans hefir einróma mælt með honum við fræðslu- málastjórnina. SKÓLAST J ÓR ASTAÐ- an við Flensborgarskól- ann í Hafnarfirði mún verða veiít á morgun. Skólan'efndin í HafnarfirSi hefir einróma mælt með því við fræðslumálastjórnina, að Benedikt Tómassyni lækni verði veitt skólastjórastaðan. Sendi skólanefndin rökstuðning sinn fyiir meömæluniuim til til fræðslumálastjórnarinnar í morgun. Alls vom 9 umsækjendur um skóla stjóras tö'ðuna og voru um- sækjendurnir pessir: Amór Sigurjó'nss'On, ritstjóri. Bened'ikt Tómasson, læknir, Jón Gislason, magister. Ragnair Jó- hannesson, magister. Skúli Þór'ö- arson, magister. Sveinu ögmuuds son, prestur. Þórður Gestsson, kennari. Þónoddur Guðnrnndsson, kennari. . Benedikt Tómassion, læknir er fæddur að Hóllum 'í Eyjafirði 6. des. 1909 og er því 31 árs að aldri. Hann fór í Menntajskólann á Akureyri 1929 og tók stúdents- próf þaðan 1932. Sama ár settist hann í háskólann og las læknis- fræði. Tók hann candidaitspróf 1938 og starfaði 1 ár við Lands- íslenzka seBdiieíBd in komin vestnr nm kaf. T& REZKA útvarpið skýrði •“-» frá því í morgun, að brezka sendinefndin frá íslandi væri nú komin vestur um haf. Hefði hún látið í ljós, að ís- landi væri meira öryggi í vernd Bandaríkjanna en vernd Bret- lands, og vonaði, að meiri og betri samvinna yrði eftirleiðis milli þessara tvggja lýðræðis- ríkja en áður hefði verið. spitalanu. Síðan um áramótin 1939—40 hefir hann verið læknir að Klieppi. Benedikt Tómasson er mjög á- hugasamlur skólamaður. Hann var 1 vetur kenniari við Menntaskól- ann á Akureyri en síðan kenndi fuann í 4 vetur við skóla hér í Reykjavík. Er ólíklegt að fræðslumála- stjórnin gangi á móti einrónia á- liti skólanefndar Eiensborgarskól- ans. * 1 MSfeil feátttaka i meistaramóti ", ... r I mSSt I. S. I. og sæmilegnr árangor. MEISTARAMÓT ÍSLANDS í frjálsum íþróttum hófst fyrir helgina. Hafa árangrar yfir leitt verið góðir, þótt engin met hafi verið sett, og keppnin er nú harðari en oft áður, en það er góðs viti fyrir íþróttirnar. Á laugardag var keppt í þess- um greinum: 100 m. hlaaip: Meistari Jóhann Betfnhard, K. R. á 11,7 sek. 2. Baldur Möller, Á. á 11,8 sek. 3. Olivet Steinn, Á. á 11,8 sek. 4. Sig Finnsson, K. R. á 11,9 sek. LBmgistðkk: Meistari Oliver Steinn, Á. stökk 6,30 m. 2. Skúli GuðmUndsson, K. R. 6,20 m. 3. Georg L. Sveins- son, K- R. 6,06 m. 4. Oddur Hdgason, U. M. F. Selfoss 5,95. SpjótkBst: Meistari Jón Hjartar, K. S. 52, 65 m. 2. Rafn Eiuarsson, K. R- 49,24 m. 3. Jóel Sigurðsson, 1. R. 4736 m. 4. Anton Bjömsson, K. R. 43,44 m. 800 m. hlaup: Meistari Sigurgeir Ársælsson, 'A’. á 2,02,8 mín. 2. Ámi Kjiairtans- son, Á. 2,9,2 min. 3. Hörður Haf- Ifðason, Á. 2,10,2 mín. 110 m. GrfndBfilasup: Meistari Jóhann Jóhannesson, Á. á 18,5 sek. 2. Sig. Norðdahl, A. 19,5 sek. 3. Þorsteinn Magnr ússon, K. R. Þá fór fnam 5x80 m. öldunga- boðhlaup. Að eins sveit Ármanns mætti til leiks og hljóp hún á 58,3 sek. Me'stanamótið hélt áfram í gær dag í ágætis veðri: Þessi urðu úrslit: 200 m. hlaiup: Meistari Baldur Möller, Á. 23.8 sek. 2. Jóhann Bemhard, K. R. 23,9 sek. 3. Sigurðnir Finnsson, K- R. 24,3 sek. 1500 m. hlBup: Meistari Siguígeir Ársælsson, Á. 4:16,8 mín. 2. Jón Jónsson, K. V. 4:26,2 min. 3. Ámi Kjlart- ansson, Á. 4:312 min. Stjórrabiofhlajup: 1. stjórn F .H. 47,7 sek. 2. stjórn Armanns 48,4 sek. 100 m. hliaiup, öldúngia: 1. Frímann Helgason, Á. 12,3 sek. 2. Guðmiundur Sveinsson, í. R. 12,4 sek. 3. Konráð Gíslasón, Á. 12,7 sek. (ATlir undir 32 ára). Meistari Huseby, K. R. 42,32 m. 2. Ólafur Guðmundsson, í. R. 36,30 m. 3. Sig. Finnsson, K. R. 364)3 mín. Hástökk: Meistari Skúli Guðmlundsson, K. R. 1,70 m. 2. Sig. Norðdahl, A. 1,70 m. 3. Oliver Steinn, Á. 1,70 m. Churchiil Framhald af 1. síðu legan fnest mleð því að ganga í lið með þýzkai nazismanum. Og Svíþjóð, Tyrkland og Spánn biðu þess aðeins, hvenær röðin kæmi að þeim. En Churðhill s-agði, aö það væri ekki aðeins Evrópa, sem ætti við sfiikt ástand að búa, Japaai hefði fyrir mörgum áium ráðist á Kína og verið í stríði við það. „Kínverska atvikið“ köHuðu þeir þetta strið, og nú hefðu þeir 'lagt un-dir sig Indó-, Kíra og ógnuðw Thailandi, Singa- pore og Filippseyjum. En þessi yfirgangu-r verður stöð\«aður, sagði Churchill. Bandarilkin geirðu ailt, se)m þau gætu, tál þesþ að vem-da friðinn við Kyrrahaf, en ef það ekki tækist, miuin-du Bret- ar taka úhveðn-a íafstöðu með þeim. ( j ChUTðhill minntist á baráttuhug Rússanna o g sagði, að að minnsta kosti hálf önnur milljón og sennilega ' tvær milljónir þýzkra hermanna hefðu faTIið í Rússlandi. Þá beindi fiorsætisráðhermnnt ahurlegum aðvönunamorðum til Japaua 'Og saigði, að í fjögur ár hefðu þeir verið að neyna að Iífcja eftir Hitler 'Og Mussolini. Þ-á lét Churchill það í ljó-s, að Bandarikin og Stóra-Bretland h-efðu í hyggju að gera ráðstaf- anir til þess, að ný styrjöld gæti ekki brotizt út að þessari lokinni með því að afvopna hinar seku þjóðir. Þá sagði hiann, að önmur mikil- væg samþykkt.sem gerð hefði verið á Atlantshafsfundinum, hefði giengið í þá átt, að eftir striðið yrði ekki unniið að því að eyðileggjia Þýzkalan-d fjárhags- lega, þar sem það væri hv'orki Bandarikjunum né Stóra-Brat- landi til fiarsældar, að nein stór- þjóðanna yrði efnalega ósjáif- stæð. Að lokum minntist Churchill á þá aðferð Hitlers að ráðast á eitt o-g eitt riki í einu, en lofa hinum friði og öryggi á meðan, sem svo hefir reynzt tóm svi-k -og blekking. Þetta hefði Roose- velt forseta verið ljóst. Þegar Þjóðverjar væm búnir að sigra Rússa, myn-du þeir snúa sér af alefli að Engl-andi, og ef þeir sigruðu það, sem myndi verða þeim torsótt, væri ætlun Hitl- ers að geita upp við Bandarikin. REFURINN Framhald af 1. síðu. dálítinn eltingaleik. Hafði ref- urinn leitað hælis í dálítilli gjótu, en Bjarni hafði komist fast að honum, er hann leitaði hælisins. Var refurinn ólmur og grimmur og reyndi að bíta, en Bjarna tókst þó að handsama hann óskaddaður og tók hann með sér um borð. Spásséraði ref- urinn í búri á þilfari Óðins í gær, er tíðindamaður Alþýðu- blaðsins kom þangað, og var hinn ungi sjómaður - hreykinn af veiðinni, er hann fékk í berja heiðinni. Útbrelðlð Alpýðublaðið L — UM DAGINN OG VBGINN------------------ Grein um ísland í erlendu blaði. Frelsi kvenna hér og annars- staðar. Kaffihús Iokuð fyrir Islendingum. Er hægt að koma upp kaffihúsi aðeins fyrir íslendinga? ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. • ÉG DRAP Á ÞAÐ eitt sinn í pistlum mínum, að ef til vill væru Ameríkumenn og Bretar farn ir aff líta á íslanð eins og dálítinn dýrgrip. Þaff má vera aff þetta hafi veriff sagt 'út í loftiff, en ef ummæli Le Guardia borgarstjóra í New York hafa haft einhver áhrif þá er ekki langt frá þessu. AS minsta kosti virðist aððáun á ís- lenzku þjóðinni skýna út úr um- mælum sumra helstu ráffamanna þessara stórþjóða í garff íslands. AÐ EINU LEYTI er þetta skilj- anlegt. Aðrar þjóðir eiga í fyrsta lagi erfitt með að skilja það hvern- ig við höfum getað lifað jafn ríku menningarlífi og saga okkar sýnir, hvernig við hér norður í hafi, ein- angruð frá öllum, höfum getað skapað bómenntir sem eru álitnar einar þær beztu sem heímurinn á. Þá hefir það vakið mikla aðdáun að við erum gömul lýðræðisþjóð og það er viðurkennt að alþing ís- lendinga sé eitt hið elzta lýðræð- isþing heimsins. ÉG VAR að lesa vikublað stór- blaðsins ameríkska „Christian Science Monitor“. Forsíða þessa blaðs er prýdd mynd frá Reykjavík urhöfn. í þetta blað skrifar Eliza- beth Yates mikla grein um ísland og íslenzku þjóðina og fylgja henni margar fagrar myndir. Ég hef lesið margt fallegt um ísland í erlendum blöðum, en enga grein hef ég lesið, sem er eins full af að- dáun á íslandi og þjóðinni, sem það byggir og þessi grein. Get ég ekki farið að telja upp allt það, sem hún telur okkur til gildis, og er það þó freistandi, því að okkur þykir hólið gcrtt, ekki síður en öðrum. En eitt af því, sem höfundurinn telur íslendingum til gildis er það, að íslenzkar konur njóta meira frelsis og sjálfstæðis en konur í flestum öðrum löndum. GETUR EKKI í þessu legið skýr- ing á því, að svo virðist, sem of margar íslenzkar stúlkur kunna ekki að umgangast hermennina, eða þeir ekki þær. Ég hef áður sagt það, að íslenzkar stúlkur séu svo frjálslegar í framgöngu að hermenn irnir misskilji þær. Þeir virðast vera vanir öðru vísi látbragði kvenna en við íslendigar og hin frjálslega framkoma íslenzkra átúlkna, bros þeirra út um glugga eða á götum úti, er misskilin af hermönnunxun. Yfirleitt eru konur erlendis meira fráhrindandi, nema þær sem vilja vekja alveg sérstaka athygli á sér. ÞETTA er því athyglisverðara mál, þar sem hér eru þúsundir er- lendra manna svo að segja heimil islausir og þrá félagsskap og til- breytingu, sem þeir geta ekki veitt sér. Er mjög nauðsynlegt að okkur skiljist þetta, því að öðrum kosti getum við beðið óbætanlegt tjón, enda munu opinber stjórnarvöld hafa nógar áhyggjur af ástandinu eins og það er, þó að það versni ekki. FRÁ KYRLÁTUM, en ekki göml- um manni hef ég fengið eftirfar- andi bréf. „Yfirleitt hefir mér fundist að íslendingar hafi umbor- ið með sérstakri kurteisi og þolin- mæði hina miklu breytingu, sem orðið hefir hér á landi og þá sér- staklega hér í Reykjavík í sam- bandi við ýms óþægindi, sem staf- að hafa af veru hins erlenda setu- liðs. En nú er svo komið að óhjá- kvæmilegt er að leiðrétting fáist á ýmsu því misrétti, sem íslenzkir þegnar verða fyrir, má þar meðal annar vísa til hinna tilfinnanlegu húsnæðisvandræða, sem eru hér yfirvofandi vegna hinna mörgu í- búða er Bretar hafa sezt í“. EN ÞAÐ, sem ég vildi sérstak- lega benda á með þessum línum er, hversu meir og meir það er aff verða áberandi, að íslendingar, sem koma hér á suma veitingastaði, séu ekki afgreiddir jöfnum höndum og. hinir útlendu menn. EN VERST er það þó um helgar, þegar íslendinga langar til, að sitja kvöldstund á kyrlátum veit- ingastað og njóta veitinga og ræða saman, þá skuli þeir hvergi geta: fundið staði, sem ekki eru allt kvöldið öskrandi af jazzmúsik og yfirfullir af útlendingum. Það virff ist ekki úr vegi að sú ósk væri borin fram við þá' menn, sem stjórna þessum bæ og þessu landi, að þeir hlutist til um að borgur- um þessa bæjar, væri séð fyrir einum slíkum veitingastað, þar sem íslendingar einir hefðu rétt til að koma á. Þó slíkur veitingastað- ur væri ekki sem fullkomnastur, því slíkt er víst ekki farandi fram- á þegar íslendigar eiga hlut aff máli, þá virðist það réttmætt aff borgarar bæjarins nytu slíkra hlunninda“. ÉG SKAL JÁTA aff það er ekkl. að ófyrirsynju að þessu máli er hreift. En ég sé ekki hvernig á aff koma upp hér kyrlátum og róleg- um stað fyrir íslendinga eina. Það er eðlilegt að hinir erlendu. menn leita kaffihúsanna á kvöld- in og það er bókstaflega ekki hægt að bægja þeim frá þeim. Það era ekki íslendingar, sem ráða því aff - aðeins yfirmenn hafa aðgang að Hótel Borg, ásamt íslendingum, heldur stuliðið sjálft. Þannig er nú stétt^skiftingin þar, þó að hinlr’ „óbreyttu" þurfi ekki síður aff halda vel á vopninu þegar út í stríff er komið en hinir. Að banna öllum erlendum mönnum aðgang að einu sérstöku kaffihúsi stöðugt, held ég helst að væri óframkvæmanlegt, aff - minsta kosti vildi ég ekki taka aff ■ mér að standa við dyrnar á þvfl á kvöldin. Hannes á horninu. nœaæœasaiaæEiæa' IdfrarvSrur. Bfýlenduvöpur, Mrelnlætisvörnr, Smávörur, V inn uf atnaöur Tébak, Tælgæti, Snyrtivörnr. Yersslunita Framnes, Framnesveg 44. Slrai 1791. umznKK&nmtmz Enskar- burstavörup nýkomnar. Lágt verð. 57 Sferal 2841’

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.