Alþýðublaðið - 25.08.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.08.1941, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 25. ÁGÚST 1941 AIÞÝÐUBIAÐIÐ MÁNUÐAGUR Næturlæknir er Björgvin Finns- son, Laufásvegi 11, sími: 2415. Næturvörður er í Laugavegs og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Harmóníkulög. 20.00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Sig- fús Halldórs frá Höfnum). 20.50 Hljómplötur: Gítarlög. 21.00 Útvarpshljómsveitin: Þýzk þjóðlög. Einsöngur (frú Guð- rún Ágústsdóttir) a) Sigv. Kaldalóns: Ég bið að heilsa. b) Bj. Þorsteinss.: Systkin- in. c) Lemcke: Majsang. d) Jarnefelt: Vögguvísa. e) Sigf. Einarsson: Nótt. 21.35 Hljómplötur: Slæðudansinn, eftir Richard Straus's. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Árni Jónsson frá Múla. alþingismaður, var fimmtugur í gær. Er hann um þess- ar mundir staddur austur á Héraði. Hjónaefni Síðastliðinn laugardag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Anna S. Jóhannsdóttir, Grundarstíg 8 og Ársæll Jónsson, sjómaður Bjargi, Arnarstapa á Snæfellsnesi. „Lagarfoss“ fer vestur ' og norður um miðja vikuna. Viðkomustaðir: Stykkis- hólmur, Bíldudalur, ísafjörð- ur, Siglufjörður og Akur- eyri. Allur flutningur óskast tilkyntur skrifstofu vorri fyrir hádegi á þriðjudag, annars ekki tekinn. Iran (Persía). íran, sem er sama landi'ð og gamla Persía, er í Vestuir-Así'u, austan 'Og norðan af PeTfíneska flóanum. Að vestan liggtur land- ið að Irak, sem er nú á vaídi Bneta, að noirðan að Kaukasus og Turkmen ,sem eru mssnesklönd að rfustan að Afganiistan, sem er sjálfsteett ríki og svo Indland, þaæ sem Bretar ráða löguim og lofum. Iran er 1645 000 ferkílómetnar að stærð eða röisklega 16 sinn- um stærra en Isliand. fbúatala er talin um Q miiljánir: Mest'ur hluiti landsins er þurr háslétta, þar sem fretoar er hrjólsitugt og m. a. eyðimerkiuir. .úrtooma er lít- id á slétfunni, sumur heit en vet- tur toaldir. Á ströndum Persafló- ans, í vestnrhlíðum fjallanna er loftsliaig ólíkt þvi, sem er inni á hásléttunni, úrkomur meiri og landið mnn gróðursælla. Ibúar landsins eru af ýmsúm þjóðúm, og múndúi t. d. aldnei segja: Ég er Persi“ héldur: Ég er Kadji“ eða „Ég er Bakhtiari“ eftir þMí hvaða kynfl'ökki þeír heyra til. Höfuðborg Imn er Tehemn, sem sífendur stoammt suðu,r af strönd- um Kaspiuhafa. 1 Iran eru allmiklar olíulind- ir og hafa því margir haft auga- stað á því, t. d. Þjöðverjar, Rúss ar, Bretar iog Tyrtoir, en nú hef- ir lan-dið um lagt sBei'ð verið fejálfstætt. Óðinn kom með sex tundurdufl í gær. Varðbáturinn Óðinn kom hingað í gær og hafði innanborðs sex tundurdufl er hann hafði tekið í fjörðum við Húnaflóa. Höfðu þau öll verið gerð óskaðleg. Venju- lega eru tveir sem skjóta á tundur duflin í einu og hefir þessi varð- bátur nú veitt allmikið af þessum vágestum. Auglýsið í Alþýðublaðinu. RÚSSLAND Framhald af 1. síðu. Herstjórnartilkynning Rússa í gærkvöldi segir frá bardögum á allri víglínunni, mest hjá Keksholm, Kingisepp, Gomel, Novgorod og Odessa. Er þar einnig skýrt frá því, að á mið vígstöðvunum geri Rússar stöð- ug gagnáhlaup með allmiklum árangri. Er þar beitt mjög skrið drekum og flugvélum. Sunnan við Leningrad virðast Rússar hafa stöðvað sókn Þjóð- verja, en fregnir hafa fáar bor- izt þaðan síðasta sólarhringinn. Fregnir hafa borizt um það, að Þjóðverjar hefðu farið yfir ána, Lovot, sem fellur norður í Ilmenvatn, um 30 km. austur af StarajajRussa. Virðast Þjóð- verjar þarna sækja í, kringum vatnið og sennilega til járnbraut arlínunnar milli Moskva og Leningrad. GAMLA BIÖ Suðræn ást. (Tbe L®dy of the Tropics) Ameríksk kvikmynd frá Metro Goldwyn Mayer. Aðalhlutverkin leika: RGBERT TAYLOR og HEDY LAMARR Thor Thors aðalræðLs- rnaðtur talar í tilefni af komu Bandaríkjaher- s\,eitanna til Islands. SÍÐASTA SINN. Sýnd kl- 7 og 9. ra nyja bm> Nætirgestarinn. uie stayed for breakfast). Ameríksk skemmtimynd. MELVIN DOUGLAS. LORETTA YOUNG. Sýnd kl. 7 og 9. Aðvðrun til skipa og báta frá Póst- og símamálastjórninni Að gefnu tilefni eru skip og bátar enn á ný aðvöruð gegn því að gefa með talstöðvum sínum nokkrar upplýsingar um VEÐRIÐ. Sé út af þessu brngðið, getur það haft hinar alvarlegustu af- leiðingar. Brezkur bíll, rakst á tvö hús á Skólavörðustíg í gærmorgun og urðu töluverðar skemmdir. Var hann að koma of- an Skólavörðustíg, en í sama bili kom íslenzkur bíll út úr Óðinsgötu og beygði upp Skólavörðustíg. Kom þá fát á brezka bílstjórann og ók hann út á gangstéttina hjá húsinu nr. 13, og rann bíllinn það- an á nr. 11 og braut þar rúður. Þá ók bílstjórinn þvert yfir götuna að nr. 14, og lenti þar á horni hússins og braut vatnskrana. Bæði húsin skemmdust og bíllinn. skemmdist töluvert. Tvær skemmtilegar bækur eftir Ólaf við Faxafen, sem bera mjög einkenni höfundarins. eru Allt í lagi í Reykjavík (verð 5,50) og Upphaf Aradætra (verð kr. 4,00) Fást hjá bóksölum. Kaupi gull bæcta veHfc. Rg- nrþór, Bafoarstnetí 4. Barnalelkföng Bílar, Flugvélar, Skriðdrekar, Mótorhjól, Járnbrautir, Sparibyssur, Berjadósir, Dúkkur, Andir, Svanir úr celloid, Meccano, Blöðrur á 25 aura o. fl. nýkomið. K. Einarsson & Bjorasson. 44 VICKI B AUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ sjálfan mig að því, hvort herra doktor Hell ætli sér að ná í gullfuglinn? Á hann að fá að kvænast May strax og verða þannig tengdasonur Lyssenhops gamla? Eða lætur hann sér nægja stöðu til að byrja með, einhverskonar atvinnu, sem ef til vill væri hægt að útvega honum. — Nú finnst mér þú vera orðinn töluvert ósvífinn, pabbi, sagði May. Og Hell, sem of seint hafði skilið sneiðina, sem fólst í orðum Lyssenhops, var blóð- rjóður út að eyrum. — Ég óska mér einskis fremur en atvinnu, sagði Hell.. — Og ég ætlast ekki heldur til mikils. En um peninga hefir mig aldrei dreymt. Það er fjarri mér. — Það er mikill misskilningur ,hjá yður. Þá hluti eru menn neyddir til að hugsa um. Hvernig ætlið þið May að lifa ef þið hafið enga peninga? Allt í einu missti Hell vald á sér. Hann barði 'bylmingshögg í borðið og stökk á fætur. — Þarna geturðu sjálf séð! hrópaði hann til May. — Ég sagði þér, að ég vildi ekki tala við föður þinn um þetta mál, eins og ástatt er fyrir mér. Og nú sit ég hér eins og mús undir fjalaketti. — Hvað á ég nú að segja? Talaðu bara við pabba, sagðir þú. Já, það er þokkalegt samtal að tarna. Hann trúir ekki einu orði af því, sem ég segi. Ég get reyndar ekki láð honum það. Lyssenhop sat grafkyr og athugaði Hell, sem bað- aði höndunum út í loftið. Þessir ungu menn eru dálítið spaugilegir, hugsaði hann. Þeir hafa líka ef til vill sína erfiðleika að yfirstíga. En það er hægt að lesa á þá eins og opna bók. Þeir leyna engu. Það er rösklegur og tilgerðarlaus piltur, sem May hefir valið sér. — Urban hefir gleymt því allra merkilegasta pabbi, sagði May frammi við dyrnar. Hann hefir gert uppgötvun, sem mikils má vænta af. Þegar búið er að viðurkenna hana, verður Hell auðugur maður. Þú mátt ekki halda, að ég sé svo heimsk, að ég viti ekki, hvern mann unnustinn minn hefir að geyma. Það líður ekki á löngu, þangað til Hell.v.erður efnaður maður. Er það ekki satt, Urban? — Jú, það vona ég. Eða . . . jú, það er áreiðanlegt, sagði Hell. — Hverskonar uppfinning er það. Er það eitthvað í sambandi við vélaverkfræðina? — Pabbi er svo einhliða, sagði May, til þess að hleypa kjarki í Hell. — Hann hugsar ekki um annað en vélar. Nei, pabbi, það er ekki í sambandi við vélaiðnað. En það er líka ýmislegt fleira, sem vert er að fást við. Er ekki svo, Hell? — Jú. Uppfinningin er mjög ódýr, eldtraust filma, hóf Hell máls á ný. Gamli maðurinn blés frá sér bláum reykjarstróki, og var ekki sérlega hýrlegur á svipinn. — Það var þegar búið að finna upp eldtraustar filmur, sagði hami og lét sér fátt um fnnast. Hell fór nú að útskýra málið. Fyrst krosslagði hann fæturna, en þegar hann sá, að sá skórinn, sem var ver farinn, kom í ljós, færði hann fæturna í sínar fyrri stellingar. Hann varð rauður í kinnum og hrukk- ur komu í ennið. Hann kunni fjöldan allan af for- múlum, gerði teikningar og útskýrði. Þessi ódýra, eldtrausta filma var nauðsyn, sem varð að bæta úr. Heimurinn beið eftir þessari uppfinningu. Ótal marg- ar tilraunir höfðu verið gerðar í fjöldamörgum til- raunastofnunum, en fram að þessu hafði hún ekki fundist. Þær voru allar svo dýrar, og ennfremur voru þær endingarlitlar. En Hell hafði fundið rétta efnið og heppilegustu aðferðina. Hann hafði unnið að þessu í þrjú ár, fyrst hafði hann vaðið í villu og svima, en loks hafði hann fundið réttu aðferðina. Möller prófessor, sem hafði gert ýmsar uppfinningar, kenn- ari Hells við háskólann, hafði stutt Hell með ráðum og dáð. Hann hafði meira að segja látið hann hafa ofurlitla tilraunastofu. Hann hafði haft Hell sem aðstoðarmann, meðan Hell var að læra, og seinna hafði hann látið Hell starfa í, tilraunadeildinni, þang- að til hann hafði lokið uppfinningu sinni. Og nú var gátan ráðin, hin eldtrausta filma var orðin stað- reynd. Það var ódýra filman, sem allir kvikmynda framleiðendur höfðu beðið eftir. Svona leit hún út og þessum kostum var hún gædd. Margir þekktir efnafræðingar höfðu reynt uppfinninguna og lokið lofsorði á hana. Hell hafði náð sér í dagblað og skrif- aði á það formúlur og útreikninga. Allt hafði hann í höfðinu. Hann hafði þúsund sinnum og aftur þús- und sinnum hugsað uppfinninguna út í ystu æsar. Þeir höfðu steingleymt May, og Lyssenhop var nú orð inn verksmiðjueigandi af alhuga. Reyndar hafði hann verið mjög dulur maður, þessi Urban Hell, að hann skyldi ekki fyrr hafa minnst á hugðarefni sín við i . ’ \ /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.