Alþýðublaðið - 28.08.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.08.1941, Blaðsíða 4
FJMTUD. 28. ÁGUST 1941. AIÞYÐUBIAÐIÐ FIMWTUDAGUR i/gí 11 jij 7 : -- : I ' ■ Næturlæknir er Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 15,30—1600 Miðdegisútgarp. 19.20 Hljómplötur: Danslög. 19.40 Lesin dagskrá næstu yiku. 20,00 Fréttir. 20,30 Minnisverð tíðindi. 20.50 Hljómplötur: Létt sönglög. 21,00 Erindi: Garðyrkjumál Rvík ur (Árni G. Eylands fram- kvæmdastj.). 21.20 Útvarpshljómsveitin: a) Mozart: ,,Titus“-forleikur, b) Tschaikowsky: Ro- manze. c) Sinding: Vals í G-dúr. 21.40 Hljómplötur: Tilbrigði eftir Beethoven við lag úr ,,Töfraflautunni“ eftir Mo- zart. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Guðspekifélagiö efnir til berjaferðar næstkom- andi sunnudag, ef veður leyfir. Lagt verður af stað frá Bifreiða- stöð íslands kl. 10. Þeir, sem ætla að taka þátt í förinni, riti nöfn sín á lista, sem liggja frammi á B.S.Í. fyrir kl. 12 á laugardag. V.K.F. Framsókn. fer í berjaför sunpudaginn 31. ágúst. Þær konur, sem taka vilja þátt í förinni, snúi sér á skrifstofu félagsins frá 4—7 e. h. fyrir föstu- dag. Sími 2931. Séra Sigurbjörn Einarsson e'r ekki formaður > „ástands- nefndarinnar“, eins og sagt var hér í blaðinu í gær, heldur dr. Broddi Jóhannesson. Knattspyrnumóti 3. fl. lauk í gærkveldi með því, að Fram sigraði K.R. með 3 mörk- um gegn 0. Fram hefir þar með unnið mótið. Ragnar Þórarinsson húsasmíðameistari hefir tekið sæti í húsaleigunefnd í stað Gnð- mundar heitins Eiríkssonar. Húsbyggingar. Á síðasta bæjarráðsfundi voru afgreiddar um 30 umsóknir manna um byggingarlóðir undir hús, er þeir hafa i hyggju að bvggja. SKÝRSLA „ástands- NEFNDARINNAR“ Nefndin vill taka þa5 skýrt fnam, aö þótt störf henna'r hafi fjallaö uni sambfúð íslenzkna kvenna vifð hiö eúenda setuliö, telur hún, aö íslenzkir kartanenn eigi hér sinn brööurpairt. af sök- inni óskiptan, því ad konur ger- ast ekki vændiskonur nema fyrir tilverknað karlmanna, og rudda- skapur islenzkra ikarlmannia í ium>4 gengni viÖ konur hefur sízt ver- iö tíl þess fallinn aö skapa hátt- vísi og fagra siÖu meðal-íslenzkra kvenna. „HernámiÖ leiöar því yafalaust marga laUsung i ljós, sem' áÖu-r var til, en aöeins bet- ur dulin“. (úr bréfi landlæknis). Lögreglan mun hafa Um það sterkan grun, eða jafnvel vissu, að íslenzkir karlmenn séu oft miliiliðir, þegar stúlkur komast í tæri við setulíiðsmenn, og er sök slíkra manna jiafnvel ennþá ægi- legri en kvenfólksins. Hins veg- ar ,er kvenfólkið, og þó einkum stúlkubörnin, í þessu efni sá að- ili ,sem er í hættunni staddur, Og mun því ekki verða hjá því komizt, að -snúa sér að því fyrst og fremst. Er og tvöföld ástæða til þess, að ráða fram úr þessum vanda, þar sem börn þau, er nú Wvclja í sveit, munu lcom.a hei-e á næstunná. Að sinni mun nefndin ekki fjöl- yr'ða fr,ekar um þessi mál,. en í samráði við ríkisstjórnina mun verða tekið nánar til athugunar hverjar leiðir þykja færastar. Nefndinni er ljúst, að ströng bönn eni Urn margt varhugaverð. Það, sem mestu máli skiptir , í þessu sém öðru er, að .hver ein- stakldngur geri skyldu sína, að hér skapist sterkt almennings- álit, sem krefst þess, að íslenzkt þjöðerni, íslenzk menning og ís- lenzk tunga verðd vernduð, að Islendingar verði framvegis sjálf- stæð menningarþjóð. Ftamtíð ís- Ienzku þjóðiarinnar er fólgin í jrví einu, að æska landsins gleymi ekki þegnlegri skyldu við bloð sitt og móðuiTnold. Laval sýnt banatilræði. « Særðist, en nú tal- inn úr allri hœttu. PIERRE LAVAL, fyrrver- andi forsætisráðlhetíra Frakka, seni undanfarið hefir verið ákafasti talsmaður auk- innar samvinnu og hverskonar undanlátss’emi við Hitler á Frakklandi, var sýjrt banatil- ræði við hersýningu í gær. Var skotið á Laval úr skamm- byssu, og hittu hann tvö skot, annað í brjóst og' hitt hand- legginn. Var hann þegar fluttur á sjúkrahús og tókst að ná báð- um kúlunum úr sárunum og var hann úr allri hættu í gærkveldi, að því er Parísarútvarpið sagði. Einn af helztu fylgismönnum Lavals, Maroel Déat, varð einnig býrir skammbýssúkúiu í hand- legg, en hann ef ekki heldur tal- lirnn í neinni hættu. LavaJ var sýnt banatilræðið v,ið (hersýningu í Versölum kl. 5 síð- degis í gær. Voru þar Isaman kiotonir urn 1200. franskir sjálf- boðaliðar, sem ætla að fara til lausturvígstöðva'nna núna í viku- lokin og berjiast þár með Þjóð- vefjum. Var það einn af sjálf- boðatíðunum, ungur maður, Paul Oollet, sem skaut á Laval, og va.r hann stra-x á eftir ytekinn fastur. f Sagðist hann, við yfiriieyrslu í fangeisinu í Vefsöl'um í gær- kyeldi, hafa ijengið í sjálfboða- liðssveitina með það eitt fyrif augum að fá vopn i hönd til þess að geta framið tití'æðið. ■ Sendiherra Vichystjó'rnarin'nar í P,arís, de Brimon, hefir lýst því opinbeflega yfir, að tílræðiö ha'fi veriÖ skipuiagt af kommúnistUm. Auglýsið í Alþýðublaðinu. GAMLA BIO Fóroin hennar (A Bill of Divorcement) Ameríksk kvikmynd frá RKO Radio Pictures. Maureen O’Hara Adolphe Menjou Herbert Marshall Sýnd kl. 7 og 9. NÝJA BÍÓ Convoy Ensk stórmynd, er gerist borð í brezku herskipi, er fylgir kaupskipaflota yfir Norðursjóinn. Aðalhlutverkin Iteika: CLIVE BROOK, JUDY CAMPBELL, JOHN CLEMENTS. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð arför konunnar minnar, ELLY NOKKRUM SPURNINGUM SVARAÐ Frh. af 1. síðu. um undir 16 ára aldri? „Jú, alveg tvímælalaust?“ — Hefur það verið kært? „Um það er mér ekki kunnugt“. Þetta mál er eitt hið versta, er komilð liefur upp hér á landi um •lengri tíma, og menn hefur yfir- leitt sett hljóða við lestur skýrsl- unnar. En nú er málið orðið opin- bert. — Þó að menn hafi vitað áður að ástandið væri slæmtblöskr- ar mönnum þær staðreyndir, sem birtar eru í skýrslunum og liafa þær komið mönnum á óvart. tm,m.. ................. ... austurvígstöðvarnar Framhald af 1. síðu. enskvígsöðvunum, ef járnbraut arsambandið milli Leningrad og Mcskva verður rofið. Fregnir annarsstaðar af aust- urvígstöðvunum voru í gær- kveldi og í'morgun mjög fáar. Þó var skýrt frá því í þýzkum fregnum, að harðir bardagar stæðu yfir rétt norðan og vestan við Viborg á Finnlandi, og að Finnar ættu aðeins 6 km. ó- farna til borgarinnar. Syðst á vígstöðvunum segj- ast Þjóðverjar vera búnir að taka bæinn Borislav, sem stend. ur við Dnjepr, örskammt frá. ósum hennar . Skotæfingar Brezka setuliðið tilkynnir: TÓRSKOTALIÐS skotæf- ingar fara fram þann 2£L ágúst 1941 á svæðinu nálægt. Flekkuvík ,á Vatnsleysuströnd. Einnig verður varpað sprengj- um úr flugvélum á þetta svæði sama dag. Þá verður skotið úr vélbyss- um frá Flekkuvíkur svæðinu £ norðurátt út á sjó. 47 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ — Nei, það er May, svaraði hin óþekkta um leið og hún sleit sig af honum og hljóp út. Andartaki seinna var b(lnum ekið af stað. Hell þaut fram í dyrnar, en hann sá ekki annað en bláan benzínreykinn. Eftir stóð Eggenhofer í kápu og brosti meinfýsinn. ' =s * * Þeir voru kátbroslegir sundtímarnir, sem ungfrú Stefanie von Brinckmann, hin daufdumba, tók hjá Hell. Allir, sem vetlingi gátu valdið við Meyjavatn, komu til þess að horfa á. Hell girti fyrir bryggjuna, til þess að halda þessu ókurteisa fólki í hæfilegri fjarlægð, en við girðinguna stóð fólkið í þyrpingum og horfði á með athygli. Herra Birndl hristi höf- uðið, og jafnvel frú Birndl hristi höfuðið óánægð. Sem betur fór virtist ungfrú Brinckmann ekki vera svo lítið upp með sér af þessari athygli, sem henni var veitt. Hún var alltaf með opinn munn- inn og horfði biðjandi augum á Hell, hvert sem hann fór. Og þegar hún var úti í vatninu þurfti hún alltaf að horfa á hann, til þess að vita, hvort hann væri ánægður með hana. Hún hlýddi öllum bendingum hans út í yztu æsar og var hvergi hrædd. Enda þótt hún gleypti mikið af vatninu, synti hún fram og aftur með bryggjunni. Hvernig sem veðrið var og hversu kalt sem var í vatninu, fór hún út 1, og einu sinni var hún meira að segja svo djörf, að hún stakk sér eftir tilvísun Hells og var nærri þvi köfnuð, þegar hún kom upp aftur. Hún kunni ekki að loka munn- inum, þegar það átti við. Sennilega hafði hún synt í kafi með opinn munninn, og drottinn mátti vita, h'vernig henni hafði liðið, meðan hún var í kafi. Plell varð dauðskelkaður og flýtti sér að hrista úr henni vatnið. Svo reyndi hann að gera henni skiljanlegt, að hún ætti að loka munninum meðan hún væri í kafi. Hann kenndi henni og leiðbeindi á bendinga- máli. Fyrst fór hann upp á stökkpallinn, opnaði munninn og stakk sér, því næst þóttist hann vera að kafna þegar hann kom upp aftur. Svo fór hann aftur upp á pallinn, sýndi henni, að hann lokaði munninum og stakk sér. Áhorfendurnir höfðu mjög gaman að skemmtunum sem þessum, og ungfrú Brincermann klappaði saman lófunum og gaf frá sér kokhljóð. Hún var vel vaxin og hnellin, og þar sem hún gat ekki talað, þá gat hún ekki heldur skrökvað. Allir gestirnir við Meyjavatn sáu, hvers- konar tilfinningar hún bar í brjósti til kennarans. — hve frænka yðar er ánægð, leyndarráðsfrú, sagði frú Mayreder, sem stóð á ströndinni í baðfötum. Frúin vaggaði höfðinu og svaraði: — Hann er ágætur sundkennarinn. Hann gerir sannarlega það, sem hann getur. Stefanie mín er víst ofurlítið ásfangin af honum. — Já, hann er þolinmóður, það er sýnilegt. Og hann veit, hvernig á að fara að börnum. Ég man,. hvernig hann kenndi Pamperl mínum. í Ungfrú Brinckmann stakk sér nú aftur. Hún gerðl nákvæmlega það, sem henni hafði verið sagt, lokaðí munninum og stakk sér svo Hell dró hana upp úr aftur og spurði hana á bendingamáli sínu, hvort hún vildi stinga sér einu sinni enn þá. Reyndar gekk honum vel að gera sig skiljanlegan. Það var bezt að tala. við hana eins og hund. Og máttlausa stúlkan. svaraði: Já, einu sinni enn, tvisvar enn, tíu sinnum enn. Hell .lét hana lét hana stinga sér og dró hana' aftur að landi. Þetta var einn af þeim hitadögum, þegar hætt er við að menn fái sólsting. Fjalirnar á byggingunni voiru brennheitar, enda þótt vatnið væri kalt og það ýar nýr snjór í fjöllunum. Frá' því feðginin Lyssenhop fóru, hafði Hell ver- ið mjög eirðarlaus. Líf hans var gersamlega snautt að innihaldi og dagarnir voru geysilega lengi að l(ða. Engir viðburðir öðrum meiri, dagarnir voru til- breytingarlausir, gráir og ömurlegir, en samt var hvergi frið að finna. Hell var eins og lítill drengur, sem horfir á sápukúluna sína springa. Honum fannst tilveran grá, og ömurleg og andstyggileg, þegar May var ekki hjá honum. Meyjavatn var eins og eyði- mörk, umkringd fjöllum, sem þoka hvíldi yfir. Og grátt og ömurlegt vatnið líktists einna helst forar- polli. Og honum var ekki til neins að ganga á kvöldin til þeirra staða, sem hann átti góðar minningar um. Það endaði jafnan á eina lund, hann grét eins og barn og bar sig fremur ókarlmannlega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.