Alþýðublaðið - 02.09.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.09.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XXII. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPT. 1941, 204. TÖLUBLAÐ ÖU Mannerheimlínan er nú aftur á valdi finnska hersins ¦ ------------------------------,------------------------------------------------•>----------------------------------;—— Rússar hðrfa til gðmlu finnsk - rúss- neskalilandamœranna á Kyrjálanesl. Friðarsamningar mílli Fínna og Rússa í aðsigi? MANNERHEIMLÍNAN er nú öll aftur á valdi Finna, tæpum tveimur árum eftir að beir urðu aS láta hana af hendi við Rússa við friðarsamningana í fyrravetur. Rússar hafa á örfáum dögum eða síðan fyrir hélgina áð Finnar tóku Viborg, hörfað með allt lið sitt af Kyrjála- nesi til gömlu finnsk-rússnesku landamæranna* og er her- lína þeirra nú við Rajajbki, járnbrautarstöðina, sem er Finnlandsmegin við gömlu landamærin, aðeins 50 km. liorðvestur af Leningrad. Orðrómur gengur um það, að Rússar hafi ákveðið þetta skyndilega undanhald með það fyrir augum, að ná ^friðarsamningum við Finnland á þeim grundvelli, að þeir skiluðu því aftur öllum þeim héruðum, sem þeir tóku af því í árásinni í fyrra. En fregnir frá Stokkhólmi, London og Washington hafá borist um það síðustu dagana, að tölu- verð hreyfing væri komin upp í Finnlandi fyrir því að leggja niður vopn undir eins og því" tákmarki væri náð og neita að taka nokkurn frekari þátt í styrjöld Hitlers við Rússland. Tanner og Fagerholm vilja frið. _------------------»_------------!----_ Það eru fyrát og fremst íeiðtngar finnska Alþýðuflokksins, Vainö Tanner, fyrrverandi utanríkismálaráðherra og Fager- holm núverandi félagsniálaráðherra, sem beita sér fyrir sam- komulagsfriði við Rússland. Þeír \eru því andvígir, að Finnar haldi styrjöldinni áfram við hlið Þjóðverja, ef Rússar tjái sig reiðubúna til þess að semja heiðarlegan frið við Finnland og skila því aftur öllum þíeim héruðum, sem þeir tóku af því í fyrra. ..-.¦¦ ¦¦:'¦ ' ¦ ¦ ¦' KORT AF KYRJALANESI. VAINÖ TANNER íoringi finnska Alþýðuflokks- ins og helzti talsmaður heiðar- legs friðar við Rússland. ðttast um leignsMp _ Bfmskipafélagslns. í ' ALITIÐ er„ að einiu af leigiu- skipum Eimskipaféíagsms faaíi fifefckzt á, því að ekki hefir fcii þess spurzt frá því að það iagði úr, höfn í Anœríkiii 8. f.m. . Var skipið, fullfermt vörum bingað og' var farmur þess alls 2200 tionn. Var í því m. a. sykur, nrjöl Og gómmívarningux. Pá átti Sjóklæðagerð íslands véjar með skipinu. Enn f remur var þar tals- vert af iðnaðarvönum. Ekki er vitað 1il þess, að wokkr- ír Islendingar hafi verið með skipinu. 100 nýir verkamanna" bnstaðir i Reykjavík. ¥iðbótarlán hefiir nú verid veitt Télf nýir verfeamannabilstaoir verða reistir í Hafnarfirðí. NÚ er ákveðið að Byggingafélag verkamanna byggi alls 100 nýja verkamannabústaði. , Samþykkti stjórn byggingasjóðs á fundi sínum í gær að veita lán til nýrra bygginga og bjóða út lán í þeim tilgangi. Verður það gert næstu daga. Eins og kunnugt er, er þegar byrjað að byggja 15 hús, eða 60 íbúðir. Nú verða byggð til viðbótar 10 hús, eða 40 íbúðir, svo að alls verða byggð 25 hús með 100 íbúðum. Er þettar íangstærsta fram- kvæníd í . byggingarmálum Reykjavíkur, sem nokkru sinni Frh. á 4. siðu. ' En þessi stefna er einnig sögð eiga miklu fylgi að fagna meðal finnsku þjóbiarinnar, >og herma fregnir frá London og Wáshing- ton», að pað hafi komið greini- lega í ljós í finnskum blöðum upp á síðkiastið. ' Heyrzt hefir og, að Oesoh, yf-^ irmaður finnska herforingjaráðs- ins, sé því hlynntur, að friður verði saminn. Hefir jafnvel heyrzt, að áhrifa- imenn í Finnliandi hafi þegar leit- að hófanna hjá Winaint, sendi- herra Ba'ndaríkjanna í Loindon, um'm.illigöngu. af hans hálfu við friðarumleitanir milli Finnlands og Rússlands, Fasistar vilja strið En öðru máli eí að gegna um finnsku fasistana, sem með árás Rússlahds á Einnland í fýrra hiafa aftur fengið byr undir báða Frh. á V. siðu. Ríkisstférinn heiðrar skinshéfnina á „Es]nM Sériiver skipwerja fékk heiðnrS' skjal og heiðnrspening RIKISSTJORINN tók í morgun á móti skips- höfninni af „Esju" og heiðr- aði hana í tilefní af Petsa- moförinni í fyrra. Var hverj- um skipverja afhent héið- ursskjal og heiðurspening- ur. Viðstaddir athöfnina voru, auk skipshainarinnar, Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráð- herra fyrir hönd ríkisstjórnar- innar og ríkisstjórafrúin, sem var einn af farþegunum frá Petsamo. Athöfnin hófst klukkan ell- efu með ræðu félagsmálaipð- herra. Rakti hann orsök Petsa- mofararinnar og ávarpaSi skipshöfnina á „Esju". Því ríæst tók ríkisstjóri til máls 'og afhenti iþví næst hverjum skipverja heiðurspen- ing og skjal það, er hér fer á eftir: „Skjali þessu fylgir heiðurs- peningur úr silfri naeð gröfnœ nafni yðar. Afhendir ríkis- stjórnin yður hann til eignar I viðurkenningarskyni fyrir skyldurækni í störfum yðar og góða framkbmu í ferð „Esju'" til .Petsamo og þaðan ' til Reykjavíkur í septemher og: október 1940, er hún flutti heim til fslands 258 íslenzka ríkisborgara, sem teppzt höfðu á Nórðurlöndum vegna ófriðar- ins. Lætur ríkisstjórnin í Ijós þá ósk. að þér varðveitið pening- inn til minningar um þessa ein- stæðu ferð. Reykjavík, 20. maí 1941. RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS."1 Að lokum tók framkvæmda- stjóri Skipaútgerðar ríkisins^, Pálmi Loftsson, til máls og; þakkaði fyrir^hönd skipshafn- arinnar á „Esju".' * Heiðurspeningurinn, sem skipstjórinn á „Esju" var sæmdur. Þannig pening fekk hver um sig af skiphöfninni, með eigin nafnú

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.