Alþýðublaðið - 05.09.1941, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 05.09.1941, Qupperneq 2
FÖSTUDAGUR 5. SEPT. 1941. ALÞVOUBLAÐIÐ Auglýslng nm kennslu og einkaskóla Berklavarnarlögin mæla þannig fyrir, samkvæmt 9. gr. þeirra: „Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást við kennslu í skólum, heimiliskennslu né einkakennslu. Engan nemada með smitandi berklaveiki má taka í skóla, til kennslu á heimili eða til einkakennslu. Engan nemanda má taka til kennslu á heimili, þar sem sjúklingur með smitandi berklaveiki dvelur.“ Allir þeir, sem stunda ætla kennslu á komanda hausti og vetri, eru því beðnir um að senda tilskilin vottorð fyrir sig og nemendur sína í skrifstofu mína, hið allra fyrsta, og mega þau ekki vera eldri en mánaðar gömul. Þá er ennfrenrur svo fyrirmælt í ofangreindum lögum: „Enginn má halda einkaskóla, nema hann hafi til þess skriflegt leyfi lögreglustjóra, og skal það leyfi eigi veitt, nema héraðslæknir telji húsnæði og aðbúnað fullnægja heilbrigðiskröfum, enda liggi fyrir tilskilin læknisvottorð um að hvorki kennari eða aðrir á heimilinu né neinn nem- endanna séu haldnir smitandi berklaveiki.“ Þeir, sem hafa í hyggju að halda einkaskóla, eru þv-í ámintir um að senda umsóknir sínar til lögreglustjórans í Reykjavík hið allra fyrsta, ásamt tilskildum vottorðum. Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá einkaskóla, smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum. Umsókir um slíka einkaskóla utan lögsagnarumdæm- is Reykjavíkur, en innan takmarka læknishéraðsins, má senda í skrifstofu mína. y Héraðslæknirinn í Reykjavík, 5. september 1941. fe MAGNÚS PÉTURSSON. Tilkynning Vegna síhækkandi visitölu hœkka flestir verðskrárliðlr litilsháttar frá og með iöstudeginum 5. september. Virðingarfyllst. Rakarameistarafélag Reybjavíkur. HósaleignnefndiD i Hafnarfirði tilkynnir: Vegna fyrirsjáanlegra húsnæðisvandræða hér í bæ á komandi hausti, hefir húsaleigunefnd ákveðið að beita á- kvæðum 3. gr. húsaleigulaganna nr. 130 frá 1940, og er hsúeigendum í Hafnarfirði því óheimilt að rífa niður í- búðarhús eða taka íbúðir til annarrar notkunar. í húsaleiguefnd Hafnarfjarðar. Björn Jóhannesson. Sigurgeir Gíslason. Ásgeir G. Stefánsson. Garðyrkjusýning Uarðyrkliifélags tslands verður opnuð fyrir almenning kl. 5 i dag í skálannm við Túngðtn og Garðastræti. Sendisveinn éskast strax bálfau eða allan daginn A.v.á. HÚSNÆÐISVANDRÆÐIN. Frh. af 1. síðu. næðislaus fólk og skora á ríkisstjórnina að aðstoða við efnisútvegun til slíkra skýla. 2. Að láta tafarlaust rannsaka hvað af sumarbústöðum í nágrenni bæjarins er hægt að nota til vetraríbúða. Svo og að hlutast til um að ráðstaf- anir verði gerðar til þess að endurbæta (setja rafmagn og eldfæri) þá bústaði, siem á þann hátt er hægt að gjöra hæfa til vetraríbúða, áætl- unarferðir verði teknar upp til slíkra staða og nauðsyn- legt lögreglueftirlit látið ná þangað. 3. Að hef ja nú þegar undir- búning framtíðarbygginga með því að bjóða út til sam- keppni uppdrætti að hentug- um 3—4 hæða margbýlishús- um með það fyrir augum, að bærinn byggi slík hús fyrir næsta haust. 4. Að skora á ríkisstjórnina: a. Að gjöra ráðstafanir í sam- ráði við borgarstjóra til þess að bæjarstjórn geti hlutast til um að það húsnæði, er bæjarmenn ráða yfir, verði fyrst og fremst notað fyrir íbúa bæjarins. b. Að þyngja viðurlög húsa- leigulagamia við því að taka íbúðir til a'nnarrar notkunar. y. Að gefa út bráðabirgðalög, ef nauðsyn krefur, er leggi bann við því að segja fjöl- skyldufólki upp húsnæði nema um brot á leigumála sé að ræða. Jafnfram felur bæjarstjórn bæjarráði og borgarjstjóra að taka þegar til athugunar hvort eigi sé nauðsynlegt að bæjar- stjórnin fái heimild til að skammta húsnæði, með því að skipta stórum íbúðum og á hvern hátt framkvæmd slíkrar skömmtunar verði bezt hagað. Þessari tillögu, sem ein stefn- ir að því að reyna að gera full- komnar varnarráðstafanir gegn húsnæðisvandræðunum var vísað til bæjarráðs — það var ekki hægt að taka ákvörðun um hana að áliti meirihlutans. Borgarstjóri hóf umræðurn- ar um húsnæðismálin. Skýrði hann frá samtölum sínum við ríkisstjórnina og las upp bréf er hann hafði sent félagsmála- ráðherra og annað, er félags- málaráðherra hafði sent hon- um. Sagði borgarstjóri að það hefði fyrir löngu verið ljóst, að til stórfelldra húsnæðisvand- ræða horfði. Og nauðsynlegt væri að gera einhverjar ráð-. stafanir. Taldi hann rétt, að byggja bráðabirgðaskýli fyrir a. m. k. 100 fjölskyldur. Auk þess þyrfti að athuga hvort ekki mætti setja bráðabirgða- lög Jón Axel Pétursson og Har. Guðmundsson mæltu fyrir til- lögum Alþýðuflokksins. Lögðu þeir áherzlu á það, að nú væri ríkjandi neyðarástand í hús- næðismálunum og neyðará- stand hlyti að krefjast neyðar- ráðstafana. Það verður að finna skýli fyrir þá, sem standa á götunni 1. október, j,afnvel þó að til þess þurfi að banna flutninga með lögum og fyrir- Með!imatala brezbn verbalýðsfé- laganna vaxið nin 'k mlllj. i stríðinn ------»-—.-— Hún er nú komin upp í hér ura bil 6 millj. LONDON í morgun. RITSTJÓRNARGREIN íhaids- bla&sins ,,Yorkshire Post“ er skrifað 1. p. m. um setningu þings verkalýösfélaganna (Trade jUnion Congress) í Edinborg.' Þar segir: „Þessi styrjöld he?ir haft það í för með sér að verkalýðsféiag- anna hefir gætt ólíkt miklumeir en nokkm sinni fyrr í s.ögu hinna skipulögðu verkamanna. Þessifé- lagsskapur er vafalaust sá lang- sterkasti félagsskapur, sem nú pekkist í Englandi Nýjusta skýrslur sýna að meðlimafjöldi félaganna er kio-minn uipp í 5, 729924 'Og hefir aukist Um 1/4 ár milljón á þessUm tveim styrj- aldarárum. í dag er meðlima- fjöldinn meir en milljón manns fmm yfir það, sem hann var er þingið var seinast háð í Edinj- borg fyrir 14 árum. En það er ekki aðeins í tölum sem þetta samband eflist, held- ur sýna skýrslur þær, sem liggja fyrir á þinginu, befiur en nokkuð annað, hvað starf þess er víðtækt. Akfnei hefir starfsvið verkalýðs- féiaganna orðið jafn umfangsmik- ið né þau verið metin meir, og það að verðleikum, sem á þess- um tveim síðusfcu árum. Ýmsir erfiðleikar fyrir verka- lýðinn hafa að vísu hlotizt af styrjöldinni, og hann hefir fóm- að ýmsum dýrmætustu réttindum sínum. Samt sem áður hefir það verið gert möglunarlaust, því að verkamenn skildu, að erfiðleik- arnir yrðu ekki síður að bitna á þeim en öðrum. Hafa félögin fallizt á að forðast verkföll með- an á stríðinu stendwr og kaup- gjaldstaxtanum hefir verið breytt og fyrirmælunium um unglinga- vinnu. En það er tekið skýrt skipa skömmtun þiúsnæðisins. Að sjálfsögðu ber að gera þetta. Það er ekki nóg að byggja 100 bráðabirgðaskýli. Miklu meiri ráðstafana er þörf, ef það á að bjarga fólkinu af götunni. fram að þessar ráðstafanir séu aðeins um stundarsakir. Vaxandi meðlimafjöldi ogaukið samstarfer trygging fyrir því að engin skerð- ing á réttindum þeima verði þol- uð, en viöhoi'fið á slíkium tím- um sem þessUm veldur þv! að ósk hvers einasta verkamanns er samhljóma óskum allra lands- manna að allt verði gert tjl að tryggja sigur. Á þingi verkalýðsfélaganna mun enn einu siinni verða látin í Ijós sá einbeitti vilji brezka. verkamanna, að þeir vilji sjálfir fá að ráða 'málum sínium og muni leggja allt í sölurnar til verndar lýðræðinu og mannréttindum, sem. frelsi þeirra byggist á“. Hin nýía bób Guð- mnndar Daníelssonar Af jðrðn ertn kominn. * NÝ BÓK er nýkomin út eftir Guðmund Daníels- son. Er þetfa skáldsaga og á aS koma út í þremur bindum und- ir hinu sameiginlega heiti: „Af jörðu ertu kominn.“ Fyrsta bindið heitir Eldur — og er það 281 blaðsíða að stærð. Alþýðublaðið hafði í morgun tal af Guðm. Daníelssyni og’ spurði hann um þetta mikla verk hang. „Efni bókarinnar gerist að mestu leyti síðan Um aldam-öt. Fyrsta bindið fjallar um mann- legar ástriður, þrár og langanir. Annað bindið, sem á að heita „Sandu-rt1 og ég er hálfnaður með fjallar um baráttu mannanna við náttúruna, en þriðja bindið, sena á að heita „Landnám“, f jallar um það, þegar sandgræðslumennirnir bæði andlegir og veraldlegir, hefja störf sín.“ — Hvenær er fyrsta bindið skrifað? „Ég hefi sHtrifað það ai.lt. á s. 1. ári.“ K. R. VALUR. D ANZLEIKUR verður haldinn fyrir Vestraannaeyingana í kvöld kl. 10 í Oddfellowhúsinu. Danzað uppi og niðri. Aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 7 í kvöld í Oddfellowhúsinu. NEFNDIN.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.