Alþýðublaðið - 06.09.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 06.09.1941, Blaðsíða 1
ALÞTÐU RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON UTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XXn. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 6. SEPT. 1941. 208. TÖLUBLAÐ Rússar segja: Sókn Þjóð* verja við Leningradstöð viið Þjóðverjar segja: Sfórskotahríð hafin ú Leningrad og stórbrunar í borginni. éé Var „Pétnrsey sökkt af kaíbát ? Brak hefir f undizt úr stýrishnsi skipsins. VÉLRÁTURINN „Svanur" hefir nú fundið brak, sem reynzt hefir að'vera stýr- ishússþakið af línuveiðaranum „Pétursey", en ekkert hefir spurzt til hans síðan 12. marz s.l. Allt virðist benda til þess, að skipinu hafi verið sökkt með skothríð, því að kúlna- brot hafa fundizt í þakinu. Línuveiðarinn ' „Pétursey" fór frá ísafirði 8. marz s.l. með ísfisk til Englands. Kom hann við í Vestmannaeyjum og skipti þar um tvo menn. Fór skipið síðan þaðan að morgni þess 10. marz og var þá með 10 manna áhöfn. Þann sama dag var .,Reykjaborg" sökkt. Tveim dögumr síðar, 12. marz, mætti vélskipið „Dóra" „Pétursey" suður af Eyjum. — Virtist þá allt vera í lagi á „Péturs.ey." Síðan hefir ekkert til hennar spurzt, þar til flak- ið, sem fyrr var nefnt, fannst. Vélbáturinn .,Svanur" frá Keflavík var 3. þ. m. staddur um 18 mílur út af Garðsskaga, og sá þá fleka í sjónum, sem merktur var íslenzka fánan- um. Innbyrtu þeir flaktð og létu fara svo um það, að.sem minnst rask yrði á því. Flutti „Svanur" flakið síðan til Reykjavíkur, þar sem þeim Friðrik Ólafssyni og Sveini Sæmundssyni var falið að rann saka það. Við rannsóknina kpm í ljós, að skothríð hafði dunið á stýr- ishúsinu, sérstaklega á bak- borða. Eru víða brot úr sprengi kúlum og verður sennilega Mægt að ákveða stærð kúln- anna. Stafir eru á brotunum og verður ef til vill hægt að kom- ast að eftir þeim, hvers lenzkar kúlurnar hafa verið. Flakið er 3 m. á lengd og IV2. k breidd. Trúlofun. í gæf opinberuðu trúlofun sína Jónína Jóhannsdóttir frá Álfta- mýri í Arnarfirði og hr. Páll J. Briem, taankamaður í Búnaðar- banka íslands. FREGNIR af bardögunum við Leningrad hafa aldrei verið óljósari og mótsagnakenndarí en í dag. Fréttaritari Reuters í Moskva símar, að Rússar séu nú bjart- sýnni en áður og telji sig hafa stöðavð sókn Þjóðverja til Lemn- grad. En þýzka fréttastofan tilkynnti í gærkveldi, að stórskotahríð hefði verið hafin á Leningrad ogvútborg hennar, Schlusselburg, sem stendur við Nevafljótið nokkru austar og í finnskum fregn- um er sagt, að stórbrunar séu komnir upp í borginni og sjáist langar leiðir. í fregnum frá Moskva í morg- un er sagt, að manntjón ÞjóÖ- veria við Leningrad sé orðið ógurlegt og verði þeir að flytja nýtt og nýtt lið til vígstöðv- anna þar. Þá er og í morgun getið um harða bardaga víðsvegar ann- ars staðar á austurvígstöðvun- um, einkum við Gomel og O- dessa. Eru það aðallega sagðir vera Rúmenar, serrí sækja að Odessá og segja Rússar, að manntjón þeirra sé gífurlegt. Inni í borginni er unnið nótt og dag að hergagnaframleiðsl- unni og er engán bilbug að sjá á vörn borgarinnar. í fregn frá, London í morgun er þess getið, að í blaði einu í Tokíó í Japan hafi birzt grein — þar sem horfurnar í styrj- öldinni fyrir Þjóðyerja séu taldar ískyggilegar og vekur það allmikla athygli, að slíkt skuli vera viðurkennt þar eystra. , í greininni er bent á það, að Þjóðverjum hafi ekki tekizt að buga Bretland með Toftárásun- um á það í fyrrahaust, að þeim hafi ekki tekizt að vinna néinn sigur í orustunni um Atlants- hafið, að herjum þess miði mjög hægt í Rússlandi, og að ólgan sé stöðugt að fara í vöxt í herteknu löndunum'. Leit hatin að kaMtmi, sem réðist á tiradurspillínn .-----------------«—,—, Roosevelt fyrirskipar að tortíma honum —,-----------,--------------.*_-------------------:—„ A MERÍKSK HERSKIP eru nú að leita að þýzka kaf bátn- -^*- um, sem gerði árásina á tundurspillinn „Greer" á léið- inni til íslands'. Roosevelt hefir gefið þeim þá fyrirskipun, að „tortíma" kafbátinum, ef þau hafa upp á honum. í fregn frá London í morgun er sú frétt sögð frá Reykja- vík, að brezkar f lugvélar taki þátt í leitinni. Það var í fyrradag, sem árásin var gerð á túndurspillinn, og hann kom hingað til Reykjavíkur í gær. Hann var með póst til ameríkska setuliðsins hér. Roosevelt skýrbi blaðamönnuim, svo frá á tandi í Washington í gær, a5 á^ásin á „Greer" hefði v&rib gneiniitega aiuðkennt með aimeríska fánanuim. Það væri því mjög ótrúliegt æÖ kafbátsfoiringj- ainiuim hefði ekki verið það Ijóst, að han'n var að ráöast á amer- ikskt herskipi og það' því held- iur, sem mörgiuim tundturskeytuim hefði verið sbotið á tuinidiuiíspill- ¦ kiií. ' . Bn hvað sem þvi liöi, væri eng- fai' afsökun til ^7^* kafbátiinjn, sagði forsetinn. Því að það væri enigu! betra, að skjóta tiundur- skeyti á skip, sem menn ekki vissui, hverrar þjóðar væri. Forsetinn tók þáð sérstaklega fram við blaðatmenninak að fyrir- skipun hans til herskipanma ,sem hafið hafa leit að kaifbátnum, hafi verið orðuið þannig .aö þeim bæri að ,,tortíma" homuim'. Það var rétta orðið. Hluistiuinartæki tundiurspilliisins eru talin hafa sýnt ^ð hainin mluni hafa verið beint yfír kafbátnum' Unnsteinn Ólafsson skólastjóri afhenti ríkisstjórafrúnni fagran blómvönd, er hún hafði opnað sýninguna. Garðyrkjusýnlngin er égleymanlegt ævintýri. GARÐYRKJUSYNINGIN var opnuð í gær kl. 2 að viðstöddum nvörgum gestum og með mikilli viðhöfn. Ríkis- stjórafrúin opnaði sýninguna, en ríkisstjóri var og viðstaddur opnunina. Ræður fluttu við oipnun sýning- arinnar Unnsteinn Öíafsson skðla- stjóri, Hermann Jónassoji for-' sœtisráðherra og Bjarni Bene- diktsson borgarsitjóri. Þegar sýningin hafði verið opnuð,.'dreifði fóillk sér um hinn mifela skála. Er parna öllu ákaf lega vel f yrir komið, og manni finnst éims og maður sé' kiominn í aldingarðinn Eden. Á þessari sýningu er áðaJ- áherzlan lögð á blómræktina, og eru blömin í lönguan röðumxmeð- fram veggjum og í míðju! en gosbruhnur er um það bií um mitt húsið. í annari deiád sýningariinnar er mikið upphleypt korit af Islandi, gert af Axel Helgasyni, og er pað hin mesta völunidarsmíð. Sjést á pví ræktunarstöðvar og garQ- töhd, gróður landsins, jötolar og öraefi. Munu menn seint geta slit- ið sig frá pessu listaverkú Þá eru á sýningunnii sýndar margs komar afurðir/jiarðáir, garðávextir, ávextir gróðu'rhúsa, kom og hör, og eru sýndir ýmsir rnlunir, sem framleiddir eru úr hörmuim. i ræðum peim, sem haldnar voru í gœr við opniun sýniugar- innar, Var lögð áherzla á þær stórfelldu framfarir, sem orðið hafa í garðrækt á síðusitu árum og heitið vaxandi starfi' og ár- angri. Þó að almenningur stundi ekki petta starf, getur hann stutt pað, meðal annars með pví að sækja þéssa sýningu. — Enda er sýn*- ingin ógleymanlegt æfiratýrii. þegar djúpspTtengjuniuim var varp að. Það er taifö vel hugsanlegt og melra að segja mjög líklegt,, að kafbáturinn hafi orðið fyriir einhverjum skemmdWm. Stórrúðabrotin í Nora-Magazin STÓR rúða í Nora-Magazin yar brotin s.l. miðviku- -dagskvöld. Voru handalögmál þar fyrir utan og munu tveir menn hafa fallið inn uin rúð- una. Þegar lögreglain kom á vett- vang um jmiðnætti þetta kvöld, var allmifcil mannþröng á staðu- uim. Voru þar erlendir sjémenn og all ölvaðir. Höfðu verið slags- mál á staðnuan og tveir menní fallið inn uim gltoggainin. Voru tweir mannánna noirskir en einn sænskur og vonu þeir allir þrir teknir fastir. Tók lögreglan mál- ið tíl meðferðar og dæmdi menn- ina til að borga rúðuna. Mjólfc hækkar enn mMk Og nú nm 11,2 °! 0 MJÓLKURVERÐLAGS- NEFNÐ samþykkti á fundi sínum í gær, að hækka mjólk og mjólkurafurðir. n Samkvæmt þessu yerður verðið eins og hér segir: Nýmjól'k i lauisu máli 80 aura; var áður 72 awra. PlöskUmjólkin verður uú á 84 aura. Rjómi kr. 5,50 líterinn; var kr. 4,95. Skyr kr. 1,50; var kr. 1,30. Smjör í smásölu 9,95 kg.; var áður kí. 8,95. 1 Ostar hækka um 10%. Þessi hækkuin er gífiurleg. Á mjólkinni nemur hún 11,2 »/o. — Vísitalan hælkkaði, eins og fcunn- ugfer, um 10 stig. Smjörið hækk- ar um 1 krönu kg. og ailt er eftir pessui.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.