Alþýðublaðið - 12.09.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.09.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXII. ÁRGANGUR FÖSTUÐAGUR 12. SEPT. 1941 213. TÖLUBLAÐ SVAR ROOSEVELTS: Framvegis mnnu taerskip Banda :rita}anna ver #a f y rjn til ai skjót a Dularfull kúla finnst í stórhýsi hér við bæinn. :;------------ » Álitið, að pýzka flugvélin, sem wstr hér síðast hafi varpað henni ¦« ,— ?—i—— DULARFULL KÚLA fannst í stórhýsi hér í bænum fyrir tveimur dögum og hefir hún verið afhent brezka setuliðinu til rannsóknar. Er enn ekki vitað með vissu, hvort hér er um sprengikúlu að ræða, eða járnkúlu, sem ekkert sprengiefni er í. Talið er víst, að þessari kúlu liafi verið varpað niður þegar þýzka flugvélin var hér síðast 20. ágúst síðastliðinn. Alþýðublaðið hafði í morgun tal af lögrgliístjóra um þetta mál og staðfesti hann að fregn- in væri sönn, en sagði hins vegar, að rannsókn á kúlunni væri enn ekki lokið. Þá hafði Alþýðublaðið tal af Ingvari Vilhjálmssyni útgerð- armanni, en kúlan féll í fisk- verkunarstöðina Haga, en Ingvar hefir það hús á leigu og er í því geymdur fiskur og ýms- ar útgerðarvörur. Ingvar Vil- hjálmsson skýrði svo frá: „Ég var ekki í bænum er at- öurður þessi varð, en verkstjóri minn, Óskar Sigurðsson, hefir skýrt mér þannig fr.á, að þegar hann kom í húsið að morgni þess 20. ágúst, en þá var þýzka flugvélin nýlega horfin, hafi starfsfólk, sem var að vinna í húsinu, skýr't sér svo frá, að þegar flugvélin var yfir bæn- um, hefði húsið skyndilega skolfið frá grunni og allt í einu heyrzt gífurlegt hark í því. Segist Óskar hafa sett þetta í samband við ýmsar athafnir, sem voru í húsinu einmitt um þetta leyti og ekki hugsað um það frekar. Húsið er þrjár hæð- ir og var fólk að vinna á neðstu hæð. Næsta loft er úr steini, en næsta loft þar -fyrir ofan er úr tré. Fyrir nokkrum dögum fór Óskar upp í húsið o'g sá þá að allstórt gat var á þaki þess nið- ur við veggbrún og hafði mol- ast úr veggnum. Þar var 8 sinnum 8 tommu þverbiti kubbaður sundur og varð Ósk- ar mjög undrandi, er hann sá að allstórt gat var, á trégólfinu undir bitanum. Fór Óskár nú niður á næstu hæð og fann þá undir gatinu á loftinu — liggj- and á steingólfinu járnkúlu á' stærð viS venjulega netakúlu' og telur hann að kúlan sé 15— 20 kg. að þyngd. Ég tilkynnti lögreglunni um þetta og hún mun hafa tilkynnt það brezka setuliðinu, en kúl- an er enn í Haga og þykir mér rannsóknin ganga seint." Eins og sést á framanrituðu, Frh. á 2. síðu. Þýzk dagskipun: Dað verðnr að taka Leningrad næstn daya, hvað sem pað kostarl _--------------?__----------- / FREGN FRA LONDON í morgun hermir, að von Leeb marskálkur, sem stjórnar hernum við Leningrad, hafi gefið út dagskipun þess efms, að borgin skuli tekin næstu dagá, hvað, sem það kostar. Ekkert bendir þó til þess, að Þjóðverjum hafi miðað neitt verulega áfram umhver'fis Leningrad og varnarlína borgarinnar er alls staðar órofin. Þjóðverjar skýrðu þó frá því síðdegis í gær, -að þeir hefðu náð mikilli orkustöð á sitt vald hjá Schlússelburg, sem sæi Leningrad fyrir rafmagni. (Frh. á 2. síðu.) Hvar, sem þau rekast á þýzka kaf báta eða herskíp milli íslands og Ameríku verður ráðist á þau -------------_?_------------- ROOSEVELT flutti útvarpsræðu þá, sem boðuð hafði verið í tilefni af árásum þýzkra kafbáta á ameríksk skip, í nótt. Hann sagði að héðan í frá myndu ameríksk herskip verða fyrri til að skjóta. Hvar sem þau yrðu vör við þýzka kafbáta eða herskip á siglingaleiðinni milli íslands og Am- eríku eða annars staðar á Atlantshafi, þar sem öryggi Bandaríkjanna væri í veði, myndi tafarlaust verða á þáu ráðizt. „Þegar menn verða varir við eiturnöðru," sagði Roosevelt, „bíð amenn þess ekki, að hún bíti." Forsetinn byrjaði á því að tala um þýzku kafbátaárásirn- ár á ameríkgka tundurspillinn „Greer" og ameríkska fluth- ingaskipið „Sessa" á leiðinni til íslands. Hann sagði, að með þessum árásum hefði Hitler ráðizt á siglingafrelsið sjálft á höfunum, en siglingafrelsið væru Bandaríkin ákveðin í að verja. Forsetinn minnti því næst á tilraunir Hitlers til þess að ná fótfestu á siglingaleiðinni til Ameríku og í Ameríku sjálfri og benti í því sambandi á und- irróður nazista í Suður-Amer- íku. Bandaríkin, sagði hann, mættu ekki bíða þangað til Hitler hefði tekizt að ná slíkri fótfestu og þau mættu heldur ekki treysta á það, að brezki flotinn héldi velli og yrði Am- eríku næg vörn. Þess vegna hefði hann nú fyrirskipað her og flota Banda- ríkjanna að skjóta þegar í stað Raosevelt. á ræningjaskip þau, sem færu til ofbeldisverknaðar imi á ör- yggissvæði Bandaríkjanna á Atlantshafi. „Engin ofbeldis'verk," sagði forsetmn, „munu hræða Banda- ríkin -frá því, að vernda sigl- ingaleiðir sínar og öryggis- svæði og senda hergögn og nauðsynjar til þeirra vinveittra landa, sem nú berjast fyrir frelsi og lýðræði í heiminum." Eídd stærsti viðburðtr síFiðsias hingáð til Bæði í Ameríku og á Eng- landi er ræðu Roosevelts fagn- áð í morgun sem einum stærsta °g þýðingarmesta viðburði styrjaldarinnar hingað til. Frþ. á 2. sl&u. 1 „ Nýr dauðadómur i Oslo Luðvik Buland, varaformaður uorska Alþýðosambandsins- ifN VKKl HIN BLÓÐUGA ógnarstjórn þýzkra nazista í Noregi heldur áfram. Fregn frá London í morgun hermir, að einn dauðadómur hafi verið kveðinn upp í Osló i gær. Er það varaforseti norska Alþýðusambandsins, Ludvik Bu^ land, sem dæmdur hefir verið af lífi. Það fylgdi ekki fregn- inni, hvort búið væri að framkvæma dóminn. \ ' Nokkrir aðrir norskir verkalýðsleiðtogar voru í gær dæmdir í langvarandi fangelsi, þar á meðal forseti norska Alþýðusambandsins, Jens Tangen. Dietrich Seip rektor há- skólans í Oslo hefir verið vikið frá skólanum af hinum naz- istísku yfirvöldum og norsku skátafélögin verið leyst upp. Ludvik Buland, varaformað- ur norska Alþýðusambandsins, sem nú hefir verið dæmdur til dauða af blóðdómstóli þýzku nazistanna í Noregi, er 48 ára að aldri, fæddur 1893. Hann er járnbrautarverka- maður og hefir verið starfandi í norsku verkalýðsfélögunum síðan 1916. Tveimur árum síð- ar, 1918, gekk hann í norska Alþýðuflokkinn. 1925 var hann kosinn bæjar- fulltrúi . Alþýðuflokksins í Þrándheimi. 1927-^-1929 var hann varaformaður Alþýðu- flokksins þar. 1920 varð hann formaður nórska járnbrautar- mannasambandsins og hefir verið það síðan jafnframt því, að hann hefir átt sæti í stjórn norska Al.ýðusambandsins sém varaformaður þess. Ludvlk Biularad. . Trygve Lie aðvarar norsku pióðtna. •JK"- Trygve Lie, utanríkismáia- ráðherra norskus stjórnarinnar í London, flutti útvarpsræðu til þjóðar "sinnar síðdegis í gær í tilefni af hinum blóðugu við- burðum í Osló í fyfradag. Hann varaði norsku þjóðina við þyí að rasa fyrir ráð fram í baráttunni gegn þýzka inn- rásarhernum. Tíminn værienn Frh. á 4. afita.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.