Alþýðublaðið - 17.09.1941, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.09.1941, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 17- SEPT. 1941 AIÞTÐUBIAÐIÐ MIÐYIKUDAGUR yi i — Næturlæknir er Björgvin Finns- son, Laufásvegi 11, sími 2415. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. ÚTVARPIÐ: 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Lög úr óper- um. 20,00 Fréttir. 20,30í Erindi: Vopnafjörður og Vopnfirðingar (Björn Guð- mundsson frá Fagradal); 20,55 Hljómplötur: Dönsk tónlist. 21,15 Erindi: Sláturtíð og sulla- varnir (Guðm. Thoroddsen prófessor): 21.30 Samleikur á tvö píanó (Fritz Weisshappel og Egg- ert Gilfer). Sónata eftir Mozart. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. ÚtvarpstíSindi 37. tbl. er nýkomið út. Á for- síðu er mynd af Davíð Stefáns- syni skáldi frá Fagraskógi. Auk dagskrárinnar næsta hálfan mán- uð er smágrein, Minning Snorra Sturlusonar, lausavísur o. s. frv. Sumardvalarnefnd hefir flutt skrifstofu sína í Hafn- arstræti 5. í fjarveru minni til 27. þ m. gegn- ir hr. læknir Sveinn Gunnarsson sjúkrasam lagsstörfum mínum. Mafth. Einarsson. Mótorhjól óskast til kaups. — Tilboð merkt „MótorhjóT1 ieggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir miðvikudagskvöld. tsatsssssmBscsm Nesprestakall. Börn, sem eiga að fermast i haust, komi til viðtals í Háskól- ann n. lt. fimmtudag kl. 5. Gengið inn um norðurdyr. Haustfermingarbörn í Laugarnesprestakalli eru beð- in að koma til viðtals í Laugarnes-' skóla fimmtudaginn næstk. kl. 5 e. h. Minkur sást í gær við Austurvöll. Var hann eltur og náðist inni í Thor- valdsensstræti. GULLNA HLIÐIÐ. Frh. af 1. síðu. ég leggja tiil, að slík orð, sem ráða meiru' um skilning lesaind- ansj væi'ui prentuð á þarrn veg, að paxt vektu athygli. Hér á ég t .d. við setminguina: „JAn síkiim- ar í allar áttir, eins og dýrðin sé nú fyrst að birtast honum o. s. frv.“ Eninfremur þau orð, sem lýsa fögnmði hains og Ijóma, peg- ar náðinni og kærleikanuim hef- ir tekist að umynda þá sál, sem refsivald himins og jarðar hefir ekki haft nem áhhif á. Ég óska Davíð Stefánssyni til hamingjui með leikjnn ,sem ég hygg að telja megi að mörgu ieyti fruimlegan, þegar tekið er tillit til forms og byggingar. Víst er upi það, að hann hefir full- komna sérstöðu meðal íslenzkra leikrita frám að ]>essu. j Jakob Jónsson. ST. FRÓN nr .227. Fundur ann- að kvöld kl. 8. — Dagskrá: 1. Upptaka nýrra félaga. 2. Önnur mál. — Fræðslu- og skemmtiatriði: a) Jónas yfir- læknir Sveinsson: Erindi með skuggamyndum. b) Val- ur leikari Gíslason: Upplest- ur. c) Dans að loknum fundi, frá kl. 11, og leikur hljóm- sveit undir dansinum. Reglu- félagar, fjölmennið stundvís- lega. Þúsundára- ríkið eftir Upton Sinclair er saga sem gerist árið 2000, þar bregður fyrir gieöi- höllum og risaflugvélum framliðarinnar, undraefn- um sem eyðileggja allt lífrænt á jörðinni, utan ellefu manns sem voru uppi í himingeymnum. Lesið um átök og athafn- ir þessara ellefu manna, sem eftir lifðu ájörðinni, og pér munið sanna að Þúsundárarikiö, er ein hin skemmtilegasta bók sem hægt er að fá. NÝJAR BÆKUR EFTIR SIGURÐ EINARSSON Frh. af 1. síðu. um 300 bls. að stærð, og verður hún gefin út af ísafoldarpreut- smiðju. Þá hefir verið ákveðið, að á næstunni kiomd út safn af rit- gerðum, sem nokkursikonar á- framhald af ritgerðasa'fni mínu: „Líðandi stund“, og út kom 1938. Þessar ritgerðir fjalla um bók- imeuntir, stjórnmál og menndng- anmál, eða pað sem Jónas Jóns- sion kallar fegurð lífsins, þegar hann skrifar um það. í þessu safni verða mýjar, öprentaðar rit- gerðir, og nokkrar, sem áður hafa birzt og sérstaka athýgli hafa vakið, eins og t. d. „Næturróö- iur“, „Sendiherrann frá Paradís" og „Landið, sem bíður vor.“ — Handrit þessarar bókar er að verða tilbúið. Hefi ég unnið að þvi í sumar. Einhvem tíma í haust hefi eg í hyggju að gefa út dálitla bök um tíðaflutning íslenzknar kiiikju frá því um siðaskipti og fram á okkar daga, en get ekki að svo kommu máli skýrt nánar frá því.“ ■ OAMLA BIÓ ■ Ærsladrósin. (PARIS HONEYMOON.) Paramount mynd. Aðal- hlutverkin leika: Bing Crosby, Franciska Goal, Akim Taminoff, Stanley Ross. Sýnd klukkan 7 og 9. NYJA BlO (EOAD TO GLOEY.) Ameríksk stórmynd, er gerist á vígvöllunum í Frakklandi 1914—18. Fredirc March, Warner Baxter, Lionel Barrymoore, June Lang. Sýnd klukkan 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. Börn fá ekki aðgang. Dansskéli Ellý Þorláksson Kennsla hefst 1. oktéber* Kennslugreiiiar: Akrobatik, Ballet, Plastik og Stepp. Innritun daglega í skólanum Bjarkargötu 8,, sími 4283, kl. 12—2 og 6—8. TÓNLISTARFÉLAGIÐ OG LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR OPERETTAN NITOUCHE Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Ath. Frá kl. 4 til 5 verður ekki svarað í síma. TiIkyaniBS frá Somardvalaoefnd Skrifstofa nefndarinnar er flutt í aðalskrifstofu R.K.Í., Hafnar- stræti 5 (Mjólkurfélagshúsinu). Skrifstofan er opin álla virka daga nema laugardaga kl. 2—4 og 5—7 e. h. Sími 4658. Þeir aðstandend- ur sumardvalarbarna, sem ekki hafa að fullu greitt umsaminn, dvalarkostnað barna sinna, eru beðnir að gera skil sem fyrst.. Framkvæmdanefndln 58 VICKI BAUM: SUMAR VIÐ VATNIÐ sem hún gæti notið ein með herra Hell. — Ég verð sennilega að nota stóra kútinn, hvíslaði hún og blygðaðist sín ofurlítið. Hún skalf af kulda. — Jseja, þér ætlið að læra skriðsund, einmitt það, sagði Hell. Og þótt honum væri það þvert um geð varð hann að fara úr baðkápunni og sýna henni sundtökin, fyrst uppi á pallinum, því næst í vatninu. Um leið og hann stakk sér,fékk hann stingandi verki í allan líkamann. en hann synti skriðsund fram með pallinum, svo að hún gæti séð sundtökin. Hann hafði miklar þrautir í handleggnum. — Svona, nú skulið þér reyna, sagði Hell um leið og hann kom upp úr vatninu. Hann tók löngu stöng- ina sína og frú Mayreder lagðist óhikað til sunds í jökulvatnið. Eftir þrjár mínútur var hún orðin upp- gefin. Þegar hún var klædd og ætlaði að fara að tala við sundkennarann, var hann allur á bak og burt. Hann hafði flýtt sér að ná í skildingana sína og var horfinn inn í þorpið, til þess að kaupa brauð. Daginn eftir var veðrið ofurlítið mildara, en eng- inn kom á baðstaðinn. Um hádegið kom frú May- reder aftur og Hell fékk fáeina skildinga. Þann dag fór hann ekki út í. Hann stóð uppi á pallinum, og hann hafði jafnvel brett upp kraganum. — Ég veit ekki, hvað að mér gengur, sagði hann — ég skelf dag og nótt. Hann var töluvert gramur yfir þessu. — Þá hljótið þér að vera veikur. Maðurinn minn er læknir, þér ættuð að láta hann skoða yður, sagði frú Mayreder áhyggjufull. — Komið út að Seespitz og heimsækið okkur. — Þakka yður fyrir. Það þætti mér vænt um, sagði hann og honum varð hugsað til þess, að ef til vill yrði hounm boðið að borða og hann fengi eina fimm rétti. Reyndar var hann ekki svangur lengur. Maginn í honum var skroppinn saman og var orðinn harður eins og steinn. En vegna þess, að frú May- reder var ofurlítið feimin og Hell hlédrægur, varð ekki meira úr þessu boði og enginn tími var ákveð- inn. En frú Mayreder var orðin óróleg og um kvöldið gekk hún aftur inn á baðströndina. — Herra Hell er farinn að borða, sagði Matz litli. — Hann er senni- lega hjá Schwoisshackel. Vegna metnaðar síns lét Hell sem svo á hverj^m degi, að hann færi til Schwoisshackels til þess að borða, en eftir ævintýrið með Vefi, kom hann þar aldrei. Frú Mayreder gekk á milli veitingahúsanna, gægðist inn og afsakaði sig: — Ég er bara að leita að manninum mínum, sagði hún, eins og hún blygðað- ist sín fyrir það. En það var nú svo, að hún gat ekki farið heim, án þess að fá að taka í höndina á Hell. Þegar niður að járnbrautarstöðinni kom, sá hún hann allt í einu, og stundarkorn stóð hún undir kastaníutré, til þess að geta horft á hann. Hann hafði nýlega borið ferðakistu til lestarinnar og nú stóð hann kyrr og lét eins og hann væri að athuga ferðaáætlanir. Hann hreyfði sig varla, aðeins greip stöku sinnum hendinni ofan í vasann og stakk ein- hverju upp í sig. Allt í einu áttaði frú Mayreder sig á því, hvað væri að Hell, og hún fékk sting í hjartað.. — Hamingjunni sé lof að ég hitti yður, herra Hell,. sagði hún, og henni var strax ljóst, hvað gera skyldi. — Það er orðið svo leiðinlegt hér við Meyjavatn. — Viljið þér ekki gera okkur þá ánægj'ú að borða með okkur í kvöld. Ég veit, að maðurinn minn hefir gleði af að kynnast yður. — Það er nijög vingjarnlega boðið, svaraði Hell og kingdi síðasta súkkulaðibitanum. — Reyndar er ég nýbúinn að borða, en ég ætla samt að fylgjast með yður. Þetta var venjuleg lygi. Hell hafði enga löngun til þess að fylgja frú Mayreder heim. Hann var síðustu dagana orðinn mjög taugaveiklaður og vildi helzt af öllu fá að vera í friði. Þessi kona gerði hann óró- legan. Alltaf þurfti hún að láta höndina hvíla í lófa hans lengur en nauðsynlegt var, þegar hún heilsaði honum eða kvaddi hann. Datt henni í, hug, eins og Vefi, að hún gæti veitt hann í net sitt með heitum kvöldmat. Síðustu dagana hafði hann hugsað um margskonar angandi rétti, og honum fannst hann finna bragðið af þeim. Þetta kvöld var borinn fram ágætur matur í See- spitz. En Hell geðjaðist þó ekki að honum, og þegar hann gekk heim til sín aftur, leið honum illa, og hann hélt, að þá og þegar myndi líða yfir sig. Hann langaði til þess að stinga sér í vatnið og láta skeika að sköpuðu, svo að þessum erfiðleikum linnti ein- hverntíma. — Þú verður að læra að synda, og Pamperl verð-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.