Alþýðublaðið - 19.09.1941, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.09.1941, Blaðsíða 1
RITSTJÖRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXII. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 19. SEPT. 1941. 219. TÖLUBLAÐ Vélahersveitir Þj ó ðve rj a Mnar að umkringja Kiev? Ekkert lát á vðrn Rússa við Leningrad. Ifaínsleysiö er al- veg égolandi. UNDANFARIÐ má segja að mestur hluti Austurbæiar- hafi verið alveg vatnslaus. Kemur vatn ekki í hús- ! in í Austurhænum, þar ; með talið Skólavörðuholt- ; ið, frá því snemma á ; morgnana. ; Fólk kvartar sáran und- J 5 an þessu vatnsleysi, og ; j verða yfirvöld ibæjarins ; ^ að taka þetta mál tafar- t Iaust til athugunar og úr- v lausnar. Búðum lokað kl. 6 i_kvöld. Og opnar til klukk- an 6 annað kvold. LOKUNARTÍMI sölubúða og skrifstofa breytist í dag. í sumar hafa búðir verið opnar til kl. 8 e. h. á föstudög- um, en í kvöld og eftirleiðis verður þeim lokað kl. 6. Á morgun, laugardag, verð- ur ekki lokað kl. 1 e. h., eins og verið hefir í sumar, heldur kl. 6 e. h. eins og aðra daga. R ÚSSAR segja í morgun, að ákafir bardagar standi yfif á öllum vígstöðvum og séu þeir harðastir á svæðinu umhverfis Kiev, Þjóðverjar segja lítið annað, en að sókn þeirra í Ukraine, austan við Dnjepr, gangi að óskum. í gærkveldi héldu Þjóðverjar því fram, að vélahersveitir þeirra væru búnar að umkringja Kiev einnig að austan. Sú fregn hefir þó enga staðfestingu fengið frá Rússum. í, London er hins vegar talið, að sænska fregnin, sem birt var í gær um það, að Þjóðverjar væru búnir að ná eiðinu milli Krímskagans og megin- landsins á sitt vald, væri sönn, og að hersveitir Rússa á Krím væru því einangraðar. v Ti'lgangur Hitlers með því a'ð einangra Krímskagann er talinn vera sá, að lama Svartahafsfl'Ota Rússa, sem hefir aðalbækistöð sína í Sebastopol á Suðurodda Krímskagans, og undirbúa með því þýzka árás á Kákasus, ekki einangis landleiðife austur eftir Suður-Rússlandi, heldur og sjó- leiðina yfir Svartahaf. Leningrad. Fregnir frá Moskva, sem birtar ►ora í London í gærkveldi, gátu um hörð gagnáhlaup af hálfu Rússa við Leningrad, og var því haldið frarn, að þeir hefðu sótt þar frarn á einum stað úm 12 km. vegarlengd, en þýzkar fregn- ir héldu því hins vegar fram í gærkveldi, • að hringuiinn Um Leningrad væri nú óðrnn að þrengjast 'Og Þjóðverjar væru nú ekki nema 18 km. frá miðbiki borgarinnar. Vöm Þjóðverjair sagðir hafa tekið með áhlaupi 100 steinsteypt vamarvirki í intnri varnarlínu hennar. Murmansk. Aftur í Addis Abeba Þessi mynd var tekin, þegar Haile Selassie Abessiníukeisari kom aftur til höfuðborgar sinnar, Addis Abeba, eftir fimm ára út- legð. Fregnir frá Abessiníu síðan segja, að hann hafi hafizt handa um margar umbætur í hinu frumstæða landi sínu. Síðasta fréttin, sem er nýkomin, hermir, að hann hafi fyrirskipað að | þrælahald í Abessiníu skuli afnumið. Norður við íshaf halda Þjóö- verjar uppi harðvítugri sókn í áttina til Murmansk, og hefir þeim miöað þar eitthvað áfraim. I London gera menn sér þö voni'r um, að Rússium muni takast að verja Murmansk fram á vetur- inn, en þá versna öll skilyrði til sóknar þar stórkostlega. Augljóst þykir pó, að Hitier leggi .mikla áherzlu ^ að ná Miur- mansk á sitt vald fyrir veturinn, til þess að geta hindrað alla. flutninga til Rússa þangað frá Englandi og Ameríku. Slkorsfei ætlar að fara til Rásslands. Sikorski, yfirhershöfÖingi Pól- verja, flutti útvarpsræðu í Lon- don í gær til pólsku hermann>- anna, sem nú er verið að æfa á Rússlandi, og tilkynnti, þei'm, að hann myndi heimsækja þá þar innan skamms. 'Sikorski ]é,t í Ijójs í ræðu sinni óbifanlega trú á lokasigri banda- rnanna í striÖinu. Brezkn blaðamenB- irnir hjá ríkisstjðra Sán Nitonche i gærkveldi. BREZKU blaðamennirnir gengu á fund Sveins Björnssonar ríkisstjóra í morg- un kl. 11. Dvöldust þeir nokkra stund hjá honum og ræddu við hann. Með þeim fóru tveir full- trúar íslenzku inóttökunefnd- arinnar. I gærkveldi buðu Leikfélagið og Tónlistarfélagið blaðamönnuin- urn að sjá ópenettiuna Nitouche. SkemmtU' þeir sér hið bezta, enda þótt þeir skildu lítið af samtöl- unum, tog höfðu mjög gaman af söngvunium. Sumir þeirra höfðu séð Nitouche áður, annaðhvort á frönsku eða enskú, og könnuð- Vísitalan fyrir septem- bermánuð er 166. 4 I Einu stigi lægrl en í ágústmánuði. KAUPLAGSNEFNDIN hefir nú reiknað út vísitölu fram- ;• færslukostnaðarins fyrir september og er hún 166, eða einu stigi lægri en í síðasta mánuði, en þá hafði hún á einum mánuði hækkað um 10 stig. Hækkunin þá stafaði aðallega af stórkostlegri hækkun á matvörum, en nú hefir verð á kartöflum stórlækkað og veruleg verðlækkun orðið á nýjum fiski, síðan hámarks- verð var sett á hvorttveggja. Að lækkun vísitölunnar nú hefir þó ekki orðið meiri stafar af því, að aðrir kostnaðarliðir hafa hækkað, þar á meðal húsaleiga og fatnaður. Samkvæmt þessu verður kaup Dagsbrúnarverkamanna eins og hér segir frá og með 1. október: Dagvinna: 2,41 um tímann. Eftirvinna: 3,57. Nætur- og helgidagavinna: 4,48. í boxa- og katlavinnu: í dagvinnu: 4,15, eftirvinna 6,14, helgidaga- og næturvinna 7,72. Kaup fastakaupsmanna verður eins og hér segir: 300 kr. grunnlaun: 498 kr. 400 kr. gruhnlaun: 664 kr. 500 kr. grunníaun: 830 kr. o. s. frv. Dýrtíðaruppbótin á elU laun og örorkubætur. ----- Umræður á bæjarstjórnarfundi í 'gær. GAMLA FÓLKIÐ og öryrkjarnir hafa orðið að bíða eftir uppbótum á ellilaun sín og örorkubætur, þó að allir þegnar þjóðfélagsins hafi fengið fullar uppbætur á dýrtíð- inni frá því um síðustu áramót. v Þó eru lífskjör þessa fólks þau langsamlega bágustu, sem þekkjast hér á landi. Engin afsökun er til fyrir þessu og ekki einu sinni ein einasta skýring. Ef talið væri að þetta fólk hefði það bærileg kjör, að það hefði lánstraust hjá kaupmönnum, eða að það gæti dregið saman til næsta dags af þeim eyðslueyri, sem því er ætlaður í dag, þá væri ef til vill hægt að tala um skýringu. Jón Axel Pétursson gerði þetta mál að umtalsefni á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn var í gær. Hann bar upp fimm fyrir- spurnir til borgarstjóra, sem hann óskaði svars við. Fyrirspurnirnar voru á þessa leið: 1. Er búið að ákveða uppbæt- ur á ellilaun og örorkubæt- ur? 2. Verður full dýrtíðaruppbót greidd? 3. Og ef svo er: Við vísitölu hvaða mánaðár verður mið- að? 4. Hvenær verður uppbótin greidd? 5. Verður uppbótin látin ná til allra þeirra, sem njóta elli- launa og örorkubóta? lust við ýmislegt úr óperettunni. Þegar Báma og dansmeyjiar henn- ar höi&u loki'ð við dans sinn, sagði einn blaðaanflðrninn: — C.Þettai minnir mig á daga mína í Paiís“. Svðr borgarstjóra Borgarstjóri svaraði þessum fyrirspurnum. Hann sagði með- al annars: „Framfærslunefnd fól mér að athuga og ákveða þetta mál. Ég hef einmitt í dag haft tal af Tryggingarstofnun ríkisins um það, Hún greiðir sinn hluta af ellilaununum, örorkubótun- um og þá einnig af uppbótinni. En okkur ber að ákveða hve mikil hún verður. Ég hygg, að við munum greiða fulla dýrtíðaruppbót og að tekin verði meðalvísitala af árinu og uppbótin því greidd fyrir allt árið og fyrir áramót, en jþó held ég varla, að það verði gert í einu lagi. Ég býst við að farið verði að greiða uppbótina um næstu mánaða- mót. Ég veit ekki nákvæmlega hvað uppbótin hækkar ellilaun og örorkubætur hvers ein- staklings mikið, en ég held að það verði ekki fjarri 15%. — (Frh. á 2. síðu.) I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.