Alþýðublaðið - 20.09.1941, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.09.1941, Blaðsíða 2
LAUGAKDAGUR 20. SEPT. 190. Tilkynning frá landbánaðarráðuneytinu. Hér með er skorað á alla þá, sem koma vilja til greina við úthlutun verðuppbótar á útfluttar landbúnaðarafurðir, framleiddar árið 1940, að senda landbúnaðarráðuneytinu fyrir 15 .október n.k., staðfest eftirrit af farmskírteinum, er sanni útflutningsmagn þeirra af þeim vörutegundum, sem hér eru taldar: Ull, Bjórar, Silfurrefaskinn, Gærur, Garnir, Blá og hvít refaskinn, Kjöt, Ostur, Æðardúnn. Fylgja þarf vottorð matsmanna um að vörurnar séu framleiddar á árinu 1940. Þeir, sem eiga óseldar birgðir af fyrnefndum vöruteg- undum frá árinu 1940, sem ætlaðar eru til útflutnings, skulu fyrir sama tíma senda vottorð matsmanna um birgðirnar, með tilgreindu vörumagni, — eða aðrar sannanir, sem ráðu- neytið metur gildar. Landbúnaðarráðuneytið, 19. sept. 1941. Kauptilboð óskast í fa8teignina Laugabrekku við Suðurlandsbraut ásamr erfðafestulandinu Þvottalaugabletti nr. 2, með eða án áhafnar. Tilboð sendist undirrituðum fyrir föstudag. Eínar B. Guðmundsson hrm. Aaitursti'æti 7 Barnataeimilnm Osle« borgar breytt 1 f angelsi Háðist inn á heimilin snemma á morgn- ana og ekið með fólkið í fangeisi Lundúnabréf. ¥ EINU af kvikmyndahús- * um Þrándheims var sýnd kvikmynd af norsku hersveit- inni, sem er á leið til Þýzka- lands. Kvikmyndinni var tek- ið með svo miklum óhljóðum, að lögreglan skarst í leikinn og lokaði kvikmyndahúsinu. — Þýzku yfirvöldin urðu svo reið, að þau úrskurðuðu að lokað skyldi öllum kvikmyndahúsum í Þrándheimi. Frá Þrándheimi berast enn- fremur þær fréttir, að allir atvinnulausir menn verði að skrásetja sig þegar í stað, og verða þeir settir í vinnu fyrir þýzka herinn. Sænsk blöð hafa haft tal af norskum flóttamönnum, sem nýkomnir eru til Gautaborgar. Segja þeir að ástandið í Oslo sé hræðilegt. Þýzka lögreglan, Gestapo, er tekin upp á því að ráðast inn í hús óbreyttra borgara eldsnemma á morgn- ana, taka þá til fanga, safna þeim saman í almenningsbíla og aka þeim í fangabúðir. — Meðal þeirra, sem teknir hafa verið til fanga eru flestallir verkalýðsforingjar Osloborgar, ritstjórar blaða Alþýðuflokks- ins og háskólakennarar. Meðal háskólakennara má nefna próf- essorana Brögger, Schreiner og Mohr. Ennfremur var Welhav- en lögreglustjóri tekinn fastur. Ástæðan til þess að Þjóð- • \ verjar byrjuðu þessar fjölda- handtökur, var verkfall, sem milli 35 og 40 þúsund manns tóku þátt í. Voru nokkrir foringjar verkamanna dæmdir til dauða fyrir að undirbúa verkfallið, en sumir voru náðaðir og refsing- unni breytt í lífsjtíðarfangelsi. SS-menn og herlið ók um borgina í bifreiðum snemma morguns og handtók fjölda manns. Hermennirnir réðust inn í húsin, vöktu fólk og skipuðu því að fara á fætur. Síðan var öllum ekið á ,lög- reglustöðvar, þar sem stutt yf- irheyrsla fór fram á blendingi úr norsku og þýzku. Því næst var öllum varpað í fangelsi. Öll fangelsi borgarinnar fyllt- ust á svipstundu og varð að hafa tvo til þrjá menn í hverj- um klefa. Þjóðverjar hafa breytt einu stærsta barnaheimili Osloborg- ar í fangelsi, auk þess hafa þeir komið sér upp þremur fangabúðum úti á landi. Þjóðverjar og Quislingar reyna nú að banna Þjóðverjum að nota útvarpstæki sín. Hafa þúsundir útvarpstækja verið gerðar uptækar. Norðmenn hafa svarað þessu með því að segja upp norska útvarpinu, sem er undir þýzkri stjórn. Auk þess hafa öll blöð nazista fengið uppsagnir svo þúsundum skipt- ALPYÐUBLAÐIÐ ir. Er almennt búizt við, að næsta skref nazista verði að þvinga fólk til að gerast áskrif- endur að nazistablöðunum, — segja flóttamenn þeir, sem sænsk blöð hafa haft tal af. Það er þýðingarlaust að ætla sjr að kúga Norðmenn, því að þeir láta ekki kúgast, segja flóttamennirnir. Þjóð- verjar skilja ekki frelsisást Norðmanna og munu aldrei skilja hana. Þeir reyna sína gömlu kúgunaraðferð, en þeim mistek-L það, sem þeir ætla sér, að buga kjark almennings. Hið eina, sem þeim tekst, er að auka hatrið á Þjóðverjum um allan helming og var þó ékki á það bætandi. Bjarni Guðmundsson. Þakkar- og kveðjnori frá Goðspekistáku Safnarfjarðar. Við óíför taórðar Edilonssonar læknis. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefir verið be'ðið fyrir til birtingar eft- irfarandi þakkar- iog kveðjuorð frá Guðspekistúku Hafnarfjarðar við útför Þórðar Edilonssonar læknis: Kæri félagsbróðirt Þegar við staðnæmumst við ar- inelda minninganna við kveðju- athöfn pina, vakna margar hug- ljúfar og bjartar minningar um þig sem persónu, félaga, iækni og fræðara. Oss finnst, laið lífs- braut pín hafi legið með sólu, «r xls hvern miorguin í aiustri og sendir geisla sína tilaðyljadæg- urdrykk mannanina úr dögg næt- ur, og læknar mein manna með birtu og yl. Hverfur oss aðkvöldi í vestrið, á hringbraut sinni í þjónustu allífsins. Sendir oss minningageisla, er hún fellur ni'ð- ur bak við sjiónarrönd, með kvöldroðanum fagra, er boðar nýja -komu næsta dag. ... Vinur! Nú ertu borfinn inn á landið, er tengdafaðir þinn, Benedikt Grön- dal, kvað um: Um undrageiim í himinveldi háu nú hverfur sól og kveður jarð- arglaium, á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. Ég tel, að þú hafir gefið oss af því bezta er þú áttir í hugar- fari þínu. Því þökk'um við þér með klökkum huga fyrir efnisval erinda þinna, þýðlngar og flutn- ing, og hugljúft samstarf í 21 ár. Svo felum við minningadísUm liðna tímans að strá blómum á þinn framtíðarveg. F. b. Guðspekistúkui Hafnarfjarðar Davíð Krfstjánsson. Kaupsýslutíðindi. 26. tbl. 11. árgangs er nýkomið út. Efni: Nokkur atriði úr reikn- ingum bankanna, Grundvöllur sölumennskunnar, eftir Jar. A. Warsham. Bæjarþing Reykjavíkur o. m. fl. Bjarni Snæbjörnsson læknir hefir verið settur til þess fyrst um sinn, unz öðruvísi verður ákveðið, að gegna héraðslæknis- embættinu í Hafnarfjarðarhéraði. -----UM DAGINN OG VEGINN —— Bréf mn ráðstafanir gegn „ástandinu“. Nauðsynlegt a<S auka og bæta dagskrá útvarpsins. íslenzkukennsla í Háskólanum. Skurðirnir við Ingólfsstræti. Gryfjurnar á Arnarhóli og hljómleikarnir. „Out of the Night“ kemur fyrir jól. —.....ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU.------- EG TEK ALGERLEGA undir það, sem þú ert sífellt að prédika fyrir fólkinu, Hannes minn,“ segir BS í bréfi til min og heldur áfram: „Ég á við það, að nu sé hætta á ferðum og að bezt sé að dvelja sem mest á heimilun- um, endurskapa aftur heimilis- menningu hinna gömlu íslenzku sveitabaðstofa, stunda lestur. stunda útvarpið, nám og vinnu. Ég veit að þetta hlýtur að bera árangur, því að þetta er svo skyn- samlegt, og þú ert búinn að vera að hamra á þessu síðan að setu- liðið kom í fyrra. En nú er nauð- syn að fólkið bregði vel við og fljótt. því að alltaf fjölgar í land- inu, og nú eigum við íslendingar að sýna hvers við erum megnugir, hvort við getum verndað menn- ingu okkar í þeim æðandi byl, sem um okkur geisar.“ ÚT AF ÞESSU vil ég segja þetta: Það er rétt, að ég hefi oft sagt líkt þéssu og skrifaði ég til dæmis daginn eftir að brezki her- inn steig á land pistil, þar sem ég benti á í hverju aðalhættan væri fólgin fyrir okkar litlu þjóð. Því miður hefir það, sem ég sagði þá, ræzt til fulls. Ég bað fólll að ein- angra sig. Það væri eina varnar- ráðstöfunin, sem við gætum gert. Ég hvatti það til að dvelja meira á heimilunum en það hefði gert. Eftir þessu hefir því miður ekki verið farið, og því hefir ýmislegt farið verr en skyldi. ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT að allir vinni að þessu sama. Útvarp- ið. t: d., verður að bæta dag- skrá sína til stórra muna. Ég hygg að ef ríkisvaldið sæi sóma sinn í því að láta útvarpinu í té meira fé en það hefir yfir að ráða, svo að það geti keypt sér starfskrafta, bæði fasta menn og fyrirlesara, leikrit, upplesara o. s. frv., þá myndi það vera góð björgunar- starfsemi. — Eins og nú er borgað fyrir erindi í útvarp- inu er varla von að menn fáist til að leggja að sér til að flytja er- indi í það. Ríkisstjórnin þykist vilja vinna á móti ,,ástandinu“. Þarna er verkefni: Búið betur að útvarpinu. Látið dagskrá þess stór- batna. ‘þá er það háskólinn. Hann getur gert ýmislegt til að hjálpa til. í því sambandi birti ég hér á eftir bréf, sem mér barst í morgun frá Sneglu Halla. Hann segir meðal annars í bréfi sínu til mín: „Mig langar til að skrifa þér um eitt áhugamál, sem ég á. Nú er margt bæði ritað og talað um nauðsyn þess, að landsmenn gæti vtl þeirra menningarverðmæti, sem vér höfum erft frá forfeðrum vorum, en oft vill það verða svo, að meira er um bollaleggingar og góð áform en athafnir. En sleppum öllum athugastmdum um það. Mig langaði til að biðja þig að koma á framfæri eftirfarandi tillögu:“ „AÐ HÁSKÓLI ÍSLANDS taki upp í vetur kennslu í íslenzkum fræðum fyrir almenning. Kennsl- unni sé hagað þannig, að hún fari aðallega fram á kvöldin og seinni- part dags, t. d. frá klukkan fimm á daginn. Kennslunni sé skipt nið- ur í flokka þannig, að þeir, sem svipaða menntun hafa, njóti sömu kennslu. Kennslan þarf ekki að vera ókeypis, þó það væri bezt. En nauðsynlegt er að kennararnir séu eingöngu úrvals íslenzku- menn.“ „GREINARGERÐ mín er svo- hljóðandi,“ segir bréfritarinn enn fremur: „Margir landsmenn hafa notið nokkurrar menntúnar, t. d. gagnfræðamenntunar, verið í hér- aðsskólum, og í lærdómsdeildum menntaskólanna. Eftir að námi í þessum skólum var lokið, hafa þessir menn farið að vinna og ekki hugsað til frekara náms. En bæði er það, að menntunin hefir verið of lítil og svo hitt, að kennarar eru oft misjafnir og þess vegna uppgötva þessir umræddu lands- menn, að mikið skortir á að þeir kunni nægilega mikið í íslenzku til þess að þeir geti skrifað eða talað hana lýtalaust. En það eru einmitt þessir menn, sem skrifa flest bréfin, þar sem þeir vinna venjulegast annaðhvort við verzl- unarfyrirtæki eða í opinberum skrifstofum. Og geta allir séð hvað mikil áhrif þessir menn hafa á ís- lenzka tungu. Vænti ég að forráða- menn H. f. athugi þessa tillögu og geri grein fyrir afstöðu H. í. til hennar áður en mjög langt líður á haustið.“ SKURÐIRNIR við Ingólfsstráeti verða lagaðhj mjög fljótt, segja þeir Matthías Ásgeirsson garð- yrkjuráðunautur og Hörður Bjarnason, en þeir bera ábyrgð á skurðunum. Þeir segja enn frem- ur: Við erum að fá efni í garðana, sem á að steypa þarna, og við von- um, að bráðlega verði hægt að byrja, en efnið hefir vantað. ÞAÐ ER ÓFÆRT, að hafa næt- urhljómleika á Arnarhóli. Þar eru skurðir og holur, sem ekki er hægt að varast, og síðast þegar Svanur var að leika rómantísk kvöldlög sín, spriklaði fólk í tugatali af- velta, ragnandi og bölvandi f myrkrinu niðri í þessum skurð- um. Það var ljót sjón að sjá og setti mann alveg út úr viðkvæmri stemningunni. ÞAÐ VAR VITLEYSA, sem ég sagði í gær um að ,.Out of the Night“ myndi ekki koma út fyrr en undir jól. Mér er tilkynnt frá skrifstofu MFA, að vonandi komi bókin í næsta mánuði. Mun það gleðja alla þá mörgu, sem bíða eftir þessari bók, að fá þessar fréttir. Hannes á horninu. &J3nna3Í20J2E82EECI Til hrpinnprninii ÍQ Quillayabörkur 1« 5.60 kg. Brasso 0.90 br. Silvo 1.10 — Windoline 1.40 — Zebra 0.90 dós Húsgagnagljái 1.90 gl. Renol 2.35 — Afþurkunarklútar 1.30 stk. Gólfklútar 1.40 — Karklútar 0.85 — Vim , 0.45 pk. Þvottaefni, allar tegundir. —- Burstavörur, margar teg. 7— ©feogpfeloqiá J2J2J2J2J2J2J2J2J2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.